Morgunblaðið - 24.03.2015, Side 36

Morgunblaðið - 24.03.2015, Side 36
36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. MARS 2015 Z-Brautir og gluggatjöld Faxafeni 14 - 108 Reykjavík - S. 525 8200 - z.is - mán-föst 10-18 - lau 11-15 Allt fyrir gluggana á einum stað Mælum, sérsmíðum og setjum upp Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú sækir innblástur og orku í óvænta átt. Vertu óhræddur við að ganga í smiðju hjá öðrum til þess að klára verkið. Haltu því ótrauður áfram. 20. apríl - 20. maí  Naut Metnaður þinn er byrjaður að láta á sér kræla. En þegar þú kemur auga á tækifæri að til gera heim þinn flottari og frábærari smellirðu fingrum með stæl. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Morgunstund gefur gull í mund og það getur hugsanlega reynst óvinnandi vegur að klára dagsverkið ef þú byrjar of seint. Vertu opin fyrir slíku tækifæri ef það lætur á sér kræla. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Tækifærin eru alltaf að berast og það er bara spurning um að vera réttur maður á réttum stað á réttum tíma. Aðdá- endur og atvinnutækifæri leita þig uppi í hrönnum. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Ekki láta það á þig fá þótt þú sért óvenju gleymin/n þessa dagana. Vertu útsjónarsamur og berðu saman verð og gæði því þá geturðu gert góð kaup. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það er tímabært að þú skilgreinir markmið þín og setjir það niður fyrir þér hvernig þú ætlir að nálgast þau. Sinntu þínu og þínum. 23. sept. - 22. okt.  Vog Ímyndunarafl þitt er upp á sitt besta í dag og þú skemmtir þér konunglega við að láta hugann reika. Endurskoðaðu áætlun þína og breyttu henni. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þér er alveg óhætt að láta eitthvað smávegis eftir þér í tilefni jólanna. Ef þú ætlar að láta það eftir þér er dag- urinn í dag rétti dagurinn til þess. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Láttu ekki fagurgala annarra villa þér sýn. Farið ykkur hægt og rólega því tækifærin hlaupa ekkert frá ykkur. 22. des. - 19. janúar Steingeit Taktu það ekki óstinnt upp þótt vinir og vandamenn vilji sýna þér ást sína og umhyggju í verki. Hugur þinn er opinn og frjór. Fljótfærni er engum til góðs. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það er ástæðulaust að troða öðrum um tær þegar hægt er að ná tak- markinu öðruvísi. Bjóddu upp á þína frum- legustu hlið svo fólk taki við sér. 19. feb. - 20. mars Fiskar Allt sem þú sendir frá þér í dag mun koma aftur til þín. Treystu innsæi þínu og því að hollur er heimafenginn baggi. Hafsteinn Reykjalín Jóhannes-son hefur nú gefið út þriðju ljóðabók sína, Á lygnum sjó, í tilefni af 75 ára afmæli sínu. Eins og hann segir í formála hefur hann notið leiðsagnar Þórðar Helgasonar cand. mag. í Ljóðahópnum Gjá- bakka. Þessi ljóðahópur hefur nú starfað í 15 ár og gefið út jafn- margar ljóðabækur. Hafsteinn yrkir yfirleitt undir hefðbundnum háttum, oft lausavís- ur en einnig söngtexta við lög, sem hann hefur sjálfur samið. Hafsteinn fæddist á Hauganesi við Eyjafjörð. Honum verður hugsað til upp- vaxtaráranna og dregur upp mynd af fiskiþorpinu sem nú hefur breytt um svip: Á Hauganesi upp var alinn, ævintýrin gerðust þar. Bjórinn var þá betur falinn, bara mysa drukkin var. Flestir unnu meðan máttu, menn sem gömlu konurnar. Hvenær sem að athvarf áttu út af lögðust hvar sem var. Þá var lífið þorskur, ýsa, þaratittir bryggju frá, Skömm var ei þótt skotin hnísa skorin væri matborð á. Ef þú vildir heilsu halda, hafa þurftir spik og fisk. Ávallt mysu áttum kalda, aldrei skammtað var á disk. Flest er nú á margan máta myndarlegra allstaðar. Ekkert sést til árabáta, áður fjaran hlaðin var. Þessi vísa hlýtur að gleðja gaml- an karl eins og mig, kominn undir áttrætt: Varast skalt villandi birtu, velja skalt bestu ráð. Ætíð þér eldri menn virtu sem eldmóði geta sáð. Það er gaman að því, að Haf- steinn skuli spreyta sig á ýmsum háttum. – Hér kemur tanka, jap- anskur háttur, fimm ljóðlínur og er atkvæðafjöldinn 5, 7, 5, 7 og 7: Út um gluggann sé gárungana leika sér. Snjór í flyksum nú flögrar um og skemmtir mér. Sest svo hægt á næstu grein. Hækan er annar japanskur hátt- ur, þrjár línur með 5, 7 og 5 at- kvæðum: Lágnættið komið, lognið speglar sólarrönd. Hafgolan sefur. Og: Fjögur að morgni kyrrð er yfir maurildum. Haninn galar sex. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Myndir úr fiskiþorpi Í klípu „ÉG HEF ALDREI VERIÐ GÓÐUR Í AÐ BIÐJA UM AÐSTOÐ. HVERT ER LEYNDARMÁLIÐ ÞITT?“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „VARSTU AÐ BANKA?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að baða sig í tunglsljósinu! EKKI LEMJA MIG. EÐA SPARKA Í MIG. EÐA KLÓRA MIG. EKKERT MÁL EÐA BÍTA MIG Æ, LÁTTU EKKI SVONA! MAMMA, EF ÞÚ ÞYRFTIR AÐ GERA ALLT UPP Á NÝTT... ...HVERNIG MANN MYNDIRÐU VILJA FÁ? EINHVERN HÁVAXINN, DÖKKAN OG MYNDARLEGAN... ...SEM ER GÓÐUR MEÐ TÖLUR! Það er þekkt aðferð til að dragaáhorfendur inn í sjónvarpsþátt að sýna stutt brot úr viðkomandi þætti dagana áður en hann er á dag- skrá. Þetta heppnaðist einstaklega vel hjá Ríkissjónvarpinu á dögunum. Í nokkur skipti hafði Víkverji séð Gísla Martein Baldursson sjón- varpsmann og Einar Örn Benedikts- son, Sykurmola með meiru, standa fyrir framan fjölbýlishús í Reykja- vík. „Breytti þessi næntís-blokk virkilega lífi þínu?“ spurði Gísli undrandi. „Ö, já,“ svaraði Einar Örn. Því oftar sem hann sá kynning- arbútinn þeim mun meira langaði Víkverja að sjá þáttinn, sem er nýr af nálinni og kallast Þú ert hér. Hon- um er þannig lýst: „Gísli Marteinn Baldursson á stefnumót við viðmæl- endur á stöðum sem hafa haft afger- andi áhrif á líf þeirra.“ x x x Hvers vegna í ósköpunum breyttiþessi næntís-blokk lífi Einars Arnar? Að þessu varð Víkverji að komast og tók sér því stöðu fyrir framan skjáinn síðastliðið sunnu- dagskvöld. Tilganginum náð. Víkverji fékk svar við þessari áleitnu spurningu og prýðilega skemmtun í kaupbæti. Þátturinn kom nefnilega skemmtilega á óvart. Andrúmsloftið var afslappað og gott „kemestrí“, svo maður sletti aðeins, á milli þeirra félaga. Gömlu mynd- efni úr safni sjónvarpsins var svo á hugmyndaríkan hátt fléttað inn í þáttinn. Alltaf gaman að því. Víkverji mun örugglega horfa á næsta þátt, og þá þarf aðra kynn- ingu ekki til. x x x Eftir þetta syrti í álinn hjá RÚV ásunnudagskvöldið. Næst á eftir kom afar skrýtin bresk stuttmynd um tvær fatafellur sem ræna manni. Á hvaða útsölu var hún keypt? Víkverji hefur ekki dottið inn í þáttinn um Heiðvirðu konuna en skilst að hann sé þokkalegur. Kvöldinu lauk svo með tæplega þriggja tíma langri Bollywood-mynd um þrjá vitleysinga. Í kynningu var því haldið kinnroðalaust fram að hún væri bráðfyndin. Einmitt það. víkverji@mbl.is Víkverji Ég vil þakka þér, Drottinn, af öllu hjarta, kunngjöra öll máttarverk þín. Ég vil gleðjast og fagna yfir þér, lof- syngja nafni þínu, þú Hinn hæsti. (Sálmarnir 9:2-3)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.