Morgunblaðið - 07.03.2015, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.03.2015, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARS 2015 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Samtök sjálfstæðra skóla héldu upp á tíu ára af- mæli sitt með afmælishátíð í Flóa í Hörpu í gær. Um 500 gestir nutu veitinga og dagskrár og skemmtu sér vel eins og þessir starfsmenn leik- skólans Vinaminnis í Breiðholti. „Við höfum náð fram mörgum af okkar baráttumálum. Samt þurfum við að standa saman áfram og halda vörð um málefni okkar,“ sagði Sigríður Anna Guð- jónsdóttir, formaður samtakanna. Skemmta sér á afmælishátíð Morgunblaðið/Árni Sæberg Samtök sjálfstæðra skóla fagna 10 ára afmæli Baldur Arnarson baldura@mbl.is Fjárfestar sjá nú kauptækifæri í at- vinnuhúsnæði enda sé viðbúið að leiguverð taki að stíga eftir því sem efnahagsbatinn heldur áfram. Sjóðir tengdir sjóðastýringar- fyrirtækinu GAMMA, sem eru í eigu fjárfesta, eru þar á meðal, skv. öruggum heimildum blaðsins. Fulltrúi GAMMA var erlendis og átti ekki kost á því að veita viðtal. Það er þekkt úr hagfræði að við djúpa kreppu taka skuldabréf fyrst við sér í kjölfar þess að seðlabankar lækka vexti. Þegar síðan sér fyrir endann á kreppunni byrja hlutabréf svo að hækka í verði. Töf er á þessari hækkun enda verður tekjufall hjá fyrirtækjum eftir kreppu. Íbúðarhúsnæði er númer þrjú í röðinni að bregðast við lægri vöxtum eftir að atvinnusköpun hefst á ný. Síðasta batamerkið í röðinni Atvinnuhúsnæði er síðast í röðinni og virðist nú komið að því. Á þenslu- árunum byrjaði íbúðarhúsnæði að hækka í verði 2004 og fylgdi atvinnu- húsnæði í kjölfarið árið 2006. Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins, segir greinileg batamarki á markaði fyrir atvinnuhúsnæði. „Við finnum fyrir aukinni eftir- spurn á ákveðnum svæðum. Þess vegna höfum við haldið áfram að vaxa og kaupa eignir. Eins og við kynntum á uppgjörsfundi í síðustu viku er nýtingarhlutfallið hjá okkur, útleiguhlutfallið, nú 97%. Við eigum von á því að það haldist þannig. Það þýðir að varan hjá okkur er búin,“ segir Helgi og bendir á að eftir- spurnin sé fyrst og fremst eftir minni rýmum, t.d. fyrir iðnaðarhús- næði. Síðustu mánuði hafi eftirspurn eftir stærri einingum verið hægari. Reginn sjái tækifæri í iðnaðarhús- næði sem er ekki á dýrustu svæðum. Ríkharð Ottó Ríkharðsson er framkvæmdastjóri Nýja Norður- turnsins hf., fimmtán hæða skrif- stofuturns við Smáralind sem verður tekin í notkun með haustinu. Leiguverðið enn of lágt „Eftirspurn eftir atvinnuhúsnæði er smám saman að aukast, samfara hagvexti og minnkandi atvinnuleysi. Það er þó nokkuð í að það verði eðli- leg verðmyndun á þessum markaði. Það borgar sig til dæmis ekki enn að byggja nýtt atvinnuhúsnæði til leigu. Hægt og sígandi nálgast þó sá punktur,“ segir Ríkharð. Annar viðmælandi hjá stóru fast- eignafélagi sagði orðið mjög lítið orð- ið til af 300-400 fermetra húsnæði til leigu. Smám saman sé að skapast þrýstingur á nýbyggingar. Veðja á atvinnuhúsnæði  Fjárfestar horfa til aukinnar eftirspurnar  Félög tengd GAMMA sjá tækifæri  Skýrt batamerki í hagkerfinu  Styttist í að nýbyggingar standi undir kostnaði Morgunblaðið/Ómar Bati Leiguverð á atvinnuhúsnæði í miðborg Reykjavíkur er á uppleið. Georg Breiðfjörð Ólafsson í Stykk- ishólmi hefur slegið aldursmet Helga Símonarsonar á Þverá í Svarfaðardal, sem hafði lifað lengst allra íslenskra karla, í 105 ár og 345 daga, en Helgi lést sumarið 2001. Georg er orðinn 105 ára og 346 daga gamall en hann verður 106 ára 26. mars. Sonur hans Ágúst Ólafur segir Georg vera heilsu- hraustan og lífsglaðan. „Hann er mjög minnugur og fylgist vel með því sem er að gerast í kringum hann.“ Ekki vill Ágúst þakka mataræð- inu langlífi föður síns, sem hann segir hafa verið mjög hefðbundið en lítið um grænmeti og ávexti. „Hann borðar þennan klassíska ís- lenska mat en hefur alltaf hugsað vel um heilsuna og aldrei unnið sér til óbóta.“ Georg býr á dvalarheim- ilinu í Stykkishólmi ásamt bróður sínum, sem er orðinn 100 ára gam- all. vilhjalmur@mbl.is Elstur íslenskra karlmanna Aldur Georg Breiðfjörð Ólafsson lætur ekki aldurinn á sig fá en er bæði lífs- glaður og minnugur. Hinn 26. mars fagnar 106 ára afmæli sínu. Björgunarsveitir á Austurlandi voru komnar í var fyrir versta veðrinu rétt fyrir klukkan tíu í gærkvöldi og á góðri leið til byggða með tvo erlenda gönguskíðamenn sem óskuðu að- stoðar í gærmorgun. Mennirnir neit- uðu að fara með björgunarsveitar- mönnum til byggða á þriðjudag þegar einn félagi þeirra var sóttur veikur á jökulinn. Friðrik Jónas Friðriksson, formað- ur Björgunarfélags Hornafjarðar, segir að rætt hafi verið við mennina á þriðjudag og þeim gerð grein fyrir versnandi veðri og beðnir um að koma niður af jöklinum með björg- unarmönnum. „Þeir neituðu að koma niður af jöklinum og eins kom ekki til greina af þeirra hálfu að færa sig neð- ar,“ segir Friðrik. Dýr og hættuleg aðgerð Friðrik segir að alls hafi um 50 manns komið að björgunaraðgerðinni í gær, sem hófst klukkan tíu í gær- morgun og stóð fram á kvöld eða í tæpa 12 tíma. „Tíu bílar sóttu menn- ina, í hverjum bíl eru þrír menn og síðan kemur fólk í svæðisstjórnum einnig að þessari aðgerð.“ Veður var afleitt á jöklinum og seg- ir Friðrik björgunarmenn hafa metið aðstæður svo að ekki væri æskilegt að senda vélsleða. „Þetta var enginn skreppitúr eins og þegar við fórum á þriðjudag. Við mátum áhættuna þannig að við sendum bara bíla og snjóbíl.“ Í ljósi þess að mennirnir neituðu að koma niður á þriðjudag, þrátt fyrir aðvörun, vaknar sú spurning hvort herða þurfi reglur eða setja lög um ferðir á hálendinu. „Við björgum fólki í öllum veðrum, en það er ekki hlut- verk okkar að setja reglur. Þetta er hins vegar innan þjóðgarðs og for- svarsmenn Vatnajökulsþjóðgarðs mættu skoða reglur um ferðalög inn- an hans.“ vilhjalmur@mbl.is Bjargað af Vatnajökli í gærdag  Neituðu að koma niður á þriðjudag Björgun Björgunarsveitir sóttu 2 erlenda ferðamenn á Vatnajökul. Páskar á Kanarí 28. mars - 9. apríl Verð frá kr. á mann m.v. 2 fullorðna og tvö börn. 147.800 kr. á mann m.v. 2 fullorðna. Flogið með Icelandair 119.900 SÍÐUSTU SÆTIN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.