Morgunblaðið - 18.04.2015, Side 8

Morgunblaðið - 18.04.2015, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. APRÍL 2015 Ritskoðun var auðveldari áðuren netið kom til sögunnar, en stjórnvöld í Kína eru þó ekki af baki dottin og viðleitni þeirra til að stýra flutningi frétta og um- ræðu er næsta grímulaus.    Kínverskir ríkisfjölmiðlargreindu til dæmis frá því fyrr í mánuðinum að stjórnvöld hefðu hótað að loka Sina, einni vinsæl- ustu fréttavefsíðu landsins ef ekki kæmi til „bætt ritskoðun“. Með þessum orðum.    Opinbera fréttastofan Xinhuasagði að á vefsíðunni væru „staðreyndir í fréttum skrum- skældar, siðferði brotið og fjöl- miðlaýkjur“ stundaðar.    Í Kína er sérstök netheimastjórn.Hlutverk hennar er skýrt eins og kemur fram í opinberum fréttaflutningi. Hún á að grípa í taumana þegar ritskoðun er ábóta- vant. Í Kína hefur eldveggurinn mikli risið í netheimum. Hann á að ein- angra alla umræðu og gera hana meðfærilegri.    Og nú er nýtt vopn komið tilsögunnar. Það kallast fall- byssan mikla og var fyrst notað í lok mars svo vitað sé. Fallbyssan er notuð til að beina gríðarlegri umferð að óæskilegum vefsíðum þannig að þær hrynji og geti ekki lengur komið upplýsingum á fram- færi. Fallbyssan virkjar óbreytta notendur vefsins í þessar árásir og verður þannig til nýr alþýðuher, sem þarf enga þjálfun.    Mikil er ógn málfrelsisins. Mikil er ógn málfrelsisins STAKSTEINAR Veður víða um heim 17.4., kl. 18.00 Reykjavík 6 skýjað Bolungarvík 7 skýjað Akureyri 12 skýjað Nuuk -7 léttskýjað Þórshöfn 10 skýjað Ósló 8 heiðskírt Kaupmannahöfn 7 léttskýjað Stokkhólmur 3 skúrir Helsinki 7 skýjað Lúxemborg 13 heiðskírt Brussel 12 léttskýjað Dublin 12 skýjað Glasgow 12 léttskýjað London 12 heiðskírt París 16 heiðskírt Amsterdam 11 léttskýjað Hamborg 12 heiðskírt Berlín 11 heiðskírt Vín 13 skúrir Moskva 5 skýjað Algarve 20 léttskýjað Madríd 20 léttskýjað Barcelona 17 léttskýjað Mallorca 21 léttskýjað Róm 18 heiðskírt Aþena 18 heiðskírt Winnipeg 17 heiðskírt Montreal 13 skýjað New York 16 alskýjað Chicago 22 léttskýjað Orlando 26 alskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 18. apríl Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 5:46 21:10 ÍSAFJÖRÐUR 5:41 21:24 SIGLUFJÖRÐUR 5:23 21:08 DJÚPIVOGUR 5:13 20:41 Viltu selja eða kaupa fyrirtæki? Firma Consulting, Þingaseli 10, 109 Reykjavík, GSM: (+354) 820 8800 og (+354) 896 6665, Fax: (354) 557 7766, Veffang: firmaconsulting.is Magnús Hreggviðsson viðskiptafræðingur og lög- giltur fyrirtækja-, fasteigna- og skipasali. Magnús er með áratuga reynslu af endurskoðunarstörfum, sem rekstrarráðgjafi, fyrirtækja- og fasteignasali, útgef- andi, fasteignarekandi, „land-developer“ í Smára- hvammi og starfandi stjórnarformaður í nokkrum fyrirtækjum. Er aðalráðgjafi hjá Firma Consulting. (magnus@firmaconsulting.is) Firma Consulting (www.firmaconsulting.is) er ráðgjafafyrirtæki sem sérhæfir sig í ráðgjöf við kaup og sölu millistórra og stórra fyrirtækja. „Við erum klárlega sjálfum okkur verst, Íslendingar, ef við ýtum verð- bólgunni aftur af stað öllum til tjóns,“ sagði Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga í niðurlagsorðum sínum þegar hann ræddi stöðuna á vinnumarkaðnum í ræðu sinni við setningu landsþings sambandsins sem haldið var í Salnum í Kópavogi í gær. „Það er alvarleg staða á vinnu- markaði og meiri órói en lengi hefur verið. Fólk hefur þá tilfinningu að það hafi dregist aftur úr í launum frá hruni og það er alveg rétt. Það á hins vegar við um allar stéttir og við lög- um það ekki nema með því að við- halda kaupmætt- inum og reyna að auka hann,“ sagði Halldór. Hann sagði að allir þyrftu að haga sér skyn- samlega og bera virðingu fyrir þessu flókna viðfangs- efni og viðsemjendum. „Atvinnurek- endur þurfa að fara á undan með góðu fordæmi varðandi laun þeirra sjálfra. Annars er það ekki sannfær- andi að segja við launþega að þeir þurfi að semja um hóflegar launa- hækkanir.“ Lýsti hann þeirri skoðun sinni að nýta ætti hugmyndir frá hin- um Norðurlöndunum, horfa á hvaða svigrúm er til launahækkana og vinna út frá því og möguleikum til kaupmáttaraukningar. Halldór gat þess að í vor og sumar rynnu út kjarasamningar við 65 við- semjendur sambandsins og gengið yrði til kjarasamninga á ný. Samn- ingar bæjarstarfsmannafélaga innan BSRB og stéttarfélaga innan ASÍ rynnu út í apríl og aðrir samningar í maí og ágúst. Búa sig undir viðræður Undirbúningur viðræðna er haf- inn. Halldór sagði að samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga legði áherslu á að viðhalda þeirri hefð að ljúka ekki kjarasamningum fyrr en niðurstaða lægi fyrir í kjara- viðræðum almenna vinnumarkaðar- ins enda hefðu launabreytingar þar bein áhrif á útsvarstekjur sveitarfé- laga. helgi@mbl.is Bíða eftir niðurstöðu annarra  Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga varar við verðbólgusamningum Halldór Halldórsson Ólöf Nordal innanríkisráðherra kom fram með þá hugmynd að tengja stefnumörkun í samgönguáætlun og forgangsröðun einstakra verkefna við samráðsvettvang í hverjum landshluta þegar hún ávarpaði landsþing Sambands íslenskra sveit- arfélaga í gær. Innanríkisráðherra rifjaði upp áherslur um aukna samvinnu við sveitarfélögin í stjórnarsáttmála rík- isstjórnarinnar og stefnumörkun í frumvarpi um byggðaáætlun og sóknaráætlun. Taldi hún ýmis tæki- færi til að fara með stefnumörkun og ákvarðanatöku um verkefni og fram- kvæmdir á vegum innanríkisráðu- neytisins í slíkt samráðsferli. Þannig væri hægt að auka aðkomu sveitar- félaganna án þess að færa heilu málaflokkana til sveitarfélaga. Nefndi hún í þessu sambandi að útdeiling fjármuna og ákvarðanir um einstök verkefni væri í mjög mið- stýrðu ferli. Alþingismenn tækju ákvarðnir þar sem framkvæmdir væru tíundaðar í smáatriðum fjögur ár fram í tímann. „Hvernig væri að tengja stefnumörkun varðandi sam- gönguáætlun og forgangsröðun ein- stakra verkefna betur við sam- ráðsvettvang í hverjum lands- hluta? Ég set þetta fram sem ómótaða hug- mynd sem ég hef ekki sjálf tekið beina afstöðu til,“ sagði Ólöf og bætti því við að ný lög um opinber fjármál muni skapa ný tækifæri til að draga úr miðstýringu ákvarðana, eins og til dæmis í samgöngumálum. Ekki þvinguð sameining Ólöf lýsti því yfir að hún teldi æskilegt að til frekari sameiningar sveitarfélaga kæmi á komandi árum. Það gæfi möguleika til að efla sveit- arstjórnarstigið. Það yrði þó að ger- ast á frjálsan hátt, hún myndi ekki standa fyrir neinni þvingun í því efni. Fleiri leiðir væru til. Hún sagði frá þeirri hugmynd sinni að ráðuneytin og sveitarfélögin myndu setja á fót hóp fólks til að greina leiðir og tæki- færi til að efla sveitarstjórnarstigið. Samráð í héraði í stað miðstýringar  Ráðherra vill efla sveitarstjórnir Ólöf Nordal

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.