Bókasafnið - 01.06.2010, Page 41
41
bókasafnið 34. árg. 2010
32%
4%
64%
Börn og fullorðnir
Árslok 2009
Kóðað fyrir fullorðna
Kóðað fyrir börn og unglinga
Annað
Mynd 3: Börn og fullorðnir, árslok 2009. Bókfræðifærslur í Gegni í árslok
2009, öll útgáfuform. Kennsluefni grunn- og framhaldsskóla er hér
talið með efni fyrir börn og unglinga. Samanlagt hafa tæplega fj örutíu
þúsund titlar verið kóðaðir sem efni ætlað börnum og unglingum, þ.e.
fj ögur prósent af skráðum titlum. Undir ,,Annað“ falla færslur fyrir
efni sem ekki er í boði að kóða fyrir tiltekinn notendahóp, t.d. kort og
tímarit, einnig færslur sem ekki hafa verið kóðaðar fyrir notendahóp
samkvæmt reglum skráningarráðs Gegnis um lágmarkskóðun.
Reglurnar voru settar síðla árs 2004. Það sem skráð var fyrir þann
tíma var að einhverju leyti kóðað nákvæmar en reglurnar segja til um
og fellur þess vegna undir ,,Annað“, t.d. fræðilegt efni og almennt efni
sem ætlað er börnum jafnt sem fullorðnum.
78%
6% 16%
Börn og fullorðnir
Viðbót 2009
Kóðað fyrir fullorðna
Kóðað fyrir börn og unglinga
Annað
Mynd 4: Börn og fullorðnir, viðbót 2009. Hér er sýnt hvernig efni,
sem var skráð í Gegni árið 2009, skiptist eftir notendahópum. Titlar
kóðaðir sem barna- og unglingaefni eru 2.401 eða sex prósent af
heildinni. Árið 2009 voru 84% af skráðum færslum kóðaðar fyrir
tiltekna notendahópa samkvæmt reglum skráningarráðs Gegnis um
lágmarkskóðun.
Greining eftir tungumálum
Skráning bókfræðiupplýsinga í Gegni, þ.e. aðföng aðildar-
safnanna, speglar tímann. Þegar gögnin eru greind eftir
tungumáli og tímabilum má sjá breyttar áherslur í samskiptum
þjóðarinnar við önnur tungumálasvæði. Ein meginforsenda
aðfanga aðildarsafna Gegnis er að notendur geti tileinkað sér
efnið, þ.e.a.s. að notendur geti lesið og skilið það efni sem er
keypt eða afl að á annan hátt.
Þegar myndir 5 og 6 eru bornar saman má sjá þessa þróun.
Í heildina, þ.e.a.s. í árslok 2009 samkvæmt mynd 5, eru gögn
á ensku 39% en árið 2009 (mynd 6) voru gögn á ensku sem
bættust við bókfræðigrunninn 44%. Í heildina er íslenska
með 32%, nálægt þriðjung af gögnum í kerfi nu, en árið 2009
var íslenska með 29%. Norðurlandamál, þ.e. danska, norska,
sænska, fi nnska og færeyska, eru 14% í heildina og láta þau
stöðugt undan síga; árið 2009 voru 8% nýskráninga í kerfi ð
á Norðurlandamálum. Ljóst er að aðföng á ensku hafa aukist
mjög síðustu árin á kostnað annarra erlendra tungumála og
kemur varla á óvart. Efnahagsástandið er stór óvissuþáttur
sem klárlega hefur áhrif á erlend aðföng safna. Árið 2009 var
kreppa á Íslandi sem glöggt má sjá í fækkun nýskráninga í
kerfi ð (mynd 1). Gögn á íslensku halda þó betur hlut sínum
en gögn á erlendum tungumálum. Þegar á heildina er litið er
tæplega þriðjungur efnis í Gegni á íslensku. Ætla má að vægi
erlendra tungumála torveldi stórum notendahópum að nota
upplýsingakerfi ð gegnir.is.
32%
39%
14%
15%
Tungumál, öll útgáfuform
Árslok 2009
Íslenska
Enska
Norðurlandamál
Annað
Mynd 5: Tungumál, öll útgáfuform í árslok 2009. Hér eru tungumál
gagna fl okkuð í rit á íslensku, ensku, Norðurlandamálum og annað.
Tungumálagreiningin er bundin við eitt tungumál fyrir hvert rit/gagn.
Ef fl eiri en eitt tungumál hafa jafnt vægi fellur færslan undir ,,Annað“.
Sé hins vegar eitt tungumál af mörgum greint sem aðaltungumál
fellur færslan undir það tungumál. Undir ,,Annað“ falla gögn á öðrum
tungumálum en hér eru talin ásamt gögnum þar sem tungumál er
ekki skilgreint (t.d. hljóðritaður hljóðfæraleikur). Í árslok 2009 var
39% gagna í Gegni á ensku, 32% gagna á íslensku, 14% gagna á
Norðurlandamálum og síðan fl okkast 15% gagna undir annað.
29%
44%
8%
19%
Tungumál, öll útgáfuform
Viðbót 2009
Íslenska
Enska
Norðurlandamál
Annað
Mynd 6: Tungumál, öll útgáfuform, viðbót 2009. Sömu skilgreiningar
gilda fyrir mynd 5 og 6. Hér má sjá að færslur fyrir gögn á íslensku eru
29% árið 2009, gögn á ensku eru 44%, gögn á Norðurlandamálum eru
8% og undir annað fl okkast 19%.
Hvað eru gögnin gömul?
Tilgangurinn með að greina nýskráð gögn eftir útgáfualdri
er að fá hugmynd um skiptingu á milli nýrra og eldra efnis
eftir skráningarárum. Áhugavert er að skoða hvort efnahags-
kreppan árið 2009 hafi haft áhrif á ný aðföng til safnanna
og einnig hvort skráning gagna hafi almennt dregist saman
vegna samdráttar hjá aðildarsöfnum Gegnis. Nýskráningar
árin 2007, 2008 og 2009 voru greindar eftir útgáfuári gagna.
Til að skerpa skilin á milli nýs og eldra efnis var undanskilið efni
sem er hluti af útgáfu eins og tímaritsgreinar, bókarkafl ar, lög
eða stök tónlistarverk (greinifærslur) ásamt námsritgerðum
háskólanna, þ.e.a.s. borin eru saman raunveruleg útgefi n
gögn sem hafa verið keypt eða afl að á annan hátt, sjá töfl u 1.
29%
44%
8%
19%
Tungumál, öll útgáfu orm
Viðbót 2009
Íslenska
Enska
Norðu land mál
Annað