Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2010, Page 23

Bókasafnið - 01.06.2010, Page 23
23 Yfirlit greinar Greinin fjallar stuttlega um flokkunarhugtakið, þróun bókasafna á Íslandi og gefið er yfirlit yfir Dewey-kerfið. Fjallað er um þýðingar Dewey-kerfisins á íslensku og þróun kerfisins hér á landi. Ennfremur notkun kerfisins eftir safnategundum. Þá er fjallað um flokkun sem efnisgreiningu, Gegni og Dewey og að lokum eru hugleiðingar um framtíð Dewey-kerfisins hér á landi. Inngangur Hvata þess að skoða notkun Dewey-kerfisins hér á landi má rekja til þess að vorið 2009 var undirrituð beðin um að flytja fyrirlestur um efnið á ráðstefnu sem haldin var í tengslum við þriðja ársfund notendafélags Dewey-kerfisins í Evrópu, European DDC Users Group (EDUG), sem vinnur að framþróun kerfisins. Notendafélagið var stofnað árið 2007 í samstarfi við OCLC og var fyrsti fundur þess haldinn í Bern það ár. Ráðstefnan, sem haldin var í Vínarborg, nefndist Dewey goes Europe: on the use and development of DDC in European libraries. Þar voru meðal annars fluttir fyrirlestrar um notkun kerfisins í ýmsum Evrópulöndum. Fyrirlesturinn kveikti í höfundi að skoða málið nánar. Við skoðunina reyndist þáttur Jóns Ólafssonar (1850-1816) ritstjóra, þingmanns og skálds við kynningu og útbreiðslu Dewey-kerfisins hér á landi meiri en undirrituð hafði áður áttað sig á og svo veigamikill að þýðing hans á kerfinu sem birtist í grein í Tímariti Hins íslenska bókmenntafélags árið 1902 hlýtur að teljast fyrsta þýðing þess á íslensku. Í heimildum um Jón er bókavarðarstarfi hans ekki mikið hampað en hann var á árunum 1900-1913 með hléum bókavörður á Landsbókasafni Íslands. Hann hóf þar notkun Dewey kerfisins og vann þar með merkilegt brautryðjandastarf. Ekki hefur ýkja mikið verið skrifað um flokkun á íslensku og má þar einna helst nefna ofangreinda grein Jóns Ólafssonar frá 1902, umfjöllun þeirra Björns Sigfússonar og Ólafs F. Hjartar í Bókasafnsriti I (1952), grein eftir Björn Sigfússon frá 1956 og grein eftir Ólaf F. Hjartar frá 1970. Þá má nefna grein höfundar í ritinu Rannsóknir í Félagsvísindum X frá 2009. Að ógleymdri bók Susönnu Bury um liðflokkun (1974) og grein hennar um Bliss og flokkunarkerfi hans (1975) sem birt var í Afmælisriti Björns Sigfússonar. Flokkunarhugtakið Flokkun er almennt skilgreind sem ferlið að skipa hlutum eða hugtökum niður í rökrétt stigveldi með undirflokkum sem byggjast á því sem flokkanir hafa sameiginlegt og því sem greinir þá að (Reitz, 2007). Efnisflokkun er beitt á efni bókasafna burtséð frá útgáfuformi og tekur flokkunin ennfremur til þess að merkja efnið með marktákni þess flokkunarkerfis sem notað er (Chan og Hodges, 2007). Það geta verið hrein marktákn, bókstafir eða þá tölur eins og í Dewey-kerfinu, eða blönduð marktákn þegar notað er sambland bókstafa og tölustafa eins og til dæmis í kerfi Library of Congress. Þrír meginhlutar flokkunarkerfis eru oftast taldir aðaltöflur (e. schedules), svokallaðar hjálpartöflur (e. tables/auxiliary tables) og efnislykill (e. index). Hjálpartöflur eru notaðar þannig að tölum úr þeim er bætt við tölur úr aðaltöflunum til að ná fram nákvæmari flokkun. Efnislykillinn samanstendur af heitum sem vísa í viðeigandi flokkstölur í aðaltöflum og hjálpartöflum. Almennt er greint er á milli tvenns konar flokkunar, grófflokkunar (e. broad classification) og fínflokkunar (e. close classification). Grófflokkun er oftast notuð þegar flokkunarkerfi er aðeins notað til að raða eftir efni í hillur og þá er oftast beitt frekari efnisgreiningu, svo sem lyklun. Við fínflokkun eru allir möguleikar viðkomandi flokkunarkerfis Þórdís T. Þórarinsdóttir Dewey-flokkunarkerfið og notkun þess á Íslandi

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.