Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2010, Síða 39

Bókasafnið - 01.06.2010, Síða 39
39 Inngangur Markmið þessarar greinar er að lýsa bókfræðigrunni Gegnis með tölulegum upplýsingum. Leitað er svara við spurningum á borð við hversu margir titlar eru í bókfræðigrunni Gegnis, fyrir hvern gögnin í kerfi nu eru og á hvaða tungumálum þau eru. Bókfræðigrunnurinn er skoðaður sem heild og einnig árlegar viðbætur. Allt síðan byrjað var að nota bókasafnskerfi ð Aleph 500 eða Gegni árið 2003 hafa aðildarsöfn Gegnis óskað eftir upplýsingum um árlegar viðbætur í bókfræðigrunninn, ásamt upplýsingum um framlag einstakra safna. Jafnframt hafa einstök söfn óskað eftir upplýsingum um framlag einstakra starfsmanna til bókfræðigrunnsins. Ástæða þess að nauðsynlegt þykir að afl a nákvæmra upplýsinga um árlegar viðbætur í bókfræðigrunn Gegnis er að bókfræðiskráning er tímafrek, krefst mikillar nákvæmni og sérhæfðs mannafl a. Forsenda þeirrar greiningar á tölulegum upplýsingum sem hér birtist er verkefni sem hleypt var af stokkunum veturinn 2008 - 2009 og snýst um að afl a tölulegra upplýsinga fyrir bókfræðigrunn Gegnis. Verkefnið er unnið samkvæmt verkáætlun um gæðamál Gegnis sem byggist á samstarfi Landskerfi s bókasafna, Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns og Borgarbókasafns Reykjavíkur. Verkefninu er skipt í tvo áfanga. Fyrri áfanginn lýtur að því að ná heildarupplýsingum um skráningu í bókfræðigrunninn án tillits til framlags einstakra aðildarsafna. Upplýsingarnar taka til skráðra bókfræðifærslna, þ.e. árlegra viðbóta frá og með árinu 2007. Einnig kemur fram heildarfj öldi færslna í árslok 2006, þ.e. skráðar færslur frá stofnun Gegnis og út árið 2006 án þess að árlegar viðbætur innan þeirra tímamarka séu greindar. Vegna yfi rfærslu gagna í Gegni úr eldri kerfum og sameiningar á færslum eftir yfi rfærslu eru upplýsingar um árlega bókfræðiskráningu í Gegni ekki marktækar fram til ársins 2007. Fyrri áfanga tölfræðiverkefnisins lauk í júlí 2009 með birtingu greinargerðarinnar, „Tölur úr bókfræðigrunni Gegnis : greinargerð um söfnun og úrvinnslu tölulegra upplýsinga“ eftir Hildi Gunnlaugsdóttur og Sigrúnu Hauksdóttur. Sambærileg greinargerð hefur verið birt fyrir árið 2010 þar sem afrakstur ársins 2009 er tekinn með í reikninginn. Þessar greinargerðir er að fi nna á vef Landskerfi s bókasafna, www.landskerfi .is. Síðari áfangi tölfræðiverkefnisins verður unninn árið 2010 en hann lýtur að því að greina framlag einstakra safna til bókfræðigrunnsins. Skráð  fyrir   árslok  2006   Skráð  2007   Skráð  2008   Skráð  2009   Bókfræðifærslur  í  Gegni   E=ir  skráningar?ma   Mynd 1: Bókfræðifærslur í Gegni eftir skráningartíma. Í árslok 2009 voru skráðir í Gegni samtals 947.694 titlar. Síðustu þrjú árin var árleg viðbót nálægt fi mm prósent. Þótt árlegt hlutfall sé svipað í stórum potti er munurinn umtalsverður milli ára. Árið 2007 bættust við 47.784 titlar, árið 2008 var viðbótin 50.667 titlar og árið 2009 skilaði 41.266 titlum. Bókfræðigrunnur Gegnis Bókfræðigrunnurinn er hjartað í Gegni. Hann hýsir upplýsingar um alla titla sem til eru í kerfi nu. Í bókfræðigrunninn eru skráðar upplýsingar um bækur, tímarit, myndefni, tónlist, kort, handrit o.s.frv. Hver titill er aðeins skráður einu sinni og Sigrún Hauksdóttir og Hildur Gunnlaugsdóttir Hjartað í Gegni Nokkrar tölur úr bókfræðigrunni

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.