Morgunblaðið - 08.04.2015, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.04.2015, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 2015 Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is „Tilfinningin er mjög góð. Ég hef séð til þess að bréfin eru vel varðveitt og þar með sagan sem þau hafa að geyma,“ segir Guðrún Pétursdóttir en hún afhenti nýverið Borgar- skjalasafni Reykjavíkur einkaskjala- safn móður sinnar, Mörtu Thors (1918-1998). Í tilefni 100 ára afmælis kosninga- réttar á Íslandi tekur Borgarskjala- safn Reykjavíkur þátt í þjóðarátaki um söfnun á einkaskjalasöfnum kvenna. „Það lá alltaf fyrir að ég myndi afhenda skjölin en það má segja að átakið, að koma skjölum kvenna í varanlega vörslu, hafi rekið endahnútinn.“ Bréfasafnið fyllir 16 öskjur, það hefur verið skráð og frágengið af gef- anda. Safn Mörtu verður ekki opnað nema með sérstöku leyfi gefanda fyrr en árið 2024. „Ég geri það af tillitssemi við móð- ur mína en ekki síður af tillitssemi við sendendur bréfanna því þetta eru þeirra skrif.“ Guðrún segist ekki hafa lesið hvert einasta plagg í safninu þótt hún hafi vissulega skoðað flest. „Manni hlýnar um hjartarætur við að lesa þetta því mamma er þarna í þessum bréfum. Það er yndislegt að fara í gegnum þau því maður öðlast innsýn í þessa tíma og líf fólks sem maður hefði ann- ars ekki fengið. Það er dýrmæt reynsla.“ Erfitt að finna bréf kvenna í söfnum Fyrir mörgum árum hlýddi Guð- rún á erindi Svanhildar Bogadóttur borgarskjalavarðar um varðveislu skjalasafna kvenna. Í stuttu máli kom þar fram að bréf kvenna voru lengi vel flokkuð undir bréfum karla, þá helst fyrirferðarmesta karlmann- inum í fjölskyldunni. „Þá voru þau flokkuð t.d. sem bréf systur, móður, frænku viðkomandi karls, en bréfrit- ara ekki getið í eigin nafni. Eftir þetta varð ég meira meðvituð og hef alltaf haft þetta á bak við eyrað.“ Það hvarflaði aldrei að Guðrúnu að flokka gögn móður sinnar t.d. undir gögnum afa síns, Ólafs Thors forsætisráðherra. Allmörg ár eru frá því Guðrún af- henti Borgar- skjalasafninu gögn Ólafs Thors. Guðrún bendir ennfremur á að konur hafi lengi vel talið bréfin sín ekki „merkileg“ því þau fjalli oft um hversdagslega hluti eins og samskipti við ættingja, gestakomur, heimilis- hald, veikindi, tilhugalíf og tilfinn- ingar. Til samanburðar fjalla varð- veitt bréf karla oft um formlegri þætti, eins og framkvæmdir og ákvarðanir, einkum þeirra sem gegndu opinberum störfum. „Sagan væri afskaplega beinaber ef við hefð- um ekki þessar upplýsingar frá kon- um. Hlýjan í sögunni er svo mikil- væg.“ Fólk heimsækir skjalasöfnin mun minna í dag en það gerði fyrir fáein- um árum. Guðrún bendir á að það sé alveg einstakt að skoða frumrit og handleika það. Guðrún vonast til að fleiri skjöl frá konum komi inn á borð skjalasafns- ins. „Ef fólk treystir sér ekki til að hafa þau opin strax er um að gera að hafa þau læst í einhvern tíma í stað þess að brenna þau.“ Hlýjan í sögunni mikilvæg  Afhenti einka- skjalasafn móður sinnar, Mörtu Thors Feðgin Ólafur Thors og dóttir hans Marta Thors í sumarbústað við Þing- vallavatn um árið 1950. Einksakjalasafn Mörtu er fróðlegt og viðamikið. Guðrún Pétursdóttir Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Ónógt viðhald á hjólastígum er vax- andi vandamál og hjólreiðafólki get- ur stafað ógn af holum á hjólreiða- stígum að mati Ásbjörns Ólafs- sonar, formanns Landssamtaka hjólreiðamanna (LHM). Holurnar á stígunum hafa, líkt og á vegum fyrir bílaumferð, myndast í vetur vegna frostlyft- ingar. Hafa lagt til gæðamat Ásbjörn segir að ekki séu til upp- færðar tölur um hversu hátt hlutfall hjólreiðamanna hefur slasast vegna yfirborðs hjólastíga í vetur en fram kom í skýrslu sem birt var í sept- ember í fyrra að 17% alvarlegra hjól- reiðaslysa á árunum 2011-2013 megi rekja til reksturs og viðhalds hjóla- stíga. „Maður sér frostlyftingarnar sérstaklega á eldri hjólreiðastígum sem hafa verið illa byggðir,“ segir Ásbjörn. „Það getur verið hættulegt ef holur myndast, því stundum sjá menn þær ekki í myrkri og þetta er klárlega eitthvað sem þarf að huga að,“ segir Ásbjörn. Hann segir að samtökin hafi lagt til við sveitar- félögin að tekið verði upp gæðamat á hjólastígum. „Síðan höfum við líka lagt til að menn stoppi og taki mynd- ir af þeim hættum sem eru á stíg- unum og virki borgaryfirvöld og fleiri til að nota ábendingarnar með ábyrgum hætti. Þá höfum við einnig rætt við FÍB sem sýndu okkur hvernig þeir gerðu umferðarörygg- isúttektir á vegum og við höfum íhugað það að taka upp svipað kerfi fyrir hjólreiðastíga,“ segir Ásbjörn. Morgunblaðið/Eggert Á hjólum Áhugi er á að sveitarfélög geri gæðamat á hjólastígum. Holurnar hættu- legar í myrkri Ásbjörn Ólafsson  Ónógt viðhald er vaxandi vandamál Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is Ungmennum sem taka almenn öku- réttindi strax við 17 ára aldurinn fer fækkandi. Um 70 prósent af árgangi taka nú bílpróf samanborið við 85 prósent um alda- mót, samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu. Almennt öku- nám samanstend- ur af 42 tímum sem skiptast nið- ur í 22 tíma af bóklegu námi, fimm tíma af akstri í ökugerði og að lágmarki 15 tímum af akstri með ökukennara. Verklegi hlutinn vegur þyngst Misjafnt er á milli ökuskóla hvað rukkað er fyrir bóklega hluta náms- ins og eins er misjafnt á milli öku- kennara hvað þeir rukka mikið fyrir hvern ökutíma. Kostnaðurinn við bóklega hlutann, ökuskóla eitt og tvö, er sitt hvorum megin við 30 þús- und kr. og ökuskóli þrjú kostar 36 þúsund krónur. Ökukennarar rukka að jafnaði á bilinu 8 til 11 þúsund fyr- ir hvern ökutíma en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er al- gengasta tímaverðið 9 þúsund krón- ur. Kostnaður við lágmarksfjölda ökutíma er því um 135 þúsund krón- ur en algengast er að nemendur fari upp í 16 til 17 ökutíma, eða einum til tveimur ökutímum yfir lögbundinn lágmarksfjölda. Ökuprófin tvö kosta 12.100 krónur samtals; verklega prófið 8.900 kr. og bóklega prófið 3.200. Þá bætist loks kostnaður upp á 3.300 krónur við hjá sýslumanni fyrir fyrsta ökuskírteinið, til bráða- birgða. Lágmarkskostnaður við að öðlast almenn ökuréttindi er því í heildina um 220 þúsund krónur. Guðbrandur Bogason, fram- kvæmdastjóri Ökukennarafélags Ís- lands, telur að heilbrigðari lífsstíll landsmanna hafi sitt að segja um það hvers vegna færri taka bílprófið strax en áður. Hann þekkir mörg dæmi þess að fólk dreifi ökutímum yfir rúmlega árslangt tímabil til þess að komast hjá því að greiða fyrir allt ökunámið á skömmum tíma. Hinn 1. apríl sl. hækkuðu prófgjöld hjá Frumherja en prófgjöldin hafa hækkað á hverju ári frá 2005 í sam- ræmi við vísitölu nema í fyrra, þegar Frumherji tók þátt í átaki aðila vinnumarkaðarins gegn verðbólgu. Morgunblaðið/Golli Ökuréttindi Verklegir ökutímar kosta að lágmarki 135 þúsund krónur. Þeim fækkar sem taka bílpróf strax  Bílpróf kostar a.m.k. 220 þúsund kr. Guðbrandur Bogason Skjöl Mörtu Thors (1918-1998) endurspegla að líf hennar var ekki dæmigert fyrir íslenskar konur sem fæddust í lok fyrri heimsstyrjaldar. Marta Thors var dóttir Ólafs Thors og Ingibjargar Indriðadóttur. Hún fór ung utan til tónlistarnáms í Vínarborg á tímum sem reyndust við- sjárverðir með uppgangi Hitlers. Á stríðsárunum vann hún við ís- lensku utanríkisþjónustuna í New York og Washington og varð þar vitni að heimssögulegum við- burðum eins og samningunum í Bretton Woods. Árið 1946 giftist hún Pétri Benediktssyni, sendi- herra Íslands í fjölmörgum Evr- ópulöndum með aðsetur í Moskvu. Á næstu árum ferðaðist hún með honum um rústir meg- inlands Evrópu þegar hann vann að milliríkjasamningum um við- skipti. Þau bjuggu í París frá 1948 til 1956, en fluttu þá heim þar sem Pétur varð bankastjóri Landsbankans. Í safninu eru eink- um sendibréf frá Íslendingum og erlendum borgurum. Ferðaðist um heiminn EKKI DÆMIGERT LÍF Dalvegi 16B, 201 Kópavogi, sími 577 2150 Afsláttarsprengja! Allar vörur á 40% afslætti Allt að 60% afsláttur af völdum vörum Afsláttarsprengjan gildir einnig hjá sölufulltrúum um allt land og í verslun okkar á Dalvegi 16b. shop.avon.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.