Morgunblaðið - 24.03.2015, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. MARS 2015
TRAUSTIR,
NOTAÐIR
GÆÐABÍLAR
Á HAGSTÆÐU VERÐI
Audi A4 2.0 TDI AT
Árgerð 2012, dísil
Ekinn 29.000 km, sjálfskiptur
Skoda Octavia Combi
4x4 1.6 TDI. Árgerð 2013, dísil
Ekinn 64.000 km, beinskiptur
VW Caddy Life Ecofuel
Árgerð 2013, bensín/metan
Ekinn 80.000 km, beinskiptur
Mitsubishi I-MIEV
rafmagnsbíll Árg. 2012, rafmagn
Ekinn 8.500 km, sjálfskiptur
Toyota Yaris 1330 Sol
Árgerð 2013, bensín
Ekinn 9.000 km, sjálfskiptur
Ásett verð: 4.990.000
Ásett verð: 3.740.000
Ásett verð: 2.490.000
Ásett verð: 2.540.000
Ásett verð: 2.690.000
Laugavegi 174 | Sími 590 5040
Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga kl. 12-16
heklanotadirbilar.is
Komdu og skoðaðu úrvalið!
Audi Q7 3.0 TDI 233 hö
Árgerð 2007 dísil
Ekinn 115.000 km, sjálfskiptur
Ásett verð:
4.990.000
VW Polo 1.4 Comfortl. 85 hö
Árgerð 2012, bensín
Ekinn 66.500 km, sjálfskiptur
VW Tiguan Sport&Style
140 hö. Árgerð 2014, dísil
Ekinn 39.000 km, sjálfskiptur
Ásett verð: 2.190.000Ásett verð: 5.590.000
MM Pajero 3.2 Intense
Árgerð 2012, dísil
Ekinn 68.000 km, sjálfskiptur
Ásett verð: 6.990.000
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Ríkiskaup hafa boðið út, fyrir hönd
fjarskiptasjóðs, ljósleiðarahring-
tengingu á Vestfjörðum og einnig á
Snæfellsnesi. Í útboðsauglýsingun-
um kemur fram að fjarskiptasjóður
hyggist gera samninga við þá sem
eiga lægstu tilboð og teljast vera
hæfir bjóðendur. Þeir eiga að hanna,
byggja, reka og eiga ljósleiðara-
strengi auk tilheyrandi búnaðar,
annars vegar á Snæfellsnesi og hins
vegar á Vestfjörðum.
Þessi landsvæði eru nú hvort um
sig tengd landsneti fjarskipta með
einfaldri ljósleiðaratengingu. Fyrir-
hugað er að tvöfalda tenginguna með
ljósleiðarastrengjum sem fari aðra
leið en núverandi strengir þannig að
til verði hringtengingar. Það mun
auka mjög á öryggi fjarskipta.
Tilboð í bæði verkin verða opnuð
24. apríl næstkomandi.
Háhraðanet sé grunnþjónusta
Aðgang að háhraða-nettengingu á
að skilgreina sem grunnþjónustu
sem standi öllum til boða, óháð bú-
setu. Þetta er helsta tillaga starfs-
hóps innanríkisráðherra um lands-
átak í uppbyggingu innviða fjar-
skiptakerfisins. Með háhraða-net-
tengingu er miðað við a.m.k. 100
Mb/s – svonefnt breiðband.
Starfshópurinn telur raunhæft að
stefna að því að 99,9% landsmanna
eigi kost á breiðbandi um þráð-
bundið aðgangsnet fyrir árslok
2020. Hann leggur til að skilgreint
verði átaksverkefni á landsvísu til
sex ára (2015–2020) um uppbygg-
ingu ljósleiðaraneta á svæðum þar
sem markaðsbrestur er til staðar.
Þ.e. þar sem fjarskiptafyrirtæki
munu ekki að óbreyttu leggja nýja
ljósleiðara á markaðslegum for-
sendum. Lagt er til að fjarskipta-
sjóður aðstoði þá staði sem fjar-
skiptafyrirtækin geta ekki veitt
netþjónustu.
Alls þarf að tengja 3.923 staði við
ljósleiðara. Heildarkostnaður við
uppbyggingu breiðbands á svæðum
sem búa við markaðsbrest, er áætl-
aður 5-6,7 milljarðar króna sam-
kvæmt kostnaðarmati Mannvits hf.
Kostnaður við að ná 100% útbreiðslu
fyrir árslok 2020 er talinn vera 6-8
milljarðar króna.
Sveitarfélögin tryggi ákveðna lág-
marksþátttöku lögheimila og skuld-
bindingar um 250.000 króna stofn-
framlag frá hverju heimili. Hverju
sveitarfélagi er heimilt að greiða
stofnframlagið að hluta eða að fullu.
Beint framlag ríkisins er áætlað vera
3-4 milljarðar króna.
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Háhraðanet Lagt er til að allir landsmenn geti tengst háhraðaneti, flestir um ljósleiðara. Þeir hafa víða verið lagðir.
Háhraðanet verði
talið grunnþjónusta
Ljósleiðarahringtengingar á Snæfellsnesi og á Vestfjörðum
Samkvæmt opinberum upplýsingum voru um 250 smá-
virkjanir í rekstri á Íslandi árið 2014. Vatnsaflsvirkjanir
sem hafa uppsett afl undir 10 MW flokkast sem smá-
virkjanir. Hlutur smávirkjana á Íslandi er 3,8% og til
lengri tíma litið má ætla að hlutfall smávirkjana í raf-
orkuframleiðslunni hér á landi verði um 6%.
Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu
Veiðimálastofnunar um möguleg áhrif smávirkjana á líf-
ríki í vatni en auk þess gefur skýrslan yfirlit yfir smá-
virkjanir á Íslandi, en skýrsluna má nálgast á vef Veiði-
málastofnunar.
Meðalafl þessara smávirkjana er 305 kW en um 84%
eru með uppsett afl undir 200 kW. Þær smávirkjanir
sem vitað er til að voru í rekstri árið 2014 deilast niður á
46 sveitarfélög, þar af eru 24 sveitarfélög með 1-3 má-
virkjanir innanborðs. Í fimm sveitarfélögum eru fleiri en
10 smávirkjanir og í Þingeyjarsveit eru flestar eða 48
smávirkjanir.
Vaxandi áhugi á byggingu slíkra mannvirkja
Áhugi á byggingu slíkra mannvirkja fer vaxandi um
þessar mundir og er það í takt við hækkandi raforkuverð
og aukna kröfu um endurnýjanlega raforkugjafa. Ýmis-
legt hefur verið gert til að ýta undir frekari raforku-
framleiðslu með vatnsafli og hvetja til byggingar smá-
virkjana, t.a.m. með orkusöluöryggi fyrir smáframleið-
endur og vottun fyrir atvinnurekstur sem notar endur-
nýjanlega orkugjafa.
Minna hefur verið gert til að meta umhverfisáhrif
vegna smávirkjana en þau geta verið umtalsverð í sum-
um tilfellum. Smávirkjanir eru hornreka í íslenska kerf-
inu á margan hátt og mikilvægt er að stefna að því að
koma allri umgjörð í kringum þær í betra horf.
Um 250 smávirkjanir
voru í rekstri í fyrra
Flestar í Þingeyjarsveit Á margan hátt hornreka í kerfinu
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Heimarafstöð Bæjarlækurinn í Fagradal var virkjaður
fyrir tæpum 90 árum og var myndin tekin fyrir nokkr-
um árum er unnið var að endurnýjun búnaðar.