Morgunblaðið - 24.03.2015, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.03.2015, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. MARS 2015 ÁLÞAKRENNUR Viðhaldslitlar Þegar hús eru klædd með „viðhaldsfrírri“ klæðningu er nauðsynlegt að nota „viðhaldsfríar“ þakrennur Rennurnar frá Grövík Verk í Noregi eru gerðar úr 0.9 mm áli og tærast ekki, ryðga né brotna. Fyrsta rennan var framleidd árið 1956 og er enn í notkun. Litir til á lager: Svartar, hvítar, gráar, rauðbrúnar og ólitaðar. Seljum einnig varmaskiptasamstæður, loftræstistokka og tengistykki. Smiðjuvegi 4C Box 281 202 Kópavogur Sími 587 2202 Fax 587 2203 hagblikk@hagblikk.is www.hagblikk.is HAGBLIKK ehf. Malín Brand malin@mbl.is Ljóst þykir að enn frekara fjármagn þurfi til að koma vegum landsins í viðunandi horf. Ástand gatnakerfis- ins var á meðal þess sem rætt var í gærmorgun á fundi umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis en fulltrúar Vegagerðarinnar og borg- arinnar mættu á fundinn þar sem farið var yfir stöðuna. „Í fréttum liðinnar viku var bent á að ástand vega væri víða mjög slæmt, ekki bara á höfuðborgar- svæðinu heldur víða um land,“ segir Höskuldur Þórhallsson, formaður umhverfis- og samgöngunefndar. Skammt er síðan ríkið lagði fram um 850 milljónir til viðhalds auk þess sem Reykjavíkurborg lagði fram 150 milljónir í verkið en Höskuldur segir að skýrt hafi komið fram á fundi nefndarinnar að gera þyrfti betur. „Bæði þyrftu ríki og borg að velta því fyrir sér hvort ekki væri hægt að gera á þessu bragarbót og setja meiri fjármuni í þessa hluti.“ Svo virðist vera sem meira vanti frá Reykjavíkurborg en ríkinu. „Það er mín tilfinning eftir fundinn,“ segir Höskuldur. Hver endanleg upphæð vegna viðhaldsins verður liggur ekki fyrir en ljóst er að ekki verði látið staðar numið fyrr en hægt verði að aka um holulausa vegi. Gætum lært af Finnum „Ég hef bent á það opinberlega að við þurfum að átta okkur á því að eft- ir því sem við látum vegakerfið okk- ar drabbast niður, þeim mun kostn- aðarsamara verður það í framtíðinni. Finnar lentu í því þegar þeir gengu í gegnum svipaða hluti og Íslendingar varðandi hrunið. Kostnaður þeirra við að koma vegakerfinu aftur í við- unandi ástand var töluvert mikið meiri en ef þeir hefðu sett fjármuni jafnt og þétt í það. Við erum kannski ekki alveg í jafnvondri stöðu og þeir en við eigum að læra af því for- dæmi,“ segir Höskuldur. Nefndin fær samgönguáætlun inn á þingið og segir Höskuldur að um- ræðunni um vegakerfið verði haldið áfram, enda verkefnin framundan ærin í þessum málum. Morgunblaðið/Rósa Braga Dýrt Eftir því sem lengur er beðið með viðgerðir á vegakerfinu eykst kostnaðurinn, segir formaður nefndarinnar. Miklar viðgerðir á götum kalla á meira fé  Frekari tafir á viðgerðum vega enn kostnaðarsamari Dagur B. Egg- ertsson borgar- stjóri hefur flutt skrifstofu sína tímabundið í Árbæinn og verður hún í Ár- seli út þessa viku. Í fréttatilkynn- ingu frá Reykja- víkurborg segir að borgarstjóri muni funda með starfsfólki stofnana Reykjavíkur- borgar í Árbæ og heimsækja fyr- irtæki í hverfinu. Boðað hefur verið til opins hverfafundar með íbúum í Árbæ í kvöld, hann verður í Árbæjarskóla og hefst kl. 20.00. Til umræðu á fundinum verður allt sem tengist hverfinu, m.a. hverfisskipulag sem er ný skipulagsáætlun fyrir öll hverfi Reykjavíkur. Þetta er fyrsti hverfafundurinn sem borgarstjóri heldur en hann verður með opna fundi í öllum hverfum borgarinnar á næstu misserum. Dagur B. Eggertsson Borgarstjóri flytur skrifstofuna í Árbæ Í svari Reykjavíkurborgar við fyrirspurn blaðamanns um þýðingu aukinna fjárframlaga vegna malbiksframkvæmda í Reykjavík kom fram að gera mætti ráð fyrir að hægt verði að malbika 17 til 18 kílómetra fyrir þau fjárframlög. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu framkvæmda- og viðhalds voru 11,8 kílómetrar malbikaðir árið 2010, 10,7 kíló- metrar 2011, 11,5 kílómetrar 2012, 9,0 kílómetrar 2013 og 8,9 kíló-metrar á síðasta ári. Við þetta ættu að bætast nokkrir kílómetrar fáist frekari fjárframlög. Breyttar kílómetra- tölur HVE LANGUR VEGUR? Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Flugfélagið Icelandair leggst gegn þingsályktunartillögu um seinkun klukkunnar, sem nú er til meðferðar á Alþingi. Telur fyrirtækið að breyt- ingin muni koma til með að hafa slæm áhrif á starfsumhverfi fyrir- tækisins og er fullyrðingum um að seinkunin muni ekki hafa áhrif á við- skipti mótmælt. Í umsögn fyrirtæk- isins um tillöguna segir að seinkunin muni bæði hafa áhrif á samninga sem fyrirtækið hefur gert um til- tekna afgreiðslutíma ásamt því sem allir kjarasamningar félagsins mið- ist við brottfarartíma á tilteknu tímabili á Keflavíkurflugvelli. Gerbreytir áætlunum „Nái þingsályktunartillagan fram að ganga munu afgreiðslu- tímarnir hér á landi líklega færast fram um eina klukkustund og þar með gerbreyta þeim flugáætlunum sem rekstur félagsins hefur snúist um undanfarna áratugi. Þetta mun jafnframt leiða til aukins áhafna- kostnaðar félagsins vegna skuld- bindinga í kjarasamningum. Muni afgreiðslutímamir ekki færast fram um eina klukkustund gæti Ice- landair misst rétt sem félagið hefur öðlast á sambærilegum afgreiðslu- tímum á erlendum flugvöllum,“ seg- ir í umsögninni. Ekki áhrif á viðskipti Í þingsályktunartillögunni er lagt til að klukkunni verði seinkað um eina klukkustund. Tímamunur mun því minnka um eina klukkustund milli Íslands og Ameríku en aukast um eina klukkustund milli Íslands og Evrópulandanna. Í þingsályktun- artillögunni segir jafnframt að „ekki verði séð, á tækniöld, að þetta þurfi að hafa teljandi áhrif á viðskipti og samskipti Íslendinga við útlönd“. Þessu eru mótmælt í umsögn Ice- landair og bent er á að engin rök séu fyrir þessari fullyrðingu. „Þvert á móti telur Icelandair að þau alþjóðlegu viðskiptakerfi, sem íslensk fyrirtæki hafa byggt upp, kunni að verða fyrir miklum hnekki ef þingsályktunartillagan nær fram að ganga,“ segir í umsögninni. Seinkun slæm fyrir Icelandair  Leggst gegn tillögu um seinkun klukku  Flugáætlanir breytast Morgunblaðið/Eggert Klukka Umsagnir um þingsályktun- artillögu um seinkun klukkunnar berast nú ein af annarri. Tólf umsagnir hafa verið sendar inn vegna þings- ályktunartillögunnar um seinkun klukkunnar og bjartari morgna. Ýmissa grasa kennir í umsögn- unum. Tekist er á um heilsufarsleg, viðskiptaleg og praktísk áhrif, sem möguleg breyting kann að hafa. Þeir sem hafa veitt umsögn sína eru Aldís Haf- steinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, Alþýðu- samband Íslands, Dalabyggð, Geðhjálp, Golf- samband Íslands, Ingibjörg Loftsdóttir, Landssamband eldri borgara, SÍBS, Svavar Þor- varðsson, Þorsteinn Sæmundsson og Öryrkjabanda- lag Íslands. Öllum er frjálst að senda inn umsögn um tillöguna. Tólf umsagnir borist ÖLLUM FRJÁLST AÐ SENDA INN UMSÖGN Icelandair Tólf um- sagnir hafa borist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.