Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2010, Blaðsíða 50

Bókasafnið - 01.06.2010, Blaðsíða 50
50 bókasafnið 34. árg. 2010 upplýsingum, bókmenntum, kvikmyndum, tónlist, dagblöðum og tímaritum, og starfsmenn eru sérlega færir að vísa fólki leið gegnum frumskóg upplýsinga. Auk þess að eiga feikimikinn safnkost og vera mikilvægur lykill að upplýsingasamfélaginu er bókasafnið staður þar sem einstaklingar mæla sér mót og hópar koma saman. Þar geta ný tengsl myndast og þar má byggja brýr milli menningarheima og þekkingarsviða. En til þess að geta notfært sér þetta verður hver einstaklingur að vita hvar bókasafnið í nágrenni hans er og hvernig hann getur sjálfur notfært sér starfsemi bókasafnsins í sínu eigin lífi. Síðan í febrúar 2008 hef ég verið svo heppin að fá að byggja upp fjölmenningarlegt starf á Borgarbókasafni Reykjavíkur. Fjölmenningarlegu verkefnin ganga út á að tengja innflytjendur við bókasöfnin á fjölbreyttan hátt, vekja athygli á að ólík menning getur auðgað eigin menningu og að miðla þekkingu og menningu milli Íslendinga og innflytjenda. Boðið er uppá lifandi stuðning við íslensku- og móðurmálskennslu, þar sem kennarar koma með hópa af nemendum (fullorðnum sem börnum), fá kynningu um bókasafnið, fara í ratleik og nýta möguleika og gögn safnsins í tungumálakennslunni. Gestirnir fá bókasafnsskírteini og oft verður þessi heimsókn til þess að safnið eignast dygga gesti. Í tveimur söfnum hafa skiptibókamarkaðir verið opnir þar sem hægt er að koma með bækur á erlendum tungumálum og taka sér aðrar í staðinn. Borgarbókasafnið hefur yfirlýsingu IFLA um fjölmenningar- legt bókasafn að leiðarljósi í þjónustu sinni við innflytjendur. Fjölmenningarleg verkefni Borgarbókasafns eru unnin í samvinnu við ýmsa aðila í samfélaginu og hafa þau verið sett inn í Horft til framtíðar, sem er stefnumótun og aðgerðaráætlun Reykjavíkurborgar í málefnum innflytjenda. Aðalmarkmið safnsins er að gera heimsókn á Borgarbókasafn hluta af daglegu lífi innflytjenda, og koma því áleiðis að hér er um að ræða ókeypis þjónustu sem er öllum opin. Hér á eftir er stutt kynning á fjórum verkefnum þar sem áhersla er lögð á að flétta fjölmenningarlegt starf Borgarbóka- safns inn í skólastarf og stuðla að félagslegum samkomum þvert á aldur og þjóðerni. Fljúgandi teppi – menningarmót í skólum Á menningarmótum sem kölluð eru Fljúgandi teppi fá nemendur, foreldrar og starfsfólk tækifæri til að hittast og kynna menningu sína og áhugamál í hvetjandi umhverfi og á skemmtilegan og lifandi hátt. Menningarmótin hafa verið notuð með góðum árangri bæði í Danmörku og hér á Íslandi. Þau eru yfirleitt haldin í skólum en geta líka farið fram á bókasafninu. Með verkefninu tekur bókasafnið þátt í að stuðla að gagnkvæmri virðingu og skilningi manna á milli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.