Morgunblaðið - 14.04.2015, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 14.04.2015, Qupperneq 35
Árni átti sæti í stjórn Blaðaprents og var formaður þar, sat í stjórn Al- prents, var formaður starfsmanna- félags Ríkisútvarpsins og Blaða- mannafélags Íslands, sat í stjórn Landverndar, var formaður und- irbúningsnefndar árs fatlaðra 1982, var einn af stofnendum og stjórnar- maður í AE-starfsendurhæfingu Hlutverkaseturs, sat í stjórn Félags forstöðumanna sjúkrahúsa, var for- maður Bókmenntafélags jafnaðar- manna, sat í stjórn FUJ, SUJ, var ritari Alþýðuflokksins, sat í flokks- stjórn og framkvæmdastjórn, var varaborgarfulltrúi 1970-74, forseti neðri deildar Alþingis 1979 og 1989- 91, sat í útvarpsráði, útvarpslaga- nefnd og um árabil í útvarpsréttar- nefnd. Hann var formaður menning- armálanefndar Norðurlandaráðs 1980-81, átti sæti í Vestnorræna þingmannaráðinu, sat í fulltrúaráði Þróunarbanka Evrópu, var varafor- maður Jafnréttisráðs og formaður stjórnarnefndar Ríkisspítalanna. Hann er nú formaður Bókmennta- félags jafnaðarmanna sem undirbýr aldarafmæli Alþýðuflokksins á næsta ári. Þótt Árni sé hættur að vinna í op- inberum skilningi er hann enn að sýsla við ýmislegt, eða hvað? „Já, maður þarf alltaf að vera að vinna að einhverju, hafi maður heilsu til. Ég og Gestur Ólafsson skipulagsarkitekt höfum lengi átt okkur draum um vandað heilsuþorp hér á landi. Slíkir staðir eru þekktir um víða veröld og hér eru kjör- aðstæður til að koma upp slíkri para- dís, ekki síst vegna ódýrrar orku og óspilltrar náttúru. Við höfum haft augastað á Flúð- um í þessu sambandi og sinnt mikilli undirbúningsvinnu, en fjárfestar virðast enn ekki hafa áttað sig á þeim möguleikum sem hér eru fyrir hendi. Kannski er það vegna þess að við Íslendingar erum ekki vanir að hlusta á líkamann og sinna for- vörnum af kostgæfni. Okkur hættir til að vinna mjög mikið þangað til eitthvað gefur sig. En þetta viðborf er nú sem betur fer á undanhaldi.“ Ertu alltaf jafnpólitískur? „Já, ég er alltaf jafnaðarmaður í mínum gamla skilningi og þeirri stefnu mætti gera hærra undir höfði. Við búum í yndislegu landi þar sem allir ættu að geta haft jöfn tæki- færi til menntunar og heilbrigðis- þjónustu. Ég tel að þessi markmið fari vel saman við atvinnu- og ein- staklingsfrelsi. Um þetta ætti ekki að þurfa að karpa því peningar eru ekki allt í þessu lífi. Það sjáum við best þegar aldurinn færist yfir.“ Fjölskylda Árni kvæntist 27.7. 1962 Hrefnu Filippusdóttur, f. 30.1. 1942, ritara. Foreldrar hennar voru Filippus Gunnlaugsson frá Ósi í Steingríms- firði og k.h. Sigríður Gissurardóttir frá Drangshlíð undir Eyjafjöllum, nú látin. Dætur Árna og Hrefnu eru Sig- ríður Ásta, f. 14.10. 1963, flugfreyja, gift Rúnari Aðalsteinssyni flug- virkja, og Gunnhildur, f. 17.11. 1983 hjúkrunarfræðingur hjá Læknum án landamæra. Systir Árna er Valgerður Þor- björg, f. 8.12. 1942, húsfreyja í Seattle í Bandaríkjunum, gift Jónasi Friðrikssyni verkfræðingi úr Borg- arnesi og eiga þau þrjá syni. Foreldrar Árna: Gunnar Stef- ánsson, f. 24.3. 1915, fórst með Glit- faxa 31.1. 1951, starfsmaður hjá Ferðaskrifstofu ríkisins, og k.h., Ásta Árnadóttir, f. 6.7. 1911, d. 4.6. 2002, húsfreyja. Úr frændgarði Árna Gunnarssonar Árni Gunnarsson Ingunn Jónsdóttir húsfr. á Gaul Magnús Jónsson b. á Gaul Þorbjörg Magnúsdóttir húsfr. á Ísafirði Árni Jónsson skipstj. á Ísafirði Ásta Árnadóttir húsfr. í Rvík Jón Jóakimsson húsm. á Sæbóli Guðný Sveinsdóttir húsfr. í Litla-Langadal Valgerður Hallvarðsdóttir húsfr. á Ósi Stefán Guðmundsson b. á Ósi á Skógarströnd Gunnar Stefánsson starfsm. Ferðaskrifstofu Íslands Guðmundur Björnsson b. á Ósi Kristján Daníels- son b. í Litla- Langadal Daði Daníelsson b. á Setbergi Ingólfur Daðason verkstj. í Rvk Kristín L. Ingólfsd. húsfr. í Rvík Ingólfur Mar- geirsson ritstj. og rithöfundur Daði Kristjánsson b. í Drápuhlíð í Helgafellssveit Sigfús Daðason skáld og ritstj. Hallvarður Sigurðsson b. í Litla-Langadal á Skógarströnd Daníel Sig- urðsson b. í Litla- Langadal Ingibjörg Sakaríasd. húsfr. á Atlastöðum Guðni Kjart- ansson b. í Hælavík Stefanía Guðnad. húsfr. í Hælavík og á Hesteyri Kristján Sigurðsson yfirlæknir í Keflavík Jakobína Sigurðard., skáld og rithöfundur Fríða Sigurðardóttir rithöfundur Sigurfljóð Sakaríasdóttir Sakarías Sakaríasson b. í Stakkadal Sigríður Helga Sakaríasdóttir húsfr. í Stakkadal Guðmundur Kristján Guðmundsson, b. í Stakka- dal og skipstj. á Ísafirði Rannveig Guðmundsd. fyrrv. alþm. Steinunn Jónsdóttir húsfr. í Hraunhöfn Steinunn Kristjánsd. húsfr. í Rvík Margrét Þorbjörg Kristjánsd húsfr. í Rvík Ólafur Thors forsætisráðherra Thor Thors sendiherra Kristján Albertsson ritstj. og rithöfundur ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 2015 Ármann fæddist í Reykjavík14.4. 1946 og ólst þar upp.Hann var sonur Margrétar Lilju Eggertsdóttur og Sveins Sveinssonar múrarameistara, og var elztur fjögurra systkina. Ármann kvæntist 19.8. 1968 Helgu Kjaran, f. 1947, grunnskólakennara. Hún er dóttir Birgis Kjaran, hag- fræðings og alþingismanns, og Svein- bjargar Helgu Kjaran, ritara og hús- freyju. Sonur Ármanns og Helgu er Birg- ir Ármannsson, f. 12.6. 1968, lögfræð- ingur og alþingismaður. Ármann þótti snemma afburða- námsmaður með sérstakan áhuga á íslensku og stærðfræði. Hann starf- aði í barnastúku í æsku og var alla tíð bindindismaður, stundaði nám við Menntaskólann í Reykjavík, var þar formaður Framtíðarinnar, lauk stúd- entsprófum 1966 og stundaði nám í lögfræði við Háskóla Íslands. Ármann sat í Stúdentaráði, í stjórn Stúdentafélags Háskóla Íslands, var formaður Vöku, félags lýðræðissinn- aðra stúdenta, sat í stjórn Heimdall- ar, var framkvæmdastjóri SUS um skeið og gegndi ýmsum öðrum trúnaðarstörfum fyrir unga sjálf- stæðismenn. Margir þeirra álitu hann afar efnilegan stjórnmálamann og upprennandi forystumann í sínum röðum, enda vinsæll samherji og virt- ur af pólitískum andstæðingum sín- um. En Ármann lést hins vegar úr heilablóðfalli á heimili sínu, aðeins 22 ára, og var mörgum harmdauði. Um Ármann sagði vinur hans, Friðrik Sophusson, m.a. í minning- argrein: „Jafnframt því að eiga glæstar hugsjónir var Ármann raun- sær baráttumaður, sem var ákveðinn í því að gera hugsjónir sínar að veru- leika. Vandaður undirbúningur, auk staðgóðrar þekkingar á íslenskum hagsmunum og þjóðlífi, var ávallt grundvöllur undir baráttu hans fyrir bættu þjóðfélagi. Hann var sívinn- andi og óþreytandi og missti aldrei sjónar á markmiðinu. Þeir, sem börð- ust með honum og undir forystu hans, gátu ætíð vænst árangurs.“ Ármann lést 10.11. 1968. Merkir Íslendingar Ármann Sveinsson 95 ára Ólöf Pálsdóttir 90 ára Guðleif Friðriksdóttir Sigríður Inga Sigurðardóttir 85 ára Áslaug Þorleifsdóttir Eiríkur Gíslason Hilmar Valdimarsson Ingibjörg Magnúsdóttir 80 ára Alda Traustadóttir Arnar Aðalbjörnsson Auður Filippusdóttir Berta G. Björgvinsdóttir Bjarni Ásmunds Sigurveig Erlingsdóttir 75 ára Alda Káradóttir Dagur Kristmundsson Hilmar Hjartarson Ingi Walter Sigurvinsson Þorkell Jónsson 70 ára Atli Sigurðsson Ása Kristín Oddsdóttir Björg Sigurðardóttir Björg Þórðardóttir Börkur Guðmundsson Edda Karlsdóttir Eyjólfur H. Kúld Guðríður Árnadóttir Hlín Torfadóttir Indiana Sigfúsdóttir Magnfríður Þórðardóttir Ólöf Gunnarsdóttir Rósa Ármannsdóttir Þorsteinn R Þorsteinsson 60 ára Álfheiður Gunnarsdóttir Gíslína Guðrún Jónsdóttir Jóhannes R. Magnússon Jónína R. Ketilsdóttir Kristín Helgadóttir Ísfeld Magdalena S.H. Þórisdóttir María Lúísa Kristjánsdóttir Sigríður V. Bragadóttir Sigurður Albert Ármannsson 50 ára Björn Bögeskov Hilmarsson Eiríkur Jónsson Esther Halldórsdóttir Eva Þórunn Halldórsdóttir Gunnhildur Guðmundsdóttir Hrafn Loftsson Janusz Frach Kristján Ólafur Guðnason María Jórunn Þráinsdóttir 40 ára Birkir Már Kristinsson Brynja Kristmannsdóttir Eiríkur Dór Jónsson Harpa Guðjónsdóttir Haukur Sigurðsson Janis Garavaldi Ólöf Helga Björnsdóttir Sigursveinn Ó. Grétarsson Sverrir Þór Magnússon Þór Pétursson Ægir Rafnsson 30 ára Ariana Katrín Katrínardóttir Erla Dögg Stefánsdóttir Guðlaug Erna Álfgeirsdóttir Mariusz Ponichtera María Sif Sigurðardóttir Mikael Donovan Arnþórsson Reynheiður Guðmundsdóttir Tomasz Kowalczyk Tómas Örn Sigurðsson Til hamingju með daginn 30 ára Vilhjálmur ólst upp í Reykjavík og býr þar, lauk BS-prófi í stærð- fræði frá HÍ og er að ljúka prófum í læknisfræði. Maki: Kristrún Gunn- arsdóttir, f. 1989, hljóm- verkfræðingur. Foreldrar: Linda Rós Michaelsdóttir, f. 1951, kennari við MR, og Stein- grímur Ari Arason, f. 1953, hagfræðingur og forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Vilhjálmur Steingrímsson 30 ára Bjarni ólst upp á Akranesi en býr í Reykja- vík, lauk stúdentsprófi frá Borgarholtsskóla og er að ljúka prófi í tölvunarfræði frá Tækniskólanum. Systkini: Andri Örn, f. 1988, Smári Freyr, f. 2001, og Svandís, f. 2003. Foreldrar: María Hlina- dóttir, f. 1963, píanókenn- ari, og Einar Jón Sigmars- son, f. 1962, rafvirkjameistari. Bjarni Þór Einarsson 30 ára Margrét Lára ólst upp í Mosfellsbæ, býr í Reykjavík, lauk MA-prófi í ritstjórn og útgáfu frá HÍ og starfar hjá hönnunar- deild Icepharma. Maki: Finnur Freyr Stef- ánsson, f. 1983, körfu- boltaþjálfari. Foreldrar: Sigríður Magnúsdóttir, f. 1946, tal- meinafræðingur, og Hösk- uldur Þráinsson, f. 1946, prófessor í íslensku nú- tímamáli við HÍ. Margrét Lára Höskuldsdóttir Heyrðu umskiptin Fáðu heyrnartæki til reynslu Það er næstum því sama hvernig heyrnarskerðingu þú ert með og hvernig lifi þú lifir, því ReSound heyrnartækin eru vel til þess fallin að hjálpa þér við að skilja talmál, hafa framúrskarandi hljómgæði og snjalla þráðlausa tengingu. MARGIR VERÐFLOKKAR Apple, Apple merkið, iPhone, iPad og iPod touch eru vörumerki Apple Inc, skráð í BNA og öðrum löndum. App Store er þjónustumerki Apple Inc. Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími 534 9600 · heyrn.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.