Morgunblaðið - 16.04.2015, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.04.2015, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 2015 Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is „Mér sýnist þetta verkfall hafa miklu meiri afleiðingar en lækna- verkfallið því það bitnar miklu meira á sjúklingum. Í læknaverk- fallinu tók ég alla vega ekki eftir því að í þeim hópi sem ég þjóna hafi það haft mikil áhrif. Það má búast við að áhrif núverandi verkfalla eigi eftir að versna ef ekki semst fljótt og það bitnar á sjúklingum,“ segir Frið- björn Sigurðsson krabbameins- læknir. Hann spyr hvort heilbrigðisstétt- ir ættu yfirleitt að mega fara í verk- fall, þar sem það bitni á þeim sem síst skyldi, veiku fólki. Mál Hinriks ekki einsdæmi Nú bíður fjöldi sjúklinga eftir meðferð við krabbameini t.d. geisla- meðferð og myndrannsóknum vegna verkfalls geislafræðinga. Á meðal þeirra er Hinrik A. Hansen krabbameinssjúklingur en hann hefur beðið í viku eftir myndatöku vegna meðferðar á krabbameins- æxli í litla heila en hann skrifaði grein í Fréttablaðinu í gær um sín mál. Staða Hinriks er ekki eins- dæmi. „Ég þekki ekki til mála Hinriks, en ég er með nokkra sjúklinga sem eru í svipaðri stöðu og bíða eftir að komast í myndgreiningu. Þeim á eftir að fjölga,“ segir Friðbjörn. Hann nefnir nokkra samverkandi þætti sem tefja greiningu og með- ferð krabbameinssjúklinga. Grein- ing á nýjum meinum tefst þegar taka þarf sýni með aðstoð mynd- greiningar. „Til viðbótar eru tafir við að fá svör við vefjarannsókn vegna verk- falls lífeindafræðinga. Því þurfa ein- staklingar að bíða lengur eftir að fá niðurstöðu og ekki er hægt að hefja viðeigandi meðferð fyrr en niður- stöður vefjagreiningar liggja fyrir. Hvað meðferðarúrræði varðar þá eru nú tafir á að sjúklingar komist í geislameðferð vegna verkfalls geislafræðinga. Ég hef til dæmis þurft að ráðleggja aðra meðferð hjá sumum minna sjúklinga vegna þeirra tafa þó ég búist við að þeir valkostir séu síðri,“ segir Friðbjörn. Óþroskuð samskipti „Þarf í nútímasamfélagi að beita þessum verkfallsaðgerðum. Af hverju erum við ekki þroskaðri en þetta, að láta þetta bitna á sjúkling- um,“ spyr Friðbjörn en hann var einn af fáum sem greiddu atkvæði gegn læknaverkfallinu á sínum tíma. „Verkföll eru hönnuð þannig að þau bitni á þriðja aðila og það finnst mér alla vega óásættanlegt þegar um sjúklinga er að ræða,“ segir hann en bendir þó á að hann hafi hins vegar fullan skilning á málum þeirra sem eru í verkfalli nú, enda hafi læknar riðið á vaðið og gefið í skyn að þeir hafi fengið um- talsverðar kjarabætur. Friðbjörn dregur þó í efa að þær kjarabætur hafi verið eins miklar og af var látið. Nú verði að gera kröfu um það að deiluaðilar semji sem allra fyrst, segir hann. Vandasamt að vinna í verkfalli „Það er alltaf vandasamt að vinna innan verkfalla og slæmt ef það bitnar á meðferð sjúklinganna. Það er innbyggt í eðli verkfalla að þau valda óþægindum og töfum en slæmt ef þau valda sjúklingum skaða,“ segir Þorbjörn Jónsson, for- maður Læknafélagsins, spurður um stöðu lækna sem upp er komin og hvort þeir eigi að vera í þessari stöðu. Þorbjörn bendir jafnframt á að verkfallið sé löglega boðað. Forgangsröðun sjúklinga Hann tekur fram að sjúklingum sé forgangsraðað og það sé í hönd- um yfirmanna hverrar sérgreinar að meta þau tilvik sem upp koma. Þorbjörn segir sjálfur ekki geta tjáð sig um einstök tilvik, spurður út í mál Hinriks. Í verkföllum eru iðulega veittar undanþágur fyrir starfsfólk. Í læknaverkfallinu störfuðu læknar á undanþágu og var meðal annars sótt um undanþágu til að hafa einn auka krabbameinslækni í vinnu strax frá fyrsta degi. Í læknaverk- fallinu var sem sagt alltaf einum krabbameinslækni fleira við störf en fram kemur á undanþágulista fjármálaráðuneytisins.  Krabbameinslæknir spyr hvort heilbrigðisstéttir megi fara í verkfall því það bitnar á veiku fólki  Í læknaverkfallinu var alltaf einum krabbameinslækni fleiri við störf en fram kom á undanþágulista Verra en læknaverkfallið Friðbjörn Sigurðsson Þorbjörn Jónsson Kristján Kristjánsson, upplýsinga- fulltrúi Landsbankans, segir Hörpu- reitinn þann eina sem henti undir framtíðarhöfuðstöðvar bankans, sem keypti lóð við Hörpu í fyrra. „Hönnunin er ekki hafin. Banka- ráðið hefur enda ekki tekið loka- ákvörðun um hvort við byggjum á þessum reit eða ekki … Við eigum þessa lóð en gætum selt hana aftur ef því væri að skipta.“ Verður ákvörðun tekin í sumar? „Já, ég á frekar von á því en það hefur engin dagsetning verið gefin út um það. Við eigum líka eftir að fara í gegnum ýmsa grunnvinnu hér, eins og þarfagreiningu fyrir nýtt húsnæði. Við erum að hugsa um að fækka fermetrum úr um 28 þúsund í 15 þúsund á höfuðborgarsvæðinu og spara okkur u.þ.b. 600 milljónir á ári í rekstrarkostnað húsnæðis.“ Fjárhagslegu rökin mjög traust „Við erum í mjög stóru húsnæði sem er mjög óhentugt og leigjum það að 70 prósentum. Þannig að við erum að skoða fjárhagslegu rökin og þau eru mjög traust og góð en eigum eftir að taka endanlega ákvörðun um hvort við byggjum og hvernig hús og hvar það verður, þótt vissulega komi ekki margir aðrir staðir til greina á höfuðborgarsvæðinu. Bankinn hefur lýst því yfir við borgina að hann vilji vera í miðborginni … Síðan fórum við að leita að lóð og það eru ekki margar lóðir í miðborginni sem koma til greina. Það er í rauninni að- eins Hörpureiturinn sem hýsir þá stærð af húsi sem Landsbankinn þarf undir sína starfsemi. Svo eru heldur ekki margar lóðir á höfuð- borgarsvæðinu sem henta,“ segir Kristján. baldura@mbl.is Hörpureitur sá eini sem hentar banka  Ákvörðun Landsbanka um framtíðarhöfuð- stöðvar bankans verður líklega tekin í sumar Morgunblaðið/Þórður Hörpureitur Landsbankinn kann að reisa nýjar höfuðstöðvar á reitnum. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Stefnt er að því að síðar í mánuðinum hefjist fram- kvæmdir við uppgröft á reitum 1 og 2 á Austurbakka, austur af Tollhúsinu við Tryggvagötu í Reykjavík. Að sögn Gísla Steinars Gíslasonar, stjórnarfor- manns Landstólpa Þróunarfélags, sem stendur að upp- byggingunni, verður framkvæmdin kynnt nágrönnum á næstunni. Fyrsti áfangi verður að grafa fyrir bílakjallara en byrjað verður á fornleifagreftri í tengslum við þá framkvæmd. Kjallarinn verður á einni hæð og verður hann grafinn þar sem nú er stórt bílastæði austur af Toll- húsinu. Munu benda á önnur úrræði í nágrenninu „Við munum greina frá því í hvaða áföngum við lok- um bílastæðinu og munum benda á önnur úrræði í ná- grenninu, eins og Miðbakkann, bílastæðahúsin og bíla- kjallarann við Hörpu. Á næstu dögum og vikum munum við byrja að girða af svæðið og hefja uppgröftinn.“ Gísli Steinar segir að alls verði um þúsund bílastæði í samtengdum kjallara á svæðinu. Alls 545 stæði eru við Hörpuna og 120 stæði eru áformuð á þessum reit. Til við- bótar koma bílastæði við fyrirhugað hótel og íbúðarhús annars vegar og bílakjallari á Landsbankareitnum hins vegar. Gísli Steinar segir áformað að í kjölfarið rísi fjöl- breytt íbúðar-, verslunar- og skrifstofuhúsnæði á reitum 1 og 2 og verða þau áform kynnt frekar á næstu vikum. Verslun og þjónusta á fyrstu tveimur hæðunum Fyrirhugaðar byggingar á reitum 1 og 2 eru merkt- ar með hvítum lit á teikningunni hér fyrir ofan. Gert er ráð fyrir að hvítu byggingarnar lengst til hægri á mynd- inni, eða þær sem munu snúa í austur, verði með verslun og þjónustu á hæðum 1 og 2. Í byggingunum vinstra megin, sem snúa munu til vesturs, er áformað að verði verslun og þjónusta á jarðhæð en íbúðir á efri hæðum. Fram kemur á vef byggingarfulltrúa Reykjavíkur- borgar að Landstólpar þróunarfélag hafi sótt um leyfi til að byggja tvö samtengd sex hæða steinsteypt fjölbýlis- hús með 49 íbúðum á reitunum og eru þau hús næst Toll- húsinu til norðurs. Hönnun mannvirkja er ekki lokið. Tryggvi Jónsson, framkvæmdastjóri mannvirkja hjá Mannviti og forsvarsmaður Kolufells, sem sér um uppbyggingu fimm stjörnu hótels við Hörpu, segir ekki ákveðið hversu mörg bílastæði verði undir þeim reit. Sú uppbygging er áformuð í haust og gæti henni lokið 2018. Tryggvi sagði gert ráð fyrir 1.000 stæðum í samtengdum kjallara á svæðinu. Kristján Kristjánsson, upplýsinga- fulltrúi Landsbankans, segir ekki ákveðið hversu mörg stæði verði í kjallara á lóð bankans á svæðinu. Gerð bílakjallara við Tollhúsið er að hefjast  Bílastæðinu við Tollhúsið líklega lokað í áföngum Tölvuteikning/PK arkitektar/Birt með leyfi Austurbakkinn Reitir 1 og 2 eru merktir með hvítum lit. Þar undir verður bílakjallari. Uppgröftur er að hefjast. Innréttingar & gólf Gólfþjónusta Íslands • SÉRHÆFING Í VIÐHALDI GÓLFA Sími 897 2225 • info@golfthjonustan.is • golfthjonustan.is Sérsmíðum innréttingar fyrir þig

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.