Morgunblaðið - 18.04.2015, Page 14

Morgunblaðið - 18.04.2015, Page 14
VIÐTAL Malín Brand malin@mbl.is Fyrir hálfri öld, árið 1965, voru fyrstu Toyota-bílarnir fluttir til landsins. Í þá daga voru bílarnir fluttir inn frá Danmörku og voru í raun bílar sem urðu afgangs, ef svo má segja, hjá danska umboðsaðila japanska framleiðandans. Bílarnir voru tiltölulega hráir hvað búnað snart enda gerðu danskir neyt- endur ekki sömu kröfur og þeir ís- lensku. Íslendingar vildu gjarnan aka um á sjálfskiptum bílum en smekkurinn var annar í Evrópu. Bein samskipti við Japani Árið 1980 urðu töluverðar breyt- ingar á því hvernig innflutningi var hagað á Toyota sem skipaði orðið ákveðinn sess hér á landi. „Þá fór P. Samúelsson að eiga viðskipti beint við Japan og þá varð mjög mikil breyting vegna þess að þá var hægt að biðja um sjálfskipta bíla og tausæti í stað gallon-sæta og fleira í þeim dúr,“ segir Úlfar Steindórsson forstjóri Toyota á Ís- landi og eigandi fyrirtækisins ásamt Kristjáni Þorbergssyni, fjármálastjóra. Íslenskir kaup- endur kunnu vel að meta að geta fengið vel búna bíla og salan jókst. Það eru vissulega merk tímamót að innflutningur á Toyota hafi haf- ist fyrir fimmtíu árum en ekki eru síðri tímamót að liðin eru tuttugu og fimm ár frá því Toyota varð fyrst mest selda bíltegundin á Ís- landi. Þannig hefur það haldist frá árinu 1990. „Hvergi annars staðar en í Evrópu hefur þetta verið mest seldi bíllinn tuttugu og fimm ár í röð og auðvitað byggist þessi ár- angur á þessari hugsun sem kemur frá Toyota en þeir feðgar, Páll og Bogi, fóru að innleiða þessa hugsun út frá því að viðskiptavinurinn væri númer eitt og reyna að veita frá- bæra þjónustu,“ segir Úlfar. Hið japanska „Omotenashi“ Hugsunin að baki ristir djúpt og byggist á japanskri kurteisi og speki. Þar í landi er þjónustulundin mikil og fær fólk sem gegnir þjón- ustustörfum þar ytra alla jafna góða þjálfun í því að líta á við- skiptavininn sem býsna mikilvæga manneskju. „Omotenashi“ er jap- anskt nafnorð og þýðir í rauninni að „hafa ofan af fyrir gestsum af öllu hjarta“ og er af mörgum talið kjarninn í japanskri gestrisni og þjónustulund. Í skemmtilegri grein sem birtist á vefnum Japan Today (www.japantoday.com) er fjallað um „Omotenashi“ sem áhrifaríkasta leynivopnið í japönskum viðskiptum og um leið það mest heillandi. Það er vel við hæfi að spyrja Úlf- ar út í hvernig gengið hafi að inn- leiða hina japönsku þjónustulund hjá Toyota á Íslandi. Hann segir að hinn góða árangur síðustu 25 ára megi einmitt þakka góðri þjónustu ofan á vandaða vöru. „Við viljum vera vel tengd við viðskiptavinina og erum að tala um samband þar sem betri helmingurinn er við- skiptavinurinn og þannig hefur það verið í þessi fimmtíu ár og höfum reynt að setja hlutina fram á þann hátt að viðskiptavinurinn finni að hann skiptir okkur máli,“ segir Úlf- ar. Betur má ef duga skal Þjónustuþáttinn kunna margir að meta og vilja gjarnan geta gengið að því sem vísu að vel sé tekið á móti þeim í bílatengdum erindum, hvort sem bíleigendur hafa áhuga á bílum eður ei. Úlfar segir að grunn- hugsunin í þjónustunni, sem fjallað var um hér að ofan, komi frá Toyota en stöðugt sé hugað að því hvernig bæta megi þjónustuna. „Fyrirtækjum hefur fjölgað sem leitast við að veita góða þjónustu. Það fer vissulega að draga saman þegar allir fara að gera eins og fyr- ir vikið fór Toyota um alla Evrópu nýverið af stað með kannanir til að geta bætt þjónustuna enn frekar. Viðskiptavinir eru spurðir annað- hvort í símtali eða með tölvupósti hvort þeir hafi verið sáttir við þjónustuna eða viðskiptin og allir fá tækifæri til að nefna eitt atriði sem betur mætti fara. Við þurfum að halda áfram og það er í raun og veru það sem gerir Toyota að því sem það er, ekki bara á Íslandi heldur alls staðar, að menn eru alltaf að reyna að gera betur en þeir gerðu í gær þó að þeir hafi staðið sig vel í gær.“ Það hefur verið grunnhugsunin hjá fyrirtækinu en vissulega hafa viðskiptavinir verið óánægðir inni á milli, rétt eins og gerist í öllum fyr- irtækjum. „Fólk gerir mistök, það getur eitthvað verið að vörunni og þá reynum við að vinna úr því með viðskiptavininum. En við erum svo- lítið að leita eftir því hvað það er sem við getum gert til að við- skiptavinurinn verði enn ánægðari,“ segir Úlfar. Það má sannarlega velta því fyrir sér hvernig starfsfólkið er þjálfað því það segir sig sennilega sjálft að ekki eru allir gæddir ríkri þjón- ustulund frá náttúrunnar hendi. „Til dæmis má nefna „The Toyota Way“ sem er aðferðafræðin og grunnhugsunin í öllum því sem Toyota gerir og það eru þessi gildi sem menn vilja lifa eftir. Virðing, samvinna og „Kaizen“ sem stendur fyrir að gera betur. Svo er það að leita að grunni vandans en ekki að plástra einhverja leið. Þetta er kennt hjá Toyota og fyrir vikið höf- um við til dæmis unnið með Há- skólanum í Reykjavík við að und- irbúa að koma þessum gildum á framfæri við alla sem vinna hjá Toyota,“ segir Úlfar. Samstarfið við Háskólann í Reykjavík hófst árið 2004 og árið 2005 voru haldin námskeið um gild- in og sóttu allir starfsmenn Toyota það. Farið var í gegnum hvaða þýð- ingu gildin hafa og hvernig má nota þau í daglega lífinu. „Síðan eru hér reglulega haldin Toyota-námskeið fyrir starfsfólk þannig að allir séu alltaf meðvitaðir um gildin. Þetta er stanslaus vinna við að viðhalda hugsuninni, þekkingunni og skiln- ingi á hvað þetta þýðir. Starfsfólk Toyota virðist vinsælt hjá öðrum bifreiðafyrirtækjum og það er ákveðið hrós að sótt sé í fólkið okk- ar,“ segir Úlfar á þessum tímamót- um. Opið hús um helgina Um helgina er opið hús hjá fyrir- tækinu. Þó ekki þannig að fara megi um húsakynnin öll heldur verður stór sýning og nýir mögu- leikar til bílakaupa kynntir fyrir viðskiptavinum. Opið verður í Kauptúninu í Garðabæ bæði í dag laugardag og sunnudag á milli klukkan 12 og 16 og hjá viður- kenndum söluaðilum Toyota um allt land í dag á sama tíma. Í Kauptúni verður kappaksturs- bíllinn TS030 HYBRID til sýnis en hann var sérstaklega fenginn að láni að utan vegna fimmtíu ára af- mælisins. Bíllinn er 830 hestöfl og hefur gert garðinn frægan víða um heim, til dæmis í Þolkeppni alþjóða akstursíþróttasambandsins 2014 á þeim bíl (FIA World Endurance Championship).Gestir geta fengið að prófa sportbílinn Toyota GT86 en slíkur bíll, sérstaklega útbúinn sem ökuhermir, var fenginn að láni að utan. Hermirinn er búinn sömu stjórntækjum og raunverulegur GT86 og stendur á vökvadælum sem líkja eftir hreyfingum bílsins í brautinni. THX Surround-hljóðkerfi sér til að upplifunin af hljóðinu í bílnum verður mjög raunveruleg. Það getur blaðamaður fullyrt eftir að hafa annars vegar ekið sport- bílnum sjálfum á götum úti og próf- að ökuherminn. Nýjung við bílakaup Ný leið við bílakaup verður kynnt um helgina og nefnist hún Toyota FLEX. „Í grunninn er þetta þannig að viðskiptavinurinn greiðir tíu til þrjátíu prósent af verðlistaverði nýs bíls og fær hann til afnota miðað við fasta mánaðargreiðslu í tvö eða þrjú ár. Í upphafi er ákveðið hvert verðmæti bílsins verði í lok árs tvö eða árs þrjú, eftir því hvort valið er, svokallað tryggt framtíðarvirði. Við samningslok getur viðskiptavin- urinn ákveðið hvort hann vilji kaupa bílinn á því verði, skilað bíln- um án frekari greiðslna að því til- skildu að bíllinn sé í ásættanlegu ásigkomulagi eða þá valið annan bíl og notað muninn á uppítökuverði og tryggðu framtíðarvirði sem inn- borgun í nýjan samning,“ segir Úlf- ar Steindórsson, forstjóri Toyota á Íslandi. Nánari upplýsingar um Toyota FLEX verður innan skamms hægt að nálgast á vefsíðunni www.toyota.is eða með því að líta inn hjá söluaðilum Toyota í dag eða á morgun. Með japanska gestrisni að leiðarljósi  Toyota á Íslandi í fimmtíu ár  Mest selda tegundin tuttugu og fimm ár hér á landi  Um helgina verður opið hús hjá Toyota og umboðsmönnum um land allt  Ný leið við bílakaup verður kynnt Morgunblaðið/RAX Árangur Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á Íslandi, er afar ánægður með þann árangur sem náðst hefur síðan fyrstu Toyota-bílarnir voru fluttir inn til landsins. Síðan eru liðin fimmtíu ár og er þeim tímamótum nú fagnað. Hermir GT86 útbúinn sem öku- hermir er til reynslu um helgina. Alvöru 830 hestafla TS030 HYBRID kappakstursbíll er til sýnis. 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. APRÍL 2015 Hátt kjötinnihald – Ekkert kornmeti Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | Sími 511-2022 | www.dyrabaer.is – fyrir dýrin þín Verð frá2.980 kr. Hágæða hunda- og kattafóður

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.