Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.03.2015, Qupperneq 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.03.2015, Qupperneq 22
B oris Johnson, borgarstjóri í London, til- kynnti nýverið að það yrði af byggingu stórrar hjólabrautar þvert í gegnum miðborgina frá austri til vesturs. Hún verður 29 kílómetra löng og er hluti af metn- aðarfullri hjólreiðaáætlun upp á 900 milljónir punda til að efla hjólreiðar í borginni. Vinna er hafin við hjólabraut sem liggur norður-suður en í næsta mánuði verður byrjað á austur-vestur- leiðinni. „Þetta er stór dagur fyrir hjólreiðar og fyrir London,“ sagði hann þegar vinna hófst við hjólabreiðstrætið. „Ég veit að margir héldu að þetta myndi aldrei gerast og nokkrir vildu alls ekki að þetta gerðist. En þetta er að verða að veruleika og London verður betri borg í kjölfar- ið. Það að fleira fólk fari að notfæra sér hjól minnkar þrýstinginn á vegina, strætó og lestir, minnkar mengun og bætir lífið fyrir alla, óháð því hvort þeir hjóla sjálfir eða ekki,“ sagði hann. Sem stendur hjóla um 170.000 manns um London á hverjum degi og má búast við því að þeim fjölgi með þessari viðbót. Á nýju breiðgöt- unni verður aukið rými fyrir gangandi og sér- stakar hjólaakreinar aðskildar umferð. Hreyfing af öllu tagi, þar með taldar hjólreið- ar, hefur góð áhrif á heilsuna og er því þetta verkefni heilsueflandi. Framkvæmdin er enn- fremur talin gera London að mannvænni borg og auka aðdráttarafl hennar mjög. Aðrar borgir í Bretlandi hafa gert eitthvað í áttina við þetta, eins og til dæmis Bristol og Brighton, en þetta er mun stærra verkefni og metnaðarfyllra. Þetta verður lengsta hjólabraut af þessu tagi í Evr- ópu. Líklegt er að þessi framkvæmd, ef vel tekst til, eigi eftir að hafa mikil áhrif á skipu- lag í borgum næstu ár og áratugi. Þessi tilbúna mynd sýnir hvernig umhverfið í kringum Parliament Square verður eftir að búið er að leggja sérstaka hjólabraut með akreinum í báðar áttir og bæta svæðið fyrir gangandi vegfarendur. RISA-HJÓLABRAUT VERÐUR LÖGÐ Í LONDON Heilsuefling með hjólabreiðgötu BORGARSTJÓRI LONDON SEGIR AÐ NÝJA HJÓLABREIÐGATAN MUNI BÆTA LÍFIÐ FYRIR ALLA OG BÚIST ER VIÐ ÞVÍ AÐ FRAMKVÆMDIN GERI BORGINA MEIRA AÐLAÐANDI OG MANNVÆNNI. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Heilsa og hreyfing Getty Images/iStockphoto *Vísindamenn í Saarland-háskólanum í Þýskalandi hafa komist að þvíað 45-60 mínútna kraftlúr geti eflt minnið verulega. Rannsóknin varbirt í ritinu Neurobiology of Learning and Memory en 41 nemanditók þátt. Nemendurnir lærðu 90 orð og 120 ótengd orðapör ogvar síðan skipt í tvo hópa. Annar fékk sér lúr á meðan hinn horfði ásjónvarp en lúrurunum gekk betur að muna. „Stuttur lúr í skrifstof-unni eða í skólanum hjálpar mjög við nám,“ segir Axel Mecklinger prófessor sem segir að mikilvægt sé að hafa þessar niðurstöður í huga. Rúm í skrifstofur og skólastofur virðist því vera málið! Kraftlúr eflir minnið Ef þú hefur val um að keyra eða nota almenningssamgöngur gæti verið betra að taka strætó, eða lest þar sem það á við. Rannsóknir hafa sýnt að það að keyra sextán eða fleiri kílómetra á dag tekur líkamlegan og andlegan toll af fólki. Tíminn bak við stýrið getur leitt til stress, aukins blóðsykurs og kólest- eróls og minni lífsánægju. „Eftir því sem fólk eyðir meiri tíma í bíl til og frá vinnu, því verra hefur það það andlega,“ segir Adam Martin frá University of East Anglia í Bretlandi sem tók höndum saman við CEDAR, miðstöð mataræðis og hreyfingar, til að greina gögn frá átján árum um ferðalög 18.000 manns. „Og á sama hátt leið fólki betur ef það þurfti að labba nokkra vegalengd til vinnu,“ segir hann í samtali við Business Insider. „Það sem kom mest á óvart var að fólki leið betur ef það notaði almenn- ingssamgöngur. Við vitum ekki af hverju en það getur verið að fólki finnist það meira afslappandi að taka lest eða strætó og þannig sé meiri tími til að undirbúa daginn, skoða tölvupóst eða spjalla við vini,“ segir hann ennfremur. Þeir sem hafa heilsuna í fyrirrúmi ættu því að hugleiða hvernig þeir byrja og enda hvern vinnudag. Strætóferð getur verið góð byrjun á deginum. Morgunblaðið/Þórður ALMENNINGSSAMGÖNGUR GÓÐAR FYRIR HEILSUNA Betra að taka strætó en keyra
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.