Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.03.2015, Side 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.03.2015, Side 30
HUGMYNDALAUS FYRIR KOMANDI TEITI? Sex sætir smáréttir SMÁRÉTTI ER HÆGT AÐ ÚTBÚA Á AFAR EINFALDAN HÁTT EN GOTT ER ÞÓ AÐ VERA BÚIN AÐ ÁKVEÐA NÓGU SNEMMA HVAÐ SKAL FRAMREIÐA. ÞÆGILEGAST ER AÐ HAFA RÉTTINA Á ÞANN HÁTT AÐ AUÐVELT SÉ AÐ GRÍPA ÞÁ AF BORÐINU OG SKELLA Í SIG Í EINUM MUNNBITA. HÉR KOMA NOKKRAR SLÍKAR UPPSKRIFTIR. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Maríneraður goudaostur Þessi réttur er afskaplega ljúffengur og auðvelt að útbúa. Ostur er nefnilega veislukostur. Uppskrift 250 g goudaostur 1 krukka sólþurrkaðir tómatar, safi sigtaður frá og skornir til helminga ½ bolli ólífuolía 3 msk fínsöxuð steinselja 1 tsk hvítlauksduft 1 tsk laukduft ½ tsk þurrkað óreganó ½ tsk ítölsk kryddblanda ¼ tsk salt ¼ tsk nýmalaður pipar tannstönglar úr tré Steinselja og ferskir rósmarínstilkar notuð til skreytinga Skerið ostinn í litla kubba eins og sést á myndinni eða í ca. 3 cm stóra bita. Setjið helmingsbita af þurrkuðum tómati á ostinn. Blandið saman kryddinu við olíuna og steinseljuna og hellið jafnt yfir alla kubbana. Hyljið ostinn með t.d. plastfilmu og kælið í átta upp í allt að 24 klukkustundir. Færið þá ostana á nýjan og fallegan disk og skreytið með steinselju. Stingið rósmarínstilkunum í gegn- um sólþurrkuðu tómatana og í ostbitana, ef vill. Ef eitthvað er eftir af blöndunni má hella smávegis á hvern bita. Sæt kartafla með bratwurst og sítrónumajónesi Þessi réttur er afskaplega bragðgóður og gefur majónesið ljúffengt bragð með kartöflunum og pylsunni. Ef þið viljið framreiða kartöflurnar volgar er ráð að útbúa majónesið fyrst. Uppskrift 2 stórar sætar kartöflur, afhýddar og skornar í 3 cm kubba 2 msk ólífuolía ½ tsk pipar ¼ tsk salt 250 g bratwurst-pylsur, helst sterk- ar, skornar í 2-3 cm bita tannstönglar úr tré Forhitið ofninn í 220°C. Gott er að byrja á því að setja alla kart- öflukubbana í poka, hella olíunni of- an í og strá salti og pipar yfir. Hrist- ið pokann vel og nuddið og raðið kubbunum svo á ofnplötu með bök- unarpappír sem búið er að smyrja með olíu. Bakið í 15-20 mín og snú- ið kubbunum tvisvar á meðan. Steikið pylsubitana á steikarpönnu í um 3-4 mínútur á hverri hlið eða þar til brúnaðar. Geymið á eldhús- pappír. Stingið tannstöngli í pylsu og síðan í kartöfluna. Berið fram með majónesinu. ’Sítrónumajónes 1 bolli majónes 2 msk söxuð fersk steinselja 2 tsk saxaður hvítlaukur 1 tsk ferskur sítrónusafi ½ tsk pipar ¼ tsk salt Hrærið allt saman og geymið í loft- þéttum umbúðum í ísskáp. Majónesið getur geymst í allt að sjö daga. Rósmarín-pekanhnetur Það er alltaf gott að hafa eitt svona aðeins minna snarl á borðinu, eins og partíhnetur. Salthnetur eru nokkuð hefðbundnar en þessar rósmarín-pekanhnetur eru al- gjörlega ómótstæðilegar. Uppskrift 2 msk smjör 1 tsk sykur 1⁄8 tsk cayenne pipar ½ tsk salt 2 bollar pekanhnetur, til helminga 2 tsk þurrkað rósmarín Þetta er ekki flókið. Hitið ofninn í 190°C. Bræðið smjörið á miðlungshita á steikarpönnu. Hrærið sykrinum við, ca- yennepipar og salti. Bætið hnetunum út á og veltið þeim upp úr smjörblöndunni. Hellið hnetunum á ofnplötu með bökunarpappír og passið að engar tvær snertist. Bakið í ofninum í 10-12 mínútur, hrærið af og til á meðan eða þar til ristaðar. Stráið rósmaríni yfir hneturnar og berið þær fram volgar. „Spicy“ djöflaegg Uppskrift 6 stór egg 2 msk majónes 1½ msk gúrkusalat eða „relish“ 1 tsk sinnep 1⁄8 tsk salt pipar paprikukrydd, til skreytingar Fyrst þarf að sjóða eggin í 9½ mínútu. Látið þau standa í um 15 mínútur í köldu vatni og klaka. Takið skurnina af og skerið eggin til helminga. Takið eggjarauðuna varlega úr. Hrærið hana saman við majónesið og bætið síðan hinum hráefnunum við. Sprautið eggjarauðunum aftur í hólfin sín og skreytið með paprikukryddi ef vill. Beikonvafðar apríkósur með salvíu Í staðinn fyrir beikonvafðar döðlur, þann hefðbundna rétt, getur verið gott tvist að setja þurrkaðar apríkósur í staðinn ásamt sal- víu, sem gefur réttinum eitthvað aukalega. Apríkósurnar fara vel með söltu beikoninu. Uppskrift 24 fersk salvíulauf 24 stórar þurrkaðar apríkósur 8 sneiðar beikon, hver skorin í þrennt 2 msk hlynsíróp tannstönglar úr tré Hitið ofninn í 190°C. Setjið salvíulauf á hverja apríkósu og vefjið beikonsneiðinni utan um. Látið samskeytin á beikoninu snúa niður á bökunarplötunni. Bakið þar til beikonið er stökkt eða í um 6-8 mínútur á hvorri hlið. Takið úr ofninum og penslið sírópinu á bit- ana. Stingið tannstöngli í þegar borið fram. Smoothie-staup Það er alltaf gott að hafa eitthvað ferskt á smárétta- borði og ef ávextir henta ekki er upplagt að hafa smo- othie, í litlu magni. Uppskrift 2 bollar vanilluskyr/vanillujógúrt 2 bollar frosin jarðarber 2 frosnir bananar ½ bolli appelsínusafi staupglös úr plasti Öllu hent í mixara í smástund. Bætið við vatni eða safa ef smoothie-inn er of þykkur. Hann þarf að vera nógu þunnur til að hægt sé að drekka hann en þó ekki eins og safi. Hellið drykknum í staupin og berið fram. Það gerir mikið að skera niður jarðarber og setja á toppinn, nú eða banana. Matur og drykkir Rúsínur sem sæta í matinn Morgunblaðið/Golli *Rúsínur er afskaplega góðar, dökkar eða ljósar.Þær eru járnríkar og trefjaríkar og góðar fyrirmeltinguna. Rúsínur þykja ómissandi í grjónagrautinn enþað er ekki eina máltíðin sem rúsínur henta í.Rúsínur eru góðar út á hafragrautinn, í ab-mjólkina og út á salatið en þær gefa sætt og gott bragð og koma í staðinn fyrir sykur – fyrir þá sem eiga erfitt með að slíta sig frá honum.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.