Morgunblaðið - 18.04.2015, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 18.04.2015, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. APRÍL 2015 Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Lýstar kröfur í þrotabú BG-5 ehf., sem áður var Gaumur, en stærstu hluthafar þess voru Baugsfjölskyld- an með um 97% hlut, eru um 38 millj- arðar króna, samkvæmt upplýsing- um Jóhannesar Karls Sveinssonar hrl., sem er skiptastjóri þrotabúsins. Stærsta eignin var 75% eign Gaums í Baugi Stærsta eign Gaums, síðar BG-5 ehf., var 75% hlutur í Baugi sem varð gjaldþrota sumarið 2009. Aðrar eignir Gaums voru meðal annars 1988 ehf., Aðföng, B2B ehf., B2B holding, Barney, Baugur Group hf., Bónus, Fjárfestingafélagið Gaumur ehf., Gaumur holding, Hagar, Hag- kaup, Illum A/S, Stoðir Invest, Styrkur Invest, Thu Blasol og Versl- unin Útilíf. Líkt og segir hér að ofan átti Baugsfjölskyldan 97% í Gaumi og þar af átti Jón Ásgeir Jóhannesson 41% hlut og var langstærsti hluthaf- inn. Segir að aðeins lítið brot fáist greitt upp í kröfur Jóhannes sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær, að kröfulýsingar í þrotabú BG-5 efh., væru 38 milljarð- ar króna. Ekki lægi enn fyrir hversu mikið fengist upp í lýstar kröfur, en þó væri ljóst að það yrði aðeins brot af umræddum 38 milljörðum króna. Jóhannes sagði aðspurður um það hvers vegna nafni félagsins hefði verið breytt úr Gaumur í BG-5 að sér væri ekki kunnugt um það hver ástæðan væri, en búið hefði verið að breyta nafni félagsins áður en það var tekið til skipta. Gaumur var úr- skurðaður gjaldþrota 18. september 2013. Þá hafði enginn framkvæmda- stjóri starfað hjá félaginu frá því í febrúar sama ár, vegna þess að Kristín Jóhannesdóttir, fram- kvæmdastjóri félagsins til þess tíma, þurfti að láta af störfum eftir að hún var dæmd fyrir skattalagabrot í sama mánuði. Þrotabú Baugs og Kaupþing banki stærstu kröfuhafar „Stærstu kröfuhafar í þrotabú BG-5 eru þrotabú Baugs og gamli Kaupþing banki. Það voru ákveðin riftunarmál sem þrotabú Baugs fór í á sínum tíma, sem varða þessi bú- skipti hjá mér dálítið,“ sagði Jóhann- es. Skiptafundur þrotabús BG-5 ehf. verður haldinn 28. apríl nk. á skrif- stofu skiptastjóra að Borgartúni 26 og hefst hann kl. 14.30. Jóhannes Karl Sveinsson segist ekki eiga von á því að skiptum búsins ljúki á þeim fundi og hann geri sér ekki enn í hugarlund hvenær end- anlegum þeim ljúki. Samkvæmt síðasta ársreikningi Gaums, frá árinu 2007, sex árum áð- ur en félagið var tekið til gjaldþrota- skipta, var hrein eign félagsins yfir 40 milljarðar króna. Félagið skilaði ekki ársreikningum eftir það. Lýstar kröfur í BG-5 upp á 38 milljarða króna  Skiptafundur þrotabúsins BG-5 ehf., áður Gaums, haldinn í lok mánaðar Jóhannes Karl Sveinsson Jón Ásgeir Jóhannesson Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndarsambands Íslands, hef- ur orðið vör við auknar tilkynningar um illa meðferð á dýrum. Tilkynn- ingar til félagsins hafa aukist um- talsvert frá árinu 2007 en á því ári tók við nýr formaður sem lagði mikið upp úr að efla starf og sjáanleika Dýraverndarsambandsins. Tilkynningarnar eru af ýmsum toga en helst varða þær búfé og svo- kölluð selskapsdýr. Varðandi búféð er gjarnan óttast að dýrum sé ekki gefið nóg eða að þau séu í skjólleysi. Tilkynningar sem varða selskaps- dýrin eru þó gjarnan fjölbreyttari, oftast er um að ræða tilkynningu vegna hunda. „Varðandi selskaps- dýrin er það helst að verið sé að berja hunda, nágrannar verða vitni að því að verið sé að sparka í hund, hundar hafa verið bundnir úti lengi og tilkynningar berast um horuð dýr. Fólk sér að það er eitthvað að,“ segir Hallgerður. Hallgerður segir þau afgreiða til- kynningar með því að vísa á ábend- ingarhnapp MAST. „Við erum dálít- ið svona innan gæsalappa í vinnu hjá Mast við að benda fólki sem hringir á hnappinn og við gerum það með glöðu geði,“ segir hún. Hallgerður segir mikilvægt að venja sig á rétta orðnotkun í þessu sambandi, um er að ræða athugun og ábendingar en ekki kærur. Röng orðnotkun geti haft fælingarmátt og dregið úr til- kynningum. „Þetta er eins og með barna- verndarmál, þér ber að láta vita ef þú telur að það sé eitthvað að varð- andi meðferð eða umgengni við dýr. Síðan er það Matvælastofnunar að meta það,“ segir Hallgerður. brynjadogg@mbl.is Aukin meðvitund um dýravelferð  Málin varða helst búfé og hunda Morgunblaðið/Heiddi Dýravernd Sífellt fleiri hafa vökul augu yfir velferð dýra. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is „Auðvitað viljum við marka ein- hverja stefnu því ekki viljum við lenda í því sama og fyrir hrun. Við lögðum á okkur mikla vinnu sem við kynntum á aðalfundi HB Granda um bætta stjórnarhætti, kjarastefnu og annað í þeim dúr. Þetta var allt fellt,“ segir Harpa Ólafsdóttir, vara- stjórnarformaður lífeyrissjóðsins Gildis, sem er fjórði stærsti hluthafi HB Granda og á tæpra sex prósenta hlut. Harpa segir sjóðinn ósáttan við stjórnarhætti hjá fyrirtækinu HB Granda en aðalfundurinn hækkaði laun stjórnarmanna sem kunnugt er um 33%, úr 150 þúsundum króna í 200 þúsund. „Ekki tilkynnt nein hækkun“ Eftir að tillögur Gildis höfðu verið felldar segir Harpa að næsta mál á dagskrá hafi verið að greiða atkvæði um stjórnarlaun. „Það var ekki til- kynnt nein hækkun. Þessi hækkun kom hvergi fram,“ segir hún. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, furðar sig á því að breytingin hafi farið í gegn. „Það er skylda stjórnar sem leggur fram tillöguna að upp- lýsa í hverju breytingin felst. Það er gagnrýnivert að þetta skuli vera sett svona fram án þess að gera grein fyrir breytingunni, því breyt- ingin sjálf skiptir ekki minna máli en fjárhæðin,“ segir hann. ASÍ á ekki að reka fyrirtækin Harpa var sjálf ekki á fundinum heldur fór starfsmaður sjóðsins í hennar stað. „Eftir á að hyggja hefði ég átt að segja: Nú skulum við gæta að því að í öllum þeim félögum þar sem Gildi þarf að greiða atkvæði um stjórnarlaun þá skulum við athuga, er þetta breyting?“ segir hún. Gylfi segir að það sé ekkert leynd- armál að ASÍ og aðildarfélög innan félagsins hafi verið að gera kröfur um að herða aðhald án þess að það sé hlutverk aðila vinnumarkaðarins að reka fyrirtækin. „Það er ekki hlutverk okkar að vera inni í stjórn- um fyrirtækja og reka þau – við vilj- um það ekkert. Mér finnst þetta stundum alveg ótrúlegar ásakanir í því að það er lagt upp með það að verkalýðsfor- ustan eigi að misnota aðstöðu sína í gegnum lífeyrissjóðina, að taka ein- hverjar tilteknar ákvarðanir í stjórn- um einstakra fyritækja. Við viljum ekki beygja okkur undir þessa vit- lausu kröfu að við eigum að fara að misnota aðstöðu okkar. Þannig á þjóðfélag ekki að vera byggt upp. Mér finnst stundum eins og fólk sem tali svona sé búið að taka svo lengi þátt í slíku að því finnist það bara eðlilegt. En það hefur verið gerð krafa um að lífeyrissjóðirnir móti sér hluthafastefnu. Að þeir setji sér þá meginreglu með hvaða hætti þeir telja að góðir stjórnunarhættir séu og það er ljóst að launkjör æðstu stjórnenda og stjórna fyrirtækja falla þar undir.“ Meiri kröfur nú Þær breytingar hafa orðið hjá HB Granda að fyrirtækið var skráð á markað sem felur í sér að meira reynir á stjórnarhætti fyrirtækisins en áður. Harpa segir að Gildi vilji hafa hæft fólk í stjórn fyrirtækisins sem fái greitt fyrir stjórnarsetuna. „Það eru gerðar meiri kröfur um stjórnar- hætti núna og stjórnarmenn þurfa að vera betur undirbúnir og kunna ýmislegt fyrir sér. Það eru gerðar miklar kröfur til þeirra sem eiga að sitja í stjórnum félaga sem eru kom- in á markað. Við viljum hafa þetta breiða stjórn og að allir þeir kraftar geti skilað sjóðsfélagi arði. Við hins vegar berum ábyrgð, gef- um ákveðna stefnu og setjum ákveðna línu. Það er hluthafastefna sem markar hana. Þar er alveg skýrt að það ber að horfa til viðmiða en tímapunkturinn var engan veginn til staðar.“ Gylfi segir að hann hafi borið sam- an HB Granda og Samherja að und- anförnu og það hafi ekki verið fögur sjón. „HB Grandi er með miklar aflaheimildir og alla möguleika á að hagræða og í gegnum þá hagræð- ingu skila kaupaukum til starfs- manna sinna þannig að þeir fái notið velgengninnar. Ég hef verið að draga samlíkingu við annað stórt fyrirtæki á borð við Granda sem er á Akureyri og reynd- ar víða um land. Það er himinn og haf bæði hvað varðar tímalaun- in í gegnum bónuskerfi en líka með hvaða hætti Samherji hefur skilað með ýmsu móti og deilt þessu með sínu fólki og sínu samfélagi. Það verður að segjast að Grandi er ekki upptekinn af því.“ Ábyrgð, stefna og lína sem var ekki farið eftir  Segir Gildi ósáttan við stjórnunarhætti HB Granda Morgunblaðið/Árni Sæberg HB Grandi Hækkun launa stjórn- enda hefur farið illa í starfsmenn. Gylfi Arnbjörnsson Harpa Ólafsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.