Bókasafnið - 01.06.2010, Side 38
38
bókasafnið 34. árg. 2010
gegnum vefina. Safnið setti sér stefnu um stafræna endurgerð
árið 2006 og hefur hún verið endurskoðuð reglulega.
Söfnun og varðveisla stafræns efnis er í verkahring safnsins
og fyrsta stóra verkefnið á því sviði var söfnun íslenskra
vefsíðna. Safnið hefur tekið þátt í erlendu samstarfi um söfnun
vefsíðna og þróun vefsafna með Norðurlandaþjóðunum og
undir formerkjum IIPC (International Internet Preservation
Consortium). Íslenska vefnum, það er þjóðarléninu.is, og
erlendum síðum sem fjalla um Ísland og íslensk málefni hefur
verið safnað síðan 2003. Vefsafn.is var opnað árið 2009 og í
því eru nú um einn milljarður vefslóða. Þá er verið að stíga
fyrstu skref við móttöku og söfnun á öðru efni sem verður til
stafrænt, svo sem bókum, tímaritum, tónlist og fleiru. Einnig
er fylgst með þróun á sviði langtímavarðveislu þessa efnis.
Nú er stafrænt efni safnsins um 22 terabyte eða tvöfalt það
vegna afritatöku.
Stefnt er að því að stafrænu gögnin verði aðgengileg víðar
en á vefjum safnsins. Þau eru gerð leitarbær og lýsigögn
fyrir þau unnin þannig að unnt verður að birta þau í öðrum
upplýsingaveitum. Gegnir, kortavefurinn, sagnanetið og
timarit.is eru nú aðgengileg gegnum TEL (The European
Library) og stafrænu leitargáttina Europeana. Þá tekur safnið
þátt í gerð samþættrar leitarvélar fyrir Ísland með Landskerfi
bókasafna, en stefnt er að opnun hennar árið 2011. Þar verður
veittur aðgangur að stafrænu íslensku efni frá bókasöfnum,
skjalasöfnum og minjasöfnum auk annarra þeirra aðila sem
vilja veita aðgang að stafrænu efni sínu. Þá er safnið að feta
sig áfram í nýju vefumhverfi, svo sem á samskiptasíðunum
MySpace og Facebook en þar er hægt að gerast vinur safnsins.
Facebook-síðan er hugsuð fyrir kynningar á starfsemi safnsins
almennt og viðburðum sem þar eru. MySpace-síðan er leið
tón- og myndsafns til að nálgast tónlistarfólk sem kemur
tónlist sinni á framfæri á vefnum.
Starfsemi Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns
byggist að verulegu leyti á vinnu starfsmanna og hvernig
þeim tekst að nýta það fjármagn sem safninu er ætlað hverju
sinni. Vel hefur tekist til og skal núverandi og fyrrverandi
starfsmönnum þakkað fyrir framlag þeirra til safnsins þau ár
sem það hefur starfað.
Meðal verkefna sem unnið hefur verið að s.l. 15 ár eru:
1994-95 Þjóðarátak stúdenta – Fyllum bókhlöðuna
1996 Fyrsti vefur safnsins opnaður
1996 Útgáfa Passíusálmanna
1996 Kvennasögusafn opnað
1997 Kortavefurinn opnaður
1997 Samstarfssamningur við Háskóla Íslands
1998 Aðgangur keyptur að fyrsta gagnasafninu með
tímaritum – ABI/Inform
1998 Stöður starfsmannastjóra og forvarðar verða til
1999 Endurskoðað skipurit
1999 Fyrsti árangurssamningur við
menntamálaráðuneytið undirritaður
2000 Bókminjasafn í Þjóðmenningarhúsi opnað
2001 Sagnanetið opnað
2002 Þjónustusamningur um rekstur Landsaðgangs
undirritaður
2002 Innri vefur – Inngangur opnaður
2002 Útgáfa flokkunarkerfis Deweys – stytt íslensk
útgáfa
2003 Nýr Gegnir, bókasafnskerfi fyrir allt landið
opnað
2003 Stafræn endurgerð íslenskra dagblaða hefst
(lýkur 2010)
2004 Útgáfa Starfsmannahandbókar
2004 Útgáfa Galdrakversins
2005 Vefsöfnun hefst
2005 Forskráning íslenskra bóka í Gegni hefst
2006 Skrá yfir doktorsritgerðir opnuð
2007 Íslensk útgáfuskrá opnuð
2007 Skjalastjórnarkerfi tekið í notkun
2008 Ný myndvinnslulína fyrir stafrænt efni tekin í
notkun
2009 Vefsafn.is opnað
2009 Skemman.is, safn lokaritgerða háskóla opnað
Abstract
The National and University Library of Iceland. December
1st 1994-2009 – 15th Anniversary
The National and University Library of Iceland celebrated its
15th anniversary in 2009. The Library was established in 1994
with the union of the National Library of Iceland (founded in
1818) and of the Library of the University of Iceland (founded
1940). The National Librarian gives an overview of the National
Library´s statutes, strategies, both older ones and a new one
from 2009 under the banner Access to Knowledge for Everyone,
organisational chart, staff and administration, housing and
special units. The role of the Library in the Consortium of
Icelandic Libraries, accessible at gegnir.is and the National
Licences at hvar.is. are discussed as well as projects and
collaboration in the field of harvesting, dissemination, and
preservation of digital material.
Landsbókasafn Íslands –
Háskólabókasafn
Handritadeild
Tón- og myndsafn
Landsbókasafns Íslands –
Háskólabókasafns