Morgunblaðið - 24.03.2015, Side 2

Morgunblaðið - 24.03.2015, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. MARS 2015 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. „Ég sit oft hér við gluggann með kíkinn og horfi yfir í Vaðlaheiði. Það eru ekki nema níu kílómetrar héðan úr miðbænum og inn að Gröf,“ sagði Ingólfur Lárusson á Akureyri við Morgunblaðið í gær. Ingólfur, sem býr á dvalarheimil- inu Hlíð, verður 100 ára í dag. Hann var lengi bóndi á Gröf í Eyjafjarðarsveit, en á jörðinni búa nú tveir synir Ingólfs og Kristínar Pálsdóttur, sem lést fyrir þremur árum, 93 ára að aldri. Ingólfur er austan af Héraði en Kristín að vestan. Þau giftust lýð- veldisárið, byggðu upp nýbýlið Hnitbjörg í Strandasýslu en fluttu 1955 að Gröf. Eftir að drengirnir þeirra hófu búskap á jörðinni fluttu hjónin til Akureyrar, árið 1979. Búið var blandað, fé og naut- gripir. „Ég byggði 100 kúa fjós, nærri því helmingurinn var holda- naut og kýrnar urðu aldrei nema 40 til 50. Einn bola átti ég sem var merkilegur því hann var svo gæf- ur; strákurinn einn fór ríðandi á honum yfir læk sem liggur á milli bæja. Tók í eyrun á honum og hár- lubbann, settist á hálsinn á honum og bolinn var hinn rólegasti!“ Þegar Ingólfur var ungur maður vann hann um tíma við að skjóta sel. „Þá var selurinn jafn mikils virði og dilkur. Ég var reyndar ekki lengi í þessu; ég tímdi ekki að drepa þá og mönnum þótti ég lé- legur! Það komst upp um mig, þeg- ar ég sleppti tveimur kópum sem urtan reyndi að fela.“ Ingólfur hlær þegar hann rifjar þetta upp. Hann er ern og lætur vel af sér. „Ég hef alltaf verið heilsuhraustur. Það er mikil blessun.“ skapti@mbl.is Ingólfur Lárusson á Akureyri er 100 ára í dag Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Aldargamall og ern Ingólfur Lárusson verður 100 ára í dag. „Ég hef alltaf verið heilsuhraustur,“ sagði hann í gær. Alltaf heilsuhraustur Ekki missa af góðu tækifæri á næstunni: Tölvuámskeið frá 1986 Nám á næstunni Tölvunám TV til betri verka – hringdu núna í síma 520 9000 – og skoðaðu mikið úrval námskeiða á www .tv.is Benedikt Bóas benedikt@mbl.is „Þarna kom fram að fyrstu niður- stöður benda til að allt hafi farið vel en það er hinsvegar of snemmt að fullyrða það,“ seg- ir Halldór Run- ólfsson yfirdýra- læknir en hann var fundarstjóri á málþingi sem fram fór í gær um áhrif mengunar frá eldgosinu í Holuhrauni á gróður og lífríki. Málþingið var haldið á vegum al- mannavarnadeildar Ríkislögreglu- stjóra, Bændasamtaka Íslands, at- vinnuvega- og nýsköpunarráðu- neytisins og umhverfis- og auðlinda- ráðuneytisins. Gróðurinn hulinn snjó Halldór segir að ýmislegt forvitni- legt hafi komið fram á þinginu en meginniðurstaðan hafi verið sú að margt bendi til þess að landið hafi sloppið betur en á horfðist. „Gosið kemur upp á hálendinu þeg- ar gróður er í lágmarki og hann hul- inn snjó. Gosið spúði gríðarlegu magni af brennisteinstvíoxíði upp, fjórum til fimm sinnum meira en öll Evrópa. Í slíkri mengun geta komið fram vandamál í sambandi við ár og vötn og lífríki í þeim. Það var minnst á það að þessi veðrátta sem hefur verið hér á landi í vetur hafi hugs- anlega jákvæð áhrif og ekki albölvuð miðað við rok og rigningar. Leysing- arnar sem hafa orðið í vetur verði til þess að leysingarvatn komi ekki í stórum púlsum eins og það var orðað. Fátt er svo með öllu illt að ei boði gott,“ segir Halldór og glottir. Vinnu við gosið hvergi lokið Þó að gosinu sé formlega lokið er enn mikil vinna í kringum það þar sem vísindamenn sinna sinni rann- sóknarvinnu. Fram kom á þinginu að líkurnar á að gosið hefði alvarlegar afleiðingar á lífríki og dýralíf væru minni eins og staðan væri í dag. Enn er þó mörgum spurningum ósvarað og ekki hægt að útiloka neitt. Nú eru vísindamenn uppi á öræf- um að taka sýni af snjó sem er að bráðna sem og leysingarvatni. „Ef þessar rannsóknir leiða í ljós á næstu vikum og mánuðum að það sé hætta á ferðum verður því komið á framfæri strax. Það kom líka fram að það er mikil og góð samvinna á milli stofnana þannig að það er komið í veg fyrir tvíverknað. Stofnanir eru vilj- ugar að miðla upplýsingum sín á milli, því sem kemur í ljós. Það er já- kvætt að halda svona þing – bæði fyr- ir vísindamenn og almenning,“ segir Halldór. Veðrið og leysingar hjálpuðu til við að losna við mengun Morgunblaðið/RAX Holuhraun Þó að gosinu sé formlega lokið er enn mikil vinna í kringum það.  Minni líkur á að eldgosið við Holuhraun hafi haft alvarlegar afleiðingar á lífríki Halldór Runólfsson Í ályktun starfshóps Samfylkingar- innar um olíuleit á Íslandsmiðum sem samþykkt var á landsfundi flokksins um helgina kemur fram að mistök hafi verið gerð. Kom jafn- framt fram að lýsa þyrfti því yfir að Íslendingar ætluðu sér ekki að nýta hugsanlega jarðorkukosti í lögsögu sinni. Össuri Skarphéðinssyni hefur ver- ið málið hugleikið, hann var iðnaðar- ráðherra þegar hann opnaði vefsíðu vegna olíuleitarinnar árið 2007 og sagði hinn 28. júlí sama ár: „Ég hef sjálfur gengið úr skugga um að áhugi olíuleitarfyrirtækjanna á því að kanna þetta svæði er fyrir hendi og við teljum ágætar líkur fyrir því að þarna sé fýsilegt að leita að olíu.“ Drekasvæðið, sem er í norðaust- urhorni íslensku efnahagslögsög- unnar, var rannsakað síðar á árinu 2007 og þá sagði Össur. „Þær rann- sóknir standa nú yfir og eru kostaðar með sérstakri fjárveitingu ríkis- stjórnarinnar sem ég fékk sam- þykkta fyrr á árinu.“ Össur hefur ekki svarað fyrir- spurn Morgunblaðsins þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir en í fréttum RÚV í gær kom fram að skoðun hans væri sú sama og að leyfilegt væri að vera í minnihluta í flokknum. Töluverð eftirvænting var í kjör- dæmi Kristjáns Möller, þingmanns Samfylkingarinnar í Norðurlands- kjördæmi eystra, um uppbyggingu ef að olíuvinnslu yrði. 2012 sagði Össur á fundi Arion banka að: „Ís- lendingar gætu búist við því að upp úr 2025 yðu þrjú olíusvæði norðan Íslands; á Drekasvæðinu, út af Aust- ur-Grænlandi og við Jan Mayen. Ís- lensk stjórnvöld stefna að því að byggja upp þjónustu á Norðurlandi við öll olíusvæðin þrjú og hafa átt viðræður við Grænland og Noreg um íslenskar þjónustumiðstöðvar við ol- íuvinnsluna.“ Ekki hefur náðst í Kristján Möll- er. benedikt@mbl.is Voru með miklar væntingar  Umskipti Samfylkingarinnar um olíuleit vekja athygli Morgunblaðið/Ásdís Þögn Lítið heyrist í Össuri Skarp- héðinssyni og Kristjáni Möller. Dómstólaráð hefur nýlega ákveðið hækkun á málsvarnarlaunum verj- enda og réttargæslumanna í saka- málum. Símon Sigvaldason, for- maður dómstólaráðs, segir að dómstólaráð hafi gefið út viðmið- unarreglur um ákvörðun málsvarn- arlauna í sakamálum. ,,Þetta er gert í samræmingartilgangi til að auðvelda dómurum ákvörðunina. Gjaldið var hækkað árlega í sam- ræmi við hækkun á vísitölu. Þegar hrunið skall á var tekin ákvörðun un að hækka ekki gjaldið,“ segir Símon. „Töluvert eftir hrun fór lög- mannafélagið síðan að þrýsta á dómstólaráð um að hækka fjárhæð- ina. Þegar dómstólaráð hafði tekið ákvörðun um að hækka gjaldið á nýjan leik tók innanríkisráðuneytið þá ákvörðun að setja reglugerð á grundvelli sakamálalaga, sem batt fjárhæðina í viðmiðunarreglum okkar fasta. Eftir að lögmanna- félagið hafði þrýst nokkuð á ráðu- neytið tók innanríkisráðherra ákvörðun um að fella reglugerðina úr gildi. Var það síðastliðið haust. Þá gat komið til kasta dómstóla- ráðs að hækka fjárhæðina og var það gert. Fjárhæðin var fundin út þannig að fjárhæðin sem gilti fyrir hrun var hækkuð miðað við þróun vísitölu til dagsins í dag,“ segir hann. omfr@mbl.is Hækkað í samræmi við vísitölu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.