Morgunblaðið - 24.03.2015, Síða 6

Morgunblaðið - 24.03.2015, Síða 6
Hjónin Kristinn Kjartansson og Kristbjörg Magnúsdóttir á Akur- eyri fagna í dag 70 ára brúðkaups- afmæli. Ekki nóg með það því Kristinn heldur líka upp á 93 ára afmælið. Kristinn og Kristbjörg hafa búið á dvalarheimilinu Lögmannshlíð síðustu misseri og kunna því vel, að sögn Kristins. Þau voru bændur í 33 ár á Miklagarði í Eyjafjarðarsveit, sem þá var í gamla Saurbæjar- hreppi, en hættu búskap 1978 og fluttu til Akureyrar. „Það var mikið fyrir það að sonur okkar tók við búinu,“ sagði Kristinn við Morgun- blaðið í gær, spurður hvers vegna þau hefðu hætt sem bændur. „Mað- ur vildi síður að þetta færi í eyði.“ Kristinn er býsna hress en Krist- björg síðri og heyrir orðið mjög illa. Sjö áratugir er langur tími. „Já, sjötíu ár! Það er alveg óskilj- anlegt hvað við höfum verið gift lengi,“ segir hann kankvís. „En við erum bæði orðin heldur léleg; ég get ekki gengið nema við grind og hún ekki heldur. Það er aðallega vegna þess hve mig svimar mikið, svo hef ég dottið og brotið mig og það er búið að skipta um liði í mjöðmunum. Þetta er orðið hálflé- legt, eins og maður segir.“ Hjónin eignuðust sex börn, fimm drengi og eina stúlku. „Fyrst byggðum við íbúðarhús, 1951, svo fjós og hlöðu og svo fjárhús. Það var töluvert bras. Við höfum lifað breytta tíma skal ég segja þér, vin- „Sjötíu ár! Það er alveg óskiljanlegt“ Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Hjón á Akureyri fagna 70 ára brúðkaupsafmæli í dag ur. Þegar við byrjuðum að búa átt- um við 33 kindur og eina kú. Svo keypti ég aðra um vorið. Í hey- skapnum voru verkfærin orf og hrífa, svo keypti ég hestasláttuvél og svo auðvitað dráttarvél enn seinna. Þegar við hættum áttum við 26 mjólkandi kýr og 100 kindur.“ Í dag verður eðlilega fagnað í Lögmannshlíð. skapti@mbl.is 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. MARS 2015 Nýtni, hagsýni og minni sóun eru ær og kýr Rakelar Garðarsdóttur í hennar nútímalega neytendaþætti. NEYTENDAVAKTIN www.hringbraut.is við miðlum af reynslu „Það var alveg fullur salur og stemn- ingin mjög fín,“ sagði Sigurður Þórð- arson, varaáheyrnarfulltrúi Fram- sóknar og flugvallavina, að loknum fundi hverfisráðs Laugardals og íbúa- samtaka Laugardals í gærkvöldi. Á fundinum var farið yfir fortíð, nú- tíð og framtíð hverfisins. Til máls tóku Björn Jón Bragason sagnfræðingur, Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri umhverfis- og skipulags- sviðs Reykjavíkurborgar, og Lilja Sigrún Jónsdóttir sem situr í stjórn íbúasamtaka Laugardals. „Það var alveg ljóst á fundinum að öllum þykir vænt um dalinn og flestir fundar- menn sammála um það að fyrst og fremst ætti dalurinn að nýtast til úti- vistar og íþrótta,“ sagði Sigurður. „Þó að menn finni lausan blett einhvers staðar þarf ekki endilega að byggja hann heldur hugsa frekar til framtíð- ar,“ bætti Sigurður við. Hann sagði tóninn í fundarmönnum hafa verið þann að stíga varlega til jarðar við skipulagningu dalsins. „Fundurinn var því mjög gagnlegur því þarna komum við þessum sjónarmiðum á framfæri við kjörna fulltrúa og emb- ættismenn,“ segir hann. Ný byggð við Suðurlandsbraut „Á fundinum kom glögglega fram það mál sem mikill ágreiningur hefur staðið um frá því fyrir kosningar; um byggðina fyrir norðan Suðurlands- braut,“ sagði Björn Jón Bragason, sagnfræðingur og einn framsögu- manna fundarins. Hann sagði þessar tillögur liggja fyrir á skipulagi og vera til þess fallnar að skerða fram- tíðarnot til útivistar og íþrótta. „Þó að því sé haldið fram að þetta sé mjó ræma er landhallinn slíkur að þarna yrði sex hæða hár múrveggur sem breyta myndi ásýnd dalsins og raska notkun svæðisins sem útivistarsvæð- is.“ laufey@mbl.is Áhersla á útivist og íþróttir  Íbúar Laugardals funduðu um framtíð dalsins  „Þótt það finnist laus blettur þarf ekki að byggja hann“  Ágreiningur um byggð við Suðurlandsbraut Morgunblaðið/Kristinn Íbúafundur Þétt var setið í Þróttarasalnum í Laugardalnum í gærkvöldi. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Engin breyting hefur orðið á þeirri afstöðu framkvæmdastjórnar ESB að taka ekki við nýjum aðildarríkj- um fyrr en í fyrsta lagi árið 2019. Þetta kemur fram í svari upplýs- ingafulltrúa Jean-Claude Junckers, forseta framkvæmdastjórnar ESB, við fyrirspurn Morgunblaðsins. Tilefnið er umræða um Evrópu- mál eftir áréttingarbréf Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráð- herra til forystu ESB 12. mars sl. Í svari upplýsingafulltrúans var vísað til þeirra orða Junckers um miðjan júlí í fyrrasumar, er hann ávarpaði Evrópuþingið, að yfir- standandi aðildarviðræður muni halda áfram en að nýjum aðildar- ríkjum verði ekki bætt í hópinn á næstu fimm árum. Um sé að ræða hluta af stefnumörkun fram- kvæmdastjórnar ESB í forsetatíð Junckers sem Evrópuþingið hafi kosið um. „Þetta er og verður stefna framkvæmdastjórnar ESB,“ sagði í svarinu. Tímamót urðu í stækkunarsögu ESB í fyrrasumar þegar Juncker greindi frá því að hlé yrði gert á stækkun sambandsins til 2019. Hröð stækkun sambandsins Sambandið stækkaði hratt eftir að evran var innleidd sem gjaldmið- ill í ársbyrjun 1999. Árið 2004 gengu 10 ríki í ESB; 8 Austur- og Mið- Evrópuríki og Miðjarðarhafsríkin Kýpur og Malta. Árið 2007 gengu Rúmenía og Búlgaría í ESB og voru aðildarríkin þá orðin 27. Króatía gekk í sambandið 1. júlí 2013. Aðildarviðræður Íslands og ESB hófust formlega í júní 2010 og var hlé gert á viðræðunum í janúar 2013. Efnislegar samningaviðræður hófust í júní 2011 og höfðu þær því staðið yfir í rúma 18 mánuði þegar hlé var gert á viðræðunum. Viðræðuskjölin verða því orðin sjö eða átta ára gömul árið 2019. ESB tekur ekki við nýjum aðildarríkjum fyrr en 2019 AFP Forystumaður Jean-Claude Junc- ker á blaðamannafundi 20. mars.  Skrifstofa fram- kvæmdastjórnar áréttar afstöðuna Rafræn kosning um verkfall fé- lagsmanna í Starfsgreina- sambandi Íslands (SGS) hófst í gærmorgun en komi til verkfalls mun það ná til um tíu þúsund fé- lagsmanna. Kosningin stend- ur til miðnættis mánudaginn 30. mars og eiga niðurstöður að liggja fyrir daginn eftir samkvæmt upplýs- ingum SGS. Samninganefndir SGS og Samtaka atvinnulífsins hafa verið boðaðar til sáttafundar hjá Ríkis- sáttasemjara klukkan ellefu í dag. Í frétt SGS um atkvæðagreiðsluna er haft eftir Drífu Snædal, fram- kvæmdastjóra sambandsins, að fé- lagsmennirnir séu sammála um að nú sé komið að ögurstundu í kjara- baráttu. Áætlað er að verkfalls- aðgerðirnar hefjist 10. apríl með allsherjarvinnustöðvun frá hádegi til miðnættis. Í framhaldi af því verði staðbundin verkföll en ef ekki takist að semja skellur á ótímabundin vinnustöðvun frá 26. maí. Sameiginleg samninganefnd 17 aðildarfélaga BHM sem hafa sam- þykkt að boða til verkfallsaðgerða eftir páska hittir samninganefnd rík- isins á viðræðufundi hjá sáttasemj- ara fyrir hádegi í dag. Kosning hafin um verkföll Störf Óvissa er á vinnumarkaði.  Boðaðir til fundar hjá sáttasemjara í dag Samninganefnd Félags framhalds- skólakennara fundaði með rík- issáttasemjara í gær. Guðríður Arn- ardóttir, formaður félagsins, sagði í samtali við mbl.is að fundi loknum að hann hefði verið bæði jákvæður og lausnamiðaður og að unnið yrði áfram í málinu. „Það er verið að skoða ýmsa hluti,“ sagði Guðríður. „Við erum að þokast áfram.“ Kennarar í ríkisreknum fram- haldsskólum og Tækniskólanum felldu nýtt vinnumat í lok febrúar og hafa samningar þeirra verið lausir síðan þá. Næsti fundur í deilunni er fyrirhugaður á morgun. Samningar þokast áfram

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.