Morgunblaðið - 24.03.2015, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.03.2015, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. MARS 2015 Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann ✝ Ingibjörg Páls-dóttir Kolka fæddist 1. febrúar 1926 að Sólvöllum í Vestmannaeyjum. Hún andaðist á Hrafnistu í Hafnar- firði 12. mars 2015. Faðir hennar var Páll Valdimar G. Kolka frá Torfalæk í A-Hún., læknir í Vestmannaeyjum og héraðslæknir á Blönduósi, f. 25.1. 1895, d. 19.7. 1971. Móðir Ingibjargar var frú Guðbjörg Guðmundsdóttir Kolka frá Hvammi í Kjós, f. 8. okt. 1888, d. 12. júní 1974. Systkini Ingi- bjargar: Guðmundur Kolka, f. 21. okt. 1917, d. 23. mars 1957; Perla Kolka, f. 31. maí 1924, og Halldóra Kolka Ísberg, f. 3. sept. 1929, d. 2. sept. 2007. Ingibjörg flutti árið 1934 til Blönduóss og ólst þar upp. Hún gekk í Barnaskólann á Blöndu- ósi og stundaði gagnfræðanám í Steinnesi. Lauk námi frá Kvennaskólanum á Blönduósi með afar lofsamlegum vitn- isburði. Árið 1946 hélt Ingibjörg til Reykjavíkur til starfa á Ljós- myndastofu Lofts Guðmunds- sonar, móðurbróður síns. Hún vann þar sérstaklega að litun ljósmynda og redúseringu. Á naut þess að segja frá á sinn kjarnyrta hátt. Fátt kom henni á óvart. Börn Ingibjargar Kolka eru fjögur: 1) Ingibjörg Sólveig Kolka Bergsteinsdóttir, f. 15.10. 1947. Maki: Jón Bjarnason, f. 26.12. 1943. Börn: a) Bjarni, maki: Izati Zahra. Dóttir hans: Kristín Kolka. b) Ásgeir, maki: Gerður Bolladóttir. Börn þeirra: Sólveig Kolka, Þórir Kolka og Kjartan Kolka. c) Ingbjörg Kolka, maki: Guðmundur Sæ- mundsson. d) Laufey Erla, maki: Mikhail Timofeev. Sonur þeirra: Hákon Kolka. e) Katrín Kolka, f. 26.9. 1982, d. 27.2. 2011, maki: Eiríkur Valdimarsson. Sonur þeirra: Valdimar Kolka. f) Páll Valdimar Kolka, maki Sandra Sif Einarsdóttir. Börn þeirra: Katrín Kolka og Einar Kolka. 2) Hólmfríður Kolka Zophoní- asdóttir, f. 12.7. 1954. Maki: Böðvar Guðmundsson, f. 14.6. 1948. Börn hennar: a) Zophoní- as, sambýliskona Eyrún Péturs- dóttir. Börn hans: Alexandra Hólmfríður Kolka og Emelía Kolka. b) Elmar. Barn: Kristófer Lár. 3) Guðmundur Kolka Zop- honíasson, f. 2.3. 1959. Börn: a) Melína Kolka, b) Páll Kolka. 4) Guðríður Kolka Zophonías- dóttir, f. 19.5. 1964. Unnusti: Jón Bjarki Bentsson, f. 14.9. 1965. Börn hennar: a) Halldór Rúnar, b) Yrsa Kolka, c) Ýmir Kolka. Útför Ingibjargar fór fram frá Hafnarfjarðarkirkju 23. mars 2015. þeim árum kynntist hún Bergsteini Sig- urðssyni, trésmið frá Hjallanesi í Landsveit, f. 11.5. 1919, d. 11.11. 2003. Eignuðust þau eina dóttur. Árið 1947 fluttist Ingibjörg til Blönduóss og vann m.a. í apótekinu á staðnum. Stúlkan með gullnu lokkana giftist þann 3. nóvember 1951 Zophoníasi Ásgeirssyni frá Blönduósi, vélstjóra, f. 1. júní 1924, d. 27. sept. 2013, en þau höfðu þekkst frá því í æsku. Foreldrar hans voru Hólmfríður Zophoníasdóttir húsmóðir og Ásgeir Þorvaldsson múr- arameistari. Síðan fluttust þau til Reykjavíkur þar sem Zop- honías stundaði sjómennsku en Ingibjörg vann sem húsmóðir og tók heimaverkefni í ljósmyndun. Árið 1959 fluttu þau í Hafnar- fjörð og frá 1966 bjuggu þau í Smárahvammi 10 nær óslitið uns þau fóru að Hrafnistu 2012. Ingibjörg var listhneigð og fær hannyrðakona, eftir hana liggja mörg fögur útsaumsverk. Hún var annáluð blómakona og mik- ill dýravinur. Ingibjörg var fé- lagslynd, gestrisin og fróð. Hún Elskuleg móðir mín er látin. Hugurinn fyllist af minningum um allar stundirnar með henni, fyrst á Blönduósi, þar bjuggum við hjá afa og ömmu á stóru og gest- kvæmu heimili, alltaf líf og fjör. Mamma vann í apótekinu hjá afa og sá um þetta stóra heimili að miklu leyti. Hún var einstök í mat- argerð og heimilishaldi enda búin að vera námsmey í Kvennaskól- anum. Dugleg, traust og góð manneskja. Föðuramma hennar, Ingibjörg Sólveig, kom á heimilið þegar fað- ir hennar varð læknir í Vest- mannaeyjum og fylgdi þeim til Blönduóss. Mamma svaf ætíð í herbergi með ömmunni sem var blind og var augu hennar og hjálp- arhella. Þær fóru saman í göngu- túra, jarðarfarir o.fl. Amma henn- ar var mikil tóvinnukona og spann á rokkinn sinn, prjónaði og litaði garn, allt með aðstoð ömmu. Læknisíbúðin var á þremur hæð- um, eldhús í kjallara, stofa á næstu hæð og sofið á þeirri þriðju. Þær voru að þessu litunarstandi uppi á 3. hæð, paufuðust niður stigann með vatnsfötuna á milli sín, sú blinda hélt sér í handriðið. Við val á litum notuðu þær þá að- ferð að mamma lýsti litnum, „þessi er eins og gras“, eða líkti þeim við mismunandi blóm. Mamma merkti svo hnyklana með öryggisnælum eftir fjölda lita. Amma kenndi mömmu líka að lesa með því að láta hana draga útlínur stafa í lófann á sér, t.d. sagði mamma „þessi stafur er strik og bumba að ofan“, það var þá p. Þegar mamma fór svo í barnaskól- ann varð hún hæst í lestri. Í ferm- ingarundirbúningnum kunni mamma þegar alla sálma frá ömmu sinni og var öfunduð af því að þurfa ekkert að læra. Mamma las á föstunni passíusálmana fyrir ömmu sína. Þegar hún stundaði Kvennaskólann og kom ekki heim á kvöldin, las hún sálmana í gegn- um símann fyrir gömlu konuna. Mamma fór ekki að heiman fyrr en amma hennar var látin, þá fór hún til Reykjavíkur að vinna á Ljósmyndastofu Lofts Guð- mundssonar, móðurbróður síns. Mamma var fljót að læra og þótti mjög hæfileikarík. Hún hélt áfram að taka að sér verkefni frá ljós- myndastofunni þegar við bjugg- um á Garðastrætinu. Mamma var mjög listræn og það lék allt í höndunum á henni. Hún var ein- staklega fær í útsaumi og gæddi listaverkin lífi með sérlega fallegu litavali. Hún hafði svo næmt auga. Í Garðastrætinu var alltaf gest- kvæmt, við bjuggum svo mið- svæðis, bæði frændfólk og fólk norðan úr Húnavatnssýslu. Við fluttum síðan í Hafnarfjörð, fyrst á Holtsgötu og síðar byggðu þau pabbi hús í Smárahvammi með miklum dugnaði og elju. Þá var ég farin að heiman. Þar höfðu þau stóran garð sem þau sinntu af mestu alúð. Pabbi ræktaði marg- falda uppskeru af kartöflum og mamma ótal tegundir af blómum. Þau voru með gróðurhús í garð- inum og þar hafði mamma rósirn- ar sínar. Hún hélt lífi í veikburða græðlingum og safnaði blómum og plöntum sem hún ræktaði af al- úð. Okkur þótti gott að koma til þeirra og mamma passaði alltaf upp á að hafa einhvern uppáhalds- mat eða sætabrauð tilbúið fyrir börnin. Ekki gat ég fengið upp- skriftina að uppáhaldskökunni því hún bakaði bara eftir tilfinningu. Þú hefur kennt mér svo margt, elsku mamma mín, blessuð sé minning þín. Ingibjörg Sólveig B. Kolka. Ingibjörg P. Kolka fæddist 1. febrúar 1926. Hún var því 89 ára þegar hún lést 12. mars 2015. Við mamma vorum alltaf náin og miklir vinir. Þegar við vorum tvö ein ræddum við oft lengi sam- an um heima og geima. Gott minni einkenndi Lillu, eins og hún var kölluð. Hún mundi ótrúlegustu hluti í smáatriðum. Uppeldisaðferðir hennar fólust meira í heilræðum en stjórnsemi. Hún brýndi mikið fyrir manni stundvísi og þá sérstaklega þegar maður átti að mæta til læknis. Þótt maður fengi að mestu leyti að ráða sér sjálfur fann maður alltaf fyrir umhyggju hennar. Henni var helst umhugað um að fjölskyldunni liði vel og allir væru hamingjusamir. Umhyggjan var þó ekki bundin við fjölskyld- una því hún mátti ekkert aumt sjá. Fyrir kom að hún gaukaði smá gjöfum að fólki sem hún þekkti lít- ið, yfirleitt fólki sem hún taldi eiga erfitt eða fólki sem hún vildi sýna þakklæti. Ingibjörg reyndist vinum barna sinna og barnabarna gjarn- an vel. Hún bauð þeim stundum í mat og var gjafmild á bakkelsi, því hún bakaði mikið. Stundum bauð hún heilu krakkahópunum í bakk- elsi á kaffitímum og minnisstætt er bananabrauðið með súkkulaðis- pænum sem skarinn át oft býsn af. Þó Ingibjörg hafi verið tilfinn- ingarík var æðruleysi hennar og styrkur með ólíkindum. Hún hélt alltaf sínu striki! Hún minntist sjaldan á nokkuð sem hrjáði hana, til dæmis bakveiki eða mígreni. Í öllum mínum miklu samskiptum við móður mína man ég varla að nokkurn tíma hafi vottað fyrir sjálfsvorkunn hjá henni. Hún var mikill dýravinur. Hún tók til að mynda að sér labrador- tíkina Perlu sem dóttursonur hennar gat ekki haft lengur. Tíkin fékk Cheerios hringi með mjólk á sunnudögum og þegar herbergi losnaði í húsi Ingibjargar við Smárahvamm í Hafnarfirði þá fékk Perla það og svaf í rúmi eins og hver annar fjölskyldu- meðlimur. Guðmundur K. Zophoníasson. Þá er ég búinn að fara mína síð- ustu ferð á Hrafnistu að heim- sækja hana Lillu, en það var móð- ir unnustu minnar, Ingibjörg Pálsdóttir Kolka, oftast kölluð. Hjá Lillu var ég reglulegur gestur síðustu misserin og átti svo sann- arlega ekki von á að heimsóknun- um þangað myndi ljúka svo skyndilega. Hún Lilla var alltaf hrein og bein og sagði sína mein- ingu á mönnum og málefnum um- búðalaust. Það var mér því all- nokkur léttir þegar þessum nýjasta aukameðlim Kolka-fjöl- skyldunnar, unnusta yngstu dótt- urinnar, var tekið með kostum og kynjum í fyrstu heimsókninni og raunar ávallt eftir það. Á Hrafnistu undi Lilla hag sín- um vel, enda var það ekki í hennar anda að kvarta eða láta hafa fyrir sér. Hún hafði ætíð verið höfðingi heim að sækja, og breytti ekki út af því þótt aldurinn færðist yfir. Ekki brást að boðið var upp á veit- ingar af einhverju tagi þegar heilsað var upp á Lillu, og yngri ættingjar fengu gjarnan sætan mola hjá þessari gestrisnu og ör- látu konu sem mat fjölskylduna sína flestu öðru ofar. Hún var afar stolt af afkomendum sínum og gladdist innilega yfir velgengni þeirra og áfangasigrum í stóru sem smáu. Herbergi Lillu á Hrafnistu bar listfengi hennar einnig fagurt vitni, en hún hafði yndi af útsaum og voru veggirnir skreyttir fallegum útsaumsmynd- um hennar. Lillu þótti gaman að segja frá því sem á daga hennar hafði drifið á langri og viðburðaríkri ævi. Var bæði skemmtilegt og fræðandi að hlusta á frásagnir hennar. Hún var sögumaður góður, vel máli farin og kímdi gjarnan við ef eitt- hvað spaugilegt bar við í frásögn- inni, sem var oft. Henni varð tíð- rætt um bernsku sína, bæði í Eyjum og sér í lagi á Blönduósi þar sem hún ólst upp í læknisbú- stað héraðssjúkrahússins. Einnig sagði hún gjarnan sögur af dýr- um, bæði húsdýrum, gæludýrum og villtum dýrum, en Lilla var mikill dýravinur. Hún spurði líka gjarnan frétta og fylgdist vel með því sem dreif á daga fjölskyldu, vina og kunningja. Lilla hafði sem læknisdóttir á Blönduósi oft setið yfir dauðvona fólki og stytt því síðustu stundirn- ar með upplestri og spjalli. Fyrir henni var dauðinn eðlilegt fram- hald af lífinu. Víst er að henni hef- ur verið vel fagnað af Zophoníasi sínum eftir viðskilnaðinn við okk- ur hin. Þau hjónin áttu 62 ár sam- an fram að andláti hans, og eru nú sameinuð á ný eftir einungis hálfs annars árs aðskilnað, hvort sínum megin móðunnar miklu. Lilla var trúuð kona og er því við hæfi að ljúka þessum minning- arorðum með sálmi Páls föður hennar: Til þín, Drottinn hnatta og heima, hljómar bæn um frið. Veittu hrjáðum, hrelldum lýðum hjálp í nauðum, sekum grið. Þegar skjálfa skorðuð fjöllin, skeika flest hin dýpstu ráð, lát oss veika fá að finna fasta bjargið, þína náð. (Páll V.G. Kolka) Hvíl í friði, Lilla mín. Jón Bjarki. Einhverju sinni á ættarmóti á Húnavöllum þegar amma hafði dansað við alla frændur sína á Torfalæk og skemmt sér konung- lega, fórum við nokkur börn og barnabörn með henni upp á her- bergi að spjalla. Þá segir hún allt í einu höstuglega: „Ég vil ekki hafa það að barnabörnin mín skrifi um mig minningargreinar, það er allt- of sorglegt!“ Þótt ég hafi lofað öllu fögru þá til þess að hún gæti hætt að æsa sig yfir þessum ömurlegu minningargreinum sem barna- börn skrifuðu um ömmur sínar hef ég hugsað mér að standa undir nafni sem nafna hennar og hlusta ekki á slíkt. Amma var mjög listræn og svo virtist sem allt léki í höndunum á henni. Það var nóg fyrir hana að sjá dúkku einu sinni til þess að geta saumað á hana alklæðnað sem smellpassaði enda voru mínar dúkkur ávallt einstaklega vel til fara því amma sá um að fata þær upp. Þar fyrir utan saumaði hún út mörg listaverk þar sem hún tók sér ávallt skáldaleyfi frá litum og mynstri sem gerði verkin hennar listræn og einstök. Amma var garðyrkjumaður og hún og afi ræktuðu saman garðinn sinn, hvort á sinn hátt. Hann sá um trén, grasflötina og kartöfl- urnar en hún um blómin og mat- jurtirnar. Ég leitaði að sjálfsögðu til hennar um að fá blóm í minn garð og um leið gaf hún Guðmundi vínrabarbara sem mamma hennar hafði sáð fyrir á Blönduósi og var hið mesta gersemi. Þegar hún sá hvað Guðmundur gladdist við þessa gjöf sagði hún: „Þú ert lán- söm að eiga mann sem hefur áhuga á garðrækt.“ Hún var mikill sagnaþulur og sagði sögur af dýrum og hátterni þeirra en mörg dýr úr nágrenninu voru í fæði hjá henni, ekki síst fuglar. Amma kunni ekki síður sögur af mannfólkinu og hátterni þess og sagði sögur af mannlífinu á Blönduósi og fólki sem hún hafði kynnst á lífsleiðinni því hún gat verið góður mannþekkjari. „Þú manst að minnið er úr móðurætt- inni þinni!“ Þetta minnti hún mig reglulega á því að amma hennar hafði kunnað ógrynnin öll af kvæðum og sögum og hún sjálf ólst upp við sagnahefð hennar og foreldra sinna og viðhélt henni. Ekki voru það eingöngu dýrin sem fengu hjá henni krásir heldur sá hún til þess að allir gestir fengju eitthvað gott að borða en hún var listakokkur og gat fram- reitt dýrindismáltíð úr hverju sem var. Hún hafði séð um matseld á heimili foreldra sinna þar sem ávallt var margt í mat og var einn- ig húsmæðraskólagengin. Ýmsa rétti smakkaði ég hjá henni í fyrsta skipti og bragðið af þeim hafði allt aðra fyllingu en sá matur sem ég fékk annars staðar. Hún gaf mér mörg góð ráð í sambandi við matseld og ekki síst hvernig nýta má matinn sem best, það sem núna kallast að minnka matarsó- un. Hjá henni var aldrei um neina sóun að ræða vegna þess að hún var einfaldlega nýtin. Kemur nú að þeirri tilfinninga- semi sem amma þoldi síst í áður- nefndum minningargreinum. Enda þótt hún hafi að eigin sögn verið tilbúin til þess að fara vorum við, afkomendur hennar, ekki viðbúin því að það yrði alveg strax enda hefur hún ávallt verið ríkur hluti af okkar lífi. Hennar er sárt saknað og það er tómlegt að geta ekki lengur skroppið til hennar. Ingibjörg Jónsdóttir Kolka. Elsku besta amma mín. Það er svo skrítið að hugsa til þess að ég fari aldrei aftur í heim- sókn til þín. Þú hefur verið svo stór hluti af lífi mínu enda voru heimsóknir á Smáró, og seinna Hrafnistu, að minnsta kosti viku- legur atburður. Það voru alltaf all- ir velkomnir til þín og afa á Smáró og það var föst hefð eftir sund- ferðir í Suðurbæjarlaug að labba til ykkar og næra mig áður en ég hélt heim. Það var mjög eftirsóknarvert að gista hjá ykkur en þær voru ófáar næturnar sem ég svaf á Smáró. Þá byrjaði dagurinn vana- lega á morgunleikfimi á Stöð 2, næst horfðum við á Glæstar vonir yfir morgunmatnum og loks á Ná- granna í hádeginu. Það var alltaf svo notalegt að vera hjá ykkur og ekki skemmdi fyrir að þú komst alltaf fram við mig eins og prins- essu. Ég fékk matinn færðan fram í stofu þar sem ég lá með sængina og kúrði yfir sjónvarpinu. Stund- um sátum við saman og hlustuð- um á útvarpið en á meðan saum- aðir þú út og ég horfði á eða æfði mig í krosssaum. Leiðin lá líka oft út í garð enda varstu mikil garðyrkjukona. Þá hjálpaði ég þér að vökva með grænu könnunni eða skoppaði um á meðan þú hugaðir að blómunum. Það er erfitt að hugsa til þess að ég muni aldrei sjá þig aftur eða heyra röddina þína. Þú sem varst svo dugleg að segja allskonar sög- ur og mundir allt! Það sem huggar mig þó í sorginni er að ég veit að það voru tveir aðilar sem tóku á móti þér með opnum örmum og bros á vör þegar þú gekkst inn í himnaríki. Það voru afi og Perla. Nú vakið þið yfir okkur öllum og passið okkur og það er gott að hugsa til þess að ég eigi vernd- arengla á himnum. Einn daginn hittumst við á ný og þá geturðu aftur sagt mér sögur um lífið og tilveruna. Elsku amma mín, þú munt alltaf eiga stað í hjarta mínu og ég veit að þú fylgir mér um ókomna tíð. Ég elska þig. Þín, Yrsa Kolka. Amma í Hafnó bjó í Smára- hvammi 10, þetta var lengi vel eina götuheitið sem ég kunni. Við bjuggum langt í burtu en þegar mamma var óendanlega lengi í símanum þá vissi ég alltaf að amma var hinum megin á línunni. Ég man vel eftir að hafa sofið í litla brúna sófanum sem rétt svo smellpassaði utan um mig og brúðkaupið í Kana innrammað á veggnum fyrir ofan mig. Það var alltaf jafn sérstakt að heyra í ein- um og einum bíl þenja sig í kvöld- kyrrðinni, hljóð sem eyrað var ekki vant heima fyrir. Ég hlakkaði alltaf svo mikið til að fá appels- ínuköku hjá ömmu en hana fékk ég hvergi annars staðar. Amma átti líka alltaf nammi og hún hlust- aði ekkert á leiðindanöldur í for- eldrum sem vildu hefta aðgang að góðgætinu. Ömmu var líka alltaf mikið í mun að næra þá sem sóttu hana heim. Jafnvel þegar ég heimsótti hana með Hákon minn sem ung- barn vorkenndi hún honum svo mikið að geta ekki notið þess að fá gotterí eins og hinir og bað mig um að setja hann á brjóst svo hann fengi nú eitthvað. Ömmu varð sjaldan orða vant og lét álit sitt gjarnan í ljós. Þegar ég kynnti hana fyrst fyrir Mikhail, manninum mínum, hnippti hún í mig og hvíslaði að mér að hann væri nú bara ansi sætur. Þegar hún heimsótti okkur til Skotlands um árið vílaði hún ekk- ert fyrir sér að beita enskunni og skýra fyrir tortryggnum tollvörð- um að brúni klumpurinn sem leit út eins og hass væri bara eitthvað sem Íslendingar borðuðu alltaf með fiski. Ég man hvað okkur þótti gam- an að fá hana til okkar og hve mik- ið hún naut þess að skoða bótan- íska garðinn í Edinborg þar sem var að finna sjaldgæfar plöntur og gróður alls staðar að úr heiminum. Ekki þótti okkur heldur síðra að fá heilu pokana af apollolakkrís, beint úr verksmiðjunni í Hafnar- firði. Amma kunni ógrynni af sögum og hafði stálminni, eins og hún impraði svo oft á sjálf. Löngu horfnir ættingjar stóðu manni ljóslifandi fyrir hugskotssjónum og mér finnst nánast eins og ég þekki þetta fólk í gegnum frásagn- irnar þó að ég hafi aldrei hitt það. Amma miðlaði til okkar ómetan- legum fjársjóði minninga og inn- sýn í horfna tíma. Mér fannst allt- af svo gaman að hlusta á ömmu og henni ekki síður gaman að segja frá, enda blandaði hún inn í þetta næmu skopskyni fyrir fólki og að- stæðum. Það er sjálfsagt eigingirni í mér en ég hefði svo gjarnan viljað hafa ömmu mína aðeins lengur, hefði svo gjarnan viljað fá að heyra fleiri sögur og njóta nærveru hennar. Mér þótti sérstaklega gaman hvað hún fylgdist vel með Hákoni mínum og hefði viljað að hann fengi að kynnast henni betur, heyra sögurnar um nafna hans Loftsson sem var ömmu afar kær. Ingibjörg Pálsdóttir Kolka

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.