Bókasafnið - 01.06.2010, Side 24
24
bókasafnið 34. árg. 2010
notaðir til hins ýtrasta. Fínflokkun er gjarnan beitt þegar
engin frekari efnisgreining fer fram eða jafnvel í rafrænum
gagnagrunnum á sambærilegan hátt og lyklun.
Flokkun og lyklun (efnisorðagjöf) eru meginþættir efnis-
greiningar heimilda og geta bætt hvort annað upp svo að
kostir beggja aðferða nýtist þannig að flokkunin gefi til
dæmis heildaryfirlit yfir efnisflokka viðkomandi safns en
efnisorðin dragi út sérhæfðari svið safnkostsins.
Dewey-kerfið – Yfirlit
Dewey-kerfið er nefnt eftir höfundi sínum Melvil Dewey
(1851-1931) sem hannaði kerfið til að koma skipulagi á safnið
þar sem hann starfaði (Amherst College í Massachusetts).
Dewey-kerfið var fyrst gefið út árið 1876 og þá sem bækl ingur.
Allra fyrsta útgáfan var meira að segja án höfundaraðildar. Í
fyrstu útgáfunni var samt að finna alla meginþætti kerfisins,
það er stigveldisuppbyggingu efnisflokka (e. hierarchy),
flokkstölu/marktölu/mörkun (e. notation) sem byggðist
á tugakerfi (eiginlega aukastafir í tugstafakerfi eins og
tugstafakomman sé framan við töluna) og afstæðan efnislykil
(e. relative index). Ennfremur minnisatriði (e. mnemonics) í
flokkstölum þar sem sama talan vísar alltaf til sama efnis.
Aðalflokkar Dewey-kerfisins (hundruð)
000 Almennt efni
100 Heimspeki Sálfræði
200 Trúarbrögð
300 Félagsvísindi
400 Tungumál
500 Raunvísindi
600 Tækni (hagnýt vísindi)
700 Listir Skemmtanir Íþróttir
800 Bókmenntir og stílfræði
900 Landafræði Ævisögur Sagnfræði
Rætur Dewey-kerfisins ná aftur í aldir sem útskýrir helstu
gallana sem kerfið þykir hafa, til dæmis að stórir flokkar eru
á milli tungumála (400) og bókmennta (800) annars vegar og
félagsfræði (300) og sögu (900) hins vegar. Kerfið er byggt
á flokkunarkerfi Harrys frá 1870 sem byggði sitt kerfi aftur á
móti á viðsnúinni röð þekkingarkerfis Sir Francis Bacon (Chan
og Hodges, 2007) sem skýrir röð flokkana.
Dewey-kerfið varð fljótt mjög vinsælt og hefur þróast
í gegnum tíðina. Fyrsta útgáfa þess var lítill bæklingur en
síðustu óstyttu útgáfur eru fjögur þykk bindi. Sannast á
kerfinu að mjór er mikils vísir og segja má að umfang þess
endurspegli aukna útgáfustarfsemi í heiminum. Dewey-
kerfið er nú eitt útbreiddasta flokkunarkerfið í heiminum og
er í stöðugri endurskoðun. Kerfið er notað í yfir 135 löndum
og hefur verið þýtt á meira en 30 tungumál.
Tvenns konar útgáfa Dewey-kerfisins er fyrir hendi:
Óstytt útgáfa fyrir stærri bókasöfn. – Nýjust er
22. útgáfa frá 2002.
Stytt útgáfa fyrir minni söfn. – Nýjust er 14. útgáfa
frá 2003.
Útgáfurnar tvær eru nú algerlega samhæfðar (frá og með
19. óstyttu og 11. styttu útgáfunni frá 1979). Það þýðir að það
má nota þær saman á sama bókasafni, til dæmis flokka sérefni
eftir óstyttu útgáfunni og jaðarefni eftir þeirri styttu. Lengi
vel var stytta útgáfan með ýmsum tilfærslum milli flokka sem
gerði slíka samnýtingu örðugri.
Stiklað á stóru um
bókasafnsmál hér á landi
Þróun og notkun Dewey-kerfisins hér á landi er samofin
stofnun og þróun bókasafna og bókavarðafélaga í landinu en
bókasafnsþjónusta var nokkuð seinna á ferðinni hér á landi
en í öðrum Evrópulöndum. Á fyrri helmingi 20. aldarinnar var
þróunin frekar hægfara en mun hraðari á síðari hluta aldarinnar
sem má sjálfsagt meðal annars rekja til þess að efnahagur
landsins batnaði verulega um og eftir heimstyrjöldina síðari
og lýðveldi var stofnað árið 1944.
Dewey-kerfið er notað á flestum bókasöfnum hér á
landi og af öllum safnategundum. Af öðrum kerfum sem
í notkun eru má nefna NLM kerfið (National Library of
Medicine Classification) og UDC kerfið (Universal Decimal
Classification).
Þó bókmenning eigi sér langa sögu hér á landi á
bókasafnsþjónusta eins og við þekkjum hana í dag sér ekki ýkja
langa sögu. Fyrsta lestrarfélagið var samt stofnað árið 1790.
Á seinni hluta 19. aldar voru lestrarfélög stofnuð víðs vegar
um landið og byggðust á fróðleiksfýsn og sjálfboðavinnu.
Á árunum 1790 til 1982 er vitað um stofnun 431 safns fyrir
almenning, lestrarfélaga og almenningsbókasafna (Ingibjörg
Sverrisdóttir, 1997). Árið 1937 voru sett lög um starfsemi
lestrarfélaganna (Lög um lestrarfélög og kennslukvikmyndir)
og árið 1955 voru fyrstu Lög um almenningsbókasöfn sett
(Steingrímur Jónsson, 1983). Sama ár var embætti bókafulltrúa
ríkisins stofnað í samræmi við lögin og stuðlaði það að aukinni
fagmennsku á söfnunum. Bókafulltrúi ríkisins hafði umsjón
með og sinnti almenningsbókasöfnum og skólasöfnum í
grunnskólum. Mörg lestrarfélaganna hafa sameinast og verið
endurskipulögð sem almenningsbókasöfn. Borgarbókasafn
Reykjavíkur, sem stofnað var árið 1923, er langstærsta
almenningsbókasafn landsins. Þegar þetta er skrifað (2010)
eru um 40 almenningsbókasöfn á landinu og hefur starfsemi
þeirra verið í örri þróun hin síðari ár.
Landsbókasafn Íslands var stofnað árið 1818 og er
langelsta rannsóknarbókasafn landsins. Árið 1886 voru fyrst
sett íslensk Lög um skylduskil til bókasafna sem efldi safnkost
þeirra safna sem eintök fengu. Háskóli Íslands var stofnaður
árið 1911. Árið 1940 voru deildasöfn Háskólans sameinuð og