Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2010, Síða 53

Bókasafnið - 01.06.2010, Síða 53
53 bókasafnið 34. árg. 2010 Cesar Vallejo Enginn býr núna í húsinu Enginn býr núna í húsinu, segirðu við mig, allir eru farnir. Stofan, svefnherbergið, innigarðurinn, allt er mannlaust. Enginn er þar lengur. Og þá segi ég við þig: Þegar einhver fer verður einhver eftir. Staðurinn þar sem maður hefur dvalist verður ekki yfirgefinn. Sá staður er aðeins yfirgefinn af mönnum sem enginn kom til. Ný hús eru meira andvana en gömul vegna þess að veggir þeirra eru gerðir úr steini eða stáli en ekki mönnum. Húsið verður ekki til þegar lokið er við að byggja það heldur þegar farið er að búa í því. Húsið lifir vegna mannanna eins og gröfin. Af því spretta ómótstæðileg líkindi milli húss og grafar. Nema að því leyti að húsið nærist af lífi mannsins en gröfin nærist af dauðanum. Þannig stendur hið fyrra upprétt á meðan hið síðarnefnda liggur flötum beinum. Allir hafa yfirgefið húsið í raun og veru en samt hafa allir orðið um kyrrt, sannleikanum samkvæmt. Og það sem verður um kyrrt er ekki minningin um þá heldur þeir sjálfir. Því er ekki þannig farið að þeir hafi orðið eftir í húsinu heldur halda þeir áfram að búa í því. Athafnir þeirra og gerðir yfirgefa húsið með lest eða flugvél eða á hestbaki, fótgangandi eða á fjórum fótum. Það sem dvelur um kyrrt er lífsmagnið, drifkraftur gerandans og hringformsins. Fótatakið hefur horfið, kossarnir, fyrirgefningin, ódæðisverkin. Það sem býr enn í húsinu er fóturinn, varirnar, augun og hjartað. Neitun og samsinni, gott og illt, hefur gufað upp. Sá sem hefur aðhafst lifir enn í húsinu. Berglind Gunnarsdóttir þýddi „Stiftisbókasafnið – á eg að kalla það svo?“ „Stiftisbókasafnið – á eg að kalla það svo? – liggur í sama saurnum, sem eg kom því í og skildi við það í árið (1849)- 1850. Það er langt frá mér, að eg sé búinn að skilja við það, því meðan eg er og tóri í Reykjavík – en hér er nú ekki orðið verandi – ætla eg ekki að sleppa því, en óumræðileg kvöl er að fást við það fyrir þann, sem nokkuð hugsar. Eg skrifaði stjórnendum safnsins þrisvar árið sem leið um sama hlutinn og bað þá samþykktar á honum, nl. 10. marz, 15. september og 9. nóvember, og hef enn ekki fengið samþykki, og þó var þetta málefni, sem þeir höfðu falið mér á hendur að afgjöra eftir nýár 1855. Þetta er nú ekki spaug með aðgjörðaleysi. Umliðið ár, 1855, hafa 42 menn notað lán af safni þessu og fengið að láni 1296 bindi. Bókasafnið hefur keypt 150 bindi og fengið gefins 190 bindi eða númer; því þar í eru bæði talin 87 lagaboð, sem eg prakkaði út úr Guðjohnsen af stiftisskrifstofunni (þó vantar mikið á, að við höfum öll lagaboðin, sem komið hafa síðan alþing reis upp aftur, en þau vildi eg fá) og grafskriftir og boðsbréf, sem frá prentsmiðjunni komu. Úr bréfi Jóns Árnasonar þjóðsagnasafnara og stiftsbókavarðar í Reykjavík til Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn 23. febrúar 1856. Úr fórum Jóns Árnasonar, fyrra bindi, Hlaðbúð, Reykjavík, 1950, bls. 51-52. BÓKASAFNIÐ 32. ÁRG. 20086 un eftir árum eða tímabilum er einungis hægt að miða leit þar við titla tímaritanna. Á vefsíðu Evr pubókasafnsins eru samtals fjögur gagnasöfn undir hatti Íslands. Beinn aðgangur er að tveimur gagnasöfnum Landsbókasafns, auk þeirra tveggja fyrrnefndu sem falla undir sameiginlegu vef- gáttina. Þetta eru kortavefurinn Forn Íslandskort http://kort.bok.hi.is/ og Sagnanet http://sagnanet.is/. Þessir vefir eru ekki leitarbæri um vefgátt Evrópu- bókasafnsins en hægt að komast beint í þá um tengil í vefslóðina. Á þann hátt er einnig beinn aðgangur að Gegni og Tímarit.is. Meginstefna Evrópubókasafnsins er að bjóða fjöltyngt note daviðmót. Samt er talið viðunandi að á sömu síðu geti birst texti á tveimur tungumálum. Þetta táknar í stórum dráttum að efstu lög vefsins og leitarumhverfi má þýða á hvaða tungumál þátt- tökusafnanna sem er. Að öðru leyti ríkja þrjú tungu- mál, enska, franska og þýska. Tungumálablandan kemur spánskt fyrir sjónir og hlýtur að teljast lýti á vefnum. Það er umhugsunarefni hvort gagnasöfn- unum í íslenska framlaginu sé betur borgið með eða án þeirrar íslensku þýðingar sem nú birtist á hluta vefviðmótsins. Hvað er þarna að finna? Evrópubókasafnið er samlag fjörutíu og sjö þjóð- bókasafna. Samlagið inniheldur ríflega 270 gagnasöfn, misjöfn a stærð og gerð. Hartnær 180 gagnasöfn eru leitarbær gegnum vefgátt Evrópubókasafnsins og jafnframt er vísa á e gin vefslóð hvers og eins. Tæplega hundrað gagnasöfn eru einungis leitarbær um eigin vefslóð. Stutt umfangslýsing er gefin fyrir hvert gagnasafn. Þar kemur fram hvort gagnasafnið er leitarbært gegnum vefgátt Evrópubókasafnsins og jafnframt birt eigin vefslóð gagnasafnsins. Á forsíðu vefs Evrópubókasafnsins er mögulegt að takmarka leitina við flokk gagnasafna með hlið- stæðu innihaldi. Þar raðast saman bókfræðiskrár þjóðbókasafna, stafræn gagnasöfn, hljóðrit og nótur, myndir, handrit, kort, tímarit, barnaefni og síðasti flokkurinn er lokaritgerðir og doktorsritgerðir. Þessi flokkun gefur yfirlit um eðli og innihald gagnasafn- anna en mismörg gagnasöfn tilheyra hverjum flokki. Leit í tveimur fyrstnefndu flokkunum getur skilað niðurstöðum úr upp undir fimmtíu gagnasöfnum en fimm gagnasöfn falla undir barnaefni, svo að dæmi séu tekin. Þegar leit er takmörkuð við lokaritgerðir og doktorsritgerðir skila sér niðurstöður úr einungis einu gagnasafni. Leitarkerfi Evrópubókasafnsins er hægfara og þunglamalegt. Ekki er í boði að l ita í öllum gagna- söfn num s mtímis enda reynir bið eftir niðurstöðum á þolinmæðina þótt minna sé lagt undir. Á vefnum er varað við að leita í fleiri en fimmtán gagnasöfnum í einu. Á yfirlitssíðu um gagnasöfnin er úr nokkrum möguleikum að spila við að velja gagnasöfn til að leita í samtímis. Val eftir löndum gefur kost á að velja í einu lagi öll gagnasöfn viðkomandi lands eða merkja við einstök P L Á N E T A N 2 0 0 7 Gullbrá og bir irnir þrír. Myndin er úr bók í stafrænu serbnesku barnabókasafni. Í þessu gagnasafni er hægt að komast í 127 barnabækur. Stafræna serbneska barnabókasafnið var upphaflega liður í alþjóðlegu verkefni sem unnið var á árunum 2002–2007. Afrakstur þess er alþjóðlegt stafrænt barnabókasafn http:// www.childrenslibrary.org/ og serbneska framlagið birtist líka í Evrópubókasafninu.

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.