Morgunblaðið - 18.04.2015, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.04.2015, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. APRÍL 2015 Skipholt 50c • 105 Reykjavík • 582 6000 • www.computer.is Síðan 1986 3 ára ábyrgð Tölvur og fylgihlutir In Win Style 901 In Win Style 904 In Win Style H-Frame, blá, rauð eða græn In Win Style tölvurnar eru fyrir þá sem vilja aðeins það besta og flottasta! Framleitt úr hágæða áli og lituðu gleri. Komdu og sjáðu sýningareintök • Intel i3 3,5GHz, 8GB 1600MHz minni, • 250GB SSD diskur, 3TB gagnadiskur, • 600W spennugjafi, Intel HD skjákjarni, • Windows 8.1 • Intel i5 3,7GHz, 16GB 1600MHz minni, • 250GB SSD diskur, 3TB gagnadiskur, • 600W spennugjafi, nVidia GTX960 skjákort, Windows 8.1 • Intel i3 3,5GHz, 8GB 1600MHz minni, • 120GB SSD diskur, skrifari, • Intel HD skjákjarni, Windows 8.1 134.900 kr. 99.900 kr. 224.900 kr. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Um 15 þúsund tonn af loðnuhrognum voru framleidd á vertíðinni sem lauk í síðasta mánuði, samkvæmt mati Teits Gylfasonar, sölustjóra hjá Iceland Seafood. Þetta er því að líkindum sú vertíð sem mest hefur verið framleitt af loðnuhrognum. Hrognin eru verð- mætasta afurð loðnunnar og áætlar Teitur að útflutningsverðmæti 15 þúsund tonna geti verið 70-80 millj- ónir Bandaríkjadala eða í kringum 10 milljarðar króna. Afgreitt allt árið Hins vegar er þess ekki að vænta að endanleg verðmyndun liggi fyrir fyrr en í lok mánaðarins. Verð fyrir loðnuhrogn næstu vertíðar munu verða mjög til umræðu á stóru sjáv- arútvegssýningunni í Brussel í næstu viku, að sögn Teits, en hana sækja for- ystumenn úr sjávarútvegi og fisk- vinnslu alls staðar að úr heiminum. Eftirspurn sé góð enda hafi markaðir verið nánast tómir í upphafi vertíðar. Loðnuvertíðin 2014 var mun lakari en vertíðin í ár og þá nam hrognafram- leiðslan um 6.500 tonnum. Teitur segir eðlilegt að verðumræða taki nokkurn tíma í kjölfarið á stórri vertíð og reikna megi með að það taki megnið af árinu að afgreiða hrogn til kaupenda. Talið er að hrognaframleiðsla Norðmanna í vetur hafi verið 2500-3000 tonn. Fyrir um áratug fór langmest af loðnuhrognum til kaupenda í Japan, en nú er dreifingin orðin mun meiri. Rússland er orðið stærsti markaður fyrir hrogn, en Japansmarkaður er næststærstur. Mikið fer til Suður- Kóreu og talsvert til Taívan. Þá er einnig talsvert um að loðnuhrogn fari í framhaldsvinnslu í Kína, Taílandi og Víetnam. Stórir markaðir eru einnig í Norður-Ameríku og í Evrópu. Teitur segir að ekki megi heldur gleyma því að fullvinnsla á loðnuhrognum hér á landi sé orðin umtalsverð eða yfir þúsund tonn. Teitur segir að á næstu vertíð þurfi menn að vanda framleiðsluna og leggja áherslu á góðan þroska hrogn- anna frekar en magnið. Þess þurfi að gæta að mörkuðum verði ekki drekkt í magni, en slíkt myndi hafa áhrif á verð. Farið í gegnum erfiðleika Varðandi markað fyrir sjávaraf- urðir í Rússlandi segir Teitur ljóst að umtalsverðar upphæðir hafi tapast vegna viðskipta á síðasta ári, þó svo að eitthvað af því hafi náðst til baka. Verðhrun hafi orðið á olíu og rúblan fallið í kjölfarið. Eigi að síður sé Rússland á meðal mikilvægustu markaðslanda og ef lit- ið sé til síðustu tíu ára hafi verið gríð- arleg velta og miklar tekjur í viðskipt- um við Rússa. Markaðurinn sé fyrir hendi og menn þurfi að fara í gegnum þessa erfiðleika. Metframleiðsla á loðnuhrognum  Útflutningsverðmæti loðnuhrogna gæti verið um 10 milljarðar  Um 15 þúsund tonn af hrognum voru framleidd á nýliðinni vertíð  Verðin rædd í næstu viku á sjávarútvegssýningunni í Brussel Morgunblaðið/Ómar Verðmæt afurð Loðnuhrogn unnin í fiskvinnslu í Reykjanesbæ. Kvótinn náðist ekki » Aflamark íslenskra skipa á loðnuvertíðinni var 391 þúsund tonn. » Verulega var aukið við kvót- ann í byrjun febrúar að loknum mælingum Hafrannsókna- stofnunar. » Samkvæmt yfirliti á vef Fiskistofu veiddu íslensku skipin 354 þúsund tonn. Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is „Mér fannst þetta áhugavert og langaði að taka þátt. Það sem ég hafði fyrst og fremst í huga var að gera eitthvað skemmtilegt sem sýndi 100 ára kosningaafmæli kvenna með einhverjum hætti,“ seg- ir Eva Hrund Sigurjónsdóttir. Hún hlaut verðlaun fyrir bestu myndina í Instagram-leik sem nefnist #hund- raðgram og efnt var til í tilefni 100 ára kosningaréttarafmælis kvenna. Verðlaunin voru veitt í Bíó Para- dís á fimmtudaginn sl. og hlaut Eva Hrund 50.000 krónur að launum. Peninginn ætlar hún að nota til að kaupa myndavél en hún hefur mik- inn áhuga á ljósmyndun en segist taka mun færri myndir en hún vildi. „Kosningaréttur er grundvallar- atriði þegar kemur að mannrétt- indum og að við séum bara búin að vera með kosningarétt í 100 ár finnst mér vera styttri tími en maður ætti að halda,“ segir hún spurð út í kosn- ingarétt kvenna. Dómnefnd í Instagram-leiknum var skipuð þeim Hugleiki Dagssyni, Söru Riel og Lilju Birgisdóttur ljós- myndara. Dómnefndin sagði m.a. um mynd Evu Hrundar að hún „tengdi saman nútímann og fortíðina á kómískan og skapandi hátt“. Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, framhaldsskólakennari í Borgar- holtsskóla, stóð að leiknum ásamt samkennara sínum Unni Gísladótt- ur. Hanna segir þær stöllur vera al- sælar með útkomuna. „Við efldum umræðuna um lýð- ræði, kosningarétt og kynjajafnrétti. Öll svona verkefni eru gríðarlega mikilvæg til að efla umræðu um þessi atriði en skortur á borgaravit- und meðal ungmenna hér á landi er vandamál. Líka úti í Evrópu ef út í það er farið. Unga fólkinu í dag finnst pólitíkin leiðinleg. Þá þurfum við að efla þau svo þau hafi trú á því að þau geti breytt henni og skapað sína eigin pólitík,“ segir Hanna. Myndirnar verða til sýnis í Borgarbókasafninu frá og með næsta mánudegi. Morgunblaðið/Eva Björk #Hundraðgram Eva Hrund Sigurjónsdóttir tók við verðlaunum frá Söru Riel sem sat í dómnefnd ásamt Hugleiki Dagssyni og Lilju Birgisdóttur. Kaupir myndavél fyrir sigurlaunin  Umræðan um kynjajafnrétti og kosningarétt efld Ljósmynd/Eva Hrund Sigurjónsdóttir Verðlaunamynd Unnið með nútíð og fortíð á kómískan og skapandi hátt. Neytendasamtökin gagnrýna nýtt þjónustugjald Arion banka. Gjaldið nær til allra aðila sem ekki eru við- skiptavinir bank- ans en sækja í útibú bankans til að færa inn eða taka út fjárhæð af reikningi í öðrum banka. Þuríður Hjartardóttir, framkvæmda- stjóri Neytenda- samtakanna segir bankann ganga of langt. Neytendasamtökin gáfu út skýrslu í janúarlok þar sem fjallað var um þróun hjá hverjum og einum banka frá árinu 2007 og bankarnir bornir saman. „Arion kom verst út í samanburði okkar á gjaldtöku bankanna, bæði hvað varðar há gjöld og forystu í að leggja ný gjöld. Hinir fylgja samt Arion vissulega eftir varðandi ný gjöld,“ segir Þuríður. Hún segir að í úttekt samtakanna hafi Landsbank- inn almennt komið best út en hjá bankanum hafi hækkun gjalda síð- ustu 7 ár verið minnst. Segir lokun útibúa annarra banka hafi bitnað á Arion banka Haraldur Guðni Eiðsson, upplýs- ingafulltrúi Arion banka, segir bank- ann leggja umrætt gjald á í þeim til- gangi að veita viðskiptavinum sínum betri þjónustu. Gjaldið nái ekki til einstaklinga undir 18 ára aldri né þeirra sem komnir eru yfir 67 ára aldur. Aðspurður hvort Arion þurfi að greiða hærri gjöld en aðrir bank- ar segir hann bankann vilja þjónusta viðskiptavini sína vel en aðrir bankar hafi gengið lengra í að fækka gjald- kerum. Lokun útibúa hjá öðrum bönkum hafi bitnað á Arion banka. „Mér finnst þetta óskaplega lóg- ískt gjald. Þetta snýr að fólki sem við erum ekki að hafa neinar tekjur af, en kýs samt að nýta okkar húsnæði, okkar starfsmenn, okkar kerfi, því fylgir einfaldlega kostnaður og því var sett hóflegt gjald á þetta, okkar viðskiptavinir eru ekki að borga þetta gjald.“ brynjadogg@mbl.is Neytendasamtökin gagn- rýna Arion banka  Bankinn ávallt með hæstu gjöldin og fyrstur með ný gjöld Þuríður Hjartardóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.