Morgunblaðið - 24.03.2015, Blaðsíða 18
BAKSVIÐ
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Þegar íslenskir lífeyrissjóðir kaupa
skráð skuldabréf í stað hlutdeild-
arskírteina getur litið út fyrir að
þeir séu að dreifa áhættu sinni, en
hafa þó aðeins umbreytt áhættu
sinni í sýnd en ekki reynd. Nefnd
fjármála- og efnahagsráðherra sem
falið var að fjalla um umfang og eðli
skuggabankastarfsemi hér á landi
kemst að þessari niðurstöðu í
skýrslu um efnið.
Í skýrslunni er varað við nei-
kvæðum fylgifiskum skuggabanka-
starfsemi en nefndin nefnir þrjú at-
riði í því sambandi sérstaklega, í
fyrsta lagi samþjöppun áhættu, í
öðru lagi hættu á keðjuverkun og í
þriðja lagi það sem nefndin kýs að
kalla „regluverkshögnun“ sem er
þýðing á enska hugtakinu „regula-
tory arbitrage“. Vísar það til þess
þegar aðilar á fjármálamarkaði
nýta sér regluverk og gloppur í því
til að koma ár sinni betur fyrir
borð.
Nefndin bendir á að samkvæmt
núgildandi lögum sé lífeyrissjóðum
heimilt að fjárfesta allt að 20% af
hreinni eign sinni í hlutdeildarskír-
teinum og öðrum óskráðum bréfum
en á sama tíma sé þeim heimilt að
fjárfesta fyrir allt að 50% af hreinni
eign í skráðum skuldabréfum, þó að
aldrei megi fjárfesting í slíkum
bréfum nema meira en 10% gagn-
vart hverjum útgefanda.
Mæta þörf sjóðanna
Skuggabankanefndin rekur
aukna útgáfu meðal annars til
þeirrar staðreyndar að lífeyrissjóð-
irnir hafa í vaxandi mæli leitað
nýrra leiða til fjárfestinga í höftum
hér innanlands. Í skýrslunni segir
nefndin: „Sérhæfðir sjóðir hafa fjár-
magnað fjárfestingar sínar í aukn-
um mæli með útgáfu skráðra
skuldabréfa í stað útgáfu hlutdeild-
arskírteina, m.a. þar sem lífeyris-
sjóðirnir hafa rúmar heimildir þess
að fjárfesta í slíkum flokkum.“
Skoðun sinni til stuðnings birtir
nefndin yfirlit yfir skuldabréfaút-
gáfur fagfjárfestasjóða, samlags-
hlutafélaga og fasteignafélaga í
Kauphöll Íslands á árunum 2012 til
2014 en þar sést að útgáfan hefur
nær tuttugufaldast á tveimur árum,
farið úr rúmum þremur milljörðum
króna í tæpa 65 milljarða.
Áhættan uppi á borðum
Þórey S. Þórðardóttir, fram-
kvæmdastjóri Landssamtaka lífeyr-
issjóða, segist fagna umræðu um
áhættudreifingu sjóðanna. „For-
svarsmenn sjóðanna leggja sig fram
um að horfa á efni umfram form
þegar áhætta þeirra er metin. Sú
áhætta sem nefndin vísar til er uppi
á borðum og alls ekki dulin,“ segir
Þórey. Þá bendir hún einnig á að
þau skuldabréf sem nefndin vísar til
sé lítill hluti af eignasafni sjóðanna
og svari til 1,9% af eignunum. Þá
segir hún að skýrslan verði notuð
sem innlegg í vinnu sem nú á sér
stað við endurskoðun á fjárfestinga-
heimildum lífeyrissjóðanna.
Skuggabankanefndin beinir í nið-
urstöðukafla sínum ákveðnum til-
mælum til nefndar sem nú fjallar
um endurskoðun lagaákvæða um
fjárfestingarheimildir lífeyrissjóða.
Tilmælin eru komin til vegna kaupa
lífeyrissjóðanna á skuldabréfum út-
gefnum af fagfjárfestasjóðum. Þar
segir hún: „[…] lífeyrissjóðum verði
skylt að líta til raunverulegrar
áhættu fjárfestingarinnar en ekki
þess forms sem fjárfestingin tekur“.
Lífeyrissjóðir umbreyta
áhættu í sýnd en ekki reynd
Skuldabréfaútgáfa fagfjárfestasjóða, samlags-
félaga og fasteignafélaga í Kauphöll Íslands
3.320
70.000
60.000
50.000
40.000
30.000
20.000
10.000
0
Ú
tg
áf
a
(m
.k
r.)
2012 2013 2014
Heimild: Skýrsla nefndar um skuggabankastarfsemi
64.827
44.005
Talsmaður lífeyrissjóða segir þá horfa á efni umfram form þegar áhætta er metin
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. MARS 2015
Gardínurnar frá Álnabæ eru
BARNAÖRYGGISVÆNAR
Álnabær
Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta.
Síðumúla 32, Reykjavík. Sími: 588 5900 ▪ Tjarnargötu 17, Keflavík. Sími: 421 2061
Glerárgötu 32, Akureyri. Sími: 462 5900 ▪ alnabaer.is ▪ Opnunartími: mán.-fös. 10-18
Meira úrval • Meiri gæði
Íslensk framleiðsla
eftir máli
Börn geta flækst með hálsinn í snúru, keðjum eða böndum sem eru ætluð til
að draga gardínur upp og niður.
Samkvæmt stöðlum Evrópusambandsins mega þessar snúrur, keðjur eða
bönd ekki vera of löng og einnig á að nota þar til gerðan búnað til að halda
þeim eins langt frá börnum og hægt er.
Gardínur frá Álnabæ eru nú afgreidd með þessum öryggisbúnaði.
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
vegna áhrifa uppskiptingar fé-
lagsins á frestaðan tekjuskatt.
Árið 2014 var fyrsta rekstrar-
árið eftir uppskiptingu Orkuveitu
Reykjavíkur en 1. janúar 2014
kom til framkvæmda það ákvæði
raforkulaga sem gerir fyrir-
tækjum á þeim markaði skylt að
skilja á milli sérleyfis- og sam-
keppnishluta starfseminnar. Í
ársbyrjun tók Orka náttúrunnar
ohf., dótturfélag í eigu Orkuveitu
Reykjavíkur, til starfa á sam-
keppnismarkaði raforku auk þess
sem fleiri breytingar voru gerðar
á samstæðunni.
Í lok árs 2014 hafði Planið, að-
gerðaáætlun vegna fjárhags-
vanda Orkuveitunnar, skilað 49,6
milljörðum króna. Það eru 97%
þeirrar heildarfjárhæðar sem
Planinu var ætlað að skila frá
vori 2011 til ársloka 2016. Þá
hafa nettó vaxtaberandi skuldir
lækkað úr 231 milljarði króna
niður í 172 milljarða á fimm ár-
um. Eigið fé í lok síðasta árs var
99,4 milljarðar króna og hækkaði
eiginfjárhlutfallið úr 28,6% í
33,2% á milli ára.
Hagnaður Orkuveitu Reykjavíkur
nam 8,9 milljörðum króna á síð-
asta ári sem er umtalsverð aukn-
ing frá árinu á undan þegar
hagnaður var 3,4 milljarðar.
Hagnaður fyrir fjármagnsliði, af-
skriftir og skatta dróst þó saman
um liðlega milljarð á milli ára og
nam 24,8 milljörðum króna. Um-
talsverðar breytingar urðu hins
vegar á skattaliðum, sem fóru úr
7,6 milljörðum niður í 2,0 millj-
arða króna á milli ára, einkum
Skuldir lækka um 59 milljarða á 5 árum
Eigið fé OR var tæplega 100 millj-
arðar í árslok og eiginfjárhlutfall 33%
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Planið Bjarni Bjarnason forstjóri
segir festu í rekstri Orkuveitunnar.
● Framboðsfrestur í stjórn Eimskips er
liðinn og fimm framboð bárust. Þau eru
öll frá núverandi stjórnarmönnum í fé-
laginu. Því er ljóst að engin breyting
verður á stjórn félagsins að afloknum
aðalfundi. Í stjórninni sitja Helga Mel-
korka Óttarsdóttir, Hrund Rudolfsdóttir,
Lárus L. Blöndal, Richard Winston Mark
d’Abo og Víglundur Þorsteinsson.
Sjálfkjörið í óbreytta
stjórn hjá Eimskip
● Vísitala íbúðaverðs á höfuðborg-
arsvæðinu hefur á síðustu 12 mánuðum
hækkað um 10,8% en síðastliðna þrjá
mánuði nemur hækkunin 4,9%, sam-
kvæmt Þjóðskrá Íslands. Yfir síðast-
liðna 12 mánuði hefur vísitala leigu-
verðs á sama svæði hækkað um 9,1%
en hækkun síðustu þriggja mánaða
nemur 0,8%. Vísitalan hefur hækkað
síðastliðinn mánuð um 1,4%.
Hækkanir hafa orðið á
höfuðborgarsvæðinu
!""
##
!
"
$ $!
! !
!$
# !"
!#%
&'()* (+(
,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5
$$%
""
"$%
##%
"
%#
! $
#
"#$
!"%
$#"
!"
"#
##"
""
$
! $%
!
"##
!"#
$ !
Íslensk verðbréf
(ÍV) töpuðu 118,4
milljónum króna
á liðnu starfsári.
Skýrist tapið
fyrst og fremst
af uppgjöri af-
leiðusamninga
sem átti sér stað
í kjölfar dóms
Hæstaréttar þar
sem ÍV laut í
lægra haldi fyrir Landsbankanum.
Hagnaður félagsins af reglulegri
starfsemi var 130 milljónir króna
og dróst saman um 30 milljónir
milli ára. Eigið fé félagsins nam
473 milljónum í árslok 2014 og var
22,6%. Heildareignir þær sem ÍV
hafði í stýringu fyrir einstaklinga,
félagasamtök og fagfjárfesta við
áramót námu 112 milljörðum
króna.
Tap hjá
Íslenskum
verðbréfum
ÍV Sigþór Jónsson
framkvæmdastjóri.
● Stefnt er að því
að ljúka á þessu ári
smíði frumvarps og
reglugerðar sem
munu að fullu inn-
leiða evrópskt
bankaregluverk í ís-
lenskan rétt, að því
er fram kom í máli
Bjarna Benedikts-
sonar fjármála-
ráðherra á ráðstefnu um fjármálaeftirlit í
gær. Í kjölfarið telur ráðherra skyn-
samlegt að hefjast handa við heildarend-
urskoðun á lögum um fjármálafyrirtæki í
ljósi þeirra miklu breytinga sem þá hafa
verið gerðar á lögunum frá hruni.
Heildarendurskoðun laga
um fjármálafyrirtæki
Bjarni
Benediktsson
STUTTAR FRÉTTIR ...