Morgunblaðið - 24.03.2015, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.03.2015, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. MARS 2015 Tökum að okkur trjáklippingar, trjáfellingar og stubbatætingu. Vandvirk og snögg þjónusta. Sími 571 2000 www.hreinirgardar.is Suðurlandsbraut 20, 108 Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is vi lb or ga @ ce nt ru m .is ENAMicro 9 One Touch frá Jura Líttu við hjá Eirvík og við bjóðum þér í kaffi. Fékk hæstu einkun hjá þýsku neytendasamtökunum en 14 vélar voru prófaðar. Hægt að velja um kaffi, espresso, latte macchiato, cappuccino eða heitt vatn í te með því að þrýsta á einn hnapp. Tilboð kr. 125.424 Malín Brand malin@mbl.is Áhugaverðar breytingar á kynja- hlutföllum koma fram í nýjustu af- brotatíðindum embættis ríkislög- reglustjóra. Það er mat Helga Gunnlaugssonar, prófessors í fé- lagsfræði og sérfræðings í afbrota- fræðum við Háskóla Íslands. Þær breytingar sem greindar hafa verið ná til hlutfalls kynjanna í þjófnuðum á tólf mánaða tímabili, eða frá mars 2014 til febrúar 2015 en á þeim tíma hefur hlutur kvenna aukist í þjófnuðum á sama tíma og dregið hefur úr þjófnuðum meðal karla. Ástæða þess að Helgi segir þess- ar breytingar vera áhugaverðar er meðal annars sú að konur hafa ekki verið í meirihluta áður í brotum af þessu tagi. „Fjöldatölurnar á bak við þjófn- aðina koma ekki fram en við sjáum skýra hlutfallsbreytingu á milli karla og kvenna á allra síðustu mánuðum. Meirihluta síðasta árs sér maður hlutföllin 60:40 á milli kynjanna en svo verður þessi áhugaverða breyting núna í febrúar þar sem konurnar fara fram yfir karla. Það hefur verið fækkun í þessum brotaflokki frá 2009 og það sem mér þykir líklegt að sé að ger- ast er að fækkunin sé meiri meðal karla en kvenna,“ segir Helgi. Rétt eins og þróunin hefur verið í nágrannalöndunum og í Bandaríkj- unum hefur dregið úr auðgunar- brotum, m.a. þjófnaði. Í Bandaríkj- unum hefur brotum af þessu tagi fækkað frá 1990, að sögn Helga. Á Norðurlöndum hefur dregið úr brotum af þessu tagi síðan rétt fyr- ir aldamót og loks hér á landi frá árinu 2009. Konurnar nálgast karlana Helgi segir að af tölunum frá rík- islögreglustjóra megi því draga þá ályktun að fækkun þjófnaða eigi einkum við karla en heldur minni fækkun hafi orðið á meðal kvenna í þjófnuðum. „Það er alveg nýtt að hlutfall kvenna verði allt í einu hærra. Alla jafna hefur hlutfallið verið sextíu prósent karla á móti fjörutíu prósentum kvenna, líka í búðaþjófnaði. Þessi hlutföll milli kynjanna eru algeng ytra og þess vegna vekur athygli að sjá hlutföllin breytast eins og þau birtast þarna. En hafa ber í huga að hér er um einstaka mánuði að ræða en ekki heilt ár eða lengra tímabil“ segir Helgi. Stóra spurningin sem eftir situr er hvers vegna þróunin sé þessi og svarar Helgi því til að hegðun karla virðist hafa tekið hraðari breyting- um en hegðun kvenna. „Kynin eru farin að líkjast hvort öðru í atferli. Samt er eins og hegðun karla hafi breyst meira. Konur hafa ætíð ver- ið mun minna í afbrotum en karlar og munurinn enn meiri í öðrum brotaflokkum. Í þjófnuðum hefur kynjamunurinn verið einna minnst- ur.“ Helgi segir að í þeim löndum sem við miðum okkur gjarnan við sé raunin einmitt sú að fækkun af- brota almennt birtist meira á meðal karla en kvenna og það sé einmitt það sem geri það að verkum að munur milli kynjanna er að minnka. Eftir sem áður sitji mun færri kon- ur í fangelsi en karlar og stafi það m.a. af því að karlar fremji oftar al- varlegri brot en konur og má þar nefna ofbeldis- og auðgunarbrot. Morgunblaðið/RAX Þjófnaður Í febrúarmánuði breyttust kynjahlutföllin í þjófnaði þegar konur voru í meirihluta þeirra sem brutu af sér. Dregur úr afbrotum karla en ekki kvenna  Fleiri konur í innbrotum  Hegðun karla breyst meira Hlutfall kynjanna í þjófnuðum síðustu 12 mánuði Karl Kona Mars ‘14 Ágúst ‘14 Apríl ‘14 Sep. ‘14 Maí ‘14 Okt. ‘14 Júní ‘14 Nóv. ‘15 Des. ‘15 Júlí ‘14 Jan. ‘15 Feb. ‘15 100% 80% 60% 40% 20% 0% Heimild: logreglan.is 68 80 71 72 77 65 66 62 55 60 54 32 33 20 29 28 23 35 34 38 45 40 46 67 Nýtt tveggja ára meistaranám í fjölmiðla- og boð- skiptafræðum hefst í haust í samstarfi stjórn- málafræðideildar og félags- og mannvísinda- deildar Háskóla Íslands og fé- lagsvísindasviðs Háskólans á Akureyri. Námið verður hægt að taka í fjar- námi og einnig verður í boði 30 ein- inga diplómanám. Nemendur geti innritast í hvorn háskólann sem þeir kjósi. Valgerður Jóhannsdóttir, aðjunkt og umsjónarmaður með MA-námi í blaða- og fréttamennsku í HÍ, segir í samtali við mbl.is brýnt sé að efla rannsóknir í fjölmiðla- og boð- skiptafræðum hér á landi. Það verði ekki gert nema bjóða upp á öflugt rannsóknarnám á þessu sviði. Nýtt nám í HÍ og HA HÍ Skólinn er í samstarfi við HA. „Frá nóvember 2006 til september 2014 hafa laun hjúkrunarfræðinga og verk- og tæknifræðinga þróast í stórum dráttum í hátt við launa- vísitölu og þannig haldið nokkurn veginn í við launaþróun annarra hópa.“ Þetta kemur fram í skýrslu heild- arsamtaka vinnumarkaðarins sem fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur tekið saman. Upplýsingarnar fjalla um launaþróun þeirra stétt- arfélaga, sem eru með 100 félags- menn eða fleiri og standa utan heildarsamtaka, með sambæri- legum hætti og er að finna í riti að- ila vinnumarkaðarins „Í aðdrag- anda kjarasamninga“, sem birt var í febrúar 2015. Er hér um að ræða stéttarfélög lækna, hjúkrunarfræðinga og verk- og tæknifræðinga. Segir ennfremur að launaþróun verk- og tæknifræðinga sé ívið lak- ari á þessu tímabili en hjúkrunar- fræðinga. „Launaþróun lækna hef- ur aftur á móti ekki haldið í við launavístölu á þessu tímabili og drógust þeir verulega aftur úr öðr- um hópum. Í því samhengi verður þó að hafa í huga að samsetning þeirra launa er töluvert frábrugðin því sem þekkist hjá öðrum hópum. Þannig er t.d. hlutfall reglulegra launa af heildarlaunum lægra hjá læknum en öðrum hópum. Það hefur þó ekki marktæk áhrif á launaþróun þeirra í samanburði við aðra á vinnumark- aði.“ Samsetning launa lækna töluvert frá- brugðin því sem þekkist hjá öðrum hópum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.