Morgunblaðið - 24.03.2015, Blaðsíða 22
22 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. MARS 2015
Ökufærni er lykilatriðið
þegar ungmenni hefja akstur.
Hvar fær ungmennið þitt kennslu?
Hluti námsins fer fram í fullkomnum ökuhermi
Áhersla lögð á færni nemenda og öryggi þeirra í umferðinni
Allt kennsluefni innifalið
Ökukennsla www.bilprof.is
Upplýsingar og innritun í síma 567 0300 • Opið 10-17 alla daga.
Hringdu
núna
og bóka
ðu
ökuskól
ann
ÖKUSKÓLINN Í MJÓDD
– yfir 40 ár í fagmennsku.
Þekking og reynsla í fyrrirúmi
Í lok febrúar birtu
stjórnvöld í Bretlandi
niðurstöður uppboðs á
niðurgreiðslum sem
þar hafði farið fram.
Niðurstöðurnar segja
nokkuð um það, á hvað
leið stjórnvöld í Bret-
landi og Evrópusam-
bandinu eru í orku-
málum, og hafa áhrif á
samkeppnisstöðu ís-
lenskrar raforku frá
sæstreng til Bretlands. Þetta útboð
stjórnvalda er nýmæli í Bretlandi og
er ætlun þeirra, að niðurgreiðslum
til orkuvinnslu án kolefnalosunar
verði ráðstafað með þessum hætti í
framtíðinni.
Uppboðið fór þannig fram, að fyr-
irtæki buðu fram orkuverð frá virkj-
unum sem þau áforma að taka í
notkun á næstu árum, en stjórnvöld
völdu síðan úr hagkvæmustu til-
boðin. Fyrst voru tekin þau lægstu í
hverjum flokki sem stjórnvöld höfðu
skilgreint, síðan það næstlægsta og
svo áfram þar til fyrirfram ákveðn-
um viðmiðunarmörkum var náð.
Þessi mörk geta verið hámarksverð
eða heildarupphæð í hverjum flokki.
Meðfylgjandi tafla sýnir samantekt
á teknum tilboðum.
Fyrirtækin sem fá sitt tilboð sam-
þykkt þurfa síðan að gera 10 ára
samning við stjórnvöld um mis-
munagreiðslur (Contract for Diffe-
rences, CfD). Þannig er fyrirtækj-
unum tryggt orkuverð sem er all-
miklu hærra en markaðsverð raf-
orku, nú álitið 45 £/MWh á breska
uppboðsmarkaðnum (Power Pool).
Stjórnvöld greiða síðan samnings-
höfum muninn á tilboðsverði og
skráðu markaðsverði. Fyrirtækin
þurfa eftir sem áður að
selja orku sína á mark-
aðnum á hefðbundinn
hátt og geta þar hagn-
ast eða tapað eftir at-
vikum.
Hámarkið sem
stjórnvöld hafa sett og
sýnt er í töflunni segir
nokkuð um það hvað
þau telja að þurfi til að
nægilegur hvati verði
til áframhaldandi fjár-
festinga í orkuverum
sem ekki auka kolefni
andrúmslofts. Við þetta verð töfl-
unnar má bæta, að talið er að þau
muni tilbúin að tryggja Hinkley Po-
int C-kjarnorkuverinu orkuverðið
92,5 £/MWh. Kjarnorkan er því
ódýrust af þeim orkuformum sem
eitthvað getur munað um í framtíð-
inni og það verð því líkleg viðmiðun
þegar að því kemur að semja um
verð orku gegnum sæstreng frá Ís-
landi.
Eins og sjá má í töflunni eru
hæstu boð sem tekið var verulega
lægri en það hámark sem stjórnvöld
höfðu ákveðið fyrirfram. Í kjölfarið
munu stjórnvöld væntanlega end-
urmeta hámarkið og hugsanlega
lækka fyrir næsta útboð. Orka frá
sæstreng lendir þá hugsanlega í
samkeppni við orku frá vindmyllum í
landi, en ólíklegt er að Bretar sjái
sér fært að niðurgreiða orku frá Ís-
landi meir en því hámarksverði nem-
ur. Það er einnig spurning hvort
Bretar sjái sér fært að halda þeim
niðurgreiðslum áfram eftir að ein-
hver auðlindarenta er farin að skila
sér frá þeim virkjunum sem þjóna
strengnum.
Kostnaðarverð orku frá Íslandi út
af sæstreng er erfitt að áætla, þar
sem litlar upplýsingar liggja fyrir í
umræðunni. Af rafmagnsreikn-
ingnum má lesa, að Orka náttúrunn-
ar selur á 5,3 kr/kWh og Landsnet
flytur innanlands fyrir 1,4 kr/kWh.
Samtals eru þetta 33 £/MWh. Skúli
Jóhannsson (grein á veldi.is) áætlar
flutningskostnað um sæstreng 52
£/MWh (80,5 $/MWh) með áhættu-
kostnaði. Samtals gerir þetta 85
£/MWh.
Það lítur því út fyrir, að sam-
keppnisstaða raforku frá Íslandi hafi
versnað í Bretlandi eftir þetta útboð
og hagkvæmni slíks útflutnings sé í
járnum. Þetta eru ekki góðar fréttir,
sérstaklega ef það er haft í huga, að
fjárfestar hafa ekki beinlínis verið að
þrýsta á um að semja um lagningu
sæstrengs héðan, þótt þeir hafi sýnt
áhuga á að fylgjast með.
Það sem hér hefur verið talið
bendir til, að það muni líða lengri
tími en vonast var eftir þar til sæ-
strengurinn verður örugglega hag-
kvæmur.
Þá er það spurning, hvaða orku-
ver munu eiga kost á niðurgreiðslum
samkvæmt reglugerðum Breta og
Evrópusambandsins. Verða það ein-
ungis vindmyllur og nýjar smávirkj-
anir í vatni og jarðgufu, eða getum
við einnig fengið niðurgreiðslur fyrir
eldri orkuver og þar með umfram-
orkuna sem verða kann í orkukerf-
inu þegar sæstrengurinn loksins
kemst í gagnið? Svör við þessari
spurningu liggja ekki á lausu.
Við allt þetta bætist, að umfram-
orka í íslenska orkukerfinu er, af
fréttum að dæma, uppurin eftir þá
stóriðjusamninga sem verið er að
gera.
Það er nauðsynlegt, svo fólk missi
ekki trú á þetta mál meir en orðið er,
að svör komi fram við framan-
greindum spurningum og Lands-
virkjun sýni áætlanir um hve mikið
þarf að virkja til að nægt afl og orka
sé til fyrir sæstrenginn.
Er samkeppnisstaða
orku frá sæstreng til
Bretlands að versna?
Eftir Elías Elíasson »Nýlegt útboð Breta á
styrkjum til hreinna
orkuvera getur haft
áhrif á samkeppnisstöðu
íslenskrar raforku um
sæstreng til Bretlands
til hins verra.
Elías Elíasson
Höfundur er fyrrverandi sérfræð-
ingur í orkumálum hjá Landsvirkjun.
Samantekt tekinna tilboða í niðurgreiðslur raforku í Bretlandi
Uppruni/Tækni
Vindur á sjó
Ný gösunartækni
Sólarorka
Vindur á landi
Sorp m. fjarhitun
Alls
Magn/MW
1.162
62
72
748
95
2.139
Hámark*
140
140
120
95
80
Hæsta
120
120
79
83
80
Lægsta
114
114
50
79
80
* Fyrirfram sett af stjórnvöldum Gengi 205 kr./£
Tilboð um verð niðurgreiddrar orku í pundum/MWh frá nýjum kolefnis-
fríum rafstöðvum í Bretlandi. Til samanburðar verð Orku náttúrunnar 26
pund/MWh.
Orkugjafar fæðu
okkar eru prótín,
sykrur og fita. Prótín
er fyrst og fremst
notað til vaxtar og
endurnýjunar og
minnkar þörf þess
með aldrinum. Þá á
líkaminn erfitt með að
losa sig við ofneyslu
þess. Varðandi sykr-
urnar er það fyrst og
fremst þrúgusykurinn (glúkósi)
sem líkaminn þarfnast og næstum
eingöngu sem eldsneyti í frum-
unum. Fyllir hann ávallt fyrst upp
forða í vöðvum og lifur en ofneysl-
an fer í myndun mettaðrar fitu
sem eykur þörf fyrir meira kólest-
eról í blóðvökva. Glúkósab-
irgðirnar eru takmarkaðar og er
því aðalorkugjafinn forðafitan sem
tekur við er glúkósinn þverr. Lík-
aminn brennir glýseróli og fitusýr-
um og safnar forðafitu úr matfit-
unni en fitusýrur hennar eru líka
nauðsynlegar í mikinn fjölda líf-
efnahvarfa. Það eru því erfðir,
fæðan og umhverfið sem ráða
heilsu okkar að mestu.
Fita er blanda þriggja fitusýra
bundinna glýseróli. Fitusýrunum
er síðan skipt í mettaðar, ein- (einn
tvíbindingur) og fjölómettaðar
fitusýrur (með tveimur, þremur,
fjórum, fimm og sex tvíbind-
ingum). Í konumjólk finnast 39
mismunandi fitusýrur og hátt hlut-
fall fjölómettaðra fitusýra með
tveimur, þremur, fjórum, fimm og
sex tvíbindingum. Tvær þær mest
ómettuðu, w-3-sýrurnar EPA og
DHA, finnast ekki í jurtaolíum. Þá
er mikill efnafræðilegur munur á
feitum olíum eða fastri feiti eftir
því hvort uppruninn er landdýr,
plöntur eða fiskar auk þess að fit-
an er annaðhvort sýnileg eða falin í
hráefninu. Fitan frásogast um 98%
og samsetning matfitunnar kemur
strax fram í blóðfitunni. Íþrótta-
menn á besta aldri mældust með 1⁄3
mettaða, 1⁄3 einómettaða og 1⁄3 fjöl-
ómettaða fitusýru í blóðvökva og
voru gott viðmið. Þrjár fjölómett-
aðar fitusýrur eru lífsnauðsynlegar
og kallast F-vítamín, það eru
a-línólsýra, a-línólínsýra (ALA) og
arakídonsýra (AA). Hörgull á þeim
veldur húðkvillum og vaxtar-
truflunum. Af línól- og ALA efna-
smíðar líkaminn y-línólsýru (GLA),
AA, EPA og DHA. Af
GLA, AA og EPA
efnasmíðar líkaminn
síðan þrjá flokka efna
sem kallast prosta-
glandín og eru eins-
konar boð- og stýri-
hormónar. Þá mynda
prostaglandínin önnur
efni sem öll miða að
því að halda okkur
heilbrigðum. Í öllum
frumuhimnum eru
þessar fjölómettuðu
fitusýrur og kólesteról, en DHA er
mest í augnbotnum, heila, lifur og
hjarta. Um virkni fjölómettuðu
fitusýranna sem ég hef talið laus-
lega upp var lítið vitað fyrir hálfri
öld og ekki eru enn öll kurl komin
til gafar. Illu heilli hefur hálf öld
farið í að reyna að skýra og lækna
hjartasjúkdóma út frá kólesteróli
sem er orðið mest rannsakaða efni
í heimi hér. Árið 1960 skrifaði pró-
fessor Olav Notevarp: „Kólesteról
getur varla talist eitur sem um að
gera sé að losna við. Það er aftur á
móti nauðsynlegt efni fyrir lífefna-
hvörfin, t.d. fyrir starfsemi blóðs-
ins, fyrir öll líffæri og fyrir æxl-
unina. Þá er einkennandi að það
finnst í miklu magni í heilanum, í
eggjarauðu, í hrognum og fiska-
svili.“ Er ég nam fitufræði hjá pró-
fessor Olav sagði hann að það væri
bara svo auðvelt að mæla kólester-
ól sem gerði það vinsælt hjá lækn-
um en bæði erfitt og dýrt að mæla
samsetningu fitusýra í blóði sem
gæfi mun betri mynd. Kólesteról
breytist tiltölulega lítið í magni
þótt fari smáhækkandi með aldri
en mikil breyting geti orðið strax á
fitusýrusamsetningunni í blóð-
vökva eftir matfitu og hjá þeim
sem fá hjartaáföll væri áberandi
skortur á fjölómettuðum fitusýr-
um. Auðvelt væri að breyta fitu-
sýru í blóðvökva á einni til tveimur
vikum í samsetningu íþróttamanna
og jafnvel endurheimta heilsuna.
Ráð Olavs var: Tvær barnaskeiðar
(10g) sojaolía (50% línólsýra) og
ein barnaskeið (5 g) þorskalýsi
(28% EPA og DHA) daglega. Þá
lækka allar fjölómettaðar fitusýr-
ur, líka kólesteról. Það var einkum
næg línólsýra sem gat hæglega
vantað í blóðfituna en hún mældist
60-70% af öllum fjölómettuðum
fitusýrum hjá heilbrigðu íþrótta-
fólki fyrir 50 árum í Noregi. Að
lokum eitt íslenskt dæmi. Faðir
minn hneig niður með hjartaáfall
eftir erfiða siglingu með fisk til
Þýskalands og var á sjúkrahúsi í
mánuð og mátti ekki ferðast með
flugi heim heldur skipi. Hann kom
heim 1970 með togaranum Maí GK
sem var þá nýr á leið til Hafnar-
fjarðar. Ég hvatti föður minn til að
hefja nú aftur lýsistöku sem hann
hafði ekki gert um árabil. Og viti
menn, hann varð alheilbrigður og
við reglulegar skoðanir á Land-
spítalanum voru læknarnir að lok-
um farnir að efast um að hann
hefði fengið hjartaáfall því þess
fundust engin merki lengur. Hann
dó svo 34 árum seinna, 89 ára, en
ekki úr hjartasjúkdómi. Hér gerðu
fjölómettuðu fitusýrurnar og trúin
á gagnsemi þeirra örugglega gæfu-
muninn!
Matfitan og
fitusýru-
búskapurinn
Eftir Pálma
Stefánsson
Pálmi Stefánsson
»Mataræðið í dag með
vörum með hvítum
sykri og hveiti og mikil
fituneysla gæti auðveld-
lega valdið skorti á
fjölómettuðum fitusýr-
um og aukið kólesteról.
Höfundur er efnaverkfræðingur.