Morgunblaðið - 24.03.2015, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. MARS 2015
Ég held hins vegar að amma hafi
verið tilbúin að fara núna, hún var
líka hvergi bangin að deyja. Hún
sagðist aldrei vera í neinum vafa
um hvað tæki við, enda var hún af-
ar næm og virtist vita ýmislegt í
þeim efnum. Minning hennar lifir í
fallegu útsaumsverkunum sem
mér þykir svo vænt um að hafa
fengið að gjöf og minna mig á
hversu þakklát ég er að hafa átt
hana ömmu mína.
Laufey Erla Jónsdóttir.
Ég sit við eldhúsborðið hjá
ömmu í Hafnarfirði og tala um
hundana heima. Hún stendur og
steikir fiskibollur sem ég hef sagt
henni að sé uppáhaldsmaturinn
minn. Hundarnir eru mitt hjart-
ans mál. Þeir eru helstu leikfélag-
ar mínir enda engum jafnöldrum
til að dreifa heima í Bjarnarhöfn.
Og amma er eina fullorðna mann-
eskjan sem sýnir því áhuga að
heyra frá þeim. Síðan fær hún sér
kaffi og sest inn. Ég spyr um
Búddalíkneskið í stofunni. Amma
segist stundum kveikja á reykelsi
hjá Búddanum og við ræðum as-
ísk trúarbrögð. Hún er frjálslynd
og hispurslaus í tali – eiginlega
eins og unglingur – og segir ná-
kvæmlega það sem henni finnst.
Stundum segir hún jafnvel dóna-
orð. Sófi afi kemur líka með kaffið
sitt og tekur þátt í umræðum og
hlær dátt að vitleysunni í okkur.
Alltaf þegar mamma og pabbi
koma suður gistum við í Hafnó og
ég sef á dýnu í stofunni. Við syst-
kinin erum hjá ömmu meðan þau
útrétta í Reykjavík. Þegar ég eld-
ist kennir amma mér á strætóinn
svo ég komist til Reykjavíkur. Ég
fer í safnarabúðina og kaupi út-
lensk frímerki sem ég sýni ömmu
við eldhúsborðið. Þegar ég lít til
baka sé ég svo margar sólarstund-
ir hjá okkur ömmu.
Ég sit við eldhúsborðið hjá
ömmu í kjallara Aðalbyggingar
háskólans þar sem Sófi afi er hús-
vörður. Ég er háskólanemi.
Amma gerir tilraunir í matseld
sem ég segi að hafi heppnast frá-
bærlega. Henni verður mjög tíð-
rætt um fólkið á Blönduósi, Pál
Kolka langafa og allt okkar fólk
norður þar. Svo horfum við á
fréttirnar og ég og Sófi afi rífumst
smá um pólitík. Síðar, þegar ég
sjálfur eignast fjölskyldu, lítum
við til þeirra í Hafnarfirði. Amma
galdrar fram veitingar. Hún er yf-
irleitt með orðið og það er hlegið
dátt þegar hún ræðir menn og
málefni. Sonur minn segir að hún
sé „fyndin týpa“ og hjólar sjálfur í
Hafnarfjörð til þess að spjalla við
hana.
Ég sit á rúmi ömmu á Hrafn-
istu. Hún vill endilega að ég borði
sætindi sem hún á í öllum skúff-
um. Synir mínir leysa mig úr
möskva. Amma er farin að heyra
illa og vill helst tala sjálf. Mér
finnst það ekki nema sanngjarnt –
nóg hlustaði hún á mig þegar ég
var krakki.
Og alltaf er hún jafn hispurs-
laus. Þetta er okkar síðasti fundur
– þó ég vissi það ekki þá. Henni
var mikið niðri fyrir. „Þú áttir að
heita Páll Kolka“ segir hún við
mig – „pabbi þinn vildi ekki hlusta
á mig. Þeir hafa alltaf verið
þrjóskir í Bjarnarhöfn“ bætir hún
við. Svo segir hún mér að hennar
draumur hafi verið að læra ljós-
myndun.
En svo eignaðist hún mömmu.
Og hún vildi ekki láta hana frá sér
á vöggustofu þar sem hún hefði
aðeins mátt horfa á hana í gegnum
gler. Svo segir hún: „En maður
var ekki að gera sér rellu yfir því.“
Ég velti fyrir mér hvort gamla
konan væri að tárfella. En svo sé
ég að hún er söm:
Orðhvatur, harður nagli sem er
ávallt jafn stolt og ánægð með sig
og sína. Ég stend á fætur. Hún
reynir að bjóða meira nammi. „Við
sjáumst brátt aftur“ segi ég og
kveð afrekskonuna, ömmu mína, í
síðasta sinn og dreg strákana út
með nammið í lúkunum. „Þakka
þér fyrir“ segi ég. Það voru okkar
hinstu orð – og orð að sönnu.
Ásgeir Jónsson.
✝ Zophonías Ás-geirsson vél-
stjóri fæddist á
Blönduósi 1. júní
1924. Hann lést á
Hrafnistu Hafn-
arfirði 27. sept-
ember 2013. For-
eldrar hans voru
Hólmfríður Zop-
honíasdóttir, f. 9.
júní 1889 í Hvammi,
Norðurárdalshr.
Mýr., d. 5. apríl 1957, húsfreyja á
Blönduósi, og Ásgeir Þorvalds-
son, f. 4. ágúst 1881 á Hjalta-
bakka, Torfalækjarhr., A-
Húnavatnssýslu, múrarameistari
og verslunarmaður á Blönduósi,
d. 25. janúar 1962. Zophonías
var næstyngstur 10 systkina og
var þeirra síðastur að kveðja.
Systkini Zophoníasar voru: 1)
Hrefna, 2) Sigríður, 3) Ása Sig-
urbjörg, 4) Soffía Ingibjörg, 5)
Kristín Arndís, 6) og 7) tvíbur-
arnir Þorvaldur og Olga, 8)
Helga Maggý, 9) Valgarð. Hrafn
Marinósson (sonur Arndísar) var
alinn upp hjá móðurömmu sinni
og afa, Hólmfríði og Ásgeiri.
Zophonías kvæntist Ingi-
björgu Pálsdóttur Kolka 3. nóv-
ember 1951, f. í Vestmanna-
1948. Hann á þrjár dætur. 2)
Guðmundur Kolka, f. 2. mars
1959. M. (skilinn) Angana Ka-
ewmungkun, þau eiga a) Melínu
Kolka og b) Pál Valdimar Kolka.
3) Guðríður Kolka, f. 19. maí
1964. M. (skilin) Pétur Júlíus
Halldórsson, þau eiga þrjú börn.
a) Halldór Rúnar, sambýliskona
Anna Björnsdóttir. Barn þeirra
er Guðrún Júlía. b) Yrsa Kolka,
c) Ýmir Kolka. Unnusti Guðríðar
er Jón Bjarki Bentsson.
Zophonías var vélstjóri lengst
af. Þau Ingibjörg fluttust til
Hafnarfjarðar 1959 þegar Zop-
honías réð sig sem vélstjóra til
útgerðar Jóns Gíslasonar, á
Fagraklett GK 260. Síðar var
hann einnig á Fróðakletti GK
250. Hann var í áhöfn er sótti
nýju skipin Fróðaklett GK 250
og Búðaklett GK 251 til Noregs
þar sem skipin voru smíðuð. Síð-
ar byggðu Zophonías og Ingi-
björg sér hús við Smárahvamm
10 og bjuggu þar í tæp 50 ár.
Zophonías var vélstjóri á hinum
ýmsu bátum, síðast Hrafni Svein-
bjarnarsyni GK 255. Þá átti hann
og gerði út trilluna Teistu HF 24.
Zophonías var sæmdur orðu sjó-
manndagsráðs. Hann var um
tíma húsvörður í Skiphól og Iðn-
aðarbankanum Hafnarfirði þeg-
ar sjómennsku lauk. Zophonías
endaði starfsævina sem umsjón-
amaður við Háskóla Íslands, í
Lögbergi og aðalbyggingu.
Útför Zophoníasar fór fram í
kyrrþey 3. október 2013.
eyjum 1. febrúar
1926, d. 12. mars
2015. Dóttir Páls
Valdimars Guð-
mundssonar Kolka
læknis, f. 25. jan.
1895, d. 19. júlí
1971, og konu hans
Guðbjargar Guð-
mundsdóttur
Kolka, f. 8. okt.
1888, d. 11. júní
1974. Systkini Ingi-
bjargar voru. Guðmundur
Kolka, látinn, Perla Kolka og
Halldóra Ísberg, látin.
Zophonías og Ingibjörg hófu
búskap í Reykjavík en bjuggu
lengst af í Hafnarfirði. Dóttir
Ingibjargar er Ingibjörg Sólveig
Bergsteinsdóttir Kolka, f. 15.
okt. 1947, gift Jóni Bjarnasyni, f.
26. des. 1943. Börn þeirra eru
sex og eru fimm á lífi, barna-
börnin eru sjö. 1) Hólmfríður
Kolka, f. 12. júlí 1954. M. 1) Egg-
ert Sigurðsson (skilin), hún á tvo
syni: a) Zophonías, hann á dæt-
urnar Alexöndru Hólmfríði
Kolka og Emilíu Kolka. Sam-
býliskona Zophoníasar er Eyrún
Pétursdóttir. b) Elmar, hann á
soninn Kristófer Lár. Maki II)
Böðvar Guðmundsson, f. 14. júní
Nú eru elsku pabbi og mamma
sameinuð á ný í Sumarlandinu.
Pabbi var besti faðir sem nokkur
getur átt, allt hans líf snerist um
okkur fjölskylduna. Í minni
bernsku var hann alltaf á sjó. Ég
var mikil pabbastelpa, grét þegar
hann fór í túrana sem oft voru
margir mánuðir. Sama var þegar
hann kom heim þá grét litla
óhemjan af gleði. Alltaf sendi
pabbi mér skeyti á afmælinu mínu.
Það var toppurinn að fá skeytið frá
pabba. Ef ég lítil gerði einhverjar
skammir af mér, þá var alltaf við-
kvæðið hjá pabba. Hún gerði það
ekkert. Ég játaði, þá sagði hann
hún gerir það ekki aftur. Málið af-
greitt!
Pabbi var hörkuduglegur,
ósérhlífinn, samviskusamur og
strangheiðarlegur. Vinnan göfgar
manninn sagði hann alltaf og
vinnan var dyggð í hans huga
enda féll honum aldrei verk úr
hendi. Pabbi var mjög hraustur
og líkamlega sterkur fram yfir
miðjan aldur. Hann fór í tvær
hjartaaðgerðir en átti erfitt með
að sætta sig við þegar kraftinn
tók að þverra.
Mamma og pabbi áttu gott
hjónaband, voru mjög samrýmd
eins ólík og þau voru nú, en það
gat líka hvesst og gefið á bátinn
eins og í öllum góðum hjónabönd-
um en það gekk nú strax yfir. Þau
máttu ekki hvort af öðru sjá, stóðu
alltaf saman og studdu hvort ann-
að. Elsku mamma, sjómannskon-
an, sá alltaf um allt sem sjá þurfti
um, var heimavinnandi og stýrði
börnum og búi af mikilli röggsemi.
Pabbi var mjög ljúfur og léttlynd-
ur, mikill húmoristi og gat verið
ofboðslega skemmtilegur og þá
var sko fjör í „Smáró“. Hann var
mjög stríðinn, en gat líka tekið
stríðni. Við mamma stríddum hon-
um oft, þá bara glotti sá gamli og
hló með okkur en aldrei móðgaðist
hann eða varð fýldur yfir vitleys-
unni í okkur og oft voru harðsperr-
ur í maganum eftir vitleysisgang-
inn. En hann átti líka til stórt skap
ef honum var misboðið, en var
jafnframt mjög viðkvæmur og til-
finningaríkur. Ef hann lofaði ein-
hverju stóð hann alltaf við orð sín.
Hann var líka mjög hreinskilinn
og hafði sterka réttlætiskennd og
var ekki að skafa utan af því ef
honum sýndist svo, og sagði hik-
laust sína meiningu. Það líkaði nú
ekki öllum, en þannig var það
bara.
Eftir að pabbi missti heilsuna
sá mamma alfarið um hann enda
fannst henni hann hafa verið besti
fjölskyldumaður sem hægt var að
hugsa sér. Hjá þeim ríkti alla tíð
gagnkvæm ást og væntumþykja.
Svo kom að því að pabbi varð al-
gerlega ósjálfbjarga og heilabil-
un hrjáði hann líka. Elsku
mamma hugsaði um hann miklu
lengur en hún í rauninni var fær
um. Þá tók við hjúkrunardeild 2b
á Hrafnistu í Hafnarfirði sem var
þeim báðum mjög erfitt. Mamma
sat langtímum saman hjá honum
og hélt í hönd hans, það voru
hans bestu stundir. Líknandi
meðferðin tók viku og vorum við
með honum þar til yfir lauk.
Ég veit að vel hefur verið tekið
á móti þér, pabbi minn, í landi
ljóssins. Sakna þín alltaf, en við
sjáumst seinna. Hjúkrunarfólki á
2b þakka ég alúðina í garð pabba,
þar eru margar perlur. Sumar
þeirra kölluðu pabba gullmolann
sinn því hann var svo ljúfur í öll-
um veikindunum, krafðist ekki
neins og var þakklátur fyrir allt
sem fyrir hann var gert.
Hólmfríður K.
Zophoníasdóttir.
Zophonías Ásgeirsson fæddist
1. júní 1924 og var því 89 ára þeg-
ar hann lést 27. september 2013.
Það var gaman að fylgjast með
Zophoníasi, föður mínum, í návist
ungra barna, sem hann hafði sér-
staklega gaman af og þau af hon-
um. Þau voru ófá litlu börnin sem
fengu að sjá hann teikna sama
hundinn með upphringuðu róf-
una. Enn fleiri börn fengu að sjá
töfrabrögðin hans með fölsku
tennurnar og alltaf hló hann jafn-
mikið þegar þau gapandi hissa
báðu hann að endurtaka galdur-
inn sem gekk út á að taka út úr
sér tennurnar og setja þær upp í
sig aftur með miklum stælum
sem börnin reyndu ávallt að leika
eftir, skiljanlega með litlum ár-
angri.
Zophonías starfaði mest við
vélstjórn á ýmsum bátum og var
sérlega skyldurækinn og ósér-
hlífinn til vinnu. Gott var að eiga
hann að þegar flytja þurfti og
standsetja. Sérstaklega var
hann afkastamikill við málun og
hreingerningar og naut þess að
hjálpa fjölskyldu sinni. Hann
var einnig liðtækur við múrverk
sem hann kynntist hjá föður sín-
um og múraði til að mynda allt
einbýlishús sitt sjálfur, sem
hann byggði við Smárahvamm í
Hafnarfirði.
Zophonías lifði lífinu kátur.
Hann lét fátt fara í taugarnar á
sér en bölvaði þó stundum. Það
var aðallega yfir að aðrir væru að
væla yfir einhverju sem hann
áleit verkefni til að leysa, fremur
en vandamál. Setning sem maður
fékk oft að heyra frá föður mín-
um var: „Þetta var ekki hægt en
ég gerði það samt“.
Zophonías var, eins og móðir
mín, mjög stundvís og sagði
gjarnan við mig: „Að vera stund-
vís munar litlu á tíma en miklu á
reglusemi“.
Guðmundur K. Zophoníasson.
Er ég skrifa nokkur orð um
elskulegan fóstra minn, koma
ýmsar hlýjar minningar upp í
hugann. Ég man vel þegar við
mamma giftum okkur, eins og ég
orðaði það fjögurra ára gömul,
árið 1951, en þá gengu mamma
og Zóphonías í hjónaband heima
á Blönduósi. Ég kallaði hann
fljótt pabba. Við fluttum fljótlega
suður til Reykjavíkur þar sem
pabbi var ráðinn á bát en hann
var vélstjóri, afburða duglegur
og samviskusamur. Ég heyrði
sagt að vélarrúmið á bátum þar
sem hann vann hefði verið eins og
fínasta stássstofa, allt pússað og
hreint og vélin vel smurð. Hann
var svo snyrtilegur enda eftir-
sóttur sem vélstjóri.
Fyrst eftir suðurkomuna
bjuggum við í einu herbergi hjá
Ásu systur pabba, síðan í Garða-
stræti 25. Þar man ég eftir
skemmtilegum stundum með
honum niður á höfn að huga að
bátnum, skoða aðra báta og niður
á Granda, þá leiddi hann mig og
sagði við karlana er þeir spurðu,
„þetta er dóttir mín“. Það þótti
mér vænt um.
Ég man líka eftir að hafa far-
ið niður á höfn að taka á móti
honum er hann kom í land með
sjópokann sinn, glaður og hress
að komast aðeins heim á milli
túra. Í Garðastrætinu bjuggum
við í lítilli risíbúð og eldavélin
var á stigapallinum, Pella móð-
ursystir og Halli bjuggu á neðri
hæðinni. Þetta sambýli var ynd-
islegt, allir samstiga og oft glatt
á hjalla, mikið hlegið, rétt eins
og fyrir norðan. Pabbi og
mamma voru hamingjusöm og
bjartsýn.
Pabbi var heimakær og sér-
lega natinn að hugsa um heimilið.
Ég held það sé sjaldgæft að menn
af hans kynslóð hafi lagt jafnmik-
ið af mörkum við að halda heim-
ilinu snyrtilegu. Ég man hvað
pabbi gerði grenitréð í garðinum
á Holtsgötunni alltaf fínt með
skreytingum fyrir jólin, enda hélt
hann áfram að bisa við að klifra í
tröppur til að setja upp skreyt-
ingar og gera fínt fyrir jólin þó
heilsan og mátturinn hafi verið
farin að gefa sig. Þau mamma
byggðu saman húsið í Smára-
hvammi 10 þar sem pabbi naut
þess að taka til hendinni í garð-
inum, setti niður útsæðið á hverju
ári og hugsaði sérstaklega vel um
ræktunina.
Pabbi kom úr stórum systkina-
hópi og kynntist því fljótt að
vinna og leggja sitt af mörkum.
Hann var alla tíð ósérhlífinn og
samviskusamur. Ég naut þess að
tengjast inn í hans fjölskyldu,
enda heilsteypt og gott fólk.
Blessuð sé minning þín, elsku
pabbi minn.
Ingibjörg Sólveig B. Kolka.
Zophonías
Ásgeirsson
Blómaverkstæði Binna | Skólavörðustíg 12 | Sími: 5613030
ALLAR SKREYTINGAR UNNAR
AF FAGMÖNNUM
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
HALLDÓRA LÁRUSDÓTTIR
til heimilis á Grund,
áður á Hjarðarhaga 56,
Reykjavík,
sem lést fimmtudaginn 19. mars, verður jarðsungin frá
Neskirkju miðvikudaginn 25. mars kl. 15.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á dvalar- og
hjúkrunarheimilið Grund.
.
Kristín Jónsdóttir, Sigurgeir Ormsson,
Herdís Jónsdóttir, Hlöðver Kjartansson,
Lárus Andri Jónsson, Sigríður María Sigurjónsdóttir,
Auður Jónsdóttir, Haukur H. Guðmundsson,
Þorleifur Jónsson,
Halldór Jónsson, Soffía Pálsdóttir,
barnabörn og fjölskyldur þeirra.
Hjartkær eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
SIGURÐUR HILMAR SIGURÐSSON,
Kjarnagötu 14,
Akureyri,
áður Goðabyggð 15,
lést föstudaginn 20. mars.
Útförin mun fara fram í kyrrþey að ósk hins látna.
.
Ása Leósdóttir,
Guðrún Sigurðardóttir, Sigurður Jakobsson,
Sigurður Sigurðsson, Þorgerður Björnsdóttir,
Hákon Sigurðsson, Aðalbjörg Kristjánsdóttir,
Guðbjörg Helga Sigurðard.,
Gunnnar H. Sigurðsson, Lára Hilmarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Okkar ástkæri
GÍSLI ÁSMUNDSSON
frá Vestmannaeyjum,
verður jarðsunginn frá Hvítasunnukirkjunni
Fíladelfíu föstudaginn 27. mars kl. 13.
.
Ásmundur Gíslason, María Birgisdóttir,
Ágúst Gíslason,
Jón Heiðar, Elín Ösp Rósudóttir,
Guðrún E. Jónsdóttir,
Anna Friðbjarnardóttir, Hörður S. Óskarsson,
Atli Ásmundsson, Þrúður Helgadóttir,
Kjartan Ásmundsson, Sigrún Ásmundsdóttir,
Anna Margrét Bragadóttir, Birgir Jóhannesson.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
INGIBJÖRG PÁLSDÓTTIR KOLKA,
lést á Hrafnistu Hafnarfirði fimmtudaginn
12. mars.
Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Sérstakar þakkir fær hjúkrunarfólk á Hrafnistu.
.
Ingibjörg Sólveig K. Bergsteinsd, Jón Bjarnason,
Hólmfríður K. Zophoníasdóttir, Böðvar Guðmundss.,
Guðmundur Kolka Zophoníasson,
Guðríður Kolka Zophoníasdóttir, Jón Bjarki Bentsson,
barnabörn og barnabarnabörn.