Morgunblaðið - 16.04.2015, Page 6

Morgunblaðið - 16.04.2015, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 2015 BAKSVIÐ Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Vöntun á jáeindaskanna hér á landi stendur heilbrigðiskerfinu fyrir þrif- um á margvíslegan hátt og er ein ástæða þess að læknar tregðast við að koma heim úr sérnámi erlendis, enda er Ísland eina landið í Norður- Evrópu þar sem slíkt tæki er ekki til. Vegna þessa fá Íslendingar lak- ari heilbrigðisþjónustu en þeir eiga rétt á. Þetta er samdóma álit þriggja lækna. Einn þeirra leitar nú leiða til að reka jáeindaskanna sjálfstætt og selja þjónustuna út. Jáeindaskanni er notaður til greiningar ýmissa sjúkdóma, t.d. krabbameina. Slíkt tæki hefur aldrei verið til hér á landi og því eru ís- lenskir sjúklingar sendir á Ríkis- sjúkrahúsið í Kaupmannahöfn til rannsókna í tækinu. Undanfarin þrjú ár hafa 156 Íslendingar farið ut- an og það sem af er þessu ári eru þeir 37, samkvæmt upplýsingum frá Sjúkratryggingum Íslands, SÍ. Í öll- um tilvikum er um að ræða krabba- meinssjúklinga. Beiðnir koma frá læknum og eru yfirleitt afgreiddar innan sólarhrings. Kostnaður við hverja meðferð (ferðir, dagpeningar og rannsókn) er 427.000 krónur. Áætlað að kosti 700 milljónir Pétur Hannesson, yfirlæknir á röntgendeild Landspítala, skrifaði grein í Læknablaðið árið 2008 um mikla þörf spítalans fyrir jáeinda- skanna. „Þá ætlaði Landspítalinn að kaupa skanna og það hékk saman við áform um nýbyggingar því það var talið hentugt að þetta fylgdist að,“ segir Pétur. Hann segir þró- unina í framleiðslu tækjanna hraða, einkum hvað varðar hringhraðalinn sem framleiðir geislavirka efnið og því muni þau lækka í verði á næstu árum. „Kostnaðurinn sem við sjáum fyrir okkur er 700 milljónir, þar með talin er bygging húss fyrir hraðalinn og þetta er töluvert lægra en þær tölur sem heyrst hafa. Slíkur bún- aður gæti dugað í tíu ár.“ Pétur segir að hús fyrir hraðalinn gæti risið við enda K-byggingar- innar við Hringbraut. „Núna eru lík- lega 8-10 ár í nýjan spítala. Við get- um ekki beðið svo lengi. Eins og staðan er núna erum við ekki að veita bestu hugsanlegu þjónustu og við erum ekki að senda út alla þá sem þyrftu á því að halda. Við erum eina landið í Norður-Evrópu sem ekki á jáeindaskanna.“ Röntgen Domus, RD, sem er einkafyrirtæki í heilbrigðisþjón- ustu, hefur verið í viðræðum við bandarískt fyr- irtæki um að koma upp jáeinda- skanna hér á landi og ganga hug- myndir RD út á að selja þjón- ustuna til Land- spítala og annarra aðila í heilbrigð- isþjónustu. Eyþór Björgvinsson, röntgenlæknir og stjórnarformaður RD, tók þátt í þróun á notkun já- eindaskanna við John Hopkins- læknaháskólann í Bandaríkjunum fyrir um 30 árum og segir fyrirtækið nú bíða eftir svörum frá heilbrigðis- ráðuneytinu og Sjúkratryggingum Íslands. „Við getum ekki haldið áfram með þetta, nema við fáum vil- yrði fyrir því að einhver vilji kaupa þessar rannsóknir,“ segir Eyþór. Nýtist við ýmsar rannsóknir Röntgen Domus hyggst ekki framleiða ísótópana hér á landi, heldur yrðu efnin flutt inn frá Skot- landi eða Noregi sama dag og ætti að nota þau. „Á þennan hátt þurfum við ekki að byggja sérstaklega fyrir ísótópaframleiðsluna og það verður ekki sama þörfin fyrir sérhæft fólk á þessu sviði,“ segir Eyþór. „Svona væri hægt að byrja, það gæti verið fyrsta skrefið að byrja án eigin framleiðslu og setja hringhraðalinn upp síðar. Hann myndi svo nýtast líka við ýmsa vísindavinnu og rann- sóknir.“ Hann segir jáeindaskanna nýtast við rannsóknir á fjölmörgum sjúk- dómum fyrir utan krabbamein. „Til dæmis er tækið notað til að kort- leggja elliglöp og í Bandaríkjunum er það talsvert notað til að greina hjartasjúkdóma,“ segir Eyþór. „Yfirleitt er reiknað með 6-8 rann- sóknum á dag í þessum tækjum og ekki ólíklegt að 300 rannsóknir yrðu gerðar hér á landi í byrjun. Miðað við önnur lönd þyrftum við tvo já- eindaskanna hér,“ segir hann. Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir á Landspítalanum, hefur sent marga tugi krabbameinssjúklinga í jáeinda- skannann í Kaupmannahöfn og segir brýna nauðsyn á að tækið sé til hér á landi. „Tækið greinir dreifða sjúk- dóma talsvert nákvæmar en þau greiningartæki sem við erum með og hægt væri að fækka skurðaðgerðum með meiri notkun þessa tækis. Já- eindaskanni er stöðluð meðferð á flestum evrópskum sjúkrahúsum, notkunin er alltaf að aukast og þetta er notað í daglegum störfum krabbameinslækna nánast alls stað- ar nema hér. Ég held t.d. að það, að tækið er ekki til hér, hafi heilmikil áhrif á hvað fáir læknar koma heim eftir sérnám.“ Aukaálag á veikt fólk Tómas segir að allir þeir, sem talið er að þurfi á greiningunni að halda, séu sendir til Danmerkur. „Það verður að segjast eins og er að Dan- irnir hafa veitt okkur alveg frábæra þjónustu og sýnt okkur skilning. En það má ekki líta fram hjá því að við erum að senda fólk, sem er jafnvel nýbúið að fá greiningu á erfiðum sjúkdómi, til útlanda í rannsókn sem ætti að vera hægt að gera hér heima. Þetta er aukaálag á veikt fólk og það segir sig sjálft þvílíkt óhagræði þetta er,“ segir Tómas. Hann segir að þegar hann kom úr sérnámi erlendis fyrir tíu árum hafi umræðan snúist um hvort kaupa ætti tvo eða þrjá jáeindaskanna. „Mér fannst það svolítið skrýtið. Svo kom hrunið sem setti auðvitað strik í reikninginn. En ég átti aldrei von á að tíu árum síðar ættum við ekki einu sinni eitt tæki.“ Segja jáeindaskanna nauðsyn  Ísland er eina landið í N-Evrópu sem ekki á jáeindaskanna  Íslendingar skannaðir í Danmörku  Vöntun á tækinu fælir lækna frá því að flytja heim  Læknir vill kaupa skanna og selja þjónustuna Ljósmynd/Siemens AG Jáeindaskanni Tækið nýtist til rannsókna og greiningar á ýmsum sjúkdómum, m.a. á krabbameini. Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir á Landspítalanum, hefur sent marga tugi krabbameinssjúklinga í jáeindaskannann á ríkissjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn og segir brýna nauðsyn á að tækið sé til hér á landi. Í jáeindaskanna sameinast tvö tæki: PET (Positron Emitting Tomography) sem er myndavél sem tekur mynd af þeirri geisla- virkni sem stafar frá sjúklingn- um og CT (Computer Tomo- graphy) eða tölvusneiðmynda- tæki sem er röntgentæki sem snýst í kringum sjúklinginn og tekur röntgenmyndir þannig að hægt sé að staðsetja geislun- ina. Þegar þessi tvö tæki hafa verið sambyggð kallast það jáeindaskanni eða PET/CT. Til þess að hægt sé að gera þessar rannsóknir þarf svokall- aða ísótópa eða flúor 18. Það eru geislavirk efni sem eru sér- staklega framleidd til þessara nota og gerist það í tæki sem kallast hringhraðall. Hann og gerð efnanna er stærsti hluti fjárfestingarinnar og það hefur verið stærsti þröskuldurinn við að koma upp jáeindaskanna hér á landi. Tvö tæki sameinast HVAÐ ER JÁEINDASKANNI? Pétur Hannesson Tómas Guðbjartsson Eyþór Björgvinsson Ingileif Friðriksdóttir if@mbl.is Stærsti framleiðandi umhverfisvæns eldsneytis hér á landi, Carbon Re- cycling International (CRI), mun í dag fagna stækkun eldsneytisverk- smiðju sinnar í Svartsengi við hátíð- lega athöfn. Við stækkunina þrefald- ast framleiðslugeta verksmiðjunnar og verða þar framleidd fjögur þús- und tonn af endurnýjanlegu met- anóli á ári. Athöfnin hefst klukkan 14 og munu Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, Robert Cushman Barber, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, og Wolf- gang Benesch, yfirmaður rannsókna þýska orkufyrirtækisins STEAG, flytja þar ávörp auk fulltrúa CRI. CRI var stofnað á Íslandi árið 2006 með það að markmiði að þróa lausnir til að draga úr losun gróður- húsalofttegunda með framleiðslu á umhverfisvænu eldsneyti. Fyrsta verksmiðjan í heiminum CRI tók í notkun fyrsta áfanga eldsneytisverksmiðjunnar í Svarts- engi árið 2012, en verksmiðja CRI er sú fyrsta sinnar tegundar í heimin- um. Framkvæmdir við stækkun verk- smiðjunnar hafa staðið yfir frá síð- asta sumri og að þeim hafa unnið á framkvæmdatímanum tugir verk- taka auk starfsmanna CRI, en hjá fyrirtækinu starfar á fjórða tug starfsmanna á Íslandi og erlendis. Í verksmiðjunni er endurnýjan- legt metanól, sem er fljótandi elds- neyti, búið til úr rafmagni með sam- runa vetnis og koltvísýrings. Áhrif lík sjöföldum rafbílaflota Framleiðsla verksmiðjunnar hef- ur sömu áhrif á losun koltvísýrings og um 2.200 rafmagnsbílar. Þetta jafngildir sjöföldum flota rafbíla sem fyrir eru í landinu. Fyrirtækið selur eldsneytið á inn- lendum og erlendum markaði, til íblöndunar eða sem hráefni til elds- neytisframleiðslu, undir vörumerk- inu Vulcanol. Metanól er notað við framleiðslu á lífdísil og til beinnar íblöndunar í bensín eða framleiðslu á öðrum þáttum bensíns og dísil. Sam- kvæmt bresku gagnaveitunni Argus JJ&A voru á síðasta ári um 32 millj- arðar lítra af metanóli notaðir sem eldsneyti, aðallega í Evrópu og Asíu. Framleiðslutækni CRI hefur vak- ið verðskuldaða athygli víða um heim og ekki síst á meginlandi Evrópu. Framleiðsla á metanóli þrefölduð  Carbon Recycling International fagnar í dag stækkun eldsneytisverksmiðju sinnar í Svartsengi Ljósmynd/Mannvit hf. Svartsengi Eldsneytisverksmiðjan CRI var tekin í notkun árið 2012 en hef- ur nú verið stækkuð til muna svo framleiðslugetan þrefaldast.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.