Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2010, Blaðsíða 15

Bókasafnið - 01.06.2010, Blaðsíða 15
15 bókasafnið 34. árg. 2010 Ráðstöfun bókanna Það var árið 1985 sem Héraðsbókasafni Borgarfjarðar í Borgarnesi barst bókasafn Páls að gjöf og á slíkt sér varla hliðstæðu í sögu borgfirsku safnanna. Páll lést þann 27. maí 1985 og hafði mælt svo fyrir með gjafabréfi ári áður að bókasafnið færi í Borgarnes eftir sinn dag. Þar var því búinn góður staður í Safnahúsi Borgarfjarðar og opnað með viðhöfn árið 1989. Safnið er mikið að vöxtum og í því margar afar fágætar bækur. Forvitnilegt er að grípa niður í minnisbækur þær er hann hóf að skrifa um 1960 og kallaði Bókarabb. Í færslu frá árinu 1971 hugleiðir hann meðal annars hvað verði um safnið eftir sinn dag: Oft er eg á seinni árum spurður að því hvað eg ætli að gera við bækurnar þegar eg er dauður, hvort eg ætli ekki að ráðstafa þeim á einhvern hátt. Mér verður víst oftast svarafátt, en það sem eg segi verður oftast eitthvað á þessa leið: Sem bókasafnari finnst mér að eg hafi dálitlar skyldur við bækurnar sem væru þær vinir mínir. Eg vil búa svo vel að þeim sem eg hef kunnáttu og trúi því að það sé nokkur trygging fyrir því að svo verði einnig þó mín njóti ekki lengur við. Einhvern tímann sagði eg bæði í gamni og alvöru að helst hefði eg hugsað mér að hafa það líkt og Egill Skallagrímsson vildi hafa það með silfrið: sá því og sjá menn berjast um hnossið. Heyrt hef eg að einhver sænskur bókasafnari hafi mælt svo fyrir að bækur hans skyldu seljast á uppboði. Þá dreifðust þær til þeirra sem vildu leggja nokkuð í sölurnar. Þetta er dálítið lík hugmynd og hjá Agli þó ekki leiði slík ráðstöfun til vopnaglamms eða pústra sem Agli var svo mikill unaður að horfa á. Það getur vel verið að ég eigi eftir að kynnast stofnun eða einstaklingi sem mér þætti þægilegt að hugsa mér sem eiganda bókanna eftir mig. Eg held mér fyndist þá máli skipta að einhver hefði þeirra not, en jafnframt væri sú krafa ofarlega í hug að þeirra væri vel gætt, þær yrðu hvorki fyrir skemmdum eða glötuðust. Safnið Fyrsta bókin sem Páll eignaðist voru Péturs föstuhugvekjur en bókina fékk hann að gjöf frá Geir Ívarssyni í Örnólfsdal sem hann kallaði afa. Geir notaði hana til að kenna Páli að lesa en gaf honum síðan bókina þegar hann taldi hann vera fullnuma í listinni. Um fyrstu bókina sem Páll keypti sjálfur segir hann svo frá í áðurnefndum minnisbókum: Fyrsta bókin, sem ég keypti sjálfur, voru Þjóðsögur og munnmæli eftir Jón Þorkelsson, en þá hef ég verið 8 eða 9 ára. Einhvern dag á útmánuðum bar gest að garði með stóran poka á baki fullan af bókum. Sýndi hann varning sinn, og var eg þá nærstaddur. Þótti mér þessi bók einna girnilegust, og kostaði hún 5 krónur, en það var einmitt sú peningaupphæð sem eg átti. Fór svo að eg keypti bókina, og í gleði minni yfir þessari eign gekk eg á milli fólksins og sýndi því hana. „Skelfing er að vita hvað þú ætlar að verða ráðlaus, að kaupa bók fyrir alla peningana þína“ var svarið sem eg fékk hjá húsmóður minni. Varð eg vissulega hryggur því mikil ógn stóð mér af fátækt sem eg hafði grun um að væri voðaleg. En hvað sem því leið bætti bókin mér upp þessi vonbrigði, og mátti segja að eg læsi hana upp til agna. Það er þó ekki fyrr en þegar Páll er kominn vel á fullorðins ár sem eiginleg bókasöfnun hefst. Í Pálssafni er áhersla einkum lögð á eftirtalda efnisflokka: íslensk ljóð, þjóðlegan fróðleik og rit tengd náttúru Íslands. Einnig er þar mikið af fágætum prentgripum sem hafa sérstakt varðveislugildi, bókum frá fyrri öldum, afbrigðaútgáfum og árituðum eintökum. Páll lagði á það mikla áherslu að safna eldri íslenskum bókum. Í safninu eru alls 29 íslenskar bækur frá 17. öld, þar af níu Skálholtsprent, einnig Þorláksbiblía gefin út á Hólum 1644 og þrjár af fyrstu fjórum útgáfum Passíusálmanna; gott eintak af fyrstu útgáfunni 1666 og sjaldgæfasta útgáfan frá 1682. Einnig má finna í safninu allar útgáfur Passíusálmanna frá 18. öld. Þar eru líka nær allar útgáfur af Vídalínspostillu, þar með talin fyrsta útgáfa hennar frá 1718-1720. Nefna má einnig bækur frá Hrappseyjarprenti, en af 83 bókum og smáritum sem prentuð voru í Hrappsey á árunum 1772-94 átti Páll alls 49 og er þar hvað öðru sjaldgæfara. Í viðtali við Braga Óskarsson í Morgunblaðinu í febrúar 1983 segir Páll að hann hafi eignast ljóðabækur flestra skálda á 19. öld og eigi þær flestallar í fyrstu útgáfu. En hann tekur einnig fram að bækur geti verið afar fágætar þótt þær séu mun yngri og nefnir sem dæmi ljóðabókina Skottið á skugganum eftir Sigurð Nordal sem kom út í 54 árituðum eintökum árið 1950. Páll átti fyrstu skáldritin sem út komu hér á landi. Má þar fyrst telja Pilt og stúlku eftir Jón Thoroddsen frá 1850. Einnig er í safninu þýddur reyfari sem kom út hér á landi tæplega öld fyrr og ber langt og mikið nafn: Þess svenska Gustavs landkrons og þess engelska Bertolds fábreytilegar Róbinsons Úr Pálssafni. Styttan er afsteypa af Móse eftir Michelangelo, gjöf til Páls frá Ferðafélagi Íslands á sjötugsafmæli hans 20. júní 1979.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.