Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2010, Blaðsíða 54

Bókasafnið - 01.06.2010, Blaðsíða 54
54 bókasafnið 34. árg. 2010 Bækur eru þykkar, þunnar, þungar, léttar, djúpar, grunnar, óþekktar og öllum kunnar, augu og eyru, nef og munnar. Bækur hafa alltaf verið mér stórigaldur. Ekkert í heiminum fi nnst mér merkilegra en hægt skuli vera að raða táknum saman á síður og á þann hátt færa hugsanir, langanir og skoðanir annarra yfi r í kollinn á mér. Þessi merkilegi galdur hefur opnað mér dyr að hugmyndum sem voru hugsaðar hér heima eða langt úti í heimi, af samtímafólki jafnt sem löngu dánu liði og – þökk sé þýðendum og tungumálakennurum – á ýmsum tungumálum. Mér fi nnst það galdur hvernig orð á síðum geta fengið mig til að hlæja dátt uppi í rúmi að kvöldlagi eða gráta með ekkasogum í biðröð á fl ugvelli. Ég varð snemma bókaormur sem fór sem engisprettufaraldur um bókahillur bókasafna og heimila. Stökk fi mlega yfi r ímyndaðar hindranir á borð við stráka- og stelpubækur eða barna- og fullorðinsbækur. Las undir sæng með vasaljósi, ætlaði að keyra Bókabílinn þegar ég fengi bílpróf og dreymdi um framtíðarstörf í bókabúð. Bækur urðu þannig fl jótt stór hluti af lífi nu og á köfl um lífi ð sjálft. Gaman er að liggja og lesa langar nætur upp í bæli söguskruddur, skræður, pésa, skýrslur, ljóð og eftirmæli. Þegar ég var lítil fannst mér alls ekki óraunhæft að komast yfi r að lesa allar þær bækur sem mig langaði virkilega til. Kannski af því ég vissi ekki þá hvað mikið var til af bókum í heiminum. Það gat reyndar verið snúið að komast yfi r þær sumar. En svo breyttist tíðin. Aðgangur að æ fl eiri bókum opnaðist á sama tíma og ekki lengur taldist við hæfi að liggja sumardaga eða sunnudaga langa fl öt yfi r bók. Nú fi nnst mér lífi ð vera eilíf barátta um að ná að lesa allt sem ég vil og þarf. Ég nota ýmis ráð til að vinna bug á þessum vanda. Ein er að fara aldrei út úr húsi án bókar ef vera skildi að gæfi st einhvers staðar á annasömum degi næði til lesturs. Biðröð í Bónus getur reynst drjúg. Það fór með mig eins og Guðmund á Mýrum sem borðar bækur, það byrjaði upp á grín en varð svo kækur. Ótal bækur bíða í hillum, blína út í næturhúmið troðfullar af visku og villum, vilja komast með í rúmið. Sem bókafíkill skráði ég mig í janúar í fyrsta sinn á námskeið um jólabækurnar hjá Endurmenntun. Hvötin var að fá löglega ástæðu til að liggja í jólabókunum. Námskeiðið var gott og ég lærði margt en líklega hefur minn mesti lærdómur ekki verið á námskrá kennarans. Ég uppgötvaði sem sagt að í æsingnum yfi r að komast yfi r sem fl estar bækur undanfarna áratugi hafði ég tapað því að njóta. Að lesa hægt, að lesa síðuna aftur, lesa bókina aftur, stoppa og hugsa, ná sambandi við höfundinn og eiga við hann þögult samtal. Ég er enn að æfa mig í að njóta – þó hún sé óþægileg sú tilfi nning að þannig muni ég ekki ná að lesa nærri nógu margar bækur áður en ég dey. En ef vel tekst til í þessu lífi þá lendi ég á betri staðnum sem hlýtur að vera bókasafn opið til eilífðar. Þar er sól og þar er bylur, þar er sorg og mikil kæti, þar er allt sem þjóðin skilur: Þögn og ró og skrípalæti. (Þórarinn Eldjárn, Bækur úr Gælur, fælur og þvælur) Bækur og líf Bók í hönd og þér halda engin bönd Guðrún Geirsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.