Morgunblaðið - 24.03.2015, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 24.03.2015, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. MARS 2015 ✝ Konráð Guð-mundsson fæddist þann 28. apríl 1930 í Merki- garði, Stokkseyri. Hann lést 12. mars 2015 á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund. Foreldrar hans voru Guðmundur Einarsson, íshús- stjóri og fram- kvæmdastjóri á Stokkseyri, f. 24.6. 1892, d. 18.10. 1976, og Þorbjörg Ásgeirsdóttir hús- freyja, f. 27.10. 1895, d. 7.11. 1970. Bræður Konráðs eru: 1) Sveinbjörn, f. 23.11. 1922, bú- settur á Selfossi, 2) Ásgeir, f. 30.8. 1926, d. 22.10. 1992, og 3) dýralæknir, kvæntur Ólafíu Sig- ríði Hjartardóttur, f. 12.10. 1957. Börn þeirra eru: a) Brynjar, b) Ingibjörg Helga og c) Edda Björk. Langafabörn Konráðs eru átta og eitt á leiðinni. Konráð starfaði sem hót- elstjóri á Hótel Sögu 1964-1990 og var framkvæmdastjóri Bændahallarinnar 1990-2000. Áður var hann bryti á skipum Eimskips í tíu ár og rak síðar Lídó í Skaftahlíð um fimm ára skeið. Konráð gegndi ýmsum trúnaðarstörfum í félagsmálum svo sem í stjórn Félags bryta 1956-1960 og stjórn Sambands veitinga- og gistihúsaeigenda frá 1965-1973. Var formaður sambandsins frá 1968. Sat einnig í skólanefnd Hótel- og veitinga- skólans frá 1972 til 1980 og var formaður hennar í fjögur ár. Hann sat einnig í Ferðamálaráði og framkvæmdstjórn VSÍ. Konráð verður jarðsunginn frá Háteigskirkju í dag, 24. mars 2015 kl. 13. Björgvin, f. 15.11. 1932, d. 30.8. 1992. Konráð kvæntist Eddu Lövdal, f. 14.8. 1929, d. 7.11. 2014, þann 26. ágúst 1950. Börn þeirra eru: 1) Þór Lövdal, f. 11.1. 1950, hagfræð- ingur, kvæntur Karen Þórsteins- dóttur, f. 10.6. 1950. Börn þeirra eru: a) Gauti, b) Charlotta Sif, c) Edda Ýr og d) Kristín Bestla. 2) Bryndís, f. 19.3. 1952, hjúkrunarfræðingur. Börn hennar og Sigurjóns Jóns- sonar, f. 27.12. 1949, eru: a) Edda Kristín, b) Birna og c) Ingi- björg. 3) Konráð, f. 28.9. 1957, Háa skilur hnetti himingeimur, blað skilur bakka og egg, en anda, sem unnast, fær aldregi eilífð að skilið. (Jónas Hallgrímsson) Konráð Guðmundsson hefur kvatt jarðlífið aðeins fjórum mán- uðum eftir andlát Eddu Lövdal eiginkonu sinnar. Þau gengu saman æviveginn í meira en sex áratugi. Þeim heiðurshjónum kynntist ég þegar við Bryndís dóttir þeirra urðum vinkonur fyr- ir 56 árum. Edda og Konráð voru glæsileg hjón sem maður bar mikla virð- ingu fyrir. Þau voru ákaflega samhent og væntumþykjan í sambandi þeirra var augljós. Fyrir litla stelpurófu voru for- réttindi að vera heimagangur á fáguðu heimili þeirra í Skafta- hlíðinni og síðar í Stigahlíðinni. Falleg listaverk prýddu heimilið enda húsráðendur miklir listunn- endur. Hús þeirra stóð alla tíð op- ið og vinum tekið fagnandi með allskyns kræsingum og heima- gerðu góðgæti. Mikið var spjallað um lífsins gang og alltaf voru hjónin tilbúin að aðstoða okkur ungu dömurnar í mikilvægum málum. Allar götur síðan hafa Edda og Konráð verið hluti af lífi mínu. Fyrstu hjúskaparár okkar Sig- þórs leigðu þau okkur íbúð og léttu okkur fyrstu skrefin. Við hjónin vorum líka svo lánsöm að fá að kynnast þeim á starfsvett- vangi, Sigþór Konráði á Hótel Sögu og ég Eddu á Land- spítalanum. Þannig gafst tæki- færi til að kynnast enn betur á fullorðinsárum og rækta vináttu sem aldrei bar skugga á. Alltaf var hægt að leita ráða hjá þeim og endalaust voru þau tilbúin að leyfa okkur að njóta af visku- brunni sínum. Þær eru margar ferðirnar sem við höfum farið með Binnu og fjölskyldu í bústaði þeirra, fyrst á Stokkseyri og síð- an á Þingvöllum og Hvalsá. Þótt árin liðu fylgdust Edda og Konráð vel með okkur fjölskyld- unni og tóku þátt í gleði og sorgarstundum. Við höfum alla tíð notið þeirra einstöku góðsemi. Nú er komið að leiðarlokum, kæru vinir. Ég og börnin mín, Sophus Auðun og Kristín María, minnumst ykkar með mikilli hlýju og þakklæti fyrir allt. Binnu og dætrum hennar, tengda- og barnabörnum og öll- um aðstandendum sendum við hugheilar samúðarkveðjur. Kristín Auður Sophusdóttir. Fallin er frá ein af hetjum hversdagslífsins. Konráð Guð- mundsson var einn af brautryðj- endum í hótel- og veitingarekstri á þeim tíma sem hann var hót- elstjóri á Hótel Sögu og var ávallt í fararbroddi. Hann innleiddi ýmsar nýjungar á þeim vett- vangi, má þar m.a. nefna hinar frægu nýárshátíðir og komu er- lendra gestakokka. Hann hélt uppi miklum aga og sýndi fag- mennsku á öllum sviðum við rekstur hótelsins og það var hans kappsmál að styðja vel við allar fagkeppnir jafnt nema sem fag- manna. Á þeim árum sem Konráð starfaði við Hótel Sögu útskrifaði hótelið fjölda fagmanna í mat- reiðslu og framreiðslu ásamt starfsfólki við gestamóttöku. Fjöldi fagmanna í þessum grein- um á Konráði Guðmundssyni mikið að þakka fyrir ómetanleg- an stuðning við þeirra fyrstu skref í geiranum, og margir nú- verandi fagmenn fengu sína eldskírn á Hótel Sögu hjá Kon- ráði. Einnig eiga margir núver- andi stjórnendur í hótel- og veit- ingarekstri Konráði mikið að þakka fyrir hans frábæru leið- sögn þegar þeir voru í vinnu hjá honum á Hótel Sögu. Allar opinberar heimsóknir erlendra þjóðhöfðingja og veislu- höld í sambandi við slíkar heim- sóknir voru í áratugi undir stjórn Konráðs og fékk hann miklar við- urkenningar fyrir vel unnin störf á því sviði. Þá gisti einnig hjá honum margt frægt fólki og stjörnur eins og Louis Arms- trong, Ella Fitzgerald, Charlton Heston, Alec Guiness og ýmsar aðrar frægar persónur, sem allar lofuðu móttökurnar og aðstæð- urnar á Hótel Sögu. Konráð var mjög vinnusamur maður og fylgdist vel með starfs- fólki sínu og fylgdist einnig með hvernig því leið og hvernig það hagaði sér. Góð saga er til af ung- um nema sem Konráði fannst vera orðinn dálítið hárprúður og sagði því við hann: „Nú þurfum við að fara að fara til rakara, vin- ur minn.“ Nokkrum klukku- tímum seinna var bankað á skrifstofuhurðina hjá Konráði og þar stóð þá pilturinn og sagði: „Nú er ég tilbúinn að fara til rak- arans – hvenær eigum við að fara!“ Þetta fannst Konráði mjög skondin saga og sagði hana oft Konráð Guðmundsson var glæsilegur maður á velli og þegar hann gekk um ganga og sali hót- elsins tók hann ávallt til hendi, lagaði gardínur sem honum fund- ust ekki falla rétt, rétti af stóla o.fl. o.fl. Hann var maður smáat- riðanna, en smáatriðin eru mjög oft stóru atriðin í hótel- og veit- ingarekstri. Hann var formaður skóla- nefndar fyrir Hótel- og veitinga- skóla Íslands og sat um árabil í prófnefndum fyrir þann skóla. Í Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi var sett upp hótelsvíta til kennslu honum til heiðurs og ber hún nafn Konráðs. Konráð gerði mig að þeim fag- manni sem ég er í dag og verð ég honum ævinlega þakklátur fyrir hans leiðsögn, fagmennsku og gagnkvæma vináttu sem aldrei féll skuggi á. Kæri vinur – takk fyrir allt og allt – það var frábært að vinna undir þinni faglegu stjórn – takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir okk- ar fög á Íslandi – þín mun verða lengi minnst. Ég sendi börnum, tengdabörn- um og öðrum ættingjum mínar innilegustu samúðarkveðjur – minningin um góðan mann mun lifa. Trausti Víglundsson. Árið 1998 steig ég líklega stærsta skref starfsævinnar þeg- ar ég tók við starfi sem hótel- stjóri á Hótel Sögu. Forveri minn í starfi, Konráð Guðmundsson, hafði ekki bara gegnt starfinu alla mína ævi heldur var hann einnig lifandi goðsögn í hótel- og veitingageiranum á Íslandi. Það var því í senn kvíðvænlegt en ekki síður spennandi að taka við af svo merkum manni og um leið heppni að fá að njóta sam- starfs við hann næstu tvö árin. Það er í raun einstakt hvernig Konráð hagaði starfslokum sín- um og lýsir vel hvernig hann nálgaðist öll verkefni af mikilli fagmennsku. Hann vissi sem var að hann yrði að minnka smátt og smátt við sig vinnu og ábyrgð og setjast í helgan stein í áföngum. Þeir vita einir sem hafa reynt að starf hótelstjórans er afar eril- samt, vinnutími óreglulegur og verkefnin æði fjölbreytt. Hótelið er opið alla daga ársins allan sól- arhinginn og hótelstjórinn þarf að vera vakinn og sofinn yfir vel- ferð gesta og starfsmanna og huga vel að fasteign og búnaði. Þessu starfi sinnti Konráð fyrir Bændasamtök Íslands, eigendur Hótels Sögu og síðar Hótels Ís- lands í nærri fjóra áratugi sem er líklega lengsti starfsferill hótel- stjóra hér á landi og þó víðar væri leitað. Hafa ber í huga að árið 1964 þegar Konráð tók við á Hótel Sögu var fjöldi ferðamanna til landsins tæp 23 þúsund og ein- göngu bundinn við hásumarið. Menn létu sig ekki einu sinni dreyma um milljón ferðamenn hvað þá nýtingu á hótelum í Reykjavík yfir 90% í febrúar. Það gat því verið hart í ári yfir vetr- artímann og skipti miklu máli að vera útsjónarsamur og hug- myndaríkur. Súlnasalur og Mím- isbar voru vinsælir skemmtistað- ir á þessum árum og böllin á Sögu margrómuð en Konráð átti efa- laust oft hugmyndina að góðu „showi“. Maður skyldi ekki van- meta vinnu frumkvöðlanna við að koma Íslandi á kortið sem fólst ekki hvað síst í því að byggja upp gott orðspor, þjónustu og aðbún- að. Konráð starfaði við hlið mér fyrstu mánuði í starfi sem var ómetanlegt. Hann gerði það af þeirri kurteisi og yfirvegun sem einkenndu þennan glæsilega mann. Ekki rekur mig í minni til þess að hann hafi gagnrýnt eða sett út á ákvarðanir mínar en var alltaf tilbúinn til skrafs og ráð- gerða. Hann var stjórnandi af gamla skólanum sem fór fram á aga og vildi hafa röð og reglu á hlutunum. Konráð gekk með litla vasabók á sér og á daglegri göngu um hótelið skráði hann hjá sér ýmsar athugasemdir sem hann síðan kom til starfsmanna. Þannig var hann vakinn og sofinn yfir því að laga og bæta upplifun gesta á hverjum degi. Sem þakklætisvott við starfs- lok létu Bændasamtökin gera stutta heimildarmynd þar sem Konráð Guðmundsson ✝ Hjördís Ingi-björg Konráðs- dóttir fæddist á Akureyri 19. mars 1928. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 5. mars 2015. Hún var dóttir hjónanna Svövu Jó- steinsdóttur, f. 18. maí 1895, d. 14. apríl 1986, og Kon- ráðs Friðgeirs Jóhannssonar, f. 5. maí 1895, d. 4. apríl 1981. Bræður hennar; 1) Jóhann Ing- ólfur, f. 1917, d. 1982, 2) Gunn- ar, f. 1920, d. 2004, 3) Jósteinn, f. 1923, d. 1994, 4) Svavar, f. 1930, 5) Haukur, f. 1933. Þann 19. ágúst 1958 giftist Hjördís, Níelsi Frímanni Sveinssyni frá Æsustöðum, f. 9. nóvember 1929, d. 15. desem- ber 2005. Dætur þeirra: 1) Svava Jónína Níelsdóttir, f. 29.12. 1952, gift Árna Árnasyni, f. 30.3. 1951. Börn þeirra: a) Hjördís, f. 28.11. 1970, gift Þorsteini Viðars- syni, f. 23.10. 1974. Börn þeirra: Sindri Snær, f. 27.1. 2004, d. 30.1. 2005. Álf- rún Eva, f. 14.5. 2006 og Ninna Björk, f. 6.2. 2008. b) Hjalti Freyr, f. 30.4. 1976, c) Níels Árni, f. 1.10. 1979 í sam- búð með Hörpu Lind Örlygs- dóttur, f. 9.12. 1984, þeirra dóttir er Svava Dís f. 21.11. 2012. 2) Jenný Sigurlína, f. 16.1. 1958, gift Guðna Páli Birgissyni, f. 20.5. 1958. Þeirra dóttir er a) Birgitta Svava, f. 11.2. 1996. Hjördís verður jarðsungin frá Laugarneskirkju í dag, 24. mars 2015, kl. 13. Elsku mamma, Faðmurinn þinn, hlýja og ást- úð er það fyrsta sem kemur upp í huga minn þegar ég hugsa til þín. Minningarnar eru margar og dýrmætar. Þú gerðir það að þínu lífsstarfi að passa börn og þér fannst mik- ilvægast af öllu að veita þeim hlýju og ástúð. Þú varst ekki alltaf sammála því eins og þú kallaðir „nýmóðins uppeldisað- ferðir“ eins og að láta barn gráta og ekki hugga það. Þér fannst það aldrei réttlætanlegt. Þú hafðir sterkar skoðanir og sum- um hefur eflaust fundist þú sér- vitur. Við systurnar, barnabörn- in, barnabarnabörnin og öll börnin sem þú passaðir á leik- skólanum fyrir starfsfólk Kleppsspítala fengum að njóta umhyggju þinnar. Þú varst ótrúlega minnug á alla afmælisdaga. Næstum því á hverjum degi sagðir þú okkur fjölskyldunni frá því hver ætti afmæli í dag, hvort sem það var einhver frænkan, frændinn eða eitthvað af börnunum á leikskól- anum. Þér þótti vænt um landið þitt og elskaðir að ferðast og naust þess að stunda útiveru og göng- ur. Það var því erfitt fyrir þig að þurfa að sætta þig við að geta ekki farið út í þína reglulegu göngutúra eftir að þú veiktist. Söngur átti hug þinn allan. Þú komst úr söngelskri fjölskyldu og fylgdist vel með ættingjum þínum sem lögðu fyrir sig söng og varst stolt af þeim. Þú kennd- ir dóttur minni mörg lögin og ljóðin og þið áttuð margar góðar stundir saman við að semja ljóð og syngja. Oftar en einu sinni sögðu starfsmenn leikskólans sem dóttir mín var á frá því að Birgitta Svava hafi stöðvað sönginn hjá þeim því þá var ekki sungið í réttri tóntegund eða ekki rétt farið með texta og alltaf var sama viðkvæðið „amma segir að það eigi að vera svona“. Elsku mamma, ég þakka þér fyrir hvað þú hugsaðir vel um dóttur mína og varst henni yndisleg amma. Þú elskaðir fjölskyldu þína og öll börnin í lífi þínu. Þú misstir mikið þegar að pabbi dó en nú mun hann taka á móti þér og um- vefja þig. Þú munt líka getað passað litla engilinn okkar hann Sindra Snæ langömmustrákinn þinn. Ég elska þig og þakka þér fyr- ir að vera eins og þú varst alltaf til staðar með opinn faðminn. Þín dóttir Jenný. Elsku mamma mín Þú varst alltaf svo góð við mig, ég fékk athygli þína óskipta, þú lifðir fyrir mig, hlustaðir á mig, talaðir við mig, leiðbeindir mér, lékst við mig, sýndir mér þolinmæði, agaðir mig í kærleika, sagðir mér sögur, fræddir mig og baðst með mér. Þetta ljóð eftir hann Sigur- björn Þorkelsson sem þér þótti svo vænt um, geri ég að mínum kveðjuorðum til þín. Svo margar fallegar minningar hlaðast upp í huganum. Þú í rósóttum kjól með fallega ljósa hárið þitt að strauja og syngjandi Hvítir máv- ar. Þú að setja upp hárið á mér í fallegan snúð fyrir balletttíma. Þú að klæða okkur systur í hvítu dragtirnar fyrir 17. júní, við vor- um svo fínar. Ég minnist gleði þinnar yfir hverjum áfanga í lífi okkar Árna og barnanna og síðar langömmubarna. Mamma mín, ég veit að pabbi og Sindri litli taka þig í faðm sinn. Takk fyrir allt og allt. Þín dóttir Svava Jónína. Þegar ég minnist elsku Hjör- dísar ömmu er af nógu að taka. Þegar ég byrja að muna eftir mér býr amma með nafna mín- um Níels afa á Kirkjuteig 23. Við fjölskyldan bjuggum þá á Hornafirði alveg óralangt í burtu. Við fórum þó reglulega í bæinn eins og það var kallað, og þá fékk ég ávallt að vera hjá ömmu Hjördísi, kom eiginlega ekkert annað til greina. Það er að erfitt að lýsa í orðum þeirri hlýju og ást sem tók á móti mér þegar ég kom heim til ömmu. Ég fann alltaf fyrir ótrúlegu öryggi og vellíðan þegar ég dvaldi á Kirkjuteignum hjá þeim afa og ömmu. Oftast var amma búin að smella í sína margrómuðu súkkulaðiköku sem við kölluðum af einhverri ástæðu drulluköku. Ein sneið af drulluköku með ískaldri mjólk var vel þess virði að leggja á sig ferðalagið frá Hornafirði. Í litla eldhúsinu hennar ömmu var lítið eldhús- borð með þremur kollum og litlum setubekk sem gekk inn í vegginn. Þessi setubekkur var ávallt tekinn frá fyrir afa, en var þó gerð undantekning á því þeg- ar litli nafni kom í heimsókn og fékk ég að sitja þar meðan amma lóðsaði í mig kræsingum. Hann elsku afi minn þurfti að sýna sér- staka fórnfýsi þegar ég kom í heimsókn því hann gekk úr rúmi þeirra hjóna og svaf í gestaher- berginu svo ég fengi að sofa uppí hjá ömmu. Þetta gekk svona allt til að ég var að verða unglingur og þótti þá kannski ekki við hæfi að ég svæfi áfram upp í hjá ömmu, en saknaði þess samt áfram. Þegar ég var yngri átti ég það til að vakna á nóttunni hálf- hungraður, amma var þá snögg í snúningum og hentist inn í eld- hús og stappaði banana eða smellti einhverju á disk svo að elsku drengurinn væri ekki svangur, sama hvað klukkan var. Ég minnist þess með mikilli hlýju að sitja dimma vetrar- morgna með kertaljós við eld- húsborðið með ömmu og horfa yfir Faxaflóann. „Þarna kemur Bogga mín,“ sagði amma ávallt þegar við sáum ljósin frá Akra- borginni. Heima hjá ömmu var lítil kompa full af gömlu og nýju dóti sem var auðvelt að gleyma sér með. Mér fannst skemmtilegast að taka fram bílana og gömlu húsin og fara í bílaleik og stund- um var afi jafnvel til í að vera með. Amma fór ávallt með mig í eina ef ekki tvær bæjarferðir á meðan ég dvaldi hjá henni og dröslaðist með mér í dótabúðir eins og Liverpool og Tóm- stundahúsið, einnig fannst mér gaman að fara með í Miklagarð. Til að byrja með átti amma gamlan grænan Ford Escord sem hún keyrði stundum en ég man best eftir því að fara með henni í strætó sem var mikið fjör fyrir lítinn snáða utan af landi. Amma vann mestan hlutann af sinni starfsævi á barnaheimilinu við Kleppspítala. Þegar ég var yngri fékk ég oft að fara með henni þangað sem var mikið fjör og allir krakkarnir öfunduðu mig af því að eiga Hjördísi ofurfóstru sem ömmu. Ég sakna þín sárt en ég á ótal góðar og dýrmætar minningar um þig, elsku amma mín, sem fá að lifa áfram í hjarta mínu eftir þinn dag. Níels Árni Árnason. Elsku amma. Nú þegar þú hefur kvatt þennan heim og ég hugsa um þig og okkar samband kemur strax upp í huga mér orðið umhyggja. Ég man hvað það var alltaf gott að koma til þín. Ég var varla kominn inn úr dyrunum þegar þú byrjaðir að dekra við mig. Bæði með því að gefa mér eitt- hvað gott að borða og þú lagðir þig alla fram við að láta mér líða sem best. Sem barn fékk ég alla þína at- hygli. Ég man varla eftir að hafa heyrt orðin, bíddu aðeins, eða nei ekki núna, frá þínum vörum. Þú varst alltaf til í að leika, spjalla, spila, dansa eða hvað það var sem mér datt í hug þá stund- ina. Sem syfjaður unglingur var yndislegt að koma til þín. Þú nánast lagðir mig í sófann, komst hlaupandi með teppi og púða svo það færi nú sem best um mig, mér væri ekki kalt og gæti tekið mér smá lúr. Ég lá í sófanum, þú sast í stólnum og við spjölluðum þangað til ég leið út- af í rólegu og öruggu umhverfi. Þú varst líka hress og skemmtileg amma. Það var oft sem við hlustuðum á skemmti- lega tónlist, sungum og þú kenndir mér að tjútta eins og þú Hjördís Ingibjörg Konráðsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.