Morgunblaðið - 24.03.2015, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 24.03.2015, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. MARS 2015 AF MÚSÍKTILRAUNUM Heiða Eiríksdóttir heidatrubador@gmail.com Síðastliðið sunnudagskvöld var afturkomið að því: Hin yndislega stund þeg-ar Músiktilraunir 2015 runnu af stað þýddi að páskarnir væru handan við hornið og svo kæmi vorið á handahlaupum í kjölfarið. Níu atriði kepptu á þessu fyrsta undan- úrslitakvöldi og það liggur við að um níu ólík- ar tónlistarstefnur hafi líka verið að ræða, svo mikil var fjölbreytnin.    Gummi Hebb var fyrstur á svið og fluttiléttpoppaða nýbylgju-raftónlist í anda hljómsveita eins og Soft Cell og Simple Minds. Mjög áheyrilegt en í síðara laginu, sem var ör- lítið lengra og ómarkvissara, stóð ég mig að því að vera farin að hugsa um páskaegg í stað þess að heyra lagið, svo það má líklega huga aðeins betur að lagasmíðunum.    Tramps úr Reykjavík skörtuðu skemmti-lega rokkaðri söngkonu með spennandi rödd, og lagasmíðar voru blanda af gamaldags hipparokki og nýrra, drungalegra dóti, en þegar strengur slitnaði í síðara laginu datt stemmningin aðeins niður. Hljómsveit sem gaman verður að heyra meira frá í framtíð- inni.    Þriðja hljómsveit á svið var Vára úrKópavogi og þar á bæ var mikið búið að pæla, í sándi, lögum og útsetningum. Rödd söngvarans var eftirminnileg og einkar skemmtilegur rokkaður kafli í síðara lagi lyfti bandinu upp á flott plan.    Við tóku Deffice sem einnig voru úrKópavogi, greinilega mikið rokkað í Kópavogi um þessar mundir, en þrátt fyrir fögur fyrirheit um áhrifavalda á borð við AC/ DC var bandið full átakalítið, og vantar kannski að gefa bara meira í. Spila fastar, meira, hærra og oftar og gefa áhrifavöldunum lausan tauminn.    Par-Ðar frá Suðurnesjum hafði greini-lega unnið heimavinnuna sína og helst mætti lýsa tónlist þeirra sem ljóðrænu sýru- rokki. Fyrra lagið hófst á því að trommarinn fór með ljóð um svartan fugl, og í sama lagi var notast við hið framandi hljóðfæri regn- stokk og hljóðeffektum beitt á gítara og radd- ir svo úr varð gífurlega litríkt sjónarspil. Til- rauna- og leikgleðin var allsráðandi en lagasmíðarnar voru líka til staðar og raddanir í síðara lagi minntu á hippalega Crosby, Stills og Nash. Er hippinn að koma sterkur inn árið 2015?    Eftir hlé stigu fyrstir á svið Yolo Swagg-ins and the Fellatio of the Bling sem spila tónlistarstefnuna CrunkCore, sem mætti þýða sem öskur-elektró. Tvímælalaust skemmtileg- asta öskur-elektróband sem ég hef heyrt í á Ís- landi.    Við tóku Distort City og spiluðu rokk semgekk svakalega vel upp í fyrra laginu, sérstaklega þegar báðir gítarleikarar sungu, og annar þeirra hljómaði meira að segja dálít- ið eins og Jim Morrison úr Doors, sem verður að teljast fremur kúl. En svo gerðist eitthvað allt annað í síðara laginu sem endaði á mjög svo ó-kúl vó-ó-kafla. Geriði fleiri lög með söng sem er í anda Jim Morrison og sleppiði vó-ó og heimurinn fellur að fótum ykkar, strákar.    Elgar er illskilgreinanleg, enda segistsveitin spila ólíkar tónlistarstefnur, allt eftir skapi hverju sinni. Á sunnudagskvöld hefði fyrra lagið þeirra getað sómt sér sem létt-djass undir borðhaldi eða sem undirspil fyrir gömlu dansana, og svo voru einhver furðuleg Chris Rea-áhrif á síðara lagi þeirra. Elgar er mjög óvenjuleg Músiktilrauna- hljómsveit, en einmitt líka sönnun þess að allt rúmast í þessari stórkostlegu hljómsveit- arkeppni.    Lokahljómsveitin, Áhryf, var rokktríó ánsöngs og eins og svo oft vill verða saknaði maður söngs er líða tók á prógrammið, enda erfitt að halda úti rokki af þessari gerð án þess að endurtaka sig og enda á einhverju djammi. Gítarleikari átti þó marga prýðilega spretti og skapaði sannfærandi hljóðheim, þótt djamm- aður væri.    Niðurstaðan eftir kvöldið kom ekki áóvart: Tvær þéttustu og best undirbúnu sveitir kvöldsins komust áfram, Vára með kosningu úr sal en Par-Ðar hlaut kosningu dómnefndar. Tilraunirnar eru hafnar og nú má koma vor. Vorboðinn ljúfi Áhryf Erfitt er að halda úti rokki af þessari gerð án þess að endurtaka sig. Elgar Elgar er illskilgreinanleg, enda segist sveitin spila ólíkar tónlistarstefnur. Morgunblaðið/Styrmir Kári Par-Ðar Hlaut kosningu dómnefndar og komst áfram í Músíktilraunum. Distort City Gekk svakalega vel upp í fyrra laginu en ekki í síðara laginu. Öskur-elektró Yolo Swaggins and the Fellatio of the Bling spila tónlistarstefnuna CrunkCore. Deffice Þrátt fyrir fögur fyrirheit um áhrifa- valda var bandið full átakalítið. Vára Þriðja hljómsveit á svið var Vára úr Kópavogi og þar á bæ var mikið búið að pæla, í sándi, lögum og útsetningum. Rödd söngvarans var eftirminnileg, segir m.a. um sveitina. Gummi Hebb Var fyrstur á svið og flutti léttpoppaða nýbylgju-raftónlist. Tramps Skörtuðu skemmtilega rokkaðri söngkonu með spennandi rödd. Músíktilraunir 201538

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.