Morgunblaðið - 24.03.2015, Síða 10

Morgunblaðið - 24.03.2015, Síða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. MARS 2015 Árin segja sitt1979-2014 Hjónin Ragnar Guðmundsson, matreiðslu-meistari og kona hans Bára Sigurðardóttir, stofnendur og eigendur Lauga-ás. Laugarásvegi 1 104 Reykjavík • laugaas.is Lauga-ás hefur frá 1979 boðið viðskiptavinum sýnum uppá úrval af réttum þar sem hráefni, þekking og íslenskar hefðir hafa verið hafðar að leiðarljósi. )553 1620 Verið velkominn Ljósmynd/Benedikt Hermannsson Leikarar Litli leikklúbburinn setur upp leikrit sem fjallar um leikhóp á landsbyggðinni, sem setur upp leikrit. Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Okkur fannst tilvalið að setjaupp þetta leikrit. Það erskemmtilegt og mjög kald-hæðið en það er alltaf gott að gera grín að sjálfum sér,“ segir Steingrímur Rúnar Guðmundsson, formaður Litla leikklúbbsins á Ísa- firði, en áhugaleikfélagið fagnar 50 ára afmæli sínu á þessu ári með því að setja upp leikritið Kallarðu þetta leikrit?! Leikritið var frumsýnt 21. mars og verður sýnt fram að afmæl- inu 24. apríl næstkomandi en Litli leikklúbburinn var stofnaður árið 1965 þegar Leikfélag Ísafjarðar lagði upp laupana. Leikritið er eftir Ágúst T. Magnússon en hann er formaður Leikfélagsins á Seyðisfirði en um- rætt leikrit var einmitt afmælisverk Leikfélags Seyðfirðinga árið 2008. Steingrímur segir að þeim hafi þótt tilvalið að setja þetta verk einnig upp því það hafi fallið vel í kramið hjá Austfirðingum. Leikritið fjallar um lítið leikfélag á landsbyggðinni sem baksar við að setja upp leikrit en er í óvissu um sögulok verksins því höfundur þess, hirðskáld leikfélagsins, er kominn með ritstíflu. Þá er voðinn vís því leikstjórinn frá Reykjavík er væntan- legur. Í leikritinu koma meðal annars við sögu þrjár hurðir, söngvar, kossa- flens og kinnhestar. Steingrímur vill þó ekki meina að um farsa sé að ræða heldur gamanleikrit sem hefur sterka skírskotun til samtímans. Leikstjórinn er Kári Halldór, Gera grín að sjálfum sér á afmælinu Litli leikklúbburinn á Ísafirði fagnar 50 ára afmæli sínu á þessu ári en hann var stofnaður 24. apríl árið 1965. Af því tilefni var settur upp gamanleikurinn Kallarðu þetta leikrit?! eftir Ágúst T. Magnússon. Leikritið gerist í samtímanum og fjallar um lítið leikfélag úti á landi sem er í óðaönn að setja upp leikrit en það gengur á ýmsu og koma meðal annars við sögu þrjár hurðir, söngvar, kossaflens og kinnhestar. Efalítið fyllast margir sem komnir eru um og yfir miðjan aldur fortíðarþrá þegar þeir vafra gegnum ofangreinda vefsíðu sem Helgi Snorrason hefur haldið úti um nokkurt skeið. Þar get- ur að líta gamlar og nýjar ljósmyndir sem og forvitnilegar upplýsingar um átrúnaðargoð æskunnar sem spiluðu og sungu á sveitaböllum og unglinga- skemmtunum út um allar trissur forðum daga. Reyndar einskorðast vefsíðan ekki við bítlatímabilið svokallaða heldur er þar einnig alls konar fróðleikur um unga sem aldna tónlistarmenn og hljómsveitir af öllum stærðum og gerðum. Vefsíðan er stöðugt í smíð- um enda lengi hægt að bæta við upp- lýsingum um einstaka tónlistarmann eða hljómsveit, sögu þeirra og afdrif til þessa dags. Helgi er virkur á face- book þar sem hann kallar eftir mynd- efni sem og á síðunni sjálfri. Vefsíðan www.musicallovertheworlddotcom.wordpress.com Morgunblaðið/Jim Smart Tónlist Heimild um íslenskar og erlendar hljómsveitir og tónlistarmenn. Músik um allan heim Hafið og þær umhverfisógnir sem að því steðja er þema Grænna daga í Háskóla Íslands dagana 25. – 27. mars. Grænir dagar eru röð við- burða sem eiga að stuðla að vit- undarvakningu um umhverfismál sem og ábyrgð, skilningi og góðri umgengni gagnvart hafinu. Grænir dagar verða formlega settir kl. 11 á morgun á Háskóla- torgi. Síðdegis kl. 16 verður sýnd heimildarmyndin Mission Blue í Norræna húsinu, en í myndinni er fylgst með sjávarlíffræðingnum Sylviu Earle og samtökum hennar berjast fyrir bættri umgengni við sjóinn. GAIA, félag meistaranema í um- hverfis- og auðlindafræðum skipu- leggur Græna daga í samvinnu við Norræna Húsið og Mission Blue. Endilega ... ... njótið Grænna daga Mynd Sylvia Earle sjávarlíffræðingur. „Þetta var brjálæðislega skemmti- legt og við komum sjálfum okkur skemmtilega á óvart en við lentum í öðru sæti í hraðakeppninni,“ segir Brynja Björk Hinriksdóttir en hún tók þátt í Mývatnssleðanum ásamt Hildi Halldórsdóttur. Það er sleðakeppni sem haldin er á Mývatni annað hvert ár. Sleðarnir þurfa að vera heima- smíðaðir, mega ekki vera vélknúnir. Sleði stúlknanna sem þær nefndu frú Brynhildi, var valinn sá vinsælasti af áhorfendum. Brynja segir að líklega hafi hann hreppt verðlaunin því hann hafi verið heimilislegur. Þær buðu upp á heitan drykk og var sætið ein- staklega hlýlegt enda bólstrað. Efni- viðinn í sleðann sóttu þær m.a. í Góða hirðinn og voru einn dag að setja hann saman. Mývatnssleðinn haldinn í þriðja sinn Frú Brynhildur heimilisleg Sleði Brynja Björk Hinriksdóttir og Hildur Halldórsdóttir ánægðar með sleðann. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.