Morgunblaðið - 24.03.2015, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 24.03.2015, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. MARS 2015 VAKANDI!VERTU blattafram.is VERNDARI BARNA Í 10 ÁR 30% brotaþola segja aldrei frá því að þeir hafi orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Hollensku buxurnar komnar Kr. 5.900 Str. 2-9 (38-52) 6 litir Bæjarlind 6, sími 554 7030 Við erum á facebook Malín Brand malin@mbl.is Heitar umræður geta skapast í kringum nöfn. Hvað má barn heita og hvað ekki? Án efa hefur soðið upp úr í mörgum fjölskylduboðum og hugsanlega skírnarveislum þar sem menn eru ekki á eitt sáttir um hvað hver má og má ekki heita. Starfsfólk Þjóðskrár Íslands stend- ur þessu hitamáli nærri og inn á borð koma ýmis álitamál því tengd. Því lá beinast við að Þjóðskrá sendi umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um mannanöfn nr. 45/1996. Umsögnin er um margt athyglisverð og fróðleg um leið. Ástríður Jóhannesdóttir er sviðs- stjóri stjórnsýslusviðs Þjóðskrár Íslands og segir hún að mikilvægt hafi verið fyrir stofnunina, sem fer með stórt hlutverk við framkvæmd laganna að gera athugasemdir við frumvarpið. „Við erum fram- kvæmdaraðilinn og þurfum að vinna eftir þeim lögum sem gilda og þess vegna vörpum við í um- sögninni fram þeim spurningum sem við þyrftum að svara ef tillög- urnar yrðu samþykktar,“ segir Ást- ríður. Hvað er nafn? Í umsögninni bendir Þjóðskrá á að engin skilgreining sé til í lögum um hvað telst vera nafn. Segir svo orðrétt í umsögninni þar sem at- hugasemdir eru gerðar við 3. og 4. grein frumvarpsins: „Telur Þjóð- skrá Íslands nauðsynlegt að ein- hverskonar skilgreining sé til stað- ar um hvað teljist til nafns og að einhverskonar grundvallarreglur liggi fyrir um nöfn.“ Í ramma hér til hliðar eru nokkrar spurningar sem kastað var fram til að varpa enn frekara ljósi á þau álitamál sem upp gætu komið verði lögin um mannanöfn það rúm að frelsi fólks í nafnavali sé engum tak- mörkunum háð. „Hvað snertir laga- setningu almennt séð þá getur ver- ið varasamt þegar verið er að kippa út einu og einu ákvæði úr lögum því þá er hætt við að samhengið brenglist sem og samræmið innan laganna sjálfra og á það er meðal annars bent í umsögninni,“ segir Ástríður. Reglur verða að vera Þjóðskrá telur nauðsynlegt að einhverjar reglur séu til staðar til þess að frelsi í nafngift komi ekki í bakið á þeim er þess vilja njóta. „Við erum samt ekki endilega að segja hvers konar reglur eigi að vera því það er í raun annarra að ákveða það,“ segir Ástríður. Hún bendir einnig á að verði manna- nafnanefnd lögð niður eins og lagt er til í frumvarpinu, þurfi eftir sem áður einhver að samþykkja reglur um hvernig nöfn mega vera. Ein- hverjir þurfi að taka þessar ákvarð- anir. „Segjum að við fáum inn á borð til okkar nafngjöf fyrir lítið barn og við teljum að slík nafngjöf geti orðið barni til ama eða brjóti á grunnréttindum barns. Hvað eigum við þá að gera? Eigum við að til- kynna barnaverndaryfirvöldum það eða eigum við að neita að skrá nafnið? Ef við gerum það þurfum við auðvitað að hafa einhver viðmið eða staðla um hvað við eigum að taka inn í matið á því. Það er svo matskennt hvað er fallegt og hvað ljótt eða óviðeigandi.“ Oftar en ekki er gagnrýni beint að Þjóðskrá Ís- lands í stað þess að gagnrýnin beinist að lögunum sjálfum, að sögn Ástríðar. „Því það væri fréttamál ef við færum ekki eftir lögunum. Okk- ar umsögn byggist að mestu á reynslu okkar af framkvæmdinni og það er mat okkar að brýn þörf sé á heildarendurskoðun á lögun- um,“ segir Ástríður Jóhannesdóttir, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs Þjóð- skrár. Í niðurlagi umsagnarinnar segir einmitt að ljóst sé „að núgild- andi lög um mannanöfn eru barn síns tíma og brýn þörf er á heildarendurskoðun þeirra. Er Þjóðskrá Íslands reiðubúin að koma að vinnu við slíka endurskoð- un“. Getur nafn verið einn bókstafur?  Þjóðskrá telur brýnt að endurskoða lög um mannanöfn  Ýmsar athugasemdir gerðar við frumvarp til laga um breytingu á lögum um mannanöfn  Mætti til dæmis taka upp nafn sem væri stafarugl? Morgunblaðið/Guðmundur Rúnar Guðmundsson Frelsi Að ýmsu þarf að huga við lagabreytingar. Verði frelsið algjört í nafngift mætti þá einhver heita nafninu B2? Í umsögninni er eftirfarandi spurningum varpað fram: Getur nafn verið einn bókstafur? Get- ur nafn innihaldið önnur tákn eða stafi en finnast í íslenska stafrófinu? Getur nafn innihald- ið tölustaf? Getur nafn verið einungis einn eða fleiri tölustaf- ir eða tákn? Þarf að vera hægt að bera nafn fram eða er heimilt að gefa barni nafn eða taka upp nafn sem er í raun stafa- rugl, svo sem: khrvjttaþ? Þarf nafn að vera almennt þekkt nafn eða orð eða má búa til hvernig nafn sem er sem ein- staklingi dettur í hug? Athugasemd- ir Þjóðskrár TIL UMHUGSUNAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.