Bókasafnið - 01.06.2010, Qupperneq 54
54
bókasafnið 34. árg. 2010
Bækur eru þykkar, þunnar,
þungar, léttar, djúpar, grunnar,
óþekktar og öllum kunnar,
augu og eyru, nef og munnar.
Bækur hafa alltaf verið mér stórigaldur. Ekkert í heiminum
fi nnst mér merkilegra en hægt skuli vera að raða táknum
saman á síður og á þann hátt færa hugsanir, langanir og
skoðanir annarra yfi r í kollinn á mér. Þessi merkilegi galdur
hefur opnað mér dyr að hugmyndum sem voru hugsaðar hér
heima eða langt úti í heimi, af samtímafólki jafnt sem löngu
dánu liði og – þökk sé þýðendum og tungumálakennurum
– á ýmsum tungumálum. Mér fi nnst það galdur hvernig
orð á síðum geta fengið mig til að hlæja dátt uppi í rúmi að
kvöldlagi eða gráta með ekkasogum í biðröð á fl ugvelli. Ég
varð snemma bókaormur sem fór sem engisprettufaraldur
um bókahillur bókasafna og heimila. Stökk fi mlega yfi r
ímyndaðar hindranir á borð við stráka- og stelpubækur eða
barna- og fullorðinsbækur. Las undir sæng með vasaljósi,
ætlaði að keyra Bókabílinn þegar ég fengi bílpróf og dreymdi
um framtíðarstörf í bókabúð. Bækur urðu þannig fl jótt stór
hluti af lífi nu og á köfl um lífi ð sjálft.
Gaman er að liggja og lesa
langar nætur upp í bæli
söguskruddur, skræður, pésa,
skýrslur, ljóð og eftirmæli.
Þegar ég var lítil fannst mér alls ekki óraunhæft að komast
yfi r að lesa allar þær bækur sem mig langaði virkilega til.
Kannski af því ég vissi ekki þá hvað mikið var til af bókum í
heiminum. Það gat reyndar verið snúið að komast yfi r þær
sumar. En svo breyttist tíðin. Aðgangur að æ fl eiri bókum
opnaðist á sama tíma og ekki lengur taldist við hæfi að liggja
sumardaga eða sunnudaga langa fl öt yfi r bók. Nú fi nnst
mér lífi ð vera eilíf barátta um að ná að lesa allt sem ég vil og
þarf. Ég nota ýmis ráð til að vinna bug á þessum vanda. Ein
er að fara aldrei út úr húsi án bókar ef vera skildi að gæfi st
einhvers staðar á annasömum degi næði til lesturs. Biðröð í
Bónus getur reynst drjúg. Það fór með mig eins og Guðmund
á Mýrum sem borðar bækur, það byrjaði upp á grín en varð
svo kækur.
Ótal bækur bíða í hillum,
blína út í næturhúmið
troðfullar af visku og villum,
vilja komast með í rúmið.
Sem bókafíkill skráði ég mig í janúar í fyrsta sinn á námskeið
um jólabækurnar hjá Endurmenntun. Hvötin var að fá löglega
ástæðu til að liggja í jólabókunum. Námskeiðið var gott og ég
lærði margt en líklega hefur minn mesti lærdómur ekki verið
á námskrá kennarans. Ég uppgötvaði sem sagt að í æsingnum
yfi r að komast yfi r sem fl estar bækur undanfarna áratugi hafði
ég tapað því að njóta. Að lesa hægt, að lesa síðuna aftur, lesa
bókina aftur, stoppa og hugsa, ná sambandi við höfundinn og
eiga við hann þögult samtal. Ég er enn að æfa mig í að njóta
– þó hún sé óþægileg sú tilfi nning að þannig muni ég ekki ná
að lesa nærri nógu margar bækur áður en ég dey. En ef vel
tekst til í þessu lífi þá lendi ég á betri staðnum sem hlýtur að
vera bókasafn opið til eilífðar.
Þar er sól og þar er bylur,
þar er sorg og mikil kæti,
þar er allt sem þjóðin skilur:
Þögn og ró og skrípalæti.
(Þórarinn Eldjárn, Bækur úr Gælur, fælur og þvælur)
Bækur og líf
Bók í hönd og þér halda engin bönd
Guðrún Geirsdóttir