Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.03.2015, Qupperneq 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.03.2015, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.3. 2015 Fjölskyldan Hvar og hvenær? Hin alþjóðlega barnakvikmyndahátíð, Bíó-paradís, laugardag og sunnudag. Nánar: Fjölbreytt úrval af barna- kvikmyndum fyrir börn á öllum aldri. Nánari upplýsingar á www.bioparadis.is Kvikmyndir fyrir börnin Nethundurinn Embla erverkefni á vegum Heim-ilis og skóla – Lands- samtaka foreldra, sem eru frjáls félagasamtök og starfa óháð stjórnmálaflokkum og trúfélögum og SAFT sem er netöryggisverk- efni og stendur fyrir Samfélag, fjölskylda og tækni. Þetta er kennsluefni sem hver sem er getur notað, bæði kennarar og foreldrar og er hugsað fyrir yngstu börnin. Það var sett af stað í tengslum við alþjóðlega netöryggisdaginn, 11. febrúar sl. Nú þegar eru komnir tveir kúrs- ar, sá fyrri fyrir 5-6 ára börn og sá seinni fyrir 7-9 ára, en síðar bætast við fjórir til viðbótar sem ná upp í framhaldsskólastig. Vantaði efni fyrir þau yngstu Hugsunin með verkefninu er sú að leggja inn hjá börnum ákveðna varfærni í netnotkun og notast er við líkingar úr umferðarreglum sem börnin þekkja vel. „Maður veður ekki yfir götuna án þess að stoppa og hugsa sig um, því það á líka við á netinu. Ef það kemur eitthvað upp á netinu og þau vita ekki hvað þau eiga að gera, eiga þau að stoppa, hugsa sig um og tala við einhvern sem þau treysta til að fá ráðleggingar og halda síð- an áfram þegar það er öruggt,“ segir Björn Rúnar Egilsson, verk- efnastjóri hjá Heimili og skóla og SAFT. „Það hefur vantað efni fyr- ir allra yngstu börnin og einnig verkfærakassa um hvernig við nálgumst netið með þeim. Við er- um ekki að fara að segja þeim sorgarsögur af netinu heldur temja þeim varkárni. Við fengum því styrk frá Þróunarsjóði náms- gagna til þess að búa til náms- efni.“ Ekkert að flækja hlutina Nú þegar hefur námsefnið verið kynnt í Nesskóla á Neskaupstað og var því afskaplega vel tekið. „Það gekk glimrandi vel, þau sungu með laginu hennar Emblu og við fréttum af því eftir á að þau hefðu talað um þetta heima – um ævintýri Emblu og að þau þyrftu nú að passa sig á netinu. Það er eins og samlíkingin við um- ferðina hafi hitt í mark hjá þeim. Við erum nefnilega ekki að kenna þeim nýjar reglur þannig séð, heldur erum við að líkja reglum í umferðinni við reglur á internet- inu. En það var mjög ánægjulegt hvað börnin tóku vel í þetta,“ seg- ir Björn Rúnar. „Við erum bara búin að sýna þetta í einum skóla og nú fer allt eftir því hvort skól- arnir panta okkur.“ Stuðst við umferðarreglur Nethundurinn Embla er hugmynd Chris Jagger sem er byggð á hundinum hans, Emblu. „Hug- myndin kom út frá því að ég hugs- aði með mér hvernig væri hægt að kenna fimm ára barni um öryggi á internetinu. Ég sat þarna og starði á hundinn minn sem elskar börn og börn elska hann og þá rann upp fyrir mér að hún gæti verið aðalpersóna verkefnisins. Börnum þykja gæludýr æðislega spennandi en þeim finnst umferðarreglur einnig spennandi og er það eitt- hvað sem er innprentað hjá þeim frá upphafi, að fara varlega í um- ferðinni,“ segir Chris sem á fyr- irtæki sem sérhæfir sig í að útbúa kennsluefni fyrir krakka. „Í kennsluefninu fara börnin með Emblu í göngutúr um Netbæ, en Netbær er byggður á Reykja- vík. Þegar börnin og Embla koma að stórgötu þurfa þau að stoppa, hugsa og spyrja fullorðinn um að- stoð áður en þau geta haldið áfram, líkt og þau gera í umferð- inni í raun og veru.“ Snjallasti hundurinn Chris segir að markmiðið með námsefninu sé að kenna börnum að vera varkár á netinu. Upp að 10-11 ára aldri er ekki verið að kenna börnunum ítarlega þætti um einhverjar ákveðnar tegundir af hættum á netinu eða ógnum. Það sé frekar verið að kenna þeim að vera á varðbergi og vera vakandi fyrir hættum í heimi internetsins. „Þegar þau verða eldri, á þeim tíma sem þau eru farin að eignast eigin tölvu, spjaldtölvu, snjallsíma og svo framvegis, þá er hægt að byrja á því að kenna þeim um til- teknar hættur. En fyrst þarf að byrja á því að kenna þeim að vera varkár og kenna þeim það á já- kvæðan hátt.“ Embla fæddist á Íslandi og er þriggja ára. Hún er blanda af ís- lenskum fjárhundi og border collie. „Ég hef átt marga hunda í gegn- um tíðina og vann um tíma með lögreglunni hér áður fyrr. Ég hef því unnið með mörgum lög- regluhundum og get sagt með sanni að Embla er gáfaðasti hund- ur sem ég hef kynnst. Hún hefur búið í nokkrum löndum og hefur ferðast víða með mér um heiminn en núna er hún komin aftur á heimaslóðir,“ segir Chris. KENNSLUEFNI FYRIR BÖRN FRÁ FIMM ÁRA ALDRI Varkárni í umferðinni og á netinu Chris Jagger og Embla eru miklir vinir en Chris segir að Embla sé gáfaðasti hundur sem hann hefur kynnst. Morgunblaðið/Eggert NÝJU KENNSLUEFNI SEM KENNIR BÖRNUM AÐ FARA VARLEGA Í HEIMI INTERNETSINS VAR TEKIÐ VEL AF BÖRNUM Í GRUNNSKÓLA Á AUSTURLANDI. VERKEFNA- STJÓRI HEIMILIS OG SKÓLA SEGIR AÐ MIKIL ÞÖRF HAFI VERIÐ Á SLÍKU EFNI OG ÞVÍ AFAR VELKOMIÐ. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Hundurinn Embla fer með aðalhlutverkið í nýju kennsluefni um internetið fyrir börn. * Það hefur vant-að efni fyrirallra yngstu börnin og einnig verkfæra- kassa um hvernig við nálgumst netið með þeim. HÁR Dreifingaraðili Hús verslunarinnar, Kringlunni 7 – har@har.is – s. 568 8305 – Vertu vinur okkar á BEAUTY INSIDERS´CHOICE W I N N E R COSMETIC EXECUTIVE WOMEN UK 2014 Rótarlitun WOW Þekur grá hár • Lýsir dökka rót • Fljótlegt • Endist á milli þvotta • 6 litir Skoðaðu kynningarmyndböndin á facebooksíðu hár ehf Sölustaðir WOW Kúltúra Hjá Dúdda Salon Veh Papilla Labella Höfuðlausnir Fagfólk Flóki Scala Gott Útlit Modus Medúlla Amber Hársaga Hjá Ernu Stjörnusól Hair brush Senter Ozio Hársetrið Klippart Gresika Klipphúsið ProMode Strípur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.