Morgunblaðið - 07.03.2015, Blaðsíða 52
LAUGARDAGUR 7. MARS 66. DAGUR ÁRSINS 2015
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í LAUSASÖLU 790 ÁSKRIFT 4995 HELGARÁSKRIFT 3120 PDF Á MBL.IS 4420 I-PAD ÁSKRIFT 4420
VEÐUR » 8 www.mbl.is
»MEST LESIÐ Á mbl.is
1. Neituðu að koma til byggða
2. Fauk í Bjarna á tröppunum
3. Sennilega þeirra hinsti fundur
4. Svona verður moskan
Steinar Þór Kristinsson hefur ný-
lokið meðferð við ristilkrabbameini
og tekur því þátt til að minna alla á
að fara í speglun. Kristinn er mottu-
safnari dagsins en hann mun bera
merki meinsins ævilangt. Fylgstu
með Kristni og öðrum mottusöfn-
urum á mottumars.is.
Hvetur alla í speglun
Tónlistarmaðurinn Biggi Hilmars er
að leggja lokahönd á tónlist við
fyrstu alþjóðlegu kvikmyndina sem
hann hefur samið fyrir, Beeba Boys,
eftir hinn virta, indversk-kanadíska
leikstjóra Deepa Mehta. Myndin er
byggð á sannsögulegum atburðum
og fjallar um uppgang og fall mis-
kunnarlausrar indversk-kanadískrar
glæpaklíku. „Verkefnið kom til fyrir
röð atvika, en Deepa hefur fylgst með
mér í gegnum tíðina og ég leigði
henni lag af fyrstu sólóplötunni
minni, Blindfold, fyrir nokkrum árum
fyrir kvikmyndina Heaven on Earth
sem kom út árið 2008,“ segir Biggi.
Tónskáldið A.R. Rahman, sem hlaut
Óskarsverðlaunin, BAFTA og Golden
Globe fyrir tónlist sína við Slumdog
Millionaire, átti upphaflega að semja
tónlistina við Beeba Boys en varð að
gefa verkefnið frá sér vegna veikinda.
„Þetta er búið að vera
virkilega skemmtilegt
og krefjandi verkefni
og hefur kennt mér
margt, en Deepa og
framleiðandi mynd-
arinnar eru búin að
vera á landinu síð-
astliðna viku með
mér í hljóðverinu
að leggja loka-
hönd á verkið,“
segir Biggi.
Biggi semur fyrir
Deepa Mehta
FÓLK Í FRÉTTUM
VEÐURÍÞRÓTTIR
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Sunnan og suðvestan 8-18 m/s, hvassast við suðausturströndina.
Él sunnan- og vestantil, en bjart með köflum nyrðra og eystra. Hiti víða 0 til 5 stig.
Á sunnudag Suðvestan og sunnan 8-18 m/s, hvassast við ströndina sunnantil. Víða él,
en bjartviðri á Norðaustur- og Austurlandi. Vægt frost, en um frostmark við ströndina.
Á mánudag Suðlæg átt, 5-13 m/s og dálítil él, en bjart á Norður- og Austurlandi. Breyti-
leg átt suðaustanlands seinnipartinn. Hiti breytist lítið.
Íslenska kvennalandsliðið í knatt-
spyrnu endar í neðsta sæti B-riðils
Algarve-bikarsins í knattspyrnu í ár,
sama hvernig fer á móti Bandaríkj-
unum í lokaumferð riðlakeppninnar.
Ísland tapaði naumlega fyrir Noregi í
gær, 1:0, og hafði áður tapað fyrir
Sviss. Þar með er ljóst að liðið leikur
um 9. eða 11. sæti í mótinu eftir að
hafa fengið brons í fyrra. »4
Níunda sætið það besta
úr þessu á Algarve
Valur jók í gærkvöld forskot
sitt á toppi Olís-deildar
karla í handknattleik í þrjú
stig á nýjan leik með örugg-
um sigri á Íslands- og ný-
krýndum bikarmeisturum
ÍBV. Lokatölur urðu 25:18.
Afturelding kemur næst á
eftir Val í deildinni eftir átta
marka sigur á Stjörnunni í
Garðabæ, 34:26, og er
Stjarnan því áfram í næst-
neðsta sæti. »2-3
Valur skellti
meisturunum
„Ég get ekki keppt, ég er það veikur.
Ég veit bara ekki hvað ég á að segja,
þetta er alveg rosalega svekkjandi.
Vonandi skiptir þetta ekki öllu máli
þegar maður lítur til baka eftir nokk-
ur ár,“ sagði Einar Daði Lárusson fjöl-
þrautarkappi sem
varð að hætta
við keppni á EM
í Prag vegna
veikinda. »1
Einar Daði veikur og
missir af EM í Prag
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Skrautnótan, uppskeruhátíð tónlist-
arskólanna í Reykjavík, verður hald-
in í Norðurljósasal Hörpu á morgun.
Nemendur frá 12 tónlistarskólum
koma fram með einleikurum, ein-
söngvurum og hljómsveit og þar á
meðal eru Alexander Jarl Þor-
steinsson og Silja Elsabet Brynj-
arsdóttir frá Vestmannaeyjum. Þau
eru bæði á þrítugsaldri og hafa
sungið saman frá barnsaldri, en
koma nú fram sitt í hvoru lagi.
Alexander Jarl er í söngnámi hjá
Gunnari Guðbjörnssyni í Söngskóla
Sigurðar Demetz, en ferillinn hófst í
bílnum hjá föðurafa hans, Viktori
Berg Helgasyni. „Þegar ég var um
fimm ára spilaði afi oft Robertino-
plötuna í bílnum og ég byrjaði að
raula O Sole Mio með honum. Það
var þá uppáhaldslagið hans og það
varð líka uppáhaldslagið mitt.“
Síðan gerðist það að í jeppaferð
heyrði skólastjórinn í Tónlistarskóla
Vestmannaeyja Alexander Jarl
syngja lagið og fékk hann í skólann.
Þar sungu þau Silja Elsabet fyrst
samsöng og síðan hafa þau oft tekið
lagið saman.
Saman á plötu
„Það er alltaf mjög gaman hjá
okkur,“ segir Alexander Jarl og
bætir við að þó að nokkuð mörg ár
séu síðan þau sungu fyrst saman sé
alltaf stutt í sjö ára aldurinn. Silja
Elsabet tekur í sama streng. „Við
ólumst upp saman í söngnum og það
er rosalega skemmtilegt að syngja
með honum,“ segir hún, en þau
sungu síðast saman á Eyjakvöldi í
Hörpu í loka janúar sl.
Fyrir tæplega níu árum gaf Blá-
tindur út sólóplötu Alexanders
Jarls, O Sole Mio, og söng Silja
Elsabet með honum í tveimur lög-
um. Hún bætti um betur, þegar hún
var 19 ára, og gaf út geisladiskinn
Jól í mínu hjarta.
„Ég hef sungið frá því ég man eft-
ir mér,“ heldur Silja Elsabet áfram.
Hún er í Söngskólanum í Reykjavík
og byrjar í Royal Academie of Mu-
sic í London í haust. „Mamma setti
mig í tónlistarnám þegar ég var sex
ára, ég byrjaði að læra á píanó og
fór svo í söngnám þegar ég var 11
ára.“
Nótan, uppskeruhátíð tónlistar-
skóla á landsvísu, hefur verið haldin
undanfarin fimm ár, en vegna verk-
falls tónlistarkennara sl. haust og
annarra mála var ekki hægt að
halda uppteknum hætti að þessu
sinni og því eru fleiri tónleikar um
landið í staðinn. Nafnið Skrautnótan
á tónleikunum í Reykjavík er til-
komið vegna þessara breytinga, en
tónleikarnir hefjast kl. 16 á morgun
og er aðgangur ókeypis.
Sungið saman frá barnsaldri
Uppskeruhátíð
tónlistarskólanna í
Reykjavík
Ljósmynd/Halla Einarsdóttir
Söngvarar Alexander Jarl Þorsteinsson og Silja Elsabet Brynjarsdóttir á Eyjakvöldi í Hörpu.
Skrautnótan Þátttakendur eru á öllum skólastigum og öllum aldri.