Morgunblaðið - 08.04.2015, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 08.04.2015, Qupperneq 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 2015 Bíólistinn 3. - 5. apríl 2015 Nr. Var síðast Vikur á listaKvikmynd Fast & Furious 7 Home Get Hard Fúsi Insurgent Cinderella Samba Ömurleg brúðkaup (Serial Bad Weddings) Kingsman: Secret Service The Gunman Ný 2 1 3 4 5 Ný 8 7 6 1 2 2 2 3 4 1 11 8 3 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Sjöunda myndin í Fast & Furious- syrpunni, Fast & Furious 7, er tekjuhæsta mynd páskahelg- arinnar og hafa rúmlega 7.500 séð hana frá frumsýningu fyrir helgi. Teiknimyndin Loksins heim, eða Home á frummálinu, er sú næst- tekjuhæsta aðra helgina í röð og sú þriðja tekjuhæsta er Get Hard sem var sú tekjuhæsta helgina á undan. Kvikmynd Dags Kára Péturssonar, Fúsi, er í fjórða sæti og hafa rúm- lega 4.000 manns séð hana frá frumsýningu og miðasölutekjur tæpar fimm milljónir króna. Tvær franskar myndir eru í efstu tíu sætum, Samba sem var frum- sýnd föstudaginn var og Ömurleg brúðkaup en um 20.800 manns hafa séð þá síðarnefndu frá upphafi sýninga. Bíóaðsókn helgarinnar Hraðskreiðir á toppnum Hina klukkustundar lönguPassíu Hafliða Hall-grímssonar, sem frum-flutt var 2001 og end- urflutt ári síðar, bar loks aftur fyrir eyru fyrir fullri Hallgríms- kirkju sl. föstudag. Mátti kalla bið- ina í lengra lagi – en á hinn bóginn e.t.v. skiljanlega miðað við kröfu- hörku verks í framsæknum anda er nýtur ekki ,sjálftrekkjandi‘ kosta sígildustu barokkkirkjuverka – fyr- ir utan að útheimta 35 manna hljómsveit. Er því varla annað hægt en að undrast og gleðjast yfir að slíkt skuli enn reynast kleift á rímlausri froðuöld skyndiafþrey- ingar. Enduruppfærslan var tileinkuð minningu bróður tónskáldsins, Guðmundar Hallgrímssonar lyfja- fræðings, en verkið sjálft (nú end- urskoðað með tenór í stað annars kvenhlutverkanna) Mótettukórnum og Herði Áskelssyni stjórnanda. Undirritaður kom ,ferskur‘ að verkinu, eins og sagt er um hlust- anda sem aldrei hefur heyrt það áður. Það gerir manni auðvitað erf- iðara fyrir að meta túlkunaratriði þegar enginn gefst samanburður við fyrri tilþrif – en opnar á móti greiðari gátt að fyrstu áhrifum. Enda í dyggri samsvörun við æ al- gengari upplifunarvenjur seinni tíma þar sem andrá hérs og nús vegur þyngst á metum hvað sem allri hefð og sögu líður. Ég læt mér því alla eldri við- miðun við þessa virðingarhoknu kirkjutóngrein í léttu rúmi liggja og verður þetta s.s. að nægja um téð fyrstu áhrif – er entust raunar allt til loka: Sjaldan ef nokkru sinni hefur jafnafstrakt íslenzkt tónverk skilað jafnmögnuðu seiðmagni – og það án þess að aukatekið eft- irminnilegt lagferli sitji eftir! Eins og nærri má gruna fólst galdurinn ekki sízt í gríðarlegri lit- auðgi jafnt klasóttrar hljóma- meðferðar sem snjallrar orkestr- unar, er náðu að mála hlustendum jafnt skáldlega sem hjartnæma innlifun í píslarsögu Krists á ýmist dramatískum eða dulúðarmett- uðum nótum. Án þess nokkurn tíma að falla í útjaskaða gryfju hljóðverkstilrauna tilraunanna vegna, eins og svo oft ber við í nýrri framsækni. Verkið hélzt út í gegn tónverk, jafnvel þótt sterk- kryddað væri á köflum og á mörk- um hins bærilega – en ávallt af við- eigandi tilefni. Flaug manni því fljótt fyrir hug- skotssjónir að Passían ætti augljóst erindi út fyrir landsteina, enda textarnir fornu og nýju valdir af mikilli hugvitssemi að auki. Að vísu mátti stundum hnjóta um einmitt textameðferð höfundar, þ.e.a.s. hrynfrösun stakra orða og atkvæða sem hljómaði ekki alltaf brag- fræðilega sannfærandi. En burtséð frá því var viðburðurinn mikill sig- ur fyrir jafnt tónskáldið sem flytj- endur, þar sem klukkuhreinir hljómklasar Mótettukórsins, snarp- ir litir hljómsveitar og ákallandi strófur einsöngvaranna byggðu upp sannkallað heildarígildi meist- araverks undir innsærri stjórn Harðar Áskelssonar. Píslarsagan í tónalitum Morgunblaðið/Eva Björk Sterkkryddað „Verkið hélzt út í gegn tónverk, jafnvel þótt sterkkryddað væri á köflum og á mörkum hins bærilega – en ávallt af viðeigandi tilefni,“ segir m.a. um flutning á Passíu Hafliða Hallgrímssonar á föstudaginn langa. Hallgrímskirkja Kirkjutónleikarbbbbm Hafliði Hallgrímsson: Passía fyrir tvo einsöngvara, kór og hljómsveit. Hanna Dóra Sturludóttir MS, Elmar Gilberts- son T og Kammersveit og Mótettukór Hallgrímskirkju. Stjórnandi: Hörður Ás- kelsson. Föstudaginn langa 3.4. kl. 17. RÍKARÐUR Ö. PÁLSSON TÓNLIST Nú geta allir fengið iPad-áskrift Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/ ÍSLENSKUR TEXTI ÍSLENSKT TAL SÝND Í 2D OG 3D HÖRKUGÓÐ SPENNUMYND FRÁ LEIKSTJÓRA TAKEN WILL FERRELL OG KEVIN HART HAFA ALDREI VERIÐ BETRI. Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is SÝNINGARTÍMA MÁ NÁLGAST Á LAUGARASBIO.IS, MIDI.IS OG EINNIG Á SÍÐUNNI HÉR VIÐ HLIÐINA Á - bara lúxus ...sem þola álagið! TRAUSTAR VÖRUR... VIFTUR Í MIKLU ÚRVALI Það borgar sig að nota það besta! • Bor›viftur • Gluggaviftur • I›na›arviftur • Loftviftur • Rörablásarar • Ba›viftur • Veggviftur Dalvegi 10–14 • 201 Kópavogi • Sími: 540 7000 • www.falkinn.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.