Morgunblaðið - 16.04.2015, Page 23
23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 2015
Vorið er komið Ungviðið boðar sannarlega vor og betri tíð með blóm í haga. Ró var yfir þessari hryssu og folaldi hennar í Rangárþingi í vikunni og Hekla skartaði sínu fegursta í baksýn.
RAX
Það vakti athygli
mína að ASÍ og BSRB
skyldu í samvinnu við
Landvernd boða til
ráðstefnu um síðustu
helgi um auðlindir Ís-
lands, nýtingu þeirra,
eignarhald og skipt-
ingu auðlindaarðsins.
Eins og þessi samtök
eru byggð upp hljóta
áherslur þeirra að vera
ólíkar þegar leitað er leiða til þess að
nýta kosti landsins með þeim hætti,
að öllum íbúum þess dugi til betri
lífsafkomu,– innan póstnúmers 101,
fram til dala og úti á ystu nesjum.
Ég hef oft orðið undrandi á álykt-
unum og álitsgerðum Landverndar.
Þar var lagst gegn því að upp-
byggður vegur yrði lagður vestan
Jökulsár á Fjöllum að Dettifossi og
engu skeytt um það, hverjir væru
hagsmunir íbúanna eða ferðaþjón-
ustunnar norður þar. Andstaða við
Héðinsfjarðargöng er annað dæmi
um þá þröngsýni sem einkennir mál-
flutning forystumanna Land-
verndar. Þar var talað um að „ein-
angrun fjarðarins“ eigi „ríkan þátt í
því að auka verndargildi hans“. Nú
var Héðinsfjörður í byggð til
skamms tíma. Fræknisaga Gunnars
Gunnarssonar „Á botni breðans“
gerist á Grundarkoti og styðst við
sannsögulegar heimildir. Hann skall
á með iðulausri stórhríð svo dögum
skipti svo að kotið
fennti í kaf, húsfreyja
var ein með börnin en
bóndi í kaupstaðarferð
að sækja föng til
jólanna. Þetta er
áhrifamikil saga. Héð-
insfjarðagöng hafa
blásið nýju lífi í byggð-
irnar út með Eyjafirði.
Þar er nú iðandi mann-
líf í staðinn fyrir doða
og bjartsýni ríkjandi.
Ég á ekki von á því að
forystumenn Land-
verndar taki sjónarmið sín til endur-
skoðunar. Þó veitir ekki af að þeir
dusti af sér rykið og fríski sig upp!
Því miður átti ég þess ekki kost að
sækja ráðstefnuna. En ég hnaut um
það sem fram kom í fréttum RÚV í
viðtali við auðlindahagfræðinginn
Daða Má Kristófersson – nefnilega
að hagsmunir ríkisins séu fyrir borð
bornir með þeirri stóriðjustefnu sem
fylgt hefur verið. Það sé lítil arðsemi
af orkuauðlindunum! Staðhæfingar
af þessu tagi stangast á við stað-
reyndir.
Þegar orkunotkun Íslendinga er
sundurgreind kemur í ljós að 5% af
rafmagnsframleiðslu Landsvirkj-
unar fara til heimilanna en 80% til
stóriðju. Það blasir við að lágt raf-
orkuverð til almennra nota – sem er
mun lægra hér en í öðrum löndum –
skýrist af þeim orkusölusamningum
sem gerðir hafa verið. Þeir hafa ver-
ið til langs tíma og álverin traustir
kaupendur. Þegar þetta dæmi er
gert upp verður auk þess að taka inn
í reikninginn þann virðisauka sem
við höfum af því að nýta orkuna til
atvinnusköpunar í staðinn fyrir að
hún streymi um sæstreng til Eng-
lands.
Ef við horfum til álveranna vinna
þar um 1.500 manns og á 6. hundrað
til viðbótar hjá verktökum álver-
anna. Ef talin eru bein og óbein störf
eru þau 5 þúsund. Kaup álveranna á
vörum og þjónustu hafa verið á
bilinu 30 og 40 milljarðar kr. og er
þá raforkan ótalin enda hefur orðið
til gróskumikill iðnaður í kringum
álverin – sem flutt hefur út vörur og
þekkingu til álvera um allan heim.
Álverin greiða hærri laun en al-
mennt tíðkast vegna þeirra sér-
samninga sem við þau eru gerð. Ég
athugaði að gamni mínu kynja-
hlutföllin í álverinu við Straumsvík.
Þar eru jafnmargar konur og karlar
í framkvæmdastjórninni. Tæplega
þriðjungur millistjórnenda og sér-
fræðinga eru konur. Þar er rekinn
skóli fyrir starfsmenn sem gefur
þeim rétt til hærri launa.
Stóriðja er stundum skilgreind
með þeim hætti að fá störf skapi
mikil verðmæti. Í því felst að mikill
kostnaður liggur á bak við hvert
starf en skilar sér margfalt til baka
með því að orkunni er breytt í afurð.
Það skýrir hvers vegna hægt er að
greiða hærri laun í slíkum fyrir-
tækjum en t.d. í ferðaþjónustu.
Ég rifja upp að stærstu virkjanir
okkar, allar með tölu, voru reistar í
krafti þess að langtímasamningar
náðust um nýtingu orkunnar til iðn-
aðar eða stóriðju. Ég nefni fyrst Íra-
fossvirkjun, sem var vígð 21. októ-
ber 1953, en jafnhliða henni var
ráðist í að byggja Sementsverk-
smiðjuna og Áburðarverksmiðjuna í
Gufunesi. Ég man enn hvílíkum tíð-
indum þetta þótti sæta!
Búrfellsvirkjun, sem var fullgerð
1969, og álverið í Straumsvík mörk-
uðu upphaf stóriðju á Íslandi. Síldar-
stofninn hrundi á árunum 1967-69 og
gjaldeyristekjur okkar minnkuðu
um helming svo að þessi nýja at-
vinnustarfsemi gat ekki komið á
betri tíma. Þjóðarbúið rétti sig fljótt
við, lífskjör fóru batnandi og efna-
hagsmálin voru í jafnvægi á árunum
1970-1971. En síðan kom vinstri-
stjórn undir forsæti Framsóknar-
flokksins.
Nýjar gjaldeyristekjur af álverinu
í Reyðarfirði og Kárahnjúkavirkjun
hjálpuðu okkur að standa hrunið af
okkur. Ofan á það bættist 60 millj-
arða fjárfestingarverkefni í
Straumsvík, það stærsta frá hruni. Á
hinn bóginn er rétt að minnast þess
að vinstristjórn Jóhönnu Sigurð-
ardóttur – sem settist að völdum
með tilstyrk Framsóknarflokksins –
kæfði þau áform sem uppi voru um
stóriðju á Bakka og í Helguvík með
þeim afleiðingum að þessi byggðar-
lög urðu fyrir þungum búsifjum,
verulegt atvinnuleysi varð í landinu
og landflótti. Þess vegna er það mik-
ið ánægjuefni að framkvæmdir séu
að hefjast á Þeistareykjum. Þetta er
gamall draumur. Það hefur vantað
festu í atvinnulífið á Húsavík og í
Þingeyjarsýslum. Þegar horft er til
Austfjarða sjáum við að gott og
sterkt fyrirtæki getur skipt sköpum
fyrir byggðarlag sem stendur höll-
um fæti.
Í daglegu lífi verður ál víða fyrir
okkur, svo sem í farsímum, tölvum,
dósum og flugvélum. Ál er notað í æ
meiri í mæli í bílaframleiðslu til að
draga úr eldsneytisnotkun og út-
blæstri. Og eftir að ál hefur verið
framleitt er hægt að endurvinna það
endalaust. Það er haft í flimtingum
að Breznev gamli hafi kallað for-
ystumenn Alþýðubandalagsins til
Moskvu og sagt þeim að vera á móti
álverum – tákngervingi hins fjöl-
þjóðlega auðvalds. Kannski var
þetta kveikjan að þessari limru
karlsins á Laugaveginum:
Ég fann slitur af gömlum sálmi,
saltstólpa og strá af hálmi,
þennan marxíska jöfnuð
fyrir sérstrúarsöfnuð
gegn sérstakri tegund af málmi.
Eftir Halldór
Blöndal »… enda hefur orðið
til gróskumikill iðn-
aður í kringum álverin –
sem flutt hefur út vörur
og þekkingu til álvera
um allan heim.
Halldór Blöndal
Höfundur er fyrrverandi ráðherra
samgöngu- og ferðamála.
Auðlindir Íslands og hinn almenni borgari