Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2010, Síða 6

Bókasafnið - 01.06.2010, Síða 6
6 Guðrún Hólmfríður Gísladóttir fæddist á Eyrarbakka 5. septem - ber 1920. Foreldrar hennar voru Gísli Ólafur Pétursson læknir og Aðalbjörg Jakobsdóttir kona hans. „Við vorum sjö systkinin sem upp komumst, sex bræður og ég, og á heimilinu var líka yngri fóstursystir. Eldri fóstursystir mín og systir dóu þegar ég var fimm ára. Einn bróðir minn var Jakob Gíslason sem var orkumálastjóri um langt skeið. Heimilið var mjög gestkvæmt og alltaf nóg rými fyrir gesti og gangandi.“ Þegar Guðrún ætlaði að hefja nám í framhaldsskóla voru ekki margir kostir í boði, einkum fyrir börn sem búsett voru í dreifðum byggðum landsins. Þá var ekkert landspróf og í raun engin inntökupróf í menntaskóla nema í 1. bekk svo það gat verið flókið að komast inn. Það varð því úr að hún fór með frænku sinni Bergljótu Haralz, dóttur Aðalbjargar Sigurðardóttur, til Ísafjarðar til að undirbúa sig undir menntaskólanám. Þar var hún einn vetur í gagnfræðskóla Lúðvíks Guðmundssonar á Ísafirði. Þeir sem útskrifuðust hjá Lúðvík gátu síðan komist til Ágústs H. Bjarnasonar í Gagnfræðaskóla Reykvíkinga og áfram beint í 4. bekk í M.R. og það var leiðin sem Guðrún fór. Hún hóf nám í fjórða bekk menntaskólans árið 1937 og fór í stærðfræðideild, en þá voru bara tvær deildir í M.R., máladeild og stærðfræðideild. Ætlun Guðrúnar var að útskrifast sem stúdent 1940 en hún gifti sig árið 1939 og var maður hennar Pétur Sumarliðason, kennari. Það setti svo strik í reikinginn að fyrsta barn hennar fæddist 1940 og það seinkaði því að hún lyki stúdentsprófinu um eitt ár. Stúdent varð hún því 1941. „Ég hef þess vegna tilheyrt tveimur útskriftarárgöngum en ég þekkti betur þá nemendur sem útskrifuðust árið á undan mér enda hafði ég verið með þeim í nærri þrjá vetur. Við höfum lengi hist reglulega, fyrsta þriðjudag í mánuði. Fyrst voru þetta heimboð en það var alltof mikil fyrirhöfn og of mikið álag á þá sem tóku á móti hópnum á hverjum tíma. Nú hittumst við á Grand Hótel og þá koma bara þeir sem vilja og það er engin fyrirhöfn fyrir hvern og einn.“ Eftir að drengurinn fæddist fór Guðrún með hann austur á Eyrarbakka. Þar var stórfjölskyldan og alltaf nóg rými fyrir ný börn. Þar skildi hún drenginn eftir og fór til Reykjavíkur til að ljúka stúdentsprófinu. Eftir stúdentsprófið tóku við enn meiri barneignir og 1944 voru strákarnir orðnir þrír og sá fjórði fæddist 1949. Einn vetur kenndi Guðrún stærðfræði í Kvennaskólanum, en það var ekki auðvelt að vinna úti því þá voru engin barnaheimili. Á stríðsárunum var talið gott að koma krökkum í sveit og þá gat hún komið strákunum sínum fyrir og þegar þeir voru farnir í sveitina fór hún að svipast um eftir sumarvinnu. Guðrún leitaði þá til Sigurðar Thoroddsen verkfræðings og spurðist fyrir um sumarstarf. Það var dálítið skondið að hann útvegaði Guðrúnu vinnu á Raforkumálstofnun (síðar Orkustofnun) hjá bróður hennar án þess að raforkumálastjóri vissi fyrirfram hver var umsækjandinn! Hvað gerðir þú fyrst á Orkustofnuninni? „Á þessum tíma voru miklar mælingar í gangi á hálendinu og síðan þurfti að reikna út mælingarnar til að hægt væri teikna eftir þeim og búa til kort. Þetta var mjög gott starf fyrir mig og ég gat gert alla þessa útreikninga heima. Ég reiknaði síðan út hvað þetta tók mig langan tíma og ég fékk síðan út á það svolitla kauphækkun. Seinna fékk ég vinnu við að teikna kortin.“ „Fljótlega var mér falið að huga að bókum stofnunarinnar. Bókasafnið var í einu horninu á teiknistofunni, en stofnunin hafði keypt mikið af bókum til að styðja við starfsemina. Margir fræðimenn komu til að vinna á Raforkumálastofnun eftir stríðslok og því var keypt efni sem þeir þurftu á að halda við sína vinnu. Bókasafn stofnunarinnar var þó ekki stórt, en strax var reynt að hafa reglu á safninu og fylgjast með innkaupum. Raforkumálastofnun hafði keypt þýska kerfið UDK, sem var mjög flókið, en eins og allir bókasafnsfræðingar vita byggir þetta kerfi á Dewey en notar formgreinarnar öðruvísi. Ég byrjaði samt að reyna að flokka bækurnar eftir þessu kerfi og Þurfti að finna eigin lausnir á öllum vandamálum í safninu Sigrún Klara Hannesdóttir ræðir við Guðrúnu Gísladóttur, elsta núlifandi bókasafnsfræðinginn Guðrún Gísladóttir.

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.