Morgunblaðið - 07.03.2015, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 07.03.2015, Blaðsíða 33
MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARS 2015 ✝ Kristinn Ant-onsson bóndi á Glæsistöðum í Vestur-Land- eyjum fæddist þar 26. desember 1930. Hann and- aðist 15. febrúar 2015 á Kumb- aravogi á Stokks- eyri. Foreldrar hans voru hjónin Guð- rún Guðmundsdóttir, f. 24. janúar 1898 í Sigluvík í Vest- ur-Landeyjum, d. 20. janúar 1980, og Anton Þorvarðarson, f. 26. september 1889 á Vestri-Klasbarða í Vestur- Landeyjum, d. 14. maí 1990. Þau eignuðust fjóra syni, þá Sigurð, f. 31. maí 1928, d. 6. september 2011, Guðmund, f. 18. desember 1929, Kristin, sem hér er kvaddur, og yngstur er Ást- þór, f. 19. desem- ber 1932. Þeir tóku allir við búi á Glæsistöðum eftir foreldra sína. Ungur fór Kristinn á nokkr- ar vertíðir í Vest- mannaeyjum og starfaði svo um hríð hjá Samein- uðum verktökum á Keflavíkurflugvelli. Eftir það kom hann heim að Glæsistöð- um og vann við búskapinn þar allar götur síðan, eins lengi og heilsa leyfði. Í ágúst 2014 vistaðist Kristinn á Kumbaravogi, þar sem hann lést. Útför hans fer fram í dag, 7. mars 2015, frá Akureyj- arkirkju, kl. 14. Frændi okkar, Kristinn Ant- onsson, sem var einstakur maður í veröldinni, er nú allur eftir langa og starfsama ævi. Hann var hag- leiksmaður, eins og þeir bræður allir. Ég fæddist í Sigluvík, nærri Glæsistöðum. 1973 keyptum við Kristinn hvor sína Bronco-bifreið- ina. Bíll Kristins er ennþá inni í skemmu og sést ekki að honum hafi nokkru sinni verið ekið; eins og hann hafi komið af færibandi verksmiðjunnar í gær. Aldrei hef- ur verið gert við hann, hann er keyrður 38.400 kílómetra. Við feðgarnir höfum átt hlýju og vin- fengi að fagna af hendi þeirra bræðra; höfum átt innhlaup hjá þeim og aðstöðu við smíðar og verktakastarfsemi í Landeyjum, auk þess sem við höfum fengið að hafa hjá þeim um 50 fjár síðustu tvö árin. Kristinn var búinn mikilli spauggreind. Ástþór, hringdi mig upp í farsímann. Var ég staddur í Holti í Flóahreppi að grafa skurð. Sigurður, sonur minn, hafði vikið sér frá með haglabyssu og var að svipast um eftir önd að veiða, og var hann með síma minn í vasan- um. Þegar Sigurður hafði svarað í símann, hleypur hann til mín með haglabyssuna í annarri hendinni og símann í hinni. Kom mér þá í hug, að hann hefði séð draug. Við kaffidrykkju á Glæsistöðum fór- um við að rifja upp þetta atvik. Voru móttökurnar eins og jafnan, myndarlega á borð borið. Ástþór sagði þá, að Sigurður hefði getað skotið drauginn. Þá segir Kristinn það, sem síðan hefur verið haft að orðtaki eystra: „Það þýðir lítið að skjóta á drauga!“ Þegar Kristinn og bræður hans voru að setja upp rör-mjaltakerfið gerði Kristinn það að mestu einn. Eftirlitsmaður Mjólkurbúsins tók út verkið, og sagði að Kristinn ætti aldrei að gera annað en að setja upp rör-mjaltakerfi. Grannarnir komu með fjár- klippurnar og hnífana að biðja Kristin að brýna. Gerði hann það á stignum hverfissteini, sem enn er til, og alltaf beit vel. Aldrei keyptu bræðurnir notað- ar vélar, heldur nýjar, það dýrasta og besta. Ef eitthvað bilaði, var jafnan gert við það tafarlaust, enda eru vélarnar í fullkomnu standi og geymdar í húsi. Snyrti- mennsku á Glæsistöðum var við- brugðið og fengu bræðurnir verð- laun fyrir framúrskarandi umgengni. Hvergi sáust brotnir girðingarstaurar og því síður rúllubaggaplast á gaddavírnum. Þeir hirtu mætavel um allar skepnur og héldu kýr þeirra mjög vel á sér, voru auk þess spakar og geðgóðar. Má í því sambandi nefna þær Húfu, Auðhumlu og Flóru. Þeir eiga nokkur hross, ágætlega tamin og vel til höfð, ríg- væna stólpagripi. Svo mannelsk eru þau, að fimm vetra graðhestur elti eitt sinn tætarann hjá okkur hring eftir hring í flaginu; stansaði þegar tætarinn nam staðar, og hélt svo áfram að elta hann, þegar við fórum aftur af stað. Þá ganga bræðurnir mjög snyrtilega um öll hey, en það þótti löngum höfuð- dyggð til sveita. Moðið er flokkað í betra moðið og verra moðið. Síð- ustu árin hafa þeir selt hey og gengið svo vel frá því, að orðlagt er, hve það endist vel. Við kveðjum elskulegan frænda með þakklæti og söknuði og biðj- um honum allrar blessunar Guðs. Sigurður Ágúst Rún- arsson og fjölskylda. Kristinn Antonsson ✝ Sveinn fæddist17. desember 1949 í Vest- mannaeyjum. Hann lést 23. febrúar 2015. Foreldrar hans voru Ólafía Sveins- dóttir og Pálmi Árnason, þau eru bæði látin. Hann var elstur fjögra systkina en þau eru Rúnar, Ólafur og Ingi- björg. Bjuggu þau öll fyrir gosið í Heimaey árið 1973 á Heið- arvegi í Vestmannaeyjum en Sveinn var sá eini sem hélt áfram að búa í Eyjum eftir gos. Sveinn vann mörg ár í Steypu- stöð Vestmanna- eyja og síðan í Kertaverksmiðj- unni Heimaey, fyrst sem leiðbeinandi og síðan sem forstöðu- maður sem hann starfaði við til dánardags. Útför Sveins fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag, 7. mars 2015, kl. 11. Mikið rosalega er erfitt að setjast niður og skrifa minning- argrein um yndislegan frænda, vin og yfirmann en þessi tæp 3 ár sem við unnum saman verða mér alltaf kær. Svenni var algjört gull af manni og vildi allt fyrir mig og aðra gera. Hann var stuðnings- maður ÍBV af lífi og sál og var bikarsigurinn hjá handboltanum tileinkaður Svenna. Það verður erfitt að hafa ekki Svenna niðri í Kertaverksmiðju að spjalla um handboltann og komandi fót- boltatímabil og að grilla lærið fyrir vinnufélagana og útbúa æðislegu sósuna með en svona getur lífið verið skrýtið. Kerta- verksmiðjan Heimaey verður ekki söm án þín. Ég kveð þig, minn kæri vin- ur. Vil senda fjölskyldu Svenna og vinum mínar innilegustu samúðarkveðjur og ætla að enda á einu af mörgum gull- kornum sem Svenni setti á Fa- cebook-síðuna sína en því miður veit ég ekki hver höfundur þess er: „Til að sigrast á ótta og kvíða, lærðu að treysta. Treystu eigin sjálfi, treystu Guði, treystu lífinu og sjáðu að allt fer á besta veg.“ Marta Sigurjónsdóttir. Mikið er það óraunverulegt að skrifa minningargrein um þig, elsku Sveinn. Við systkinin höfum þekkt þig alla okkar ævi. Þú varst eins og einn af fjöl- skyldunni, enda æskuvinur föð- ur okkar. Við minnumst allra þeirra stunda er þú komst í kaffi í Stóragerðið eða horfðir með okkur á sjónvarpið, kvöld eftir kvöld. Þú áttir þitt sæti við eldhúsborðið og einnig þinn stað í stofunni. Það var alltaf stutt í húm- orinn og grínið hjá þér og þú hafðir gaman af því að stríða okkur, en á góðlátlegan hátt. Þú fylgdist með okkur vaxa og fullorðnast, tókst þátt í okkar lífi eins og einn af fjölskyldunni. Skutlaðir á æfingar og mættir á fótboltaleiki Gunnars Bergs. Tókst þátt í skírnar-, fermingar- og brúðkaupsveislum okkar. Áramótin voru alltaf skemmtileg með þér, þú tókst virkan þátt í undirbúningnum, t.d. með því að skræla kartöfl- urnar og koma með stóra vind- ilinn til að kveikja í flugeldunum með okkur. Þær eru líka margar þjóðhá- tíðirnar sem við minnumst með þér, þú og pabbi að vesenast með súlurnar og bekkina á stóra vörubílnum. Þú að teikna og hanna á þjóðhátíðarbrúsana og stundum líka að smyrja flatkök- ur með mömmu eða að snúa kleinur. Alltaf var glens og grín í för með þér, sem smitaðist svo vel til okkar systkinanna. Í minningunni varst þú kátur og hress og fékkst fólk til að brosa og hlæja. Þakka þér samveruna, elsku Sveinn, og Guð blessi minningu þína. Sigfríð, Aðalheiður og Gunnar Bergur. Í dag kveðjum við Svein Pálmason, æskufélaga, vinnu- félaga til margra ára og fjöl- skylduvin. Það voru sorgarfrétt- ir þegar sonur okkar hringdi í okkur til Kanarí þar sem við er- um og tilkynnti okkur andlát Sveins sem bar mjög brátt að. Þar fór góður drengur. En nú er komið að leiðarlokum, allt of snemma, og þá er margs að minnast frá æskuárunum á Vestmannabrautinni og Heiðar- veginum, þar var nú margt brallað og kannski ekki allir ná- grannarnir ánægðir með það sem við tókum okkur fyrir hendur. Bryggjan og fjaran togaði okkur Svein fljótt til sín. Þegar komið var úr skólanum var töskunni hent inn og við komnir á bryggjuna til að veiða eða fylgjast með þegar bátarnir komu inn og fóru að landa. Sveinn fékk fljótt ljósmynda- áhuga og keypti sína fyrstu myndavél fermingarárið. Þá lá leið okkar út á hafnargarð að taka myndir af bátunum þegar þeir komu úr róðri, þennan vet- ur tók hann myndir af öllum Eyjaflotanum sem var nú ekki lítill í þá daga. Sveinn vildi stofna ljósmyndaklúbb og það gerðum við, ljósmyndaklúbbur- inn var látinn heita Blátindur. Síðan voru keyptar græjur og við framkölluðum og stækkuð- um allar okkar myndir sjálfir. Þetta áhugamál hafði Sveinn alla tíð eftir þetta og tók mikið af fallegum myndum sem hann deildi meðal vina á Facebook. Eitt sinn fengum við áhuga á lyftingum en áttum ekki pen- inga til að kaupa lyftingajárnin, þá fékk Sveinn þá snjöllu hug- mynd að fara niður í slipp og leita að járnstöng, við fundum hana, en þá vantaði lóðin. Seinna var farin önnur ferð í slippinn og þá í leit að blýi til að bræða í lóð, blýið var fengið á mjög vafasaman hátt. Lyftinga- dellan stóð í nokkur ár og skráði Sveinn árangurinn í bók sem enn er til. Sveinn og ég byrjuðum að vinna í Hraðinu tíu ára gamlir að slíta humar, þar vorum við svo líka í nokkur ár eftir að skólagöngu lauk. Í gosinu fórum við með flokk manna til að bjarga verðmætum úr Hrað- frystistöðinni og síðar í vinnu hjá Viðlagasjóði í áframhaldandi björgunarstörf. Sveinn vann í Steypustöðinni í tuttugu og fimm ár, fór svo í Kertaverk- smiðjuna og starfaði þar til dauðadags. Sveinn var tryggur vinur okkar og góður vinur barnanna okkar, hann hjálpaði mikið til þegar við byggðum húsið í Stóragerðinu og svo alltaf boð- inn og búinn ef á þyrfti að halda. Hann var útsjónarsamur að leysa þau verkefni sem lágu fyrir hvort sem það var á vinnu- stöðunum sem hann vann á eða bara til að hjálpa öðrum. Eftir gos var Sveinn fasta- gestur á okkar heimili og var hjá okkur öll áramót, líka eftir að við vorum flutt frá Eyjum og þá hjá syni okkar sem fannst ekki annað koma til mála en að Sveinn væri með enda alinn upp við það. Sveinn hafði mikinn áhuga á íþróttum og lét sig aldrei vanta á leiki hjá ÍBV, hann var einn af dyggustu stuðningsmönnum fé- lagsins. Það er sárt að sitja hér á sól- arströnd og skrifa minningabrot um æskufélaga og besta vin og geta svo ekki fylgt honum síð- asta spölinn eftir allar þær sam- verustundir sem við höfum átt saman. Minning Sveins mun lifa. Samúðarkveðjur til ástvina. Runólfur og Marý. Sveinn Pálmason Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓHANN BJARNASON, Borgarsandi 9, Hellu, verður jarðsunginn frá Oddakirkju fimmtudaginn 12. mars kl. 14. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Barnaspítala Hringsins. . Elsa Þorbjörg Árnadóttir, Bjarni Jóhannsson, G. Rósa Tómasdóttir, Guðjón Jóhannsson, Anna E. Valdimarsdóttir, Þórunn Jóhannsdóttir, Gissur Snorrason, Árný V. Jónsdóttir, Anna A. Arnardóttir, Gísli G. Jónsson, Þorleifur K. Arnarson, Lene Sörensen, Hjálmar Ö. Arnarson, Ida B. Unnarsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og aðrir aðstandendur. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, LÝÐUR BAKKDAL BJÖRNSSON, sagnfræðingur, sem lést 25. febrúar, verður jarðsunginn frá Digraneskirkju miðvikudaginn 11. mars kl. 13. Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er bent á styrktar- og líknarsjóði. . Guðbjörg Ósk Vídalín Óskarsdóttir, Valgerður Birna Lýðsdóttir, Haraldur Jónasson, Lýður Óskar Haraldsson. ÚTFARARÞJÓNUSTA Vönduð og persónuleg þjónusta Sími: 551 7080 & 691 0919 ATHÖFNÚTFARAÞJÓNUSTA - athofn@athofn.is - www.athofn.is Inger Steinsson IngerRósÓlafsdóttir Okkar kæri, GEIRLAUGUR SIGFÚSSON, Grundargerði 5a, Akureyri, lést þriðjudaginn 24. febrúar 2015. Útförin fer fram frá Höfðakapellu miðvikudaginn 11. mars kl. 13.30 . Sigríður Heiðdís Geirlaugsdóttir, Þórey Egilsdóttir, Hilmar Lúthersson, Bragi Egilsson, Svala Björnsdóttir, Sædís Hrönn, Alexander Breki, Bergrós Lilja og aðrir aðstandendur. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma, langamma og langalangamma, GUÐRÚN HULDA BRYNJÓLFSDÓTTIR, Grenigrund 25, Selfossi, lést á Fossheimum, Heilbrigðisstofnun Suðurlands, sunnudaginn 1. mars. Útför hennar fer fram frá Selfosskirkju miðvikudaginn 11. mars kl. 14. . Árni Sigursteinsson, Kristín Árnadóttir, Brynjólfur Tryggvi Árnason, Hreindís E. Sigurðardóttir, Gunnar Þór Árnason, Anna Sigurðardóttir, Árni Árnason, Ragnhildur Magnúsdóttir, Sigrún Árnadóttir, Sveinbjörn Friðjónsson, Sólrún Árnadóttir, Bryndís Brynjólfsdóttir, Hafsteinn Már Matthíasson og fjölskyldur. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma, dóttir og tengdadóttir, GUÐRÚN PÁLSDÓTTIR, Hellnafelli 4, Grundarfirði, lést á heimili sínu þriðjudaginn 24. febrúar. Útförin fer fram frá Neskirkju þriðjudaginn 10. mars kl. 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á styrktarreikning sem stofnaður hefur verið fyrir fjölskyldu hennar nr. 0321-13-110070, kt. 240775-5739. . Kristbjörn Rafnsson Agnes Ýr Kristbjörnsdóttir Tómas L. Hallgrímsson Arna Rún Kristbjörnsdóttir Elí Jón Jóhannesen Helgi Rafn Kristbjörnsson Páll Guðmundsson Svana Svanþórsdóttir Rafn Ólafsson Hrafnhildur Guðmundsdóttir Kristbjörn Helgi Jóhannesen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.