Morgunblaðið - 16.04.2015, Side 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 2015
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Mjög hefur færst í vöxt að nýir
veitingastaðir sem opnaðir eru hér
á landi heiti erlendum nöfnum.
Nýleg dæmi eru Dirty Burger and
Ribs og nú síðast á Selfossi verður
nafni veitingastaðarins Kaktus,
sem áður hét
Hrói Höttur,
breytt í sumar, í
Steakhouse surf
and turf, grill
and bar.
„Guð sé oss
næstur!“ nánast
hrópaði Har-
aldur Bern-
harðsson, vara-
formaður
Íslenskrar mál-
nefndar, þegar blaðamaður sagði
honum frá nýju nafngiftinni á Sel-
fossi.
Steikhúsið haf og hagi
Í Dagskránni, fréttablaði Suður-
lands, kemur fram hjá blaða-
manni, ÖG, að Steakhouse surf
and turf útleggist á íslensku
Steikhúsið haf og hagi.
Haraldur var spurður hvort slík
nafngift væri ekki meir við hæfi á
veitingastað á Suðurlandi. „Jú, vit-
anlega væri það meir við hæfi og
ég tel að slíkt nafn myndi einnig
falla Sunnlendingum mun betur í
geð. Raunar held ég líka að það
væri hyggilegra upp á við-
skiptin að menn sæju sóma
sinn í því að hafa nafn-
giftir á veitingastöðum á
íslensku,“ sagði Har-
aldur.
„Mér finnst þessi þró-
un alveg af-leit. Segjum
bara að ég væri
ferða-maður í
Toscanahéraði
á Ítalíu. Þá
myndi ég
síst af öllu
leita að
veit-
ingastað sem héti ensku nafni. Ég
býst við því að þeir erlendu ferða-
menn sem hingað koma, hafi
áhuga á að kynnast því sem ís-
lenskt er og eitt af því er náttúr-
lega tungumálið.
Þannig finnst mér nafngiftir af
þessum toga byggðar á misskiln-
ingi. Ég veit ekki hvort hér er um
að ræða mállega minnimátt-
arkennd en ég tel að til mikilla
bóta væri að nefna þennan stað á
Selfossi og aðra veitingastaði á ís-
lensku,“ sagði Haraldur.
Ekki með formlegum hætti
Haraldur segir að nafngiftir ís-
lenskra veitingastaða komi ekki til
kasta Íslenskrar málnefndar með
formlegum hætti, en vissulega sé
ástæða til þess að staldra við og
taka þetta til umræðu. Hann sagði
að sig minni að eitt sinn hafi verið
skylda að skrá fyrirtæki hjá fyr-
irtækjaskrá undir íslenskum nöfn-
um og eins hafi það verið regla
hér áður fyrr að fyrirtæki í síma-
skrá hafi heitið íslenskum nöfnum.
„Ef mig misminnir ekki hét veit-
ingastaðurinn Hard Rock Cafe,
Hart Rokk Kaffi í síma-skránni.
En ég held að það séu engar
hömlur á þessu lengur,“ segir
Haraldur.
Þá bendir Haraldur á að furðu-
lega víða hér á landi séu matseðl-
ar eingöngu á ensku. Það sé sjálf-
sagt að matseðlar séu á ensku og
ýmsum tungumálum, en þau eigi
ekki að koma í stað íslenskunnar.
Erlendar nafngiftir afleitar
Erlendar nafngiftir á veitingastöðum og börum æ algengari Veitingastað-
urinn Kaktus á Selfossi verður að Steakhouse surf and turf, grill and bar
Morgunblaðið/Kristinn
Útlensk nöfn Erlendar nafngiftir á veitingastöðum og börum hér á landi
verða æ algengari, eins og dæmin sanna. Myndin er úr Austurstræti.
Björn Þór Baldursson, veitinga-
maður á Kaktusi, var spurður
hvers vegna hann héldi sig ekki
við íslenskt nafn á veitingastað
sínum. „Það var markaðs-
fræðingurinn, vinur minn, sem
ráðlagði mér þessa nafngift. Við
erum við þjóðveg 1 og byggjum
ársreksturinn á því að
hala inn sem mest af
tekjum okkar á þremur
mánuðum á sumrin,
þegar erlendir ferða-
menn eru sem flest-
ir. Þeir vita ekkert hvað haf og hagi
þýðir. Maður verður að láta stað-
inn heita eitthvað sem þá langar í
og koma þess vegna við. Þeir skilja
Steakhouse surf and turf, bar and
grill, sem mun standa á skiltinu,
en þeir myndu ekki skilja Steik-
húsið haf og hagi,“ sagði Björn
Þór. Undanfarin tvö ár hafi veit-
ingastaðurinn heitið Kaktus og er-
lendir ferðamenn hafi haldið að
hann byði upp á mexíkóskan
skyndibita eða að þarna væri
blómabúð.
Verða að skilja heitið á staðnum
BJÖRN ÞÓR BALDURSSON VEITINGAMAÐUR
Björn Þór
Baldursson
Haraldur
Bernharðsson
Laugavegi 82,
á horni Barónsstígs
sími 551 4473
www.lifstykkjabudin.is
Úrval af
sundfatnaði
og sólkjólum
GARDEUR SUMARBUXUR
VERÐLÆKKUN
Laugavegi 63 • S: 551 4422
SKOÐIÐ BUXUR Á LAXDAL.IS
Ljósar og
bláar gallabuxur
20%
AFSLÁTTUR AF VÖLDUM
STÖNDUM
KLASSÍSKI LISTDANSSKÓLINN
Inntöku
próf
30. apr
íl
Vorhátíð skólans í Borgarleikhúsinu
mánudaginn 27. apríl kl. 18:00
WWW.BALLET.IS
Grensásvegi 14 & Álfabakka 14a s: 534 9030 mail: info@ballet.is
Inntökupróf fer fram á
Grensásvegi 14 fimmtudag 30. apríl
nemendur 13 ára og eldri mæti kl.18:00
Miðasala hefst 20. apríl á www.borgarleikhus.is
Skráning fyrir nýja nemendur
fyrir haustönn 2015 er hafin á
Vegagerðin hef-
ur ákveðið að
hætta í bili vinnu
við mat á um-
hverfisáhrifum
Sprengisands-
leiðar. Eitt af
markmiðum
verkefnisins var
að stilla saman
legu vegar og há-
spennulínu, eink-
um með tilliti til sjónrænna áhrifa. Í
drögum að tillögu að matsáætlun
liggur fyrir líklegasta lega vegar um
Sprengisand. Ekki stendur til að
taka ákvörðun um nýjan veg yfir
Sprengisand í nánustu framtíð.
Skipulagsstofnun, sem hefur drög
að tillögu til matsáætlunar til með-
ferðar, var tilkynnt þetta óformlega
á dögunum, segir á vef Vegagerð-
arinnar. Ekki er reiknað með að til-
lögur um framkvæmdir við nýja
Sprengisandsleið verði lagðar fram í
samgönguáætluninni 2015-2026.
Hætta með mat á
Sprengisandsleið
Urð og grjót á
Sprengisandi.
Á samráðsfundi ríkis og sveitarfé-
laga í gær skrifuðu Bjarni Bene-
diktsson, fjármála- og efnahags-
ráðherra, Halldór Halldórsson,
formaður Sambands íslenska sveit-
arfélaga, og Dagur B. Eggertsson
borgarstjóri undir samkomulag um
aukið samstarf opinberra vinnu-
veitenda í kjaramálum. Samkvæmt
samkomulaginu er sett á laggir
kjaramálaráð sem hefur það hlut-
verk að vera ráðgefandi gagnvart
aðilum samkomulagsins og skal það
stuðla að samhæfingu við gerð
kjarasamninga. Samkomulagið er
til tveggja ára.
Hið opinbera í sam-
starf í kjaramálum