Morgunblaðið - 24.03.2015, Side 21

Morgunblaðið - 24.03.2015, Side 21
21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. MARS 2015 Bókaköttur Kettir eru sífellt að koma okkur mannfólkinu á óvart. Hér virðist vera einn sérlega bókelskur köttur á ferð, sjálfsagt vel læs og jafnvel nokkuð klár í lögum, refsirétti og fleiru. Eggert Sævar Helgi Bragason, for- maður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, á miklar þakkir skildar fyrir að vekja meðal okk- ar mikinn áhuga á að skoða hið stórkostlega fyrirbæri sem sól- myrkvi er. Ber að þakka það þegar borgari og áhugamaður um stjörnuskoðun hefur þetta frumkvæði – ekki bara að benda á og ræða hvað sólmyrkvi er heldur einnig að hafa frumkvæði að því að panta sólmyrkvagler- augu fyrir grunnskólabörn. Víða safnaðist fólk saman þar sem út- sýnið var gott og skiptist á gler- augum eða rafsuðuglerjum sem reyndust mjög vel. Sævar Helgi á sannarlega þakkir skilið og leitt að hann hafi þurft að upplifa dónalega fram- komu og áreitni fyrir það eitt að hafa frumkvæði að því að gefa gleraugun. Þessi umræða er mér óskiljanleg. Það bannaði engum að hafa fyrirhyggju og gera eitt- hvað, gott að netverjar hafa tíst og þakkað Sævari Helga. Hann gerði meira en að gefa gler- augun því hann vakti líka mikla athygli á því að sólmyrkvar eru mikið sjónarspil og að almyrkvi á sólu er tímabundin til- viljun frá náttúrunnar hendi. Í mínu bæjarfélagi var sólmyrkvanum fagnað og athafna- lífið nánast lamaðist um morguninn þegar starfsmenn bæj- arins og nemendur leik- og grunnskóla þyrptist út í veður- blíðuna til að fylgjast með þessu mikla sjónarspili. Ég hvet Sævar Helga eindregið til að halda áfram að upp- lýsa landann um merka atburði er tengjast himingeimnum. Hafðu miklar þakkir fyrir frumkvæðið og vonandi vekur þú athygli landans á næsta sólmyrkva á Íslandi 2026. Þá trúi ég að háttvísi landans verði betri. Eftir Ásgerði Halldórsdóttur » Víða safn- aðist fólk saman þar sem útsýnið var gott og skiptist á gleraugum eða rafsuðuglerjum sem reyndust mjög vel. Ásgerður Halldórsdóttir Höfundur er bæjarstjóri. Háttvísi og sólmyrkvi Árið 2014 veitti ríkisstjórnin ein- staklingum og sambýlisfólki heimild til að ráð- stafa séreignar- sparnaði til að greiða hraðar nið- ur húsnæðislán eða til að safna upp í innborgun fyrir fyrstu hús- næðiskaupum, og það skatt- frjálst! Heimildina er hægt að nýta sér fram á sumar 2017. Staða ungs fólks á hús- næðismarkaði hefur verið mikið í umræðunni upp á síð- kastið vegna kosningaloforða Dags B. Eggertssonar í síð- ustu borgarstjórnarkosn- ingum. Sú umræða hefur því miður einskorðast við það hvernig ríki og sveitarfélög geti gripið inn í markaðinn með stofnun opinberra leigu- félaga þar sem leigutakar fá húsnæði á niðurgreiddu verði. Aðgerðir sem snúa að því að auðvelda ein- staklingum kaup á húsnæði hafa á sama tíma ekki fengið verðskuldaða umræðu. Dæmi frá Danmörku Á vef dönsku hagstofunnar má finna margt áhugavert efni þar sem gerður er sam- anburður á þeim hópum sem annars vegar leigja húsnæði og hinsvegar kaupa húsnæði. Það sem er áhugavert í tölum dönsku hagstofunnar er sam- anburður á eignastöðu þess- ara tveggja hópa skipt niður lækkað sem nemur rúmum 3 milljónum og ef 2 milljónir eru lagðar inn á sama lán í upphafi þá getur heildar- kostnaður lánsins lækkað sem nemur rúmum 6 millj- ónum.  Ef vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu er skoð- uð síðustu 20 ár kemur í ljós að árleg meðalhækkun vísi- tölunnar hefur verið rúm 8%. Ef miðað er við 3% meðal- verðbólgu fær húsnæðiseig- andi 5% raunávöxtun á sitt eigið fé á ári og þ.m.t. skatt- frjálsa hluta séreignarsparn- aðarins. Léttu á útgjöldum framtíðarinnar Nú er í gildi heimild sem gerir einstaklingum og sam- býlisfólki kleift að ráðstafa séreignarsparnaði sínum skattfrjálst til að greiða niður húsnæðislán eða til að spara fyrir fyrstu húsnæðis- kaupum. Heimild sem nýtist jafnvel þegar tekið er nýtt lán vegna kaupa á fyrstu íbúðar eða hraðari upp- borgun á gömlu húsnæðisláni til þess að létta byrðarnar hraðar. Þetta eru skattfrjáls úrræði, tímabundin fram á sumar 2017, svo það er um að gera að nýta sér þau meðan hægt er. Það er fjárfesting í framtíðinni, sem borgar sig strax. Ég bendi áhugasömum á vefsíðuna www.leidrett- ing.is þar sem hægt er að nálgast frekari upplýsingar.  Við útgreiðslu á sér- eignarsparnaði greiða ein- staklingar venjulega hefð- bundinn tekjuskatt þ.e. á bilinu 37,3-46,24% til ríkisins, en skattprósentan fer eftir tekjum viðkomandi. Með því að ráðstafa séreignarsparn- aði eins og ríkisstjórnin hefur heimilað til að greiða niður húsnæðislán eða safna fyrir fyrsta húsnæði sleppa ein- staklingar við að greiða þenn- an tekjuskatt sem nemur hundruðum þúsunda.  Með því að nýta skatt- frjálsan séreignarsparnað til að greiða niður húsnæðislán auka einstaklingar og sam- býlisfólk ráðstöfunartekjur sínar til framtíðar.  Ef miðað er við hefð- bundið 40 ára verðtryggt jafngreiðslulán að upphæð 20 milljónum, 3% meðal- verðbólgu og 4,5% ársvöxtum getur sparnaðurinn við það að leggja skattfrjálsan sér- eignarsparnað inn á lánið numið töluverðum upp- hæðum á líftíma lánsins. Ef 1 milljón er lögð inn á slíkt hús- næðislán í upphafi þá getur heildarkostnaður lánsins á aldurshópa. Útkoman kem- ur kannski ekki á óvart en eignastaða þess hóps sem kaupir hús- næði er marg- falt betri en þess hóps sem leigir húsnæði, sama til hvaða aldurshóps er litið. Mestur er munurinn þeg- ar fólk er komið yfir áttrætt, rúmlega fjórfaldur. Nýttu þér skattfrjálsan séreignarsparnað Það er skynsamleg ráð- stöfun að ráðstafa skatt- frjálsum séreignarsparnaði til að greiða niður húsnæðis- lán. Einstaklingar geta ráð- stafað allt að 500.000 kr. á ári í þessu skyni í þrjú ár og sambýlisfólk allt að 750.000 kr. á ári. Heildarupphæðin sem hægt er ráðstafa á þess- um tíma er því á bilinu 1,5- 2,25 milljónir. Séreignar- sparnaður er ein besta sparn- aðarleið sem völ er á. Með samningi um séreignar- sparnað leggur launamaður 2-4% af launum sínum í sparnað og tryggir sér þann- ig 2% mótframlag frá launa- greiðanda. Það að nýta sér séreignarsparnað er því í raun 2% launahækkun! Hér eru nokkrir punktar um kosti þess að nýta skattfrjálsan séreignarsparnað til að greiða niður húsnæðislán eða til að spara fyrir fyrstu hús- næðiskaupum: Eftir Magnús Júlíusson » Það er skyn- samleg ráð- stöfun að ráðstafa skatt- frjálsum séreign- arsparnaði til að greiða niður húsnæðislán. Magnús Júlíusson Höfundur er formaður sam- bands ungra sjálfstæðis- manna. Fjárfestu til framtíðar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.