Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.03.2015, Síða 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.03.2015, Síða 17
* Einstök augnablik dagsins eru minningar morgundagsins Erla Björnsdóttir er sálfræðingur og doktor í líf- og læknavísindum frá Háskóla Íslands. Hún er framkvæmdastjóri Betri svefns og starfar einnig sem sálfræðingur hjá Sálfræðiráðgjöfinni og sem nýdoktor á Land- spítala. Erla er gift Hálfdáni Steinþórssyni, framkvæmdastjóra GOmobile, og saman eiga þau fjóra syni - Steinþór Snæ 11 ára, Björn Diljan 9 ára, Frosta 5 ára og Bjart eins árs. Þátturinn sem allir geta horft á? Mig langar ofboðslega að segja Útsvar, Landinn, Kiljan eða Ísland got talent. En til að vera alveg heiðarleg þá er það Dr. Phil. Maturinn sem er í uppáhaldi hjá öllum? Maturinn skiptir ekki mestu máli heldur er það samverustundin sem gildir. Við leggjum mikið uppúr því að allir borði kvöldmat saman og þá förum við hringinn þar sem hver og einn segir frá því skemmtilegasta og leiðinlegasta sem gerst hefur yfir daginn. Þarna koma oft ótrúlegir hlutir fram og gestir sem koma í mat þurfa gjarnan að svara krefjandi spurningum um lífið og til- veruna. Skemmtilegast að gera saman? Skemmtilegast að gera saman er að vera saman. Borðið þið morgunmat saman? Á virkum dögum fá strákarnir hafragraut í skóla og leikskóla sem er alveg til fyrirmyndar, okkur foreldrunum stendur m.a.s. til boða að mæta með í hafragrautinn sem er æðislegt. Um helgar leggjum við hins vegar mjög mikla áherslu á morgunmat með allri fjölskyldunni og er þetta oft uppá- haldstími dagsins og sitjum við gjarnan saman og spjöllum svo tímunum skiptir yfir góðgætinu. Hvað gerið þið saman heima ykkur til dægrastyttingar? Okkur finnst kósýkvöld æðisleg, popp og góð bíómynd, einnig finnst okkur gaman að spila saman og svo er ég svo heppin að strákarnir fengu tónlistargenið frá pabba sínum og því er oft glamrað á gítar og píanó nágrönnum okkar til mikillar gleði. Þegar þögnin skellur svo á eftir annasaman dag finnst okkur hjónum dásamlegt að laumast niður í stofu og fá okkur eitt til tvö rauðvínsglös við kertaljós. EFTIRLÆTI FJÖLSKYLDUNNAR Erla Björnsdóttir Fjórir strákar fengu tónlistargen föður síns Undanfarna sunnudaga hefur KEX hostel, við Skúlagötu 28, haldið svo- kallaða „Heimilislega sunnudaga“ þar sem fjölskyldur og börn geta gert sér glaðan dag. Þetta hefur vakið mikla lukku enda verður seint of mikið af viðburðum sem sérstaklega eru ætl- aðir fjölskyldum. Á sunnudaginn verður sérstakt Star Wars-þema þar sem allir krakkar fá Star Wars-hárgreiðslu, litasprey í hár eða Princess Leia-snúða. Þeir sem eiga einhvers konar Star Wars-búning eru hvattir til að mæta í honum. Þá verður einnig hægt að horfa saman á Star Wars-mynd í Gym & Tonic-salnum á hostelinu. Fjörið hefst kl. 13.00 og eru allir velkomnir, enginn aðgangseyrir. HEIMILISLEGIR SUNNUDAGAR Á KEX Það verður mikið fjör á Star Wars-samkomunni á KEX. Aðgangur ókeypis. Megi mátturinn vera með ykkur 29.3. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17 Hvar og hvenær? Menningarmiðstöðinni Gerðubergi, laugardag kl. 14. Nánar: Fjölskyldunni er boðið í skemmtilegt páskaföndur þar sem gerðir verða fallegar páskakanínur og páskaungar. Páskaföndur með fjölskyldunni Andinn í Aladdín Áttu fullt af græjum sem liggja ótengdar? Leyfðu okkur að aðstoða! S: 444 9911 – hjalp@taeknisveitin.is – www.taeknisveitin.is Tengjum heimabíóið Setjum upp þráðlaust net Standsetjum nýju tölvuna Tengjum saman ólíkar græjur Sjónvarpsmerki í öll sjónvörpin Lagnavinna á heimilinu ...og margt, margt fleira! Hvað gerum við? TÆKNISVEITIN til þjónustu reiðubúin! Við komum til þín, veitum ráðgjöf, setjum tækin upp, gerum við, leggjum lagnir, tengjum tækin saman við önnur og fáum allt til að virka. Svo færðu kennslu líka ef þörf er á því. Sápuna frá Dr. Bronner er hægt er að nota í hár, á líkama, hendur og í andlitið en einnig í uppvaskið og þvottavélina. „Sápan þvær mjög vel, hvort sem um er að ræða léttan þvott eða suðuþvott þá er út- koman engu síðri en með öðru þvottaefni,“ segir Ösp Viðarsdóttir, næringarþerapisti og starfs- maður verslunarinnar Mamma veit best en þar fást vörur Dr. Bronner meðal annars. Fjölskyldufyrirtækið Dr. Bronner hefur búið til sápur í háa herrans tíð og er nú rekið af 4. og 5. kynslóð fjölskyldunnar. Fjölskyldan heldur fast í upprunaleg gildi sín sem ganga út á það að vörur séu umhverfisvænar og náttúrulegar. Sápan er bæði mild fyrir húðina og algjörlega umhverfisvæn. Hún ertir ekki húðina og hentar því vel fyrir börn og fólk með húðvandamál. Þegar sápan er notuð í þvott þarf ekki meira en um það bil 1-2 msk í fulla vél. Gott er að miða við 1 msk fyrir léttari þvott og 2 msk fyrir óhreinni þvott, svo sem borðtuskur og rúmföt. „Margir nota alltof mikið af þvottaefni. Sápan frá Dr. Bronner er mjög drjúg og svo er auðvitað hægt að nota hana einnig í heimilisþrif,“ segir Ösp. gunnthorunn@mbl.is GOTT FYRIR VIÐKVÆMA HÚÐ OG FYRIR BÖRN Drjúg og náttúruleg sápa Sápan, sem ætluð er líkamanum, hentar einnig vel í þvottavélina. Hún er eiturefnalaus og því ekki skaðleg umhverfinu.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.