Morgunblaðið - 07.03.2015, Blaðsíða 31
UMRÆÐAN 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARS 2015
LÁGMÚLI 6-8
HEIL HÚSEIGN - LANGTÍMA LEIGUSAMNINGAR
F A S T E I G N A S A L A N
MIKLABORG
Lágmúla 4 - 108 Reykjavík - Sími 569 7000 - miklaborg@miklaborg.is
Óskar R. Harðarson og Jason Guðmundsson, löggiltir fasteignasalar
Sala fasteigna frá
588 9090 . www.eignamidlun.is . Grensásvegi 11 . 108 Reykjavík
Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali
Atvinnuhúsnæði á þremur hæðum auk kjallara. Húsið er sambyggt með tveimur
stigagöngum. Rekin er verslun á allri jarðhæðinni og 2. hæðinni í suðurbyggingunni.
Skrifstofur eru á efstu hæð í suðurhluta og á tveimur efstu hæðum í austurhlutanum.
Efstu hæðirnar eru inndregnar með stórum svölum.
Orðið þalöt ber ekki
mikið yfir sér, en þalöt
eru efni sem hafa þá
eiginleika að mýkja
plast. Vegna eiginleika
þeirra eru þau vinsæl í
iðnaði og m.a. notuð í
framleiðslu leikfanga
og húsbúnaðar.
Einhvern tíma var
það mikið í umræðunni
að karlmenn ættu að
forðast það að drekka úr plastglösum
og flöskum því það gæti valdið ófrjó-
semi. Sumir hristu hausinn en þarna
var í raun umræða um skaðsemi þa-
lata sem hefur verið þekkt um ára-
tugaskeið. Unnið hefur verið mark-
visst að því að banna og takmarka
notkun þeirra til verndar heilsu al-
mennings. Notkun þalata hér á landi
er ekki mikil en þau geta fundist í
innfluttum vörum. Eftirlit með þalöt-
um í innfluttum vörum er gott í dag
en mætti vera betra, þá er helst not-
ast við tilkynningar á evrópskum
markaði sem og frá nágrannalöndum
til að gæta þess að vörur sem inni-
halda þalöt komist ekki í dreifingu
hérlendis. Ábyrgðin er þó á hendi
framleiðenda, þeir eiga að tryggja að
vörur sem innihalda þalöt komi ekki á
markað.
Það er mikilvægt að fólk sé með-
vitað um hvar þalöt er að finna. Þá
geta hjálpartæki ástarlífsins, sem eru
misjöfn að gæðum og gerðum, inni-
haldið þalöt. Sleipiefni og smokkar
geta einnig verið úr eða innihaldið
mýkt plastefni.
Til að vísa aftur í umræðuna um
ófrjósemi hérna ofar þá geta þalöt
haft skaðleg áhrif á frjó-
semi bæði hjá körlum og
konum, þau geta einnig
skaðað fóstur. En fóstur
og nýfædd börn eru við-
kvæmust fyrir þessum
efnum. Það er mikilvægt
fyrir ungar konur og
konur á barneignaraldri
að forðast þalöt, því fái
þær þalöt í líkama sinn
geta þau borist í ófætt
barn og skaðað þroska
þess. Það á líka við um
lítil börn sem eiga eftir að taka út
mikinn þroska, en sem dæmi hafa þa-
löt fundist í brjóstamjólk.
Eins og kemur fram í svari um-
hverfisráðherra við fyrirspurn um
þalöt sem lagt var fram í vikunni þá
hefur notkun skaðlegustu þalatanna í
leikföngum og öðrum vörum sem
börn geta komist í snertingu við
minnkað til muna en í staðinn eru
notuð þalöt sem talin eru minna skað-
leg. Þalöt eru eftir sem áður notuð við
framleiðslu vöru úr PVC-plasti sem
þarf að vera mjúk og sveigjanleg.
En þalöt hafa ekki einungis áhrif á
okkur mennina því þau brotna misvel
niður í umhverfinu og hafa mælst
víða. Á sumum stöðum getur lífríkinu
stafað hætta af þeim svo endur-
vinnsla, förgun og meðferð hluta sem
innihalda þalöt er einnig mikilvæg.
Eftir Jóhönnu
Maríu
Sigmundsdóttur
»Þá geta hjálpartæki
ástarlífsins, sem eru
misjöfn að gæðum og
gerðum, innihaldið þalöt.
Jóhanna María
Sigmundsdóttir
Höfundur er þingmaður
Framsóknarflokksins.
Grænt kynlíf
Nú er ferming-
arfræðslan senn á enda
hér í Langholtskirkju.
Enn eitt sinnið sitjum
við fræðararnir eftir
reynslunni ríkari og
hugleiðum hvernig hafi
til tekist. Hafa krakk-
arnir fengið tækifæri til
að takast á við þemu
fræðslunnar út frá sín-
um eigin forsendum?
Hafa þau velt fyrir sér
eigin nálgun á texta Biblíunnar? Eig-
in nálgun á siðferðisklemmurnar, sem
blasa við okkur í daglegu lífi og máti
úrlausnirnar við kærleiksboðskapinn
sem er eina algilda lögmál trúarinnar.
Umræðurnar hafa oft verið líflegar og
skoðanir skiptar. Við tókumst á við
spurningar eins og: Voru Adam og
Eva til sem raunverulegar mann-
eskjur? Ef þau voru ekki til er Biblían
þá að segja ósatt? Er hægt að fyr-
irgefa allt? Er það sama að elska eða
vera ástfanginn? Hvernig bregst þú
við þegar vinur þinn eða vinkona segir
þér frá samkynheigð sinni? Allt
spurningar sem varða mennsku okk-
ar, siðferði og vellíðan. Krakkarnir
voru ávallt snögg að setja á sig gler-
augu kærleikans og sjá með þeim
leiðir sem báru í sér mannvirðingu og
lausnir. Það sem reyndist hins vegar
oft flókð var að lesa hina öldnu texta
Biblíunnar, hafandi í huga hversu ólík
rit um er að ræða innbyrðis, og þá
ekki síður að heyra samhljóminn í eig-
in lífi unglings í gegnum oft á tíðum
framandi tungutak. Við þurftum því
að minna okkur á aftur
og aftur að Biblían er
fjársjóður sem við get-
um speglað okkur í en
við þurfum um leið að
líta á okkur sjálf sem
ritendur framhaldssög-
unnar með eigin lífi.
Uppskerudagur fræðsl-
unnar rann svo upp 1.
mars en þá var Æsku-
lýðsdagurinn og ferm-
ingarbörnin sáu um alla
messuþjónustu. Há-
punktur messunnar var
að endurlifa kvöld-
máltíðarfrásögnina, þar sem Jesús
situr með lærisveinunum og þeir
borða saman í síðasta sinn. Sunnu-
dagslærið kom í hug. Eða kósíkvöld
heima með kók og snakk. Stundir þar
sem við treystum böndin, ræktum
kærleikann og öxlum ábyrgð á að búa
til samfélag hvert við annað. Nið-
urstaðan varð vínber og Nachos enda
rímaði það vel við samfélagsstundir
unglinga. Hver er svo tilgangurinn
með svona æfingum? Er ekki nóg að
þau eigi Biblíu á náttborðinu? Til-
gangurinn er að textinn fái að lifa og
tala, svo trúarlífið geti vaxið og dafn-
að. Hlutverki okkar er að ljúka þenn-
an veturinn en Guð valhoppar með
þessum ormum út í lífið og textar
Biblíunnar fá að þroskast með þeim.
Nachos og Biblíutextinn – Hið
íslenska biblíufélag 200 ára
Eftir Guðbjörgu
Jóhannesdóttur » Guð valhoppar með
þessum ormum
út í lífið og textar
Biblíunnar fá að
þroskast með þeim.
Guðbjörg
Jóhannesdóttir
Höfundur er sóknarprestur
í Langholtskirkju.
Móttaka aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein-
ar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota
innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam-
skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir
ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla.
Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu
mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn
grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að
nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráning-
arferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að
slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda
greinar allan sólarhringinn.
Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma
569-1100 frá kl. 8-18.