Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2010, Blaðsíða 32

Bókasafnið - 01.06.2010, Blaðsíða 32
32 Ákveðið var að hefja skil nemenda við Háskóla Íslands frá og með sameiningu HÍ og KHÍ. Skil allra sviða skólans annarra en menntavísindasviðs (áður KHÍ) í Skemmuna hófust því með októberútskrift 2008. Vegna tafa við uppsetningu var Skemman ekki tilbúin fyrr en á vormánuðum 2009 en reynt var að safna ritgerðum á annan hátt, til dæmis með því að fá ritgerðina senda í tölvupósti eða þá að nemendur skiluðu ritgerðinni á geisladiski. Skólaárið 2008-2009 voru farnar ýmsar leiðir til að innheimta stafrænu eintökin en frá og með vorútskriftinni gátu nemendur sjálfir skilað ritgerðum sínum í Skemmuna. Nú eru rúmlega 5000 höfundar að efni í Skemmunni, þar af hafa um 3000 nemendur Háskóla Íslands sent inn sína ritgerð. Þar kennir ýmissa grasa. Til dæmis er hægt að finna ritgerðir um bankahrunið, kreppuna, Facebook og blogg auk hefðbundnari ritgerða í lögfræði, bókmenntum og efnafræði, svo dæmi séu nefnd. Hægt er að fletta upp eftir höfundum, titlum eða efnisorðum en einnig er hægt að leita innan ákveðinna sviða eða deilda. Í Gegni er að finna tengingu við ritgerðir sem eru í opnum aðgangi. Safnið hefur lagt áherslu á að sem flestar ritgerðir séu í opnum aðgangi en safnið styður hreyfingu um opið aðgengi að rannsóknarupplýsingum (Open Access – OA) og vinnur markvisst að því að vísindalegt efni verði sem víðast aðgengilegt, ekki síst niðurstöður rannsókna sem unnar eru fyrir opinbert fé. Það hefur samt komið á óvart að hluti nemenda kýs að loka aðgangi að ritgerðum sínum en til þessa hafa þeir haft val um það. Skemman notar hugbúnaðinn DSpace sem er opinn hugbúnaður og verður ný útgáfa opnuð haustið 2010. Áslaug Agnarsdóttir Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn (Lbs-Hbs) býður um þessar mundir upp á tólf vefi eða vefþjónustur þar sem umferð er mæld með samræmdri vefmælingu frá fyrirtækinu Modernus. Þetta eru vefir sem er haldið úti á vegum safnsins eða tengjast því beint. Sumir vefirnir eru samstarfsverkefni og er vefur Landsaðgangs, hvar.is, þá talinn með. Á bak við vefina liggja ólík gögn, skrár og gagnagrunnar með mismunandi virkni og nú stendur yfir heildarendurskoðun á vefjum safnsins. Viðmót þeirra flestra verður fært í sama vefumsjónarkerfið, CMS Made Simple, auk þess sem útlit og leiðakerfi verður samræmt. Mikilvægt er að fylgjast með notkun á þessu efni þar eð mikil vinna liggur á bak við það og notkun eykst sífellt, enda er þessi þjónusta í boði allan sólarhringinn allt árið um kring (24/7). Hér á eftir er gerð grein fyrir þremur ólíkum vefjum. skemman.is Skemman er rafrænt gagnasafn nokkurra háskólabókasafna og er hýst í Lbs-Hbs. Skemman var upphaflega rafrænt gagnasafn Háskólans á Akureyri (HA) og Kennaraháskóla Íslands (KHÍ). Þar voru geymd lokaverkefni nemenda beggja skóla og einnig rannsóknarrit kennara í HA. Snemma árs 2008 sendi samstarfsnefnd Háskóla Íslands og Lbs-Hbs tillögu til háskólaráðs HÍ um rafræn skil og varðveislu lokaritgerða nemenda og á fundi 21. febrúar 2008 var tillagan samþykkt einróma. Í kjölfarið var ákveðið að ganga til samstarfs við HA og KHÍ og við sameiningu KHÍ og HÍ þann 1. júlí sama ár var ákveðið að safnið tæki við hýsingu og rekstri Skemmunnar af KHÍ sem hafði hýst hana áður. Á svipuðum tíma og HÍ samþykkti að taka þátt í Skemmunni var samþykkt að Háskólinn í Bifröst, Listaháskólinn og Landbúnaðarháskóli Íslands (LBHÍ) fengju aðild að verkefninu. Allir fyrrnefndir háskólar eru nú þátttakendur. Háskólinn í Reykjavík hefur sótt um inngöngu og mun væntanlega gerast þátttakandi haustið 2010. Ný verkefnisstjórn var skipuð fyrir Skemmuna 2008 og í henni sitja fulltrúar frá öllum þátttökusöfnum. Vefir á vegum Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.