Bókasafnið

Ataaseq assigiiaat ilaat

Bókasafnið - 01.06.2010, Qupperneq 55

Bókasafnið - 01.06.2010, Qupperneq 55
55 Bækur eru blessunarlega hluti af lífi okkar fl estra. Sumir lesa meira og aðrir minna, eins og gengur, en fæst gætum við trúlega ímyndað okkur heim án bóka. Margir eiga sér eftirlætisbók, bók sem lesin er reglulega en bíður lúin uppí hillu þess á milli. Sumir eiga sér eftirlætis sögu hetju eða rithöfund, hafa lesið allt út gefi ð um ævi og örlög sögu- hetjunnar eða bíða spenntir eftir nýrri afurð frá rithöfund inum. Þá eru aðrir sem lesa allt sem að augum kemur, lestrarhestar sem ganga út af bóka söfnum með troðfulla plastpoka af fróðleik og upplifunum í formi bóka. Best er þegar bækurnar sem við lesum, atburðir þeirra og aðalpersónur lifa með okkur að lestri loknum. Margir hugsa reglulega til eftirlætisbóka sinna eða rifj a upp söguþráð úr bók sem þeir hafa nýlokið. Svo eru það persónur úr bókum sem verða hluti af manns daglega lífi , félagar sem reglulega er vísað til í samtölum heimilismanna. Þetta á ekki síst við um yngstu kynslóðina. Á mínu heimili upphefst til dæmis mikil leit að Karíusi og Baktusi uppí munni fj ögurra ára dóttur minnar á hverju kvöldi. Tennurnar verður að bursta nógu vel svo þessi hugarfóstur Torbjörns Egners taki sér þar ekki bólfestu. Þegar barnaskarinn er borinn sofandi á milli rúma, eins og oft vil verða, liggur beint við að minnast Soff íu frænku úr Kardimommubænum, þó mannrán sé hreint ekki á dagskránni. Sex mánaða sonur minn hefur enn ekki þróað með sér sinn eigin smekk á bókum, hann er spenntur fyrir þeim öllum og treður þeim umsvifalaust uppí sig. Fyrir vikið fær hann viðurnefnið Guðmundur á Mýrum. Téður Guðmundur var nefnilega, samkvæmt ljóði Þórarins Eldjárns, í banni á bókasöfnum vegna þess að hann lagði bækur sér til munns. Nú þegar svo eldri systirin þykir ganga full harkalega fram í elskusemi sinni á litla bróður er oftar en ekki talað um 111. meðferð á börnum. Þar er vísað til misskilnings sem átti sér stað hjá Ljósvíkingnum Ólafi Kárasyni þegar hann var að reyna að stauta sig fram úr texta þar sem fj allað var um illa meðferð á skepnum í Heimsljósi Halldórs Laxness. Þegar svo slettist eitthvað uppá samlyndi heimilismanna má að lokum alltaf hóta fl utningum og grípa til frasans góða: „Ég hef fl ött…“, orðin sem Lotta í Ólátagötu páraði á pappír rétt áður en hún fl utti yfi r til Frú Berg, þjökuð af samviskubiti yfi r því að hafa klippt gat á peysuna sína, í Lotta fl ytur að heiman eftir Astrid Lindgren. Þegar börn alast upp við að vísað sé til persóna og atburða í bókum, venjast þau því að bækur og lestur þeirra verði hluti af daglegu lífi . Það getur nú varla talist slæmt veganesti. Leitin að Karíusi og Baktusi Birta Björnsdóttir „Alltaf gengur eitthvað, þegar að er verið“ Eg get ekkert gjört fyrir stiftisbókasafnið, því er ver, á meðan allt gengur eins og það hefur gengið, en eg er nú heldur að vona að réttist úr því, og er þá engu öðru að þakka en afskiptum Rafns; því núna á hálfum mánuði hafa verið haldnir 2 fundir, hinn fyrri til að útgera um 3 nauðsynjamál þess, sem eg hef skrifað þeim þrisvar um síðan í marzm. 1855, og eru þau öll útkljáð eins og eg fór fram á, svo hér sannast þó það, sem þér segið einhvers staðar í nýjum Félagsritum: „Alltaf gengur eitthvað, þegar að er verið.“ Úr bréfi Jóns Árnasonar þjóðsagnasafnara og stiftsbókavarðar í Reykjavík til Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn 21. maí 1856. Úr fórum Jóns Árnasonar, fyrra bindi, Hlaðbúð, Reykjavík, 1950, bls. 58. bókasafnið 34. árg. 2010
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.