Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2010, Side 14

Bókasafnið - 01.06.2010, Side 14
14 1953 hóf hann störf sem bókavörður við Borgarbókasafnið þar sem hann starfaði í um 27 ár. Hann lét þar af störfum 72 ára gamall árið 1980. Páll hafði eins og fyrr sagði mikinn áhuga á ljósmyndun, útivist og náttúruskoðun. Hann var einn stofnenda Farfuglahreyfingarinnar og sat í stjórn Ferðafélags Íslands í um þrjá áratugi og var ritstjóri Árbókar þess um 15 ára skeið. Sem dæmi um vægi ljósmyndasafns Páls má nefna að hann fór um Skagafjörð 1944-45 og tók þar myndir vegna Sturlunguútgáfu og útgáfu Árbókar 1946. Alls hafa 70 myndir úr ferðinni varðveist. Þar á meðal eru ómetanlegar myndir úr Stíflu í Fljótum, sem skömmu síðar var sökkt að stórum hluta vegna Skeiðsfossvirkjunar. Árið 1980 var Páll kosinn heiðursfélagi Ferðafélagsins. Í minningu hans var síðar stofnaður hjá félaginu sérstakur minningarsjóður sem veitir þeim viðurkenningu sem í máli eða myndum stuðlar að aukinni þekkingu manna á landi og þjóð. Þetta er svokölluð Pálsvarða sem fyrst var veitt árið 1985. Páll sá einnig um útgáfu nokkurra afmælisrita og á 75 ára afmæli hans 1984 útbjuggu vinir hans honum sjálfum veglegt afmælisrit, Land og stund, sem Sverrir Kristinsson gaf út. Síðastliðið sumar stóð Safnahús Borgarfjarðar ásamt Landsbókasafni Íslands fyrir málþingi í Borgarnesi til minningar um Pál Jónsson bókavörð. Þingið var haldið í samvinnu við Ferðafélag Íslands og Héraðsskjalasafn Skagfirðinga og efnisval erinda fræðimanna á þinginu miðaðist við áhugaefni Páls. Hann var öflugur liðsmaður Ferðafélagsins og Héraðsskjalasafnið í Skagafirði geymir ljósmyndasafn hans sem er mikið að vöxtum. Báðir aðilar stóðu á þessum forsendum að málþinginu til að heiðra minningu góðs manns. Páll var lengst af bókavörður við Borgarbókasafn Reykjavíkur, en meðal annarra áhugamála hans voru ferðalög um náttúru Íslands og ljósmyndun. Í einkabókasafni hans er stór hluti ævistarfs hans fólginn. Þar hefur næmni og þekking bókasafnarans notið sín eins og best verður á kosið, en í safninu eru tæplega 7.000 bækur og margar þeirra afar fágætar. Þess skal einnig getið að margar af bókum sínum batt Páll inn sjálfur og þótti hann meðal bestu bókbindara landsins. Ekki sótti hann þó iðnnám í þeirri grein, en lærði mest á námskeiðum þýsks listbókbindara er hér dvaldist um nokkurra ára skeið eftir stríðslok. Páll Jónsson Páll var fæddur 1909 og var málþingið haldið á 100 ára afmæli hans, þann 20. júní 2009. Hann var fæddur á Lundum í Stafholtstungum í Borgarfirði, en fór fljótlega í fóstur að Örnólfsdal í Þverárhlíð. Leiðin lá síðan að heiman um 16 ára aldur og þá til Reykjavíkur þar sem hann starfaði við verslunarstörf fyrstu árin, en réðst svo sem auglýsingastjóri að dagblaðinu Vísi og starfaði við það í hátt á annan áratug. Árið Í minningu bókvinar Guðrún Jónsdóttir og Sævar Ingi Jónsson Páll Jónsson í bókaherbergi sínu.

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.