Morgunblaðið - 24.03.2015, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.03.2015, Blaðsíða 14
SVIÐSLJÓS Guðni Einarsson gudni@mbl.is Húsafriðunarsjóður úthlutaði nýlega 224 styrkjum að upphæð samtals 139.150.000 kr. Alls bárust 309 um- sóknir um styrki. Flestir styrkir fara til flokksins Friðuð hús og mannvirki, eða 102 styrkir samtals að upphæð 48,7 millj- ónir króna. Til friðlýstra kirkna fara 43 styrkir samtals upp á 41,35 millj- ónir króna. Til friðlýstra húsa og mannvirkja fara 36 styrkir samtals að upphæð 30,6 milljónir. Önnur hús og mannvirki fá 28 styrki upp á 10,55 milljónir samtals. Þá voru veittir átta styrkir til byggða- og húsakannana samtals að fjárhæð 4,45 milljónir og sjö styrkir til rannsóknaverkefna upp á 3,5 milljónir samtals. Hæstu einstöku styrkirnir fara til þriggja friðlýstra kirkna, Eyrar- bakkakirkju, Hagakirkju og Ögur- kirkju. Hver þeirra fær þrjár millj- ónir króna. Hæstu styrkir til friðlýstra húsa og mannvirkja fara til skála FÍ í Hvítárnesi og til gamla bæjarins í Múlakoti og fær hvort verkefni 2,5 milljónir króna. Nýtt þak á verksmiðjuna Síldarverksmiðjan í Djúpavík fær hæsta styrkinn í flokknum „Önnur hús og mannvirki“ eða eina milljón króna. Eva Sigurbjörnsdóttir, hótelstjóri í Djúpavík, sagði að unnið hefði verið að því í mörg ár að gera síldarverk- smiðjuna upp. „Við eigum eftir að gera við stærsta þakið á verksmiðj- unni. Það liggur á að klára það í sum- ar. Á meðan það lekur er lítið hægt að gera,“ sagði Eva. Hún sagði að síldarverksmiðjan væri um sex þús- und fermetrar. Hjónin Eva og Ás- björn Þorgilsson, auk fjölskyldu þeirra, hafa lagt mikla fjármuni í endurgerð gömlu verksmiðjunnar. Eva sagði að þau hefðu keypt efni í fyrra fyrir 5,7 milljónir og ættu eftir að kaupa meira til að ljúka verkefn- inu. „Við höfum stundum áður fengið styrki úr Húsafriðunarsjóði, en ekk- ert í líkingu við það sem við höfum sjálf lagt í þetta,“ sagði Eva. Síldarverksmiðjan kemur að ýms- um notum. Í henni er verkstæði. Þar er einnig sögusýning Djúpavíkur. Einnig eru haldnar þar sýningar á sumrin, bæði ljósmyndasýningar og listsýningar. „Við notum húsið á fullu þótt það sé ekki að öllu leyti komið í viðunandi horf,“ sagði Eva. 224 styrkir veittir til húsafriðunar  Styrk til síldarverksmiðjunnar á Djúpavík verður varið til að endurnýja stærsta þakið á verksmiðj- unni  Þrjár friðlýstar kirkjur fengu hæstu styrkina að þessu sinni eða þrjár milljónir hver kirkja Morgunblaðið/Árni Sæberg Djúpavík Gamla síldarverksmiðjan er stóra hvíta húsið til vinstri á myndinni. Á staðnum er rekið hótel sem er vin- sæll gististaður ferðamanna á Ströndum. Í verksmiðjunni eru sýningar, m.a. sögusýning og myndlistarsýningar. Húsafriðunarsjóður » Húsafriðunarsjóður veitir styrki til viðhalds og endur- bóta á friðlýstum og friðuðum húsum og mannvirkjum. » Einnig má sjóðurinn veita styrki til annarra mannvirkja sem hafa menningarsögulegt, vísindalegt eða listrænt gildi. » Þá ber sjóðnum að stuðla að byggingarsögulegum rann- sóknum. 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. MARS 2015 Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla ❚ Árstíðabundinn lager ❚ Lager ❚ Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla ❚ Kæligeymsla ❚ Leiga til skemmri eða lengri tíma Við mælingar á aflífunartíma 50 langreyða í veiðum hér við land síð- asta sumar reyndust 42 langreyðar (84%) hafa drepist samstundis við það að skutull hæfði dýrin. Átta langreyðar (16%) drápust ekki strax og voru skotnar aftur. Enginn hval- ur var skráður týndur við veiðarnar. Miðgildi aflífunartíma þeirra sem ekki drápust samstundis var átta mínútur, en það er sá tími sem tók að hlaða byssuna aftur, ná miði á dýrið og bíða skotfæris. Minnst tók 6,5 mínútur að aflífa dýrið í annarri tilraun, en mest 15 mínútur. Lengd hvalanna sem voru skotnir var 50-69 fet og voru þeir skotnir af 15-60 metra færi. Sumarið 2014 störfuðu tveir norskir dýralæknar við mælingar á dauðatíma í hrefnu- og langreyðar- veiðum við Ísland á vegum Fiski- stofu. Dýralæknarnir hafa áratuga- reynslu af slíkum mælingum úr hrefnuveiðum Norðmanna, segir á vef Fiskistofu, en þar er að finna skýrslu um niðurstöður þessara rannsókna, veiðiaðferðir og þróun þeirra. Í skýrslunni kemur fram að Hvalur hf. hefur frá árinu 1985 fjár- magnað þróunarverkefni sem miðar að því að þróa aflífunartækni. Ekki nægar upplýsingar um aflífunartíma hrefnu Vegna óhagstæðra veðurskilyrða lágu hrefnuveiðar að mestu niðri þann tíma sem ætlaður var til mæl- inga á aflífunartíma í hrefnuveiðum. Aðeins tókst að gera eina mælingu og því fengust ekki nægilegar upp- lýsingar til að leggja mat á aflífunar- tíma fyrir hrefnu. Ráðgerir Fiski- stofa að ráða sömu sérfræðinga til þess að gera mælingar á aflífunar- tíma hrefnu á næsta hrefnuveiði- tímabili. Hlutfall langreyða sem drápust samstundis (84%) við veiðar hér á landi síðasta sumar er ívið hærra en Norðmenn hafa náð í hrefnuveiðum sínum. Ráðgert er að niðurstöður mæl- inganna verði kynntar á fundi sér- fræðinga um aflífun hvala sem hald- inn verður á vegum NAMMCO í nóvember í haust. Þá verða niður- stöðurnar bornar saman við sam- bærilegar mælingar fyrir aðrar hvalategundir og árangur veiðiað- ferða metinn. Kostaði 2,5 milljónir Í svari Sigurðar Inga Jóhanns- sonar, sjávarútvegsráðherra, við fyrirspurn Katrínar Jakobsdóttur á þingi síðasta haust, kemur fram að kostnaður Fiskistofu vegna eftirlits með hvalveiðum var rúmlega 408 þúsund krónur í fyrra og var hann greiddur af útgerðum hvalveiði- skipa. Kostnaður vegna mælinga og rannsókna á dauðatíma hvala var tæplega 2,5 milljónir og var hann greiddur með tekjum af leyfis- gjöldum, að því er fram kemur í svari ráðherra á þingi. 84% langreyða drápust strax Morgunblaðið/Ómar Hvalskurður Starfsmenn Hvals hf. skera hval fyrir nokkrum árum.  Átta dýr af 50 þurfti að skjóta tvisvar sinnum Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Í ársbyrjun 2015 var utanríkisráðu- neytinu kunnugt um tólf íslenska ríkisborgara í gæsluvarðhaldi eða afplánun í fangelsum erlendis. Þetta kemur fram í skýrslu Gunn- ars Braga Sveinssonar utanríkis- ráðherra um utanríkis- og alþjóða- mál, sem birt var í síðustu viku. Hjá utanríkisráðuneytinu fengust þær upplýsingar að af þessum 12 eru þrír í Danmörku, tveir í Bras- ilíu, tveir í Ástralíu og einn í Nor- egi, Svíþjóð, Argentínu og Banda- ríkjunum. Til samanburðar voru ríflega tvö- falt fleiri í fangelsi erlendis árið 2013 eða 26. Árið 2012 var talan hins vegar sú sama og í ár eða 12. Að sögn Urðar Gunnarsdóttur, upplýsingafulltrúa utanríkisráðu- neytisins, gætu fleiri Íslendingar verið í fangelsum erlendis en ráðu- neytinu er kunnugt um. Dæmi eru um að Íslendingar sem hlotið hafa dóma erlendis vilji ekki að haft sé samband heim til Íslands og af- þakka þeir fyrir vikið afskipti ís- lenskra stjórnvalda. Þá kunna fang- ar að bera tvöfalt ríkisfang og að hafa hlotið dóma án þess að til- kynning berist til Íslands. Tólf í fangelsum utan Íslands  Voru rúmlega helmingi fleiri 2013 Morgunblaðið/Kristinn Utanríkisráðuneytið Tólf Íslend- ingar eru í fangelsi erlendis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.