Morgunblaðið - 14.04.2015, Side 38

Morgunblaðið - 14.04.2015, Side 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 2015 flóknara en þeir hyggja. Sú gamla leynir á sér. Paasilinna er einn vinsælasti rithöfundur Finna og hefur slegið í gegn víða um lönd fyrir gamansögur á borð við þessa. Íslenskir les- endur hafa líka tekið bókum hans vel og er þetta sú fimmta sem kem- ur út á íslensku. Hér segir af ekkjunni Linea Ra- vaska sem hefur komið sér fyrir á litlu býli úti í sveit og hefði notið þar áhygjulauss ævikvölds, ef ekki hefði komið til skíthællinn Kauko Nyyssönen, óskyldur uppeldissonur ekkjunnar sem birtist þar mán- aðarlega ásamt tveimur félögum sínum til að heimta drjúgan skerf lífeyris hennar. Einnig njóta þre- menningarnir þess að svalla þar í sveitinni, slást og haga sér eins og svín, og hræða ekkjuna og nágranna hennar. Þegar þeir pína hana til að gera erfðaskrá, þar sem hún ánafnar þeim allar eigur sínar, finnst ekkjunni loksins nóg komið og tekur til sinna ráða. Lýsing höfundar á glæpamönn- unum þremur og afstöðu þeirra til heimsins er einn áhugaverðasti þáttur þessarar fjörmiklu sögu. Ribbaldarnir hafa komist til manns, hversu vel eða illa sem það hefur Norrænar bókmenntir hafafært heiminum úrvalálappalegra glæpa-manna sem stíga ekki í vitið. Ræningjarnir í Kardimommu- bæ Egners koma upp í hugann, þrjótar í sögum Ole Lunds Kirkaga- ard og ræningj- arnir í sögunum um Línu Lang- sokk. Finnski gamansagnahöf- undurinn Arto Paasilinna kann þá kúnst að skapa aulalegar og skoplegar per- sónur og glæpa- mennirnir þrír í Eiturbyrlaranum ljúfa fylla hæglega þennan flokk, þó að þeir séu jafnframt harðsvíraðri en allir þeir fyrrnefndu. Þessar per- sónur Paasilinna hafa nefnilega drepið samborgara og hyggjast í þessari sögu lóga einni gamalli konu til. Þeim þykir það ekkert tiltöku- mál en það verður engu að síður annars tekist, með stuðningi nor- ræns velferðarsamfélags en botna ekkert í því að heimurinn sé ekki enn betri við þá en raun er á og þeir fái ekki enn hærri bætur að lifa af. Á sama hátt botna þeir ekkert í því að ekkjunni þyki ekki sjálfsagt að leyfa þeim að njóta lífeyris síns með þeim. „Hvaða réttlæti var í því að lyst- arlítil kerling fengi tvöfalt hærri líf- eyri en ungur maður í fullu fjöri sem eyddi margfalt meiru í matarinn- kaup í samanburði við grindhoraða ekkjuna? … Áhættusamt líf ungs manns í stórborginni var óhemju- dýrt …“ (59) Þegar þremenningarnir skipu- leggja síðan að koma ekkjunni fyrir kattarnef finnst þeim ósanngjarnt að skyldu þeir vera teknir fyrir glæpinn skipti engu máli, þegar kæmi að refsingunni, hvort sá drepni væri ungur eða gamall: „… ef maður yrði fyrir því að drepa einhvern gamlingja þá væri full- nægjandi að greiða sektir enda hefði sá látni ekki orðið fyrir miska sem orð væri á gerandi,“ (63) segja þeir. En ekkjan tekur til varna, með aðstoð læknis sem er gamall elsk- hugi. Óvæntar skiptingar verða í þeirri sögu allri og borgar sig ekki að greina meira frá því hvernig fer. Eiturbyrlarinn ljúfi er ágæt skemmtisaga, lipurlega sögð og fær lesandann til að skella upp úr hér og þar, þegar farsinn verður hvað líf- legastur. Tilbrigði við norræna aula Skáldsaga Eiturbyrlarinn ljúfi bbbnn Eftir Arto Paasilinna. Guðrún Sigurðardóttir þýddi. Skrudda, 2015. Kilja, 203 bls. EINAR FALUR INGÓLFSSON BÆKUR Arto Paasilinna Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Þarna gefst gott tækifæri til að sjá úrval fjölbreyttra norræna mynda sem margar hverjar rata aldrei í kvikmyndahús hérlendis,“ segir Ilm- ur Dögg Gísladóttir, kynningar- og verkefnastjóri hjá Norræna húsinu um Norræna kvikmyndahátíð sem hefst í Norræna húsinu á morgun og stendur til 22. apríl nk. Hátíðin er nú haldin í þriðja sinn á jafn- mörgum árum og hefur aðsóknin, að sögn Ilmar, verið mjög góð. Í ár verður boðið upp á tíu nýjar eða nýlegar myndir auk þess sem Hrafninn flýgur í leikstjórn Hrafns Gunnlaugssonar frá árinu 1984 verður sýnd í tengslum við vinnustofu um samstarfsmöguleika í kvikmyndaiðnaðinum sérstaklega á sviði menntunar og framleiðslu. Vinnustofan er á morgun kl. 14 og myndin sýnd í beinu framhaldi kl. 17. Meðal þátttakenda í vinnustofunni eru Marianne Persson, fyrrverandi lektor og núverandi framleiðandi, Lars Hedenstedt hjá Svenska In- stitutet (TBC), Laufey Guðjónsdóttir hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands, Hrafnhildur Gunnarsdóttir, framleið- andi og stjórnarformaður í Nordisk Panorama, Friðrik Þór Friðriksson, leikstjóri og formaður Samtaka kvik- myndaleikstjóra, og Hrafn Gunn- laugsson kvikmyndaleikstjóri. „Líkt og síðustu ár verður frítt inn á allar myndirnar og því gildir fyrstu kemur fyrstu fær, en salurinn rúmar hundrað manns í sæti,“ segir Ilmur og tekur fram að myndirnar séu sýndar með enskum texta. „Þannig geta þeir sem skilja hvorki finnsku né íslensku t.d. notið þess að sjá finnsku myndina The Grump sem nýverið var sýnd í kvikmyndahúsum hérlendis,“ segir Ilmur og bendir á að Tuomas Kyrö, höfundur bókarinnar sem kvik- myndin byggist á, sem og Huldar Breiðfjörð taki þátt í spurt og svarað að lokinni sýningu á myndinni laug- ardaginn 18. apríl, en myndin hefst kl. 20. Valið í samvinnu við sendiráðin Að sögn Ilmar eru myndirnar valdar í samvinnu við sendiráð nor- rænu ríkjanna hérlendis. „Allar myndirnar verða sýndar tvisvar með- an á hátíðinni stendur, nema danska myndin Stille hjerte sem aðeins er sýnd einu sinni,“ segir Ilmur og bend- ir á að Stille hjerte verður tekin til sýninga í Bíó Paradís með haustinu. Bille August leikstýrði myndinni Stille hjerte sem er frá árinu 2014. Með helstu hlutverk fara Ghita Nørby, Morten Grunwald, Paprika Steen, Danica Curcic, Jens Albinus og Pilou Asbæk. Myndin hlaut nýver- ið dönsku Bodil-kvikmyndaverðlaun- in sem besta mynd ársins auk þess sem Curcic og Asbæk voru verðlaun- uð fyrir leik sinn. Myndin gerist eina helgi í sumarbústað þar sem þrjár kynslóðir eru saman komnar. Ætt- móðirin upplýsir að hún glímir við banvænan sjúkdóm og óski þess að fá að deyja áður en sjúkdómur hennar ágerist. Önnur dönsk mynd verður sýnd á hátíðinni og er hún líka frá 2014. Þar er um að ræða Kapgang sem Niels Arden Oplev leikstýrði, en með helstu hlutverk fara Sidse Babett Knudsen, Anders W. Berthelsen og Villads Bø- ye. Myndin gerist árið 1976 og er þroskasaga hins fjórtán ára gamla Martins sem nýverið missti móður sína og á senn að fermast. Hann veit ekki hvort hann hrífst meira af stelp- um eða strákum. Þrjár norskar myndir verða sýnd- ar og eru þær allar frá árinu 2014. Þar má fyrsta nefna Kraftidioten í leikstjórn Hans Petter Moland, en með helstu hlutverk fara Stellan Skarsgård, Birgitte Hjort Sørensen og Jakob Oftebro. Myndin fjallar um viðbrögð manns þegar sonur hans er myrtur fyrir mistök. Børning í leik- stjórn Hallvard Bræin fjallar um bíla- áhugamanninn Roy sem fær óvænta heimsókn frá dóttur sinni rétt áður en hann á að taka átt í æsilegri akst- urskeppni. Natt til 17 í leikstjórn Ei- riks Svensson fjallar um tvo 15 ára pilta sem hyggja á mikla drykkju- veislu kvöldið fyrir þjóðhátíðardag Norðmanna. Von á erlendum gestum Tvær sænskar myndir verða sýnd- ar og eru þær báðar frá árinu 2013. Annars vegar er um að ræða Stock- holm Stories í leikstjórn Karin Fa- hlén sem fjallar um fjórar mann- eskjur sem verða á vegi hver annarrar og hins vegar Återträffen í leikstjórn Önnu Odell sem fjallar um konu sem ekki er boðið á endurfund hjá gömlu bekkjarfélögunum. Hún gerir kvikmynd um hvað hefði getað gerst hefði hún farið og sýnir síðar gömlu bekkjarfélögunum, sem lögðu hana í einelti á sínum tíma, myndina og tekur upp viðbrögð þeirra. Loks er það sænsk/finnska myndin Hallon- båtsflyktingen í leikstjórn Leif Lind- blom frá árinu 2014. Um er að ræða gamanmynd um Mikko Virtanen sem þolir ekkert finnskt og hefur frá blautu barnsbeini viljað vera Svíi. Dag einn fær hann tækifæri til að láta draum sinn rætast. „Í fyrsta sinn bjóðum við upp á grænlenska mynd,“ segir Ilmur og vísar þar til heimildarmyndarinnar Eskimo Diva frá 2014 í leikstjórn Lene Stæhr, sem fjallar um Nuka sem er ung dragdrottning frá Nuuk. Myndin verður sýnd föstudaginn 17. apríl kl. 16 og situr leikstjórinn fyrir svörum í beinu framhaldi. Að sögn Ilmar er von á fleiri góðum gestum því Morten Kirkskov, höf- undur bókarinnar Kapgang sem sam- nefnd mynd byggist á, situr fyrir svörum að lokinni sýningu myndar- innar mánudaginn 20. apríl kl. 19:30 og norski leikarinn Jakob Oftebro sit- ur fyrir svörum að lokinni sýningu á myndinni Kraftidioten sunnudaginn 19. apríl kl. 19:30. „Oftebro er norsk- ur, en menntaður í Danmörku þar sem hann býr og starfar. Hann er jafnvígur á bæði dönsku og norsku,“ segir Ilmur og rifjar upp að Oftebro hafi farið með hlutverk Laust Jensen í dönsku sjónvarpsþáttunum 1864 sem sýndir voru í Ríkissjónvarpinu fyrr í vetur. Allar upplýsingar um sýningartíma má nálgast á vef Norræna hússins, nordice.is. „Úrval fjölbreyttra mynda“  Norræn kvikmyndahátíð sett í þriðja sinn á morgun  Alls sýndar tíu nýlegar myndir og ein klassísk perla  Frítt inn á allar myndirnar  Boðið verður upp á spjall við ýmsa erlenda listamenn Hjartnæm Danica Curcic, Jens Albinus, Gita Nørby og Paprika Steen í Stille hjerte í leikstjórn Bille August sem hlaut fern Bodil-verðlauna í Danmörku. Gull Återträffen hlaut Gullbjölluna, sænsku kvikmyndaverðlaunin, árið 2014 sem besta mynd ársins og fyrir besta handrit sem Anna Odell samdi. Ilmur Dögg Gísladóttir Diva Grænlenska heimildarmyndin Eskimo Diva fjallar um Nuka. PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 27. apríl. NÁNARI UPPLÝSINGAR: Katrín Theódórsdóttir kata@mbl.is Sími: 569-1105 Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað um Íslandsmótið Pepsí-deild karla í knattspyrnu 1.maí. Farið verður um víðan völl og fróðlegar upplýsingar um liðin sem leika sumarið 2015. –– Meira fyrir lesendur SÉRBLAÐ ÍSLANDSMÓTIÐ PEPSÍ-DEILD KARLA Í KNATTSPYRNU 2015

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.